Dagblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981. g Útvarp 27 Sjónvarp » ÚR LÆÐINGI — sjónvarp kl. 21,05: Verðum við einhverju nær um Maríus á Völlum? Þeir sem sáu fyrsta þátt sakamála- myndaflokksins Úr læðingi bíða án efa spenntir eftir þeim næsta sem verður sýndur í kvöld. Rannsóknar- lögreglumaðurinn Sam Harvey virðist nefnilega flæktur í mjög dularfulla morðgátu og einu vísbendingarnar sem hann hefur eru tvö nöfn, Hogarth og Maríus á Völlum. Foreldrar Sams voru skotnir úr þyrlu sem flaug lágt yfir bílaleigubíl þeirra. Bílaleigubíllinn var merktur fyrirtæki með nafninu Maríus á Völlum en við rannsókn reynist það fyrirtæki ekki til. Nafnið Hogarth kemur einnig tvisvar fyrir í þættinum, í bæði skiptin á dular- fullan hátt. Og þegar starfsstúlka hjá bílaleigufyrirtæki neitar að kannast við að hafa nefnt Hogarth á nafn lízt Sam ekki á blikuna. Nágrannakona foreldra Sam hafði verið fengin til að líta eftir húsi þeirra og kom hún nokkuð við sögu í fyrsta þætti. Sá þáttur endaði einmitt á því að hún kom í heimsókn til Sam með poka i hendinni sem á stóð Maríus á Völlum. í þættinum í kvöld byrjar Sam náttúrlega á því að spyrja hana hvar hún hafi fengið þennan poka. Hún segir honum þá nokkuð undarlega sögu um innbrot en ekki er rétt að upplýsa meira um efnið tii að draga ekki úr spennunni. Kristmann Eiðsson er þýðandi þátt- anna. -KMU. Sam Harvey rannsakar dularfulla morðgátu. ÞORVALDUR VÍDFÖRLIK0ÐRÁNSS0N - útvarp á morgun kl. 11: Víkingablóð rann í æðum fyrsta ísl. kristniboðans Séra Gísli Kolbeins prestur i Stykkishólmi byrjar i fyrramálið lestur söguþátta um fyrsta íslenzka kristni- boðann, Þorvald viðförla. Lesari með honum er systir hans, Þórey Kolbeins. Gisli Kolbeins hefur i mörg ár fengizt við rannsóknir á heimildum um Þorvald Koðránsson sem fékk viður- nefnið víðförli. Þorvaldur var fæddur og alinn upp i Húnavatnssýslu, sonur höfðingja á Stóru-Giljá í Þingi. Sem höfðingjasyni sæmdi hélt hann ungur í viking og var um tíma i liði Sveins Danakonungs. Fljótlega sneri hann þó baki við vikingalífinu, fór suður um lönd til Saxlands þar sem hann kynnt- ist Friðriki biskupi. Friðrik var trúboðsbiskup, hafði ekkert fast aðsetur heldur var vígður til að boða kristna trú meðal heiðingja. Svo fór að Þorvaldur tók skírn hjá honum og héldu þeir báðir til íslands árið 981 í þeim tilgangi að kristna þjóðina. Þeir félagar dvöidu fyrsta veturinn á Stóru-Giljá, hjá Koðráni, föður Þor- valds. Að sjálfsögðu var fyrsta verkefnið að skíra Koðrán. Koðrán var hins vegar ekki á því að taka skírn, trú hans á Óðin og Þór var meiri en svo að hægt væri að kasta henni fyrir róða á einu augnabliki. Sagt er að hann hafi haft átrúnað á steini einum miklum er Gullsteinn var kallaður og stóð í grennd við bæinn. Á hann að hafa sagt að ef hann tæki skírn myndi verndar- vættur sinn, sem bjó í steininum, reiðast sér. En Friðrik biskup gekk þá að steininum og tók að sy.lgja yfir honum. Við það klofnaði steinninn og að sjálfsögðu sannfærði það Koðrán um má't hinnar nýju t úarog lét hann þegar skírast. Um vorið fluttust Þorvaldur og Friðrik til Lækjamóts i Viðidal, þar scm þeir bjuggu næstu þrjú árin. Þaðan fóru þeir í kristniboðsferðir í ýmsar áttir, einkum um Vestur- og Norðurland. Þeim varð nokkuð ágengt og tóku margir skírn, þó enginn goðorðsmaður. Þorvaldur gegndi aðallega hlutverki túlks, biskup skildi ekki málið. En brátt myndaðist and- staða gegn þeim og ortu menn um þá nið, þar sem látið var að þvi liggja að kynhegðun þeirra væri óvenjuleg. M.a. varð þessi vísa til: Hefir börn borit byskup níu. Þeirra es allra Þorvaldr faðir. Séra Gisli Kolbeins. Þorvaldur, sem þótti reyndar ribbaldi mikill, reiddist mjög þessu sem von var, því fátt var verra í þá daga en láta yrkja um sig níð. Drap hann þvi tvo menn sem hlut höfðu átt í kveðskapnum. Ekki urðu vígin til að auka á vinsældir þeirra og hrökkluðust þeir að lokum af landi brott. Fátt er vitað um Friðrik biskup eftir þetta, en Þorvaldur fór suður um lönd, til Miklagarðs og síðan til Garðaríkis þar sem hann ílentist og dó. -KMU. KIRKiAN—sjónvarp kl. 21,35: NEMENDALEIKHÚSIÐ Að hvaða ttsk&A kamur Peysufatadagurinn nw i■ vauu gcigiii viviiiMi eftir Kjartan Ragnarsson LÍkIíioii í nn+ím^niim Sýning miðvikudag kl. 20. ivinvjaii i nuiimanum s Miðasala opin i Lindarbæ fré kl. 16—19 alla daga, nema laugar- daga. Miðapantanir i sima 21971 á sama tima. — umræðuþáttur um stöðu íslenzku kirkjunnar Gunnlaugur Stefánsson guðfræði- nemi og fyrrverandi alþingismaður stjórnar í kvöld umræðuþætti um stöðu íslenzku kirkjunnar. Þátttakendur verða Guðrún Ásmundsdóttir leikkona, Árni Gunnarsson alþingismaður, Björn Björnsson prófessor og séra Þorbergur Kristjánsson, sóknarprestur í Digranes- prestakalli. Auk þess verður skotið inn í þáttinn stuttum viðtölum við Geir Gunnarsson alþingismann, séra Sigurð Hauk Guðjónsson, sóknarprest í Lang- holtsprestakalli, og Gunnar Benedikts- son. Sjálfsagt má búast við fróðlegum umræðum um kirkjuna í þjóðfélagi nútímans. Áhrif kirkjunnar á mann- lifið eru ekki eins mikil í dag og þau voru fyrr á öldum en hins vegar er ekki eins víst hvort nauðsyn hennar er minni í nútímanum, á tímum örra breytinga og hraða. -KMU. BÍLASALAN SKEIFAN Skeifunni 11- Símar 84848og 35035. Tll sölu Toyota MKII árg. 1977, akinn aflains 56 þúa. km. Eínn aigandi frá upphafl. Sérstakt eintak. Trésmiöir óskast strax í innivinnu Reynir h/f, byggingarfélag Smiðjuvegi 18 — Sími 71730 eða 71699 á skrifstofutíma — á kvöldin 23398

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.