Dagblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 18
18
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981.
Félagsvist vcrður þriðjudaginn 17. marz kl. 20.30 að
Ásvallagötu 1.
Hafdis Viborg Georgsdóttlr, sem lézt
7. marz, fæddist 26. október 1964.
Hdn plst upp hjá móður sinni, Helgu
Ágústsdóttur og fósturföður, Stefáni
Þórólfi Sigurðssyni. Átti hún heima í
Vestmannaeyjum þar til fyrir tveimur
árum er fjölskyldan fluttist til Hafnar-
fjarðar.
Lillý Magnúsdóttir, sem lézt 7. marz,
fæddist 6. júni 1917 í Noregi. Foreldrar
hennar voru Sigurrós Sveinsdóttir og
Magnús Kjartansson. Árið 1923 fluttist
Lillý til Ísíands með foreldrum sínum.
Árið 1937 giftist hún Oddgeiri Karls-
syni og áttu þau 1 barn. Lillý verður
jarðsungin í dag, þriðjudaginn 17.
marzkl. 13.30 frá Fossvogskirkju.
AA-samtökin
í dag þriðjudag verða fundir á vegum A A-samiakanna
sem hér segir: Tjamargata 3c kl. 12 og 21, Tjarnargata
5b kl. 21 og 14, Neskirkja kl. 21. Akranes Suðurgata
102 (s. 93-2540) kl. 21, Akureyri Geislagata 39 (s. 96-
22373) kl. 21. Keflavik'Klapparstig 7 (s. 92-1800) kl.
21, ísafjörður Gúttó uppi kl. 20.30, Siglufjörður
Suðurgata 10 kl. 21, Keflavikurflugvöllur (Svavar) kl.
11.30. Dalvík kl. 21.
í hádeginu á morgun, miðvikudag, verða fundir
sem hér segir: Tjarnargata 5b (opinn) kl. 12 og 14.
Kvenfélagið
Seltjörn
heldur fund þriðjudaginn 17. marz kl. 20.30 í félags-
heimilinu á Seltjarnarnesi. Snyrtisérfræðingur leið-
beinir um snyrtingu.
Þjóðræknisfélagið
í Reykjavík
heldur skemmtifund á Hótel Borg þriðjudaginn 17.
marz kl. 20.30. Ferðakynning: kynntar verða
Kanadaferðir sem farnar verða sumarið ’81. Happ-
drætti, ferðavinningur ferð til Toronto. Góð
skemmtiatriði. Allir velkomnir.
Kirkjufélag
Digranesprestakalls
heldur fund í safnaðarheimilinu viö Bjarnhólastíg
fimmtudaginn 19. marz kl. 20.30. Kristján Guö-
mundsson félagsmálastjóri kemur á fundinn. Sýnd
verður kvikmynd. Kaffiveitingar.
Jónina Þóroddsdóttir Fáskrúðsfirði,
sem lézt 5. marz, fæddist 7. maí 1927
að Víkurgerði í Fáskrúðsfirði. Foreldr-
ar hennar voru Anna Runólfsdóttir og
Þóroddur Magnússon. Árið 1945 giftist
Jónína Aðalsteini Tryggvasyni og áttu
þau 5 böm. Bjuggu þau i Hafnarfirði.
Arnþrúður M. Hallsdóttir, sem iézt 9.
desember 1980, fæddist 8. desember
1897 á Fagranesi á Langanesi. For-
eldrar hennar voru Hallur Guðmunds-
son og Kristbjörg Jónsdóttir. Árið 1919
giftist Arnþrúður Stefáni Sigurbirni
Guðmundssyni; bjuggu þau fyrst í eitt
ár í Krossavík i Þistilfirði en árið 1921
fluttust þau til Raufarhafnar þar sem
þau bjuggu síðan. Þau áttu 5 börn.
Guðmundur Jónsson, Kríuhólum 4,
áður Brimhólabraut 37 Vestmannaeyj-
um, lézt í Borgarspítaianum 15. marz.
Kári Forberg fyrrv. símstöðvarstjóri,
Eskihlíð 22A, lézt á Reykjalundi 15.
marz. Jarðarförin fer fram frá Foss-
vogskirkju föstudaginn 20. marz kl.
10.30.
Guðrún Ingvarsdóttir frá Markar-
skarði lézt að Elliheimilinu Grund
laugardaginn 14. marz.
Anna Guðrún Sigurjónsdóttir,
Sörlaskjóli 18, lézt á Landakotsspítala
14. marz.
Þorkell Gislason fv. aðaibókari,
Skeggjagötu 10, sem lézt 7. marz,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 18. marz kl. 15.
Sigrfður Sumarliðadóttir frá Mosdal
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 18. marzkl. 10.30.
