Dagblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 20
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981.
20
1
D
Menning
Menning
Menning
Menning
Bók
menntir
Bækur og bókmenning:
Af greifum og barónum
Óvönum lesendum kann að þykja
fólk og atburðir, frásagnarefni í sögu
eins og Nágranninn hennar eftir
Theresu Charles, og getið var í fyrri
grein, allt með nokkrum ólíkindum.
Það er þó svo sem ekki neitt á við
þau ódæmi sem verða, baróna og
drakúna sem uppi vaða í öðrum ást-
arsögum.
Barbara Cartland: VÆNGIR ÁST-
ARINNAR. Sigurður Steinsson
þýddi. Skuggsjá, 176 bls.
Tröllkarlinn
og stúlkan
Vængir ástarinnar eftir Barböru
Cartland er söguleg skáldsaga, gerist
í Englandi á Napóleonstímunum.
Það vofir yfir innrás keisarans í ríki
engla. Amanda, hin blíða og góða
prestsdóttir í sögunni er þar teygð og
toguð á milli gamla, gráðuga
Ravenscars lávarðar og hins unga,
ókunna og hetjulega Peter Harveys.
Hún.á kvölina en svo sem enga völ í
sögunni. Lostafulli lávarðurinn kúg-
ar hana til að játast sér, að öðrum
kosti framselur hann Peter Harvey
réttvísinni og vísum dauða sem
frakkneskan spíón. Og hún má til
með að bjarga Pétri! Fyrir nú utan
hvað hún er góð og væn þá hefur líka
ástin snortið hjarta hennar:
„Varir þeirra mættust á ný, og
henni fannst veröldin hverfa
umhverfis þau, og þau stóðu ein hátt
fyrir ofan skýin í geislandi sólskini.”
Það er ekki að því að spyrja
hvernig fer. Ravenscar er ekki bara
hrokagikkur og saurlífisseggur alltaf
að káfa á Amöndu, hann er líka
argur drottinsviki. Frilla hans, lafði
Isabel, reynir að koma Amöndu af
sér í skelfilegt vændishús. Þar er þá
auðvitað Pétur til taks að bjarga
henni, hann tignar Amöndu og
tilbiður á knjánum, hann er í sínu
rétta eðli markgreifinn St. Just, sem
ljóti lávarðurinn kom í ónáð hjá
herra sínum, prinsi af Wales. Og þeg-
ar loksins er búið að tosa Amöndu
upp að altarinu i sögulokin, hver
kemur þá askvaðandi nema
markgreifi þessi, kemur upp um
landráð Ravenscars, skvlmist
hetjulega við hann og skellir iionum
ofan stiga, svo hann hálsbrotnar.
Þetta er dálítið eins og þegar
gervilegur prins sprettur í brúðar-
sænginni út úr gervi Hordinguls
tröllkarls. Og markgreifinn St. Juste
eraldeilis ekkiað láta erkibiskup fara
erindisleysu fyrir altarið. Biskup
gefur þau Amöndu bara saman í
staðinn, en í brúðargjöf fá þau allar
eigur hins hálsbrotna lávarðar og
vinskap prinsins í ofanálag. Uti er
ævintýri.
Denise Robins: SAKLAUSA"
STÚLKAN. Valgerður Bára
Guðmundsdóttir þýddi. Ægisút-
gáfan, 189 bls.
öskubuska, andarungi
Saklausa stúlkán, Celia i sögu
Denise Robins er í byrjun dálítið eins
og öskubuska. Það á hún raunar
sammerkt með Amöndu hjá Barböru
Cartland þangað til Ravenscar lætur
systur sina, hina ólukkulegu
greifynju af Standon dressa hana
upp. Sama miskunnarverk vinnur
greifafrúin Nadine á Celiu í
Saklausu stúlkunni þegar hún er
komin heim til pabba síns í Villa
Psyche, i Monte Carlo. Pabbi hljópst
á burt frá Celiu og mömmu hennar til
að verða frægur og rikur. Nú kallar
hann um síðir dótturina til sins og
ætlar að eftirláta henni allan sinn
auð.
Celia á í sögunni völ á milli
tveggja mannsefna, 1 glaumgosans
Philippes, friðils Nadiu, og hins
dygga og tryggja einkaritara föður
hennar, Geoffreys, sem er í öllum
sínum tómstundum að hjúkra
sjúkum og heimilislausum hundum. í
blindni sinni og barnaskap glæpist
hún á Philippe sem auðvitað ætlar
sér ekkert með hana annað en komast'
yfir arfinn. Samt er hann alltaf, oj
bara, að suða i henni að sofa hjá sér
Og hvað haldiði nú, lesendur
góðir? Haldið ekki að þær mæðgur
og Edward greifi komi sökinni af
þessu ódæði á Walter greifa — sem
að vísu hafði þann ósið að hóta föður
sínum og bróður öllu illu þegar í
hann fauk við þá og var þar á ofan
gefinn fyrir glannalegan akstur. Nú
skal ég ekki spilla ánægjunni fyrir
neinum með að ljóstra upp ná-
kvæmlega hvernig fer. Nema
auðvitað fer allt vel og Súsanna
hlýtur alsjáandi bæði greifa og bónda
um síðir:
dóttir hjá okkur.
