Dagblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 28
Nokkur hundruð skólaunglinga
fóru um basinn i gær og staönæmd-
ust alllengi framan við Alþingishúsið.
Var ganga þessi og mótmælafundur
haldinn til að undirstrika kröfu um
mötuneyti i skólunum, sem seldu
skólanemum mat á kostnaöarverði.
Viö Alþingishúsið hélt Magnús
Ragnarsson aðalkröfuræðuna en við-
staddir fundarmenn hrópuðu kröfu-
orö í góðum takti og sungu sum
þeirra. Lesin voru upp skeyti, sem
fundinum bárust, m.a. frá Vest-
mannaeyjum.
Allt fór þetta friðsamlega fram en
stóð yfir meöan þingmenn komu til
fundar. Fulltrúar nemenda afhentu
menntamálaráðherra kröfur samtaka
framhaldsskólanemenda með undir-
skriftum 3853 nemenda.
-DB-mynd Sig. Þorri.
Teflir Korts-
noj f jöltefli
íbeinni út-
sendingu?
Stórmeistarinn Viktor Kortsnoj
teflir fjöltefli við harðsnúna sveit
bankastarfsmanna í Reykjavtk, þegar
hann kemur hingað i tilefni af 80 ára
afmæli Taflfélags Reykjavíkur. Þá
teflir hann fjöltefli við félagsmenn
Taflfélagsins.
Loks teflir hann væntanlega
,,klukkufjöitefli” I beinni útsendingu
í sjónvarpssal við 7—8 landskunna
skákmeistara.
Ennþá er ekki fullráðið hvar
næsta heimsmeistaraeinvígið i skák
verður haldið. Þar mætasi sem
kunnugt er heimsmeistarinn Anatoly
Karpov og áskorandinn Viktor
Kortsnoj. Er þetta í þriðja sinn sem
Kortsnoj hefur aflað sér réttarins til
að skora á Karpov og reyna að
hreppa titilinn úr höndum hans.
Mikill viðbúnaöur er hjá
Taflfélaginu vegna afmælisios, en
félagið var stofnað 6. október 1900.
Sérstök afmælisútgáfa „Hróksins”
kemur út á næstunni og vandað af-
mælisrit veröurgefið út í haust. -BS.
ElduríToll-
vörugeymslunni
Slökkviliðið var fljótt á vettvang er
sjálfvirk boð bárust um eld í Toll-
vörugeymslunni við Héðinsgötu í
Reykjavlk rétt eftir kl. 7 í morgun. Er
á vettvang var komið reyndust sjálf-
virku boðin á misskiiningi byggð.
Reykskynjari nálægt kyndiklefa
hafði fariö „i gang” og gefið boðin.
Ekki var um eld að ræða en sú er
helzt trú manna að reyk hafi slegið
niður í skorsteini og hann komizt aö
skynjaranum. -A.Sl.
Deilt um skilgreiningu á mannvirki á Kef lavíkurf lugvelli:
Sprengjugeymsl-
ur eða viðgerð-
arverkstæði?
Halldór Halldórsson útvarpsfrétta-
maður og Helgi Ágústsson forstöðu-
maður Varnarmáladeildar virðast
hreint ekki á einu máli um hvorki
nafngiftir né skilgreiningu á mann-
virki sem rætt er um að byggja innan
girðingar bandaríska hersins á
Miðnesheiði. Halldór vitnar i banda-
rísk þingskjöl þar sem talað er um
„Aummunition Storage, skotfæra-
og sprengjugeymslur. Helgi kallar
bygginguna „Missile Maintenance
Checkout Facility”, sem sé „við-
gerðar- og málningarverkstæði í
tengslum við flugskýlin eða flug-
skeytin sem Phantom-orrustuþot-
urnar bera.”
Halldór „opnaði” umræðuna í
útvarpsfréttum í fyrrakvöld, Helgi
kom fram með sitt sjónarmið í Dag-
blaðsviðtali í gær og Halldór ítrekaði
fyrri frásögn í útvarpsfréttum í gær-
kvöldi.
Fréttamaður útvarps hafði það
ennfremur eftir bandarískum
heimildum að NATO hefði fyrir réttu
ári veitt fjármunum til eldsneytis-
kerfis, flugturns, stjórnstöðvar, flug-:
skýla og sprengjugeymslnanna
umræddu. Beiðnin um sprengju-
geymslnabygginguna er sögð hafa
komið fram í nóvember, þegar utan-
ríkisráðherra íslands hitti að máli
ráðamenn vestan hafs. Þá var sem
kunnugt er tekin ákvörðun um
að leyfa byggingu þriggja sprengju-
heldra flugskýla á Vellinum.
-ARH.
DB-mynd EÓ
Birgir Möller forsetaritari við brotnar ruöurnar i morgun.
18 rúður brotnari Stjornarráðshusinu
Átján rúður voru brotnar á austurhlið (bakhlið) Stjórnarráðshússins við Lækjartorg i i nótt. Tilkynntí vaktmaður hussms
lögreglu kl. 1.45 að maður grýtti húsið að austanverðu. Var fljótt hlaupið til, en 18 rúður voru brotnar er hægt var að
stöðva skemmdarvarginn. Þarna reyndist um 46 ára gamlan mann að ræða. Var hann handtekinn og haföur i geymslu í
nótt. Við yfirheyrslur í morgun gat hann enga skýringu gefiö á verknaðinum. Að því bezt er vitað virtist maðurinn
mjög utan við sig eða i öðrum heimi. Ekki er þó taliö að áfengisneyzla hafi valdið þessu kasti. -A.St.