Veðrið
Spéð er hvassri norðaustonátt um|
allt land, tttluvert frost, kemst vltta I 1
-10 stlg. Snjókoma verflur á Vest-|
fjttrflum og Norflur- og Austurlandl
en él þegw llflur á nóttlna. B)arti
vsrflur á Sufluriandl.
Klukkan 6 var norðan 6, skýjafl og
1 stlg í Reykjavlk, norflaustan 0/
skýjafl og 0 stig á Gufuskálum,
norflaustan 7, snjókoma og -6 stlg á
Galtarvlta, norflvestan 4, ál og 1 stlg á
Akureyri, norflaustan 6, snjókoma og
-2 stlg á Raufarhttfn, austan 4, rignlng
og 1 stig á Dalatanga, breytlleg átt,
skýjafl og 1 stig á Httfn, norflvestan
10, skýjafl og 2 stig á 8tórhttffla.
( Þórshttfn var skýjafl og 1 sdg,
þoka og 1 stlg í Kaupmannahttfn, létt-
skýjafl og -9 stig ( OskS, skýjafl og -9
stlg IStokkhólmi, láttskýjafl og 1 stlg
(London, skýjafl og 2 sttg (Hamborg,
skýjafl og 0 sttg ( Parta, léttskýjafl og
4 stlg I Madrld, helöritt og 10 otlg i
Ussabon og léttskýjafl og -2 stlg I
.....
Fwndir
Andiát
Aðaifundir
Karatefélag íslands
Aðalfundur félagsins verður haldinn i Leifsbúð
Hótel Loftleiðum miðvikudaginn 25. marz nk. og
hefst kl. 19.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa
verða teknar fyrir nafnbreytingartillögur. Félagar
eru hvattir til að mæta.
Njarðvfk
Aðalfundur fulltrúaróös sjálfstæöisfélaganna í
Njarðvík verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu þriðju-
daginn 17. marz kl. 20.30.
Aðalfundur Skýrslu-
tæknifélagsins 1981
Aðalfundur Skýrslutæknifélags Islands verður hald-
inn i Norræna húsinu fimmtudaginn 19. marz 1981
kl. 14.30.
Spirakvöld
Kvenfélag Bæjarleiða
SJÓNVARPIÐ SEM DÓ
Ég-er víst einn af fáum sér-
vitringum landsins sem ekki á
sjónvarp og mér er bölvanlega við að
þenja mig um þennan eina vin
þreyttra launþega að loknum
vinnudegi.
Ef mig langar að sjá eitthvað sér-
stakt fer ég til vina og nágranna, en
það er ekki hægt að saka mig um að
slita sófunum hjá þeim, þvi það
seinasta, sem ég sá var Paradísar-
heimt. (Ég naut hennar í botn — og
hefði líka viljað sjá „Árin okkar”
eftir Rifbjerg, og Þjóðlíf, ?n var þá
bundin við annað).
Mér er sagt að dagskráin sé með
þynnsta móti í vetur — en það er þó
ekki þess vegna sem ég hefi ekki
þegið neitt af ótal tilboðum um að
fágefins svart-hvítt sjónvarp.
Hin raunverulega ástæða er sú að
mér finnst vont að vera í stofu með
fyrirbrigði sem talar stanzlaust allan
tímann og neyðir mann til að sýna sér
athygli. Það minnir mig á ekkert
frekar en að fá drykkjumann með
frásagnargáfu í heimsókn.
Hann situr í miðri stofu og segir
háum rómi frá ævintýrum sínum
(sem oft eru hlægilegri en nokkur
sjónvarpssería). En hann talar og
talar og það kemst enginn annar að.
Hann er miðpunktur og gjörsamlega
blindur og heyrnarlaus á tilfinningar
áheyrenda, það eina sem hann hugsar
um er að ausa af eigin fróðleiks-
brunni.
Samtöl, skoðanaskipti, gagn-
kvæmur skilningur, það eru hliðar á
mannlegu atferli sem honum eru
lokuðbók.
Eins er með sjónvarpið. Þegar ég
kem á kvöldin á heimili vina minna
og kunningja er sjónvarpið þrumandi
í stofunni og sýnir gestinum ekki
minnsta kurteisisvott, þagnar ekki
augnablik, hvað þá að það heilsi.
En þótt það sýni mér og öðrum
sama dónaskapinn krefst það athygli
frá öðrum. Ef því er ekki sinnt þá
veslast það upp. Innvolsið í því
hrörnar. Ég spurði vinkonu mína í
gærkvöldi hvort ég mætti koma og sjá
hennar sjónvarp, því ég þyrfti að
skrifa um það, en hún svaraði: „Það
er ekki hægt. Ég hef ekki horft á það
i allan vetur og nú fer það ekki í
samband. Það er dáið.”
