Dagblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981. iI Erlent Erlent Erlent Erlent D [ Ítalía um áramot ] Árið 1980 reyndist ítölum svo þungt i skauti að nær enginn þar í landi sá fram á gleðilegt nýtt ár þegar áramótin gengu í garð enda var falskur tónn í þeim ámaðaróskum sem menn köstuðu hver á annan fyrir kurteisissakir. Svo mörg eru þau hneyksli, hörmungar og önnur óáran sem fyrir liggja að nægir okkur ítölum út þetta ár. Það sem verra er: tíminn virðist hlaupinn frá okkur og ekkert ráðrúm gefst til að bera smyrsl á sárin sem opnast æ meir með hverjum mán- uðinum sem líður. Ekki má skilja orð okkar svo að við séum staðráðin í að skýra aðeins frá neikvæðum hliðum mannlífs á italíu, en hins vegar værum við ekki að gera neinum greiða með því að fela þær staðreyndir. Ferðalög um jól Nálægt jólum, þegar áhrif fagn- aðarerindisins mátti sjá á hverju götuhorni, hófst óvenjulegt ferðalag á Suður-haliu. Sú ferð átti næsta lítið skylt við ferðalag fjárhirðanna forðum, í leit að vöggu Frelsarans og friðarhöfðingjans, heldur var hún án fyrirheits og vonar. Ferðalangarnir voru íbúar þeirra héraða sem misst höfðu allt sitt í jarðskjálftunum i haust og þeir hurfu á brott í grafar- þögn, með hinar fáu eigur sínar á bakinu. Þeir sem eftir þraukuðu, i sárum eftir heljartök þeirra náttúruafla sem þeir höfðu búið með í sátt og sam- lyndi áratugum saman og mótað höfðu allt lif þeirra, börðust hetju- legri baráttu gegn óbltðri veðráttu, fannfergi og kulda. Mafian í Napóli, hin svokallaða „camorra”, var fljól að sjá gróðavon í þessum harmleik sem öðrum og vílaði ekki fyrir sér að nota sér þjáningar hins hrjáða fólks á jarðskjálftasvæðunum. Hneyksli aldarinnar Glæpamenn smygluðu sér inn á meðal björgunarliða og með byssum sínum stöðvuðu þeir sendingar til svæðanna og höfðu á brott með sér þær vistir og hjálpargögn sem ætluð voru fórnarlömbum jarðskjálftans. En jarðskjálftinn þann 23. növem- ber kom á hæla eins mesta hneykslis sem komizt hefur upp um á Ítalíu, sannkallaðs hneykslis aldarinnar. Hér er að sjálfsögðu átt við bensín- málið svonefnda. Árum saman hefur ríkið verið snuðað um upphæðir sem nema hundruðum milljarða líra, með dyggilegri aðstoð nokkurra stjórn- málamanna og háttsettra manna í skattaeftirliti ríkisins. Mörg helztu olíufélög á Ítalíu höfðu komið sér upp baktjaldasam- tökum sem gerðu þeim kleift að flytja inn og dreifa bensíni á ólöglegan hátt. Upp úr krafsinu höfðu þau að sjálfsögðu gífurlegar upphæðir. Þegar Ijóstrað var upp um þetta hneyksli, komst sömuleiðis upp um samtryggingu ýmissa þekktra stjórn- málamanna, sem höfðu rakað sanian peningum með aðild sinni að bensín- málinu. Djúpstæð vantrú Þar hefur borið hæst Marco Freato, sem var árum saman einkarit- ari Aldo Moros, hins myrta for- manns Kristilegra demókrata. í litilli íbúð hans í Róm fundust listaverk að verðmæti milljarðar lira. En Freato er aðeins einn af fjöldamörgum framámönnum sem flæktir eru i þetta hneyksli. Viðbrögð fólks við þessum uppljóstrunum hafa öll verið á einn veg og hafa kynt undir djúp- stæðri vantrú ítala á stjórnkerfi landsins og ríkjandi stjórnmála- ástandi. GLEÐILEGT NYTT AR? 1 síauknum mæli tala menn nú um siðferðilegar