Dagblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981. Fermingaveizlumar f ram undan: Hve mörgum komum við fyrir? Þegar byrjað er að hugsa fyrir veizlu er eitt af því fyrsta hve margir komi í veizluna og hvernig eigi að koma þeim fyrir. Þegar búið er að ákveða hve mörgum á að bjóða er naest á dag- skrá að ákveða hvernig borðhaldið ' skuli fara fram. Annaðhvort sitja j allir til borð eða haft er „standandi” borðhald, þ.e. diskar og matur eru á einu borði og gestirnir sækja matinn þangað og setjast síðan niður í stofunni og næstu herbergjum og snæða. Við skulum gera ráð fyrir að ákveðið hafi verið að láta gestina setjast til borðs og þá kemur að því að ákveða hvernig þeim skuli raðað niður. (mynd 1) Þegar búið er að ákveða hvaða herbergi hússins verði notað fyrir borðhaldið, er rétt að athuga hvaða húsgögn er hægt að færa og hver þeirra verða kyrr. Til að gera sér grein fyrir þessu er be/.t að teikna her- bergið upp á blað. Það skulum við gera á þann hátt að mæla herbergið og teikna það upp í mælikvarðanum einn á móti tíu. Hver metri er sama og tíu sentimetrar á blaðinu. Þegar búið er að teikna herbergið, þá teiknum við inn þau húsgögn sem ekki er hægt að flytja. Mælið 80 sentimetra (8 sentimetra á teikningunni) frá veggjum og þeim húsgögnum, sem verða kyrr. Það svæði sem eftir verður innan þess ramma er plássið sem hægt er að reikna með fyrir borðin. Það þarf að reikna með átta- tíu sentimetrum meðfram veggjunum til að komast að borðunum og bera fram matinn. Hægt er að raða borðunum á margan hátt, bæði má hafa mörg lítil borð, eða eitt langt borð, en bezta nýtingin næst með því að raða ■ borðunum f T eða U, allt eftir því hvernig stofan er í laginu. U lagið er sú uppröðun, sem oftast gefur bezt pláss og nýtingu. V ......... Hve þröngt skulu sáttir sitja? Þegar raðað er til borðs vill oft brenna við að of þröngt sé raðað og út úr því verða mörg óþörf olnbogaskot sessunautanna. Þegar raðað er við borðið er bezt að leggjamálband á borðið og raða stólunum eftir því. 4$ sentimetrar ó mann er of lítið Þegar koma á mörgum fyrir á litlu plássi er freistingin oft mikil að raða stólunum of þétt. Ef við erum að raða í bamaafmæli, þar sem allir eru af minni gerðinni, er hugsanlega hægt að hafa aðeins 45 sm á milli gesta, en það er of þröngt fyrir flesta fullorðna. Það er því betra að sleppa tveim til þremur gestum frekar en að raða þeim svo þétt. 55 sentimetrar sleppa vel Þegar raðað er í opinberar veizlur þá er oft ekki gert ráð fyrir meira plássi á hvern gest en 55 sentimetrum. Að vísu sleppa gestirnir að mestu við olnbogaskot frá nágrannanum, en samt eru. . . 60 sentimetrar á mann það bezta Innanhússarkitektar hafa í mörg ár verið sammála um það að 60 sentimetrar séu bezta plássið fyrir hvem mann við matarborðið. Langflest matarborð sem teiknuð hafa verið síðari ár gera einmitt ráð fyrir því. Því er bezt að gera ráð fyrir því plássi þegar raðað er niður sætum við veizluborðið. Svo þarf afl leggja rétt á borðl Þegar búið er að raða til borðs þá þarf að leggja á borðið miðað við þann mat sem bera á fram. Reikna þarf með plássi fyrir mataráhöldin.Vissulega eru til strangar reglur um það hvernig leggja skuli á borð í fínum veizlum en í heima- húsum má reikna með að haga seglum eftir vindi. Þó er rétt að mataráhöldum sé raðað eftir því sem gert er ráð fyrir að þau séu notuð. Einhvern næstu daga lítum við á það hér á síðunni hvernig raða skuli mataráhöldum niður og brjóta megi sérvíettur á snotran hátt. Lítið eittum borð: Kringlótt eða ferkantað? Fyrst við erum á annað borð að tala um borð og pláss við þau er ekki úr vegi að kíkja nánar á þau og velta þeim dálítið fyrir sér. Að sjálfsögðu á maður ekki að velja borð eftir því þótt maðúr fái stundum gesti. Borð er nú einu sinni hlutur, sem er til staðar alla daga og þarf því að, uppfylla vissar kröfur. En samt sem áður fær maður jú öðru hvoru gesti, og því er rétt að taka þá með í reikninginn þegar valið er borð. Hvort maður velur kringlótt eða fer- kantað borð er smekksatriði hjá hverjum og einum. Hvort um sig hefur sína galla og kosti. Kringlótt borð hefur þann kost að það er þægilegra að sitja við það og allir sjá alla. Einnig er auðveldara að koma fleirum við kringlótt borð. Það tekur einnig aðeins minna pláss en ferkantað, (sjá myndina). F.n þótt það taki sjálft minna pláss, þa þarf það sitt pláss í her- berginu því við kring'ótt borð myndast ,,dauð” hom, nema að það standi frítt útiágólfi. Einnig er mikið atriði hvernig fætur eru á borði. Fæturnir verða að vera þannig að þeir séu ekki fyrir og eðlilegt setpláss séviðborðið. Aður en við kaupum okkur borð þarf því að skoða vel hvernig hægt er að sitja í kringum það. Flest borð eru 75-85 sentimetrar á breidd, en lengdin getur verið breytileg. Á myndunum sjást nokkrar gerðir af borðum, allt eftir því hve margir eiga að sitja við þau. Ferkantað borð á minnst að vera 100 x 100 sm. Við kririglótt borð sem er 110 sm í þvermál geta setið 4-5 manns Sé þvermálið 120 sm geta setið við það 6 manns og sé þvermálið 130 sm er hægt að koma þar fyrir 8 manns, en að vísu fer þetta eftir því hvernig fæturnir á borðinu eru. -400 — -120 - - 135 -•

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.