-IHH.
Átthagafélag Strandamanna
í Reykjavík
heldur spilakvöld í Domus Medica föstudaginn 20.
marz kl. 20.30.
Félagsvist í Félags-
heimili Hallgrímskirkju
Félagsvist verður spiluð í kvöld, þriðjudag kl. 21 í
Félagsheimili Hallgrímskirkju til styrktar kirkju-
byggingarsjóði. Spilað verður annan hvern þriðju-
dag á sama stað og tíma.
Ferðafélag íslands
Ferðafélag íslands heldur myndakvöld að Hótel
Heklu, Rauöarárstíg 18 miðvikudaginn 18. marz, kl.
20.30 stundvíslega.
1. Sýndar myndir úr gönguferð frá Ófeigsfirði í
Hraundal, og frá Hornströndum í Ingólfsfjörð.
2. Jón Gunnarsson sýnir myndir frá ýmsum stöðum.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Veitingar í hléi.
Félagslíf eldri borgara
í Reykjavík
Furugerði 1, þriðjudagar iþar til ijúnli
Kl. 13:Opið hús, spilað, teflt, lesið. — Leðurvinna,
skermagerð. — Leirkerasmíði. — Fótaaðgerðir, pant-
anir ísíma 10309.
Kl. 15: Kaffiveitingar.
Norðurbrún 1, þripjudagariþartiiijúni)
Kl. 10: Hársnyrting, pantanir í síma 86960 kl. 14 til
16.
Kl. 13: Fjölbreytt handavinna. — Smeltivinna. —
Teiknun, málun, mynzturgerð. Smiðaföndur. út-
skurðuro.fl.
Kl. 14: Létt leikfimi. — Enskukennsla.
Kl. 15: Kaffiveitingar.
Langahlíð 3, þriðjudagar iþar til l júnii
Kl. 13: Létt leikfimi.
Stjórnmé(dfundir
L. • 1
Sjálfstæðismenn
ísafirði
Alþingismennirnir Matthías Bjarnason og Matthias
Á. Mathiesen verða á fundi i kvöld kl. 20.30 í Sjálf-
stæöishúsinu uppi.
Dagskrá: Stjórnmálaviðhorfið og kjördæmamál-
in.
Sjálfstæðismenn, fjölmenni'
Félagsmálanémskeið
Á vegum Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og
Verkakvennafélagsins Framsóknar verður haldið
félagsmálanámskeiö dagana 23. marz til 6. april og
mun það standa 6 kvöld. Viðfangaefni verður
framsögn og ræðumennska, fundarstjórn og
fundarreglur. Leiðbeinendur verða Baldvin
Halldórsson leikari og Steinþór Jóhannsson frá
MFA. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofum
félaganna.
Plötusnúða vantar é skrá
Eins og komiö hefur fram er á döfinni að stofna
stéttarfélag plötusnúða þann S. apríl næstkomandi.
Þegar hafa um þrjátiu stofnfélagar skráð sig en vitað
er að marga vantar enn, sérstaklega utan af landi.
Þeir sem hafa unnið scm plötusnúðar að undan-
förnu eru beðnir um að hafa samband við Loga Dýr-
fjörö í síma 22188 milli klukkan 15 og 18 mánu-
daga, þriðjudaga eða miðvikudaga og láta skrá
niöur nöfn sín.
Breyting á stjórn
Lifs og lands
Á aðalfundi Lifs og lands, sem haldinn var
fimmtudaginn 26. febrúar sl. i Lögbergi voru kosnir
tveir stjórnarmenn svo og félagar í allar stjórnar
nefndir.
Úr stjórn gengu Bjarki Jóhannesson arkitekt og
Tómas Ingi Olrich konrektor. 1 þeirra stað voru
kosnar Þóra Kristjánsdóttir listráðunautur og Magda
lena Schram.
Formnaður framkvæmdanefndar Lífs og lands var
kosinn Þórður Sverrisson viðskiptafræðingur. for-
maður fjölmiðlunarnefndar Helga Torberg leikari og
formaður fjáröflunarnefndar Valgerður Bjarnadóttir
viöskiptafræðingur.
Á aðalfundinum voru samþykktar margvislegar
breytingar á félagslögum. Var m.a. samþykkt að koma
á fót sérstöku trúnaðarmannaráði er verði framvegis
tengiliður samtakanna við landsbyggðina.
Kvenstúdentafólag íslands
Aðalfundur-Kvenstúdentafélags íslands og Félags ís-
lenzkra háskólakvenna, sem starfar innan þess, fór
fram 1 veitingahúsinu Torfunni laugardaginn 14.
febrúar 1981.