Mér skilst að Sigge Stark sé nú
látin í hárri elli og södd lífdaganna.
En af ævi hennar og bókum er mikil
saga sem áhugafólk um kvenfólk og
bókmenntir, kvenfrelsi í
bókmenntum mætti vel gefa gaum.
Og kynni að vera tilvinnandi að bera
verk hennar og feril saman
við höfuðskáld íslenskra
alþýðubókmennta, Guðrúnu frá
Lundi. En ég hef fyrir satt að Sigge
Stark hafi ekki bara búið við óhemjif
vinsældir á meðal lesenda sinna á-
samt ómældri fyrirlitningu alls hins
betra fólks í bókmenntunum, heldur
hafi hún alla sína tíð átt hin erfiðustu
ævikjör og mátti skrifa sögur sínar
hörðum höndum frá morgni til
kvölds til að hafa undan skulda-
kröfum útgefenda sinna — sem sam-
timis óku sjálfir saman fé á ritum
hennar.
Sigge Stark var dulnefni. En
Skuggsjá gaf i haust út sögu eftir
höfundinn undir hennar rétta nafni,
Signe Björnberg, en bókin nefnist
„Hann bar hana gegnum
grenilundinn niður að ströndinni. . .
„Prinsinn minn,” hvíslaði hún og
brosti við honum.„Öskubuska mín
litla,” hló hann. Hann setti hana
niður og hönd í hönd gengu þau eftir
ströndinni ... Á hinni ströndinni
grillti í hvítu höllina milli gulnandi
trjánna í trjágarðinum. Heimili
þeirra ogframtíð.”
Aumingja við
Aumt er mannkynið, lesandi
minn. Og þó er kvenkynið
áreiðanlega ennþáaumara! Aum má
sú ævi vera sem líður við þetta les
sem nú var lýst og annað þvílikt. Hin
fornu ævintýraminni um stúlkuna og
tröllið, prinsinn og öskubusku, and-
arungann og svaninn svíkja að vísu
engan: að því leyti til er uppistaða
ástarsagna áreiðanlega holl og
heilbrigð. En bókmenntir eru ekki
lifsnauðsyn eins og saltkjöt, soðning
og rúgbrauð. Þær eru aftur á móti
lífsgæði rétt eins og kaffi, tóbak og
brennivin. Aum má sú ævi vera, sem
ekki á völ á betri lífshressingu en
þessu lapþunna exportsoði með
slegnu sykri. Þessari bláu undan-
renningu af rjóma fornrar
sagnalistar.
Aumingja Súsanna blinda, Selía
fagra, hjartaprúða Amanda!
Aumingja lesendur, aumingja við!
miðum frænku sinnar, og það er
strangt tekið hennar áhugamál sem
sigurinn ber að sögulokum. Aldeilis
ekki út í bláinn að hundurinn Gigi á
síðasta orðið i sögunni.
Bodil Forsberg: SÖNN ÁST. Skúli
Jensson þýddi. Hörpuútgáfan, 185
bls.
Rautt skal það vera
Þá er ekki heldur gott ástandið í
sænsku greifastéttinni samkvæmt
sögu Bodilar Forsberg, Sönn ást.
Bodil Forsberg er vel að merkja
dulnefni höfundar sem einnig nefnist
Erling Poulsen. Rit Poulsens koma
um þessar mundir hér á landi út hjá
Hörpuútgáfunni á Akranesi í flokki
sem nefnist „rauðu ástarsögurnar”,
fimm bækur komnar í flokknum.
Bækur Bodilar eru aftur á móti sér í
flokk, 12 bækur komnar á 12 árum,
fjórar þeirra endurprentaðar I haust
samtímis með nýju sögunni. Til
samanburðar má nefna að eftir
Theresu höfuðskáld Charles er hér
hefur verið á markaðnum síðan 1955,
eru um þessar mundir fáanlegar 16
bækur hjá forlaginu Skuggsjá í
Hafnarfirði. En mér sýnist að
minnsta kosti 8 skáldsögur eftir
Theresu sem hér hafa verið gefnar út
séu um þessar mundir ófáanlegar.
Það er nú vonandi að standi til bóta.