Fékk hæsta vinning sem upp hef ur komið hjá getraunum, 95 þúsund krónur:
„Byria á því að
borga skuldir”
segir Kristfn Ámadóttir
sem notaði eldspýtna-
stokk til að fylla út
seðilinn sem hún keypti
afrælni
„Það er stúlka sem vinnur með
mér sem selur getraunaseðla fyrir
Víking og fyrir rælni keypti ég af
henni miða í síðustu viku. Ég hef
annars mjög lítið gert að því að fylla
út svona seðla — hef ekkert vit á
þessu,” sagði Kristín Árnadóttir,
skrifstofustúlka hjá Plastprent, sem
var svo heppin , að hljóta hæsta
vinning sem komið hefur hjá get-
raunum, 95 þúsund krónur (níu og
hálfa milljón gamlar).
„Ég var ekki farin að líta á úrslitin
um helgina er þeir hringdu til mín í
gær og sögðu mér frá því að ég hefði
verið ein með 11 rétta. Mér fannst
þetta alveg ofboðslega skrýtið, trúði
þessu varla,” sagði Kristín. í síðustu
leikviku getraunanna var einum leik
frestað, þannig að hæsti vinningur
kom á 11 rétta.
Kristín er ógift. Hún á eina
dóttur, 9 ára. Kristín sagðist eiga
íbúð og bíl og væri skuldum vafin
þannig að hún myndi byrja á því að
borga skuldimar með þessum
óvæntu peningum.
„Annars er ég lítið farin að hugsa
um hvað ég geri við þessa peninga, en
þetta kemur sér vel. Ég hef aldrei
nokkurn tíma unnið neitt í
happdrættum, svo ennþá er þetta
hálfóraunverulegt. ”
-ELA.
Kristín Árnadóttir við störf i
Plastprent i morgun: „Aldrei unnið í
happdrættum, svo þetta er hálf-
óraunverulegt.”
DB-mynd Sig. Þorri.
fijálsi, úháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 17.MARZ 1981.
Stofnanakeppnin f skák:
inn var
óstöðvandi
Stofnanakeppninni í skák lauk í gær-
kvöld með öruggum sigri Búnaðar-
bankans, sem hlaut 21 vinning af 28
mögulegum. Sveitina skipa eingöngu
menn sem teflt hafa í landsliðsflokki og
kemur sigurinn því tæpast á óvart. Á 1.
borði tefldi sjálfur Islandsmeistarinn,
Jóhann Hjartarson, á 2. borði Bragi
Kristjánsson, á 3. borði Hilmar Karls-
son og á 4. borði Leifur Jósteinsson. 1.
varamaður var Stefán Þormar
Guðmundsson.
í 2. sæti varð sveit Útvegsbankans
með 19 vinninga og 3. sæti hreppti öll-
um á óvart Þýzk-íslenzka verzlunar-
félagið með 18,5 vinninga. í 4.—5. sæti
urðu Ríkisspítalarnir og Fjölbrauta-
skólinn í Breiðholti með 16,5 vinninga.
Af 1. borðsmönnum náði Helgi
Ólafsson langbeztum árangri, vann
allar skákir sínar sjö að tölu. Meðal
þeirra sem hann lagði í valinn voru
íslandsmeistarinn Jóhann Hjartarson
og alþjóðlegi meistarinn Margeir
Pétursson.
Sveit Dagblaðsins með Jón L. Árna-
son í broddi fylkingar var með í barátt-
unni um efstu sætin þar til í gær að
sveitin féll niður í 10,—13. sæti með
14,5 vinninga. -GAJ.
AðalfundurEiningar:
„Byltingar”til-
lögurnar féllu
Allar lagabreytingatillögur og aðrar
tillögur um meiriháttar uppstokkun í
starfi Verkalýðsfélagsins Einingar á
Akureyri féllu á aðalfundinum á
sunnudag. Talsvert vantaði upp á að
þær fengju helming greiddra atkvæða,
en lagabreytingarnar þurftu 2/3 at-
kvæða til að skoðast samþykktar.
Aðeins ein ályktunartillaga frá Guð-
mundi Sæmundssyni öskukarli og
félögum var samþykkt. Þar er lýst
stuðningi við nýstofnaða Jafnréttis-
hreyfingu á Akureyri og samþykkt að
Eining styrkti hana með kr. 1.000. Þá
náði róttæki hópurinn i Einingu að
koma mönnum í 1. maí-nefnd
Einingar.
Tillögurnar sem hér um ræðir voru
m.a. þess efnis að breyta og einfalda
kosningafyrirkomulag til stjórnar og
trúnaðarmannaráðs. Tekið yrði upp
prófkjörsfyrirkomulag til stjórnarkjörs
ef 40 félagar færu fram á það. Þá var
lagt til að menn mættu ekki sitja í
stjórn Einingar nema í 6 ár samfleytt.
Alþýðuhúsið var troðfullt af fólki á
fundinum á sunnudaginn. Hann var
fjölmennari en aðalfundir hafa verið
árum saman. Talið er að 220—230
manns hafi setið fundinn þegar flest
var. Jón Þorsteinsson verkamaður hjá
Útgerðarfélagi Akureyringa fylgdi til-
lögum níumenninganna úr- hlaði með
ræðu. Jón Helgason formaður Ein-
ingar og fleiri lögðust eindregið gegn
efni þeirra og töldu sumir að í þeim
væri vegið ómaklega að formannin-
um. Þórir Daníelsson framkvæmda-
stjóri Verkamannasambandsins og for-
maður skipulagsnefndar Alþýðusam-
bandsins var mættur „að sunnan” og
tók undir með þeim ræðumönnum er
vildu tillögurnar margumræddu feigar.
-ARH.
diet pepsi
MfíW EH Elf r
\'f- LÓRÍA í FLGSKfJ
Saniltis