forsendur þess sem fram fer á ítalska þinginu, en sú hlið stjórnmála hefur yfirleitt ekki verið mikið tilumræðu hér um slóðir. Og með siðferðilegar grundvallarreglur að leiðarljósi hafa menn nú dregið fram í dagsljósið ýmsar gerðir stjórn- málamanna og kerfiskalla til að vega þær og meta og komast að sannleik- anum. hryðjuverkamanna, en var að lokum sleppt eins og kunnugt er. Út af ráni hans varð mikill pólitiskur úlfaþytur sem enn er ekki séð fyrir endann á og án efa á hann eftir að draga mikinn dilk á eftir sér. En um þá framvindu eigum við sennilega eftir að skrifa siðar. Þetta greinarkorn átti nú aldrei að verða annað en stutt hugleiðing um ástand og horfur á Ítalíu um og eftir áramótin siðustu. Fabrizw&Daniela Raschellá skrifafráítalíu ítalskir hermenn við björgunarstörf á jarðskjálftasvæðunum — en matvælin lentu í höndum Mafiunnar. Trúin á lýðræðið Þótt umræður um bensinmálið hafi ekki hjaðnað, hurfu þær úr sviðsljósinu um stund fyrir öðrum at- burði, ráni Giovanni D’Urso dómara. í 33 daga sat hann í prísund Vissulega höfum við lagt áherzlu á- það sem miður hefur farið. Því er rétt, svona i lokin, að ítreka það að allur þorri almennings á ítaliu hefur ekki enn misst trúna á lýðræðið enda man fólk gjörla tuttugu ára harð- stjórn fasista. Sú vitneskja gefur manni örlitla von, svo og vilja til að standa vörð um ítalskt þjóðfélag, sem niðurrifsöflin sækja nú að úr ýmsum áttum. Fabrizio& Daniela Raschellá „Bandaríkjamenn heyja stríð gegn Afganistan ” — skrifar Pravda, málgagn sovézka kommúnista flokksins Pravda, málgagn sovézka kommúnistaflokksins, hefur for- dæmt ummæli Reagans Bandaríkja- forseta, sem skilin hafa verið á þann veg að hann hafi í hyggju að útvega uppreisnarmönnum í Afganistan vopn. „Bandaríkin heyja nú óyfir- lýst stríð gegn Afganistan,” skrifar Pravda. „Yfirlýsing Bandaríkjafor- seta getur aðeins skaðað Afganistan,” skrifar blaðið. Jafnframt segir blaðið að vopna- sala Reagans til afganskra uppreisnarmanna í Pakistan feli í raun ekki í sér neina breytingu á utanríkisstefnu Bandaríkjanna. „Stjórn Carters neitaði vissulega að kannast við þá staðreynd að hún sá gagnbyltingaröflum í Afganistan fyrir vopnum,” skrifar Pravda. „Það gerði hún þrátt fyrir að vitað væri aðstrax eftir byltingunal978 hóf hún leynilegar áætlanir sínar gegn Afganistan. í Pakistan er það alkunna að þar eru margar miðstöðvar þar sem Bandaríkja- menn, Kínverjar og fleiri þjálfa skemmdarverkamenn. Þrásinnis hafa einnig fundizt vopn í búðum uppreisnarmanna, sem merkt hafa verið „Made in USA”. En núna hafa Bandaríkjamenn kastað grimunni. Árás Banda- ríkjanna á Afganistan er nú viðurkennd. Bandaríkjamenn hafa tekið stefnuna á illindi,” skrifar Pravda og segir að stefna Banda- ríkjastjórnar sé því gjörólík þeirri friðarstefnu sem Leonid Brésnef boðaði i ræðu sinni á aðalþingi sovézka kommúnistaflokksins fyrir skömmu. Þar var það sem Brésnef setti fram þá hugmynd sína að leiðtogar Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna hittust að máli innan skamms til viðræðna um heimsmálin. Sovézkir hermenn í Afganistan. Sovétmenn saka nú Bandaríkjamenn um að heyja striO gegn Afganistan.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.