Skuggsjá gefur líka út bókaflokk
er nefnist „rauðu ástarsögurnar” og
koma þar út sögur eftir þennan sama
Erling Poulsen undir þriðja höfund-
arheiti hans, Else-Marie Nohr,
Barnlaus móðir nefnist sagan siðan í
haust. í þessum flokki eru ýmsar
sögur eftir Margit Söderholm sem eitt
sinn var elskuð, dáð og virt úti um
sveitir lands þegar Norðri gaf út
bækur hennar fyrr á árum. En ná-
kvæmlega þriðja hver bók í flokkn-
um er eftir sænskt alþýðuskáld, Sigge
Stark, sem var fyrir eina tíð
víðlesnastur höfundur þar í landi og
er kannski enn, hvað veit ég, og
samtímis höfð í enn meiri forakt af
ráðsmönnum bókmenntanna heldur
en t.a.m. höfundar eins og Ingibjörg
Sigurðardóttir eða Snjólaug Braga-
Ástin er enginn leikur og er nr. 15 í
flokknum rauðu ástarsögurnar, nr.
14 er fyrrnefnd saga eftir Else-Marie
Nohr, nr. 13 Örlögin stokka spilin
eftir Sigge Stark.
Það sem nú var sagt má þá í einu
lagi hafa til marks um fjölbreytni og
fábreytni ástarsagna sér í lagi og
skemmtibókmenntanna almennt á
íslenskum bókamarkaði.
Vonda stjúpa
og biðlarnir
Nú, nú. . . Ekki tjáir að gleyma
greifunum. Súsanna blinda í sögu
Bodilar Forsberg tekur eins og Celia
í Saklausu stúlkunni heldur en ekki
misgrip á mannsefnum sínum. í
barnaskap og blindu sinni glæpist
hún til að taka Edward greifa og
píanista fram yfir Walter búfræðing
og greifa, lofast honum og má fyrir
vikið sitja lon og don og hlusta og
dást að píanóspilinu i honum. En
eftir að hún hefur fengið sjónina fara
nú sem betur fer að opnast á henni
augun. Edward greifi er í verunni
lakur píanisti og gerir ekkert nema
eyða og spenna auði gamla greifans,
föður bræðra. Walter er aftur á móti
sannur greifi, mesti forkur við bú-
skapinn og lipur píanóleikari sjálfur,
og hefur alveg ágætan smekk á
tónlist þótt hún glepji hann ekki frá
öðrum áhugaefnum.
Ottó gamli greifi gefur Súsönnu
sjónina, sem hún fær hjá frægum
skurðlækni i Ameríku. En í millitíð
hefurvonda stjúpa Súsönnu og litla
tæfan Maríanna, dóttir hennar, sem
áður höfðu tælt og pretlað föður
Súsönnu sölsað undir sig auð hans og
ætluðu að loka Súsönnublindu inni á
andstyggilegu hæli — i millitíðinni
hafa þær, segi ég, vafið bæði Ottó
greifa og Edward greifa um fingur sér
með smjaðri og skjalli þótt Walter
greiFi sjái auðvitað rakleitt í gegnum
þær. Þegar Maríanna stelur sportbíi
Walters og fer út að aka þá keyrir
hún á gamla greifann og steindrepur
hann.
fyrir brúðkaupið. Hún hjálpast nú úr
þessum háska sem betur fer fyrir
tilstuðlan góðra manna, Tiny frænku
sinnar og Geoffreys. Hann er aftur á
móti svo siðprúður að hann ætlar
ekki að fást til að eiga Celiu, þó hann
auðvitað elski hana út af lifinu, af því
hvað hún er rik. Þau sættast á það
um síðir að nota auðinn til að reisa
hundaspítala um heim allan.
Enda er það við sjúkrabeð hunda
sem hjörtu þeirra fundust fyrst:
,,. . . það var svo ótrúlegt öryggi
sem streymdi frá þessum sterku
höndum hans, sem hún vissi að gátu
þó verið svo óendanlega blíðar þegar
hann annaðist um veiku hundana.”
Samt er það ekki fyrr en í sögulokin
að Celia finnur til fullnustu
manngildi Geoffreys: „Aldrei hafði
hún fundið aðra eins sælu og þegar
hún endurgalt koss hans.. . . Þetta
var ástin. Það var Geoffrey sem hún
elskaði.”
Skrýtnast við þessa sögu um litla
ljóta andarungann er nú samt að þeg-
ar Celia vex upp, kemst til vits í
sögunni — þá verður hún barasta
önd og enginn svanur. Eiginlega er
skrukkan frænka hennar hetja
sögunnar, heilladís litlu
prinsessunnar, góða nornin sem
beinir henni á réttar brautir. Hún
stýrir Celiu lipurlega i þá hjóna-
bandshöfn sem hún kýs henni, Celia
lagar líf sitt að smekk og sjónar-