Dagblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981. « Erlent Erlent Erlent Erlent I Átðk í Af ríkuríkjunum Surinam og Máritaníu: TVÆR BYLTINGARTIL- RAUNIRIAFRÍKU — Báðar virðast þær hafa f arið út um þúfur Uppreisnarhersveitir í Vestur- Afríkurikinu Máritaniu og Suður- Afríkuríkinu Surinam hafa reynt að taka völdin í sínar hendur. Ríkis- stjórnir beggja landanna sögðu í gær að byltingartilraunirnar hefðu farið út um þúfur. Algeirska fréttastofan APS hafði það eftir B’Neijara, forsætisráðherra Máritaníu, að tveir hershöfðingjar, sem studdir hefðu verið af Marokkó- mönnum, hefðu staðið á bak við stjórnarbyltingartilraunina í gær- morgun. APS-fréttastofan sagði að þrír menn hefðu látið lífið í byltingar- tilrauninni, þar af einn af leiðtogum byltingarmanna, fyrrum ráðherra, sem hafi framið sjálfsmorð. Stjórn Surinam segir að einn af leyniþjónustumönnum hersins hafi afhjúpað byltingartilraunina á sunnudag og hafi einn af samsæris- mönnunum látið iífið. Fréttastofan APS sagði að fyrrum menntamálaráðherra Máritaníu, Mohammad Abdelkader Ould Bah, og fyrrum yfirmaður flughers landsins hefðu framið sjálfsmorð með því að taka inn eiturtöflur eftir að þeir voru handteknir. Báðir höfðu þeir verið búsettir í Marokkó og for- sætisráðherra Máritaníu lýsti bylting- artilrauninni sem yfirgangi sem Marokkómenn stæðu á bak við. Samband Máritaníu og Marokkó hefur verið mjög slæmt frá því í ágúst 1979 þegar Máritaníumenn rufu sam- komulag við Marokkó um að heyja stríð gegn Polisario-skæruliða- hreyfingunni sem berst fyrir sjálf- stæði Vestur-Sahara og nýtur til þess stuðnings Alsírmanna. Sovétmönnum aðkenna — segja Bandaríkjamenn Bandarikjamenn sökuðu í gær Sovétmenn um að bera að hluta til ábyrgð á því hve seint gekk að fá gísl- ana lausa úr höndum pakistönsku flug- ræningjanna sem héldu yfir 100 farþeg- um í gíslingu í þréttán daga eða fram á laugardag og myrtu einn gíslinn í Kabúl. 33 prósent Frakka vilja dauðarefsingu —sjö dæmdir fangar bíða þess nú livort dauðadómnum verði f ullnægt með fallöxinni Sjö dauðadæmdir fangar bíða nú í fangelsum í Frakklandi, eftir því hvort dómunum verði fullnægt. Tveim vikum fyrir forsetakosning- arnar, tekur Valerie Giscard d’Estaing afstöðu til tveggja náðunarbeiðna. 33% af frönsku þjóðinni vilja halda dauðarefsingu, en í nóvember í fyrra var kosið í Evrópuráðinu, um hvort aðildaríkin myndu afnema dauðarefs- ingu. Var meirihlutinn fylgjandi því. Frakkar eru eina þjóð Vestur- Evrópu sem enn hefur dauðarefsingu og dauðarefsingunni er fullnægt með því að hálshöggva fangann. Þessi spurning, hvort halda skuli við dauðarefsingu í landinu, kann að skipta miklu í kosningarbaráttunni fyrir forsetakosningarnar. Þyngstu dómar ífóstureyðingarmálum í Frakklandi: Svo kann afl fara að fallöxin verfli tekin i notkun að nýju i Frakklandi innan skamms. Myndin er tekin af opinberri aftöku þar i landi árið 1929. HlRabæp " Siðumúla 22 - Tjarnargötu 17, Simi 31870 Keflavik Sími 2061 Yfírtæknir fékk sex ára fangelsisdóm og missti læknisleyfíð — Fóstureyðing f ramkvæmd á 8. mánuði meðgöngutamans Þyngstu dómar er kveðnir hafa verið upp í fóstureyðingarmálum í Frakk- landi voru kveðnir upp nú fyrir skömmu. Ákæruvaldið og dómarar voru sammála um það að dómunum væri ætlað að hafa áhrif til varnaðar þannig að lögin um fóstureyðingar.sem sett voru 1975, verði virt. Yfirlæknir á deildinni sem fram- kvæmdi fóstureyðingarnar fékk sex ára fangelsisdóm og missti lækningaleyfi sitt ævilangt. Aðrir læknar fengu dóma frá árs fangelsi, skilorðsbundið, til fimm ára fangelsi, og misstu starfsleyfi sín frá fimm árum til ævilangt. í Frakklandi er heimilt að fram- kvæma fóstureyðingu, ef konan er ekki gengin með nema í 10 vikur. Á þessari deild í París, voru aðgerðirnar gerðar löngu eftir tilsettan tíma. í einu til- vikinu var fóstureyðing framkvæmd á áttunda mánuði meðgöngutimans. Þjáningar ibúa Mið-Amerikurikisins El Salvador hafa verifl miklar á undan- förnum mánuðum vegna borgarastyrjaldarinnar sem geisar i landinu. Að sjálf- sögðu kemur styrjöldin ekki sizt niflur á börnum og öðrum Iftilmögnum. Stór hluti ibúanna býr við matarskort og ekkert lát virflist á hörmungum þjóflarinnar. 4 ■ ■ m ' REUTER

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.