Dagblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981. Skrefatalningarmálið verður hvergi „flokksmár’ Skrefatalning símagjalda verður væntanlega ekki „flokksmál” M.a. er nú talað um 6 mínútna skreflengd í stað þriggja í upp- hjá neinum þingflokkanna. DB ræddi við formenn þeirra allra hafi og nú er talað um talningu á öllum símsvæðum en ekki í gær og spurði þá um afgreiðslu málsins innan þingflokkanna. bara á 91-svæðinu. En hér fara á eftir svör þingflokksfor- Kom í ljós að mönnum sýnist sitt hvað en bent var á að málið mannanna: hefði tekið miklum breytingum frá þvi það var fyrst hugsað. Páll Pétursson form. þingflokks Framsóknar: Réttlátt að lengja 8 sekúndna skref ATU STEINARSSON Tel að framsóknarmenn standi á kostnað talningar „Málið hefur verið rætt í'þingflokki Alþýðubandalagsins en verður þar ekk- ert flokksmál,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson form. þingflokksins. „Það sem fyrst og fremst ber að keppa að er jöfnun símgjalda utan- bæjarmanna annars vegar og gjalda á þéttbýlissvæðunum. í skrefatalningar- málinu er starfandi fjögurra manna nefnd þingmanna Reykvíkinga. Hún hefur fengið ýmsar upplýsingar frá póst- og símamálastjóra. M.a. er upp- lýst að meðallengd símtala á Reykja- víkursvæðinu nú sé um 2,5 mínútur. Einnig er það upplýst að við upphaf skrefatalningar verði lengd hvers skrefs 6 mínútur. Það er einnig upplýst að aðeins 14% símtala i Reykjavík séu lengri en 2,6 minútur. Það virðist réttlátt að skref upp á 6 mínútur teljist sanngjörn gegn því að þau skref sem stytzt eru núna í samtölum frá ýmsuni stöðum á landinu verði lengd. Stytztu skref á landinu nú eru 8 sekúndur. Það er réttlátt að þau verði lengd á kostnað þess að 6 mínútna skrefgjald verði tekið upp í Reykjavík og nágrenni,” sagði Ólafur. - A.St. Páll Péturs- son: „Hvenær lækkar nokkur hlutur hér á landi?” saman með skref atalningunni „Það hefur engin formleg ákvörðun verið tekin um málið í þingflokki Framsóknarflokksins,” sagði Páll Pétursson form. þingflokksins. „Ég á hins vegar ekki von á öðru en að menn standi saman með skrefatalningunni. Mér sýnist að málið miði að jöfnuði símakostnaðar,” sagði Páll. manna kæmi hinn mikli mismunur í ljós. Það er orðið úrelt að verðleggja símtöl eftir vegalengdum. Við viljum jafna lífsaðstöðuna hér á landi og ný málinu. Það er gamalt fólk úti á landi líka sem þarf síma og á mikið undir símanum. Það er vitað mál að skrefa- talning kemur einhverjum illa en það er, ekki réttlátt að hálf þjóðin geti talað saman sln á milli án nokkurra verulegra símgjalda en hinn helmingurinn ekki,” sagði Páll. Ólafur R. Grímsson form. þingflokks Alþýðubandalags: viðhorf í þessu máli, t.d. að skrefataln- ing fari fram á svæðum úti á landi einnig, breyta ekki okkar afstöðu í Hann kvaðst geta sagt fyrir sitt leyti að þegar hann væri heima hjá sér á Höllustöðum gæti hann talað við u.þ.b. 50 manns á sams konar gjaldi og hálf þjóðin á 91-svæðinu gæti spjallað sin á milli. „Ef ég ætla heiman frá mér að spjalla við einhvern utan 50 manna hópsins kostar það stórfé,” sagði-Páll. - A.St. Ólafur Ragnar Grímsson: „Það sem fyrst og fremst ber að keppa að er jöfn- un simgjalda.” — Er það jöfnuður að þínum dómi að hækka símgjöld á Reykvíkingum eða búizt þið við að símgjöld úti á landsbyggðinni lækki? „Hvenær lækkar nokkur hlutur hér á landi?” sagði Páll og bætti við: „Ef úttekt væri gerð á simakostnaði lands- Sighvatur Björgvinsson: „Ég er ekld fylgjandi þvi að aðeins sé teldð upp nýtt gjald I þéttbýli til að hækka gjöld á simnotendum þar.” Sighvatur Björgvinsson form. þingfl. Alþýðuflokks: Aðrar leiðir miklu betri til jöfnunar símgjalda en talningin „Þetta er ekki flokksmál hjá okkur alþýðuflokksmönnum,” sagði Sig- hvatur Björgvinsson formaður þing- flokksins. „Við höfum varla rætt málið í þingflokknum ennþá. Ég er að sjálfsögðu með því að sím- gjöld landsmanna séu jöfnuð en ég er ekki fylgjandi því að aðeins sé tekið upp nýtt gjald í þéttbýli til að hækka gjöld á símnotendum þar,” sagði Sighvatur. Hann kvað alþýðuflokksmenn vilja fara aðrar leiðir í þessum efnum og minnti m.a. á framkomna tillögu frá alþýðuflokksmönnum um að komið yrði upp ,,frí”-númerum í aðsetri stjórnarstofnunar þannig að hver landsmaður gæti hringt i stjórnarskrif- stofur án gjalds. „Landsbúum er enginn greiði gerðúr með því að setja upp skrefamælingu. Símkostnaður lækkar ekki á iands- byggðinni þó að hann hækki á mestu þéttbýlissvæðunum,” sagði Sighvatur. - A.St. ÓlafurG. Einarsson (S): Hærri sfmgjöld án vísitöluhækkunar — er augljós tilgangur málsins „Skrefatalningarmálið getur ekki talizt flokksmál hjá þingflokki Sjálf- stæðisflokksins,” sagði Ólafur G. Einarsson form. þingflokksins. „En málið hefur verið rætt á þingflokks- fundum og það á eftir að ræða það enn frekar á þeim vettvangi. Ég hef áður látið þá skoðun í ljós að ég tel í þessu máli að verið sé að fara í kringum okkar vísitölukerfi. Megintil- gangurinn er að auka tekjur símans án þess að sú hækkun hafi áhrif á vísitöl- una. Málinu er lætt inn á Alþingi m.a. í þessum tilgangi,” sagði Ólafur. Ólafur sagði að þó því væri borið við að tilgangur málsins væri sá að jafna ætti símgjöld á landsmönnum væri augljóst að hér væri einungis verið að skapa símanum auknar tekjur án vísi- töluhækkunar. - A.St. Óiafur G. Einarsson: „VeriO er aO fara í kringum okkar visitölukerfi.” Smurbrauðstofan BJORNINN Njáisgötu 4? - Sími 15105 Fyrir námsfólk jafnt og aðra sem við vinnu sína sitja er mikilvæg undirstaða árangurs að sitja rétt og þægilega. Stóll frá Stáliðjunni er því góð gjöf handa fermingarbarninu, góður stuðningur áður en lengra er haldið. STAUÐJANhf SMIÐJUVEGI 5, KÓPAVOGl, SÍMI 43211

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.