Ragna Ragnars formaður gerði grein fyrir störf-
um félagsins á liðnu starfstímabili en starfsemin
miðar að þvi meðal annars að efla kynningu og sam-
vinnu íslenzkra kvenstúdenta, vinna að hagsmunum
þeirra og áhugamálum og auka samband þeirra viö
umheiminn. Haldnir voru tveir hádegisfundir og
talaði Vilborg Harðardóttir fréttastjóri um kvenna-
ráðstefnurnar tvær, í Mexíkó og Kaupmannahöfn á
októberfundinum, en Arndís Björnsdóttir kennari
um skattamál kvenna á nóvemberfundi.
Að venju var efnt til árshátíðar i mai og jóla-
fundar l desember. Næsta árshátíö verður í Átthaga-
$al Hótel Sögu 7. mai og eru 25 ára stúdinur i óða-
önn aö undirbúa skemmtiatriðin.
Gjaldkeri félagsins, Þóra Óskarsdóttir, las upp
reikninga og voru þeir samþykktir. Einn styrkur var
veittur á árinu, hálf milljón gkr. til handa Hönnu
Phan sem stundar nám hér við Háskóla íslands.
í stjórn sitja nú: Ragna Ragnars formaður, Hildur
Ðjarnadóttir varaformaöur Þóra Óskarsdóttir gjald-
keri, Steinunn Einarsdóttir ritari við útlönd, Berg-
ljót Ingólfsdóttir fundaritari, Aöalheiður Eleníusar-
dóttir og Arndís Björnsdóttir. í vara stjórn eru
Kristin Guðmundsdóttir og Inga Dóra Gústafsdótt-
ir.
í stjórn Félags isl. háskólakvenna voru kosnar:
Ragna Ragnars formaður, Þóra Óskarsdóttir, Stein-
unn Einarsdóttir og til vara Björg Gunnlaugsdóttir.
Endurskoðendur: Brynhildur Kjartansdóttir og
Erna Erlendsdóttir. Auk þess voru Aðalheiður
Eleniusardóttir, Áslaug Ottesen og Kristín Einars-
dóttir kosnar i kvenréttindanefnd, sem er elzta nefnd
félagsins, og jólahappdrættisnefnd endurkjörin.
Fundarstjóri á aöalfundi var Helga Gröndal.
Skrifstofa Kvenstúdetnafélags íslands er að Hall-
veigarstöðum, Túngötu 14.
Hf. Skallagrimur
ÁÆTLUN AKRABORGAR
í janúar, febrúar, mars, nóvember og
desember:
Frá Akranesi
Kl. 8,30
— 11,30
— 14,30
— 17,30
Frá Reykjavík
Kl. 10,00
— 13,00
— 16,00
— 19,00
I april og október verða kvbldferðir a sunnudógum. — I
maí, júni og september verða kvoktferdir ó föstudögum
og sunnudögum. — f júli og égúst verða kvöldferðir alla
daga, nema laugardaga.
Kvöldferðir eru fró Akranesi kl. 20,30
ogfrá Reykjavikkl. 22,00.
Afgreiðsla Akranesi simi 2275
Skrifstofan Akranesi simi 1095
Afgreiðsia Rviksími 16050
Simsvari i Rviksimi 16420
Talstoðvarsamband við skiptð og atgreðslur á Akrartesi og Reykja-
vik F R-bylgja, rás 2. Kallnúmer Akranes 1192, Akraborg 1193.
Reykjavik 1194
GENGIÐ
GENGISSKRÁNING Ferflamanna-
Nr. 51-13. marz 1981 gjaldeyrir
Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala
1 Bandarfkjadollar 6,539 6,657 7,213
1 Sterlingspund 14,490 14,530 16,983
1 Kanadadollar 5,470 5,485 6,034
1 Dönsk króna 0,9838 0,9863 1,0849
1 Norsk króna U125 1,2158 1,3374
1 Sœnsk króna 1,4161 1,4190 1,5609
1 Finnsktmark 1,$070 1,6115 1,7727
1 Franskur franki 1,3129 1,3165 1,4482
1 Belg. franki 0,1888 0,1893 0,2082
1 Svissn. f ranki 3,3798 3,3891 3,7280
1 Hollenzk florina 2,7966 2,8042 3,0846
1 V.-þýzktmark 3,0954 3,1039 3,4142
1 (tötak Kra 0,00638 0,00640 0,00704
1 Austurr. Sch. 0,4374 0,4386 0,4825
1 Portug. Escudo 0,1154 0,1167 0,1273
1 Spánskurpesetí 0,0761 0,0763 0,0839
1 Japansktyen 0,03146 0,03165 0,03471
1 irsktDund 11,293 11,324 12,456
SDR (sérstök dróttarróttindi) 8/1 8,0265 8,0466
* Breyting fré siflustu skréningu. Simsvari vegna gengisskréningar 22190.