Dagblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981.
17
Viktoría Spans
tekur
lagið i íslenzku umhverfi
—Hollenzka sjónvarpið tók upp með henni þátt hér á landi í tilefni
nvrrar nlötu sjónvarpið gerði um söngkonuna
•' * Viktoriu Spans. Nýlega kom út með
dágóða kynningu í henni platan Romantische
hollenzka
ísland fær
sjónvarpsþætti
Samúelkynnir
Stjörnuferðir ínýjasta
tölublaðinu:
„Erum ekki
famirað
seljaforsíð-
urnar”
— segir ÓlafurHauks-
son ritstjóri
Stjörnuferðir eru nýmæli sem
ferðaskrifstofan Úrval hyggst bjóða
farþegum sínum upp á næsta sumar.
Farið verður til Ibiza. Miðað er við
að 25 til 30 manns verði í hverjum
hóp. Valinn fararstjóri verður með
hverju sinni. Jón Björgvinsson,
sjónvarps- og útvarpsmaður, fer fyrir
í fyrstu ferðinni.
Með Úrvali hafa Hollywood og
tímaritið Samúel tekið sig saman um
þessar hópferðir. Ólafur Hauksson
ritstjóri Samúels var inntur eftir því
því hvort það væri orðið hlutverk
tímarits að standa fyrir sólarstrand-
ferðum.
„Samúel og Hollywood standa
ekki fyrir þessum ferðum,” svaraði
hann. „Okkar hlutverk er að kynna
þær og> ég tel eitt af hlutverkum
fjölmiðils að kynna hluti af þessu
tagi. Að sjálfsögðu er þetta ekki án
endurgjalds.”
— Þýðír það að Samútgáfan sé
farin að selja forsíður sínar likt og
Frjálst framtak?
„Nei, ég tel að dæmið sé öðruvísi
hjá okkur, því að við ráðum
kynningunni algjörlega sjálfir.”
Fyrsta Stjörnuferðin til Ibiza
verður farin 12. júní. Ólafur sagði að
fólk væri mjög forvitið um þetta
fyrirbæri og strax væri farið að
seljast í margar ferðirnar. — En i
hverju eru þær frábrugðnar
venjulegum sólarstrandaferðum?
„Það er fyrst og fremst fjöldinn í
hverri ferð,” svaraði Ólafur Hauks-
son. „Við höfum fengið eina hæð til
umráða í nýju íbúðahóteli á Ibiza.
Það verður lögð áherzla á að
hópurinn búi saman og skemmti sér
saman. Það er ekkert aldurstakmark
í Stjörnuferðirnar en við reiknum
með að verða með aðgengilegt
prógramm fyrir fólk á aldrinum 20—
35 ára.”
-ÁT-
Melodieén. A meðan vinnsla hennar
fór fram, var tekinn upp með henni
þáttur hér á landi. í honum syngur
Spans nokkur lög af plötunni í
íslenzku umhverfi.
Viktoria Spans er fædd í Reykja-
vík en fluttist kornung til Hollands
með íslenzkri móður sinni ög
hollenzkum föður. Hún lauk tónlist-
arnámi fyrir fimm árum. Meðal
kennara hennar var Carlo Bino, sem
þjálfaði rödd hennar samkvæmt
hinum svonefnda „gamla ítalska”
belcanto stíl.
Að tónlistarnáminu loknu sneri
Viktoria Spans sér alfarið að því að
starfa sem söngkona. Hún syngur
jöfnum höndum verk eldri
tónskálda sem yngri. Hún hefur
sungið á hljómleikum með kórum og
hljómsveitum og auk þess haldið
einleikstónleika i Hollandi og víðar.
Þá hefur Viktoria Spans komið fram
í útvarpi og sjónvarpi víða um lönd.
Romantische Melodieén er siður
en svo fyrsta plata Vikloriu Spans.
Hún hefur meira að segja sungið inn
á eina íslenzka þjóðlagaplötu, sem
SG-hljómplötur gáfú út í fyrra. Á
nýju plötunni flytur hún rómantísk
lög eftir nokkra gamla meistara.
Meðal annarra má nefna Ave Maria,
Frúhlingsglaube, Ich liebe dich og Du
bist wie ein Blume.
-ÁT-
Mezzosópransöngkonan Viktoria
Spans ar af íslenzkum og
hollenzkum ættum. Hún lauk
tónlistamámi I Hollandi fyrir fimm
árum og hefur haft sönginn aö at-
vinnu siöan.
DB-mynd: Bjarnieifur.
„Tomma hamborgarar” opnaði um helgina:
Ekki of mikið af ham-
borgarastöðum í Reykjavík
— segir Tómas Tómasson, einn aðaleigandinn
„Nei, ég tel ekki að of mikið sé
orðið af hamborgarastöðum i
Reykjavík. í rauninni eru aðeins tveir
slíkir sem standa undir nafni, Borg-
arinn og Winny’s. Hitt eru einungis
veitingastaðir er hafa hamborgara
með á matseðlinum en sérhæfa s'g
ekki í þeim,” sagði Tómas Tómasson
veitingamaður í samtali við
blaðamann Dagblaðsins.
Tómas opnaði um helgina nýjan
hamborgarastað við Grensásveg.
Nefnist hann Tomma hamborgarar.
Meðeigendur í fyrirtækinu eru Helga
og Guðrún Bjarnadætur.
„Ég ætlaði að vera búinn að opna
fyrir nokkru,” sagði Tómas, „en það
hefur orðið ýmislegt til að tefja.
Staðurinn er nokkuð öðruvísi í útliti
en upphaflega var ráðgert. Vífill
Magnússon teiknaði hann fyrst en ég
gerði það miklar breytingar á
teikningunni að hann vildi ekki að
sitt nafn yrði eingöngu nefnt í því
sambandi.”
Veitingastaðurinn Tomma ham-
borgarar tekur um fjörutíu manns í
sæti í aðalsal og tuttugu til viðbótar
i hliðarsaí. Þar vekur athygli heljár-
stór sjónvarpsskjár, sem komið hefur
verið fyrir uppi á vegg.
„Ég ætla að sýna video teikni-
myndir um helgar og er að velta fyrir
mér að vera með kvikmyndir á
kvöldin,” sagði Tómas.
Til að laða gesti að fer fram
verðlaunagetraun hjá Tomma ham-
borgurum næsta mánuðinn. Komið
hefur verið fyrir stærsta páskaeggi
landsins. Gestir mega geta sér til um
þyngd þess. Sigurvegarinn fær að
eiga eggið og einnig verða veittir tugir
T-
Tómas Tómasson ásamt lukkudýri Tomma hamborgara. Eitt prósent af
sölunnlá staönum rennur til Féiags einstmöra foreidra og SÁÁ „fóiaga
sem snerta migpersónuiega", sagöi Tómas. DB-mynd: Einar Ólason.
Dýrirdropar
Samkvæmt héimildum frá ÁTVR
seldi áfengisútsalan í Keflavík áfengi
fyrir einn milljarð, tvö hundruð og
áttatíu milljónir króna árið 1980. Það
er um 50% aukning frá árinu áður.
— Vonandi í krónutölu, en ekki að
magni til. — Upphæðin hefði til
dæmis nægt til að byggja og greiða
að fullu heilt einbýlishúsahverfi eða
150 bíla.
YfirAtlants-
álaáplanka
Hafnfirðingur nokkur hefur
ákveðið að fara yfir Atlantshafið, frá
heimabæ sínum til New York, á
planka. Hann tefst um stundarsakir,
því að hann hefur enn ekki fundið
nógu langan planka.
Hvaða piiki
starfar
íútvarpinu?
Oft er hent að því gaman hve grátt
„prentvillupúkinn” getur leikið
hugsanir blaðamanna. Góðvinur
okkar kvaðst vera að velta því fyrir
sér hvort „prentvillupúkinn” gæti átt
sér eitthvert skyldmenni, sem aðal-
lega afvegaleiddi hugsanir að útkomu
hugsana þeirra sem i útvarp tala.
Tilefnið voru eftirfarandi orð sögð
í íþróttaþætti útvarpsins nýlega:
„Það gerist nú æ algengara að
menn iðki trimm, ýmist einir sér eða í
smærri hópum.”
Ólafur Hauksson ritstjóri: —
Aöaláherzlan verður lögð á að
hópamir i Stjömuferöunum verði
sem mest saman.
Víða um land er rígur á milli sveit-
arfélaga. Akranes og Borgarnes hafa
lengi bitizt um þann heiður að teljast
aðalbærinn á Vesturlandi og á
Austurlandi bítast Egilsstaðir og Nes-
kaupstaður. Að vera talinn bær
númer eitt í ákveðnum landshluta
getur skipt verulegu máli í sambandi
við staðsetningu á opinberum
stofnunum, s.s. skólum og
heilsugæzlustöðvum.
Eitt af því sem fylgir svona ríg eru
skopsögur sem fljúga á milli.
Norðfirðingar segja t.d. að Egils-
staðir hafi aðeins einn kost; það sé
svo auðvelt að komast þaðan.
Einikosturinn
viðEgilsstaði