Dagblaðið - 15.04.1981, Síða 6

Dagblaðið - 15.04.1981, Síða 6
Hljómleikar SATT á laugardag: Start verður einnig með — forsala miða er hafin Forsala aögöngumiöa aö SATT- hljómleikunum á laugardaginn er hafin í Austurbæjarbíói og hljóm- plötuverzluninni Skifunni. Samband « Hljómsveitin Jtart. Þau mistök urflu i frétt á Fólk-síðu i gær að nafn hennar féll niflur. DB-mynd Þorri. alþýöutónskálda og -tónlistarmanna efnir til þessara hijómleika til styrktar húsakaupasjóði sínum. Félagið hefur, ásamt Vísnavinum og Jazzvakningu, fest kaup á húsnæöi viö Vitastíg. Þau mistök urðu í frásögn af hljómleikunum á Fólk-síðu í gær að nafn einnar hljómsveitarinnar féll niður. Auk þeirra fjögurra, sem þar voru taldar upp, leikur hljómsveitin Start. Hinar eru Utangarðsmenn, Þeyr, Fræbbblarnir og Grýlumar. íui .11 íiooAGuaiyaii/ gkíajsoa DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1981 Skiptí- markaður Félags frímerkjasafnara og Myntsafnarafélags ís- lands verður haldinn að Hótel Borg (gengið inn um aðalinngang) laugardaginn 5. apríl kl. 14— Safnarar! Þarna gefst gott tækifæri til hagkvæmra kaupa eða skipta. Nefndin. Læknar á Borgarspítala höfnuðu kjarasamningl sem tæki mið af kjaradómi f rá 26. febrúar: Fá 6% lægra kaup en aðrir sprtalalæknar „Hér er um að ræða einstaklings- bundnar uppsagnir. Stjómir lækna- félaganna eru ekki inni i myndinni enn sem komiö er að minnsta kosti. Málinu hefur ekki verið vísað til stjórnar félagsins,” sagði Páli Þórðarson framkvæmdastjóri Læknafélags fslands i samtali við Dagblaðið um fjöldauppsagnir lækna. Alls munu um 150aðstoðar- læknar á ríkisspitölunum, Borgar- spítala og Landakotsspítala hafa sent inn uppsagnarbréf og koma upp- sagnir til framkvæmda i mailok og júnfbyrjun. Páll sagði læknaekki vera ánægða með 6% kauphækkun sem kjara- dómur dæmdi þeim 26. febrúar og til þess mætti rekja ákvarðanir um upp- sagnir. Samningur læknafélags Reykjavíkur við Reykjavíkurborg hefur verið laus frá 1. nóvember 1979. Borgaryfirvöld buðust til að semja með því skilyrði að úrskurður kjaradóms yrði lagður til grund- vallar. Því höfnuðu læknar og af þeim sökum er kaup iækna á Borgar- spítalanum 6% lægra en annarra sjúkrahússlækna. Engar formlegar viðræður hafa átt sér staö um uppsagnirnar, enda ekki um þær beöið — hvorki af hálfu rikis né læknafélaganna. Þröstur Ólafsson aðstoðarmaður fjármálaráðherra sagði i samtali i gær, að liklega myndi ríkið óska eftir að læknar tii- nefndu menn í viðræðunefnd. Páll Þórðarson framkvæmdastjóri Læknafélagsins taldi eðlilegast að „ríkið heföi samband við féiagsheild- ina ef áhugi væri fyrir viðræðum af hálfuþess.” Dreifibróf til allra lækna Stjórnir Læknafélags tslands og Læknafélags Reykjavíkur hafa sent öllum læknum bréf, þar sem segir að þeim sé kunnugt um að allmargir læknar á spítölunum hafi sagt upp störfum. Síðan segir orðrétt: „Aðalástæða uppsagna þessara mun vera mikil óánægja með launa- kjör. Samkvæmt samtölum við lækna má gera ráð fyrir að langflestir sérfræðingar og aðstoðarlæknar muni segja stöðum sínum lausum. Uppsagnir þessar koma til fram- kvæmda siðari hluta maimánaðar, nema eitthvað nýtt komi til. Af þessum sökum vilja stjómir félaganna leggja mikla áherzlu á að læknar sæki ekki um stöður sem veittar yrðu eftir miðjan mai. Jafn- framt eru þeir læknar, sem þegar hafa eða hyggjast leggja inn um- sóknir um stöður sem veita á fyrir miðjan maí, hvattir til að taka ekki við þeim stöðum fyrr en sú deila er leyst, sem framangreindar uppsagnir hafa í för með sér. Nauðsynlegt er að þeir sendi stöðuveitanda tilkynningu um slíkan fyrirvara.” Stjómir læknafélaganna minna svo á félagsreglur, þar sem kemur fram aö enginn læknir megi sækja um stöðu eða embætti sem varað hafi verið við, ef stjórnirnar telja að um- rœdd staða sé „varhugaverð eða óaðgengileg fyrir lækna.” Ennfremur að læknar geti ekki komizt undan félagsaganum með því að segja sig úr samtökum sínum. - ARH Bátasýning f Sýningahöllinni Bíldshöfða: GLÆSIFLEYTUR OG BÚNAÐUR Lita má glæsilegar fleytur og fjöl- búnaöur”, er í Sýningahöllinni við glæsiskútu og fyrir framan hana breytilegan búnað augum á sýningu Bíldshöfða. Hún var opnuð á laugar- stendur Jörundur Markússon fram- Snarfara, félags sportbátaeigenda. dag og stendur fram á annan dag kvæmdastjóri sýningarinnar. Sýningin sem heitir „Bátur og páska. Á myndinni má sjá íslenzka DB-mynd Sigurflur Þorrl. FERMINGAR 0t |Me heyrnartæki UJUr SEM HLJÓAAA Gleðil eSapáska FS/ufa &rgi wnnig °9 föstud aamnia nga ukomjn Vt KOSS-heynartækin hafa frábær tóngæði, fara vel á höfði og falla vel að eyrum. Truflið ekki fjölskylduna og hún truflar ekki þann sem hefur heyrnartæki á höfðinu og nýtur tónlistar í eigin heimi. KOSS-heyrnartæki, verð frá 294 kr. FÁLKINN’ SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMl 84670 Otfúlegt en satt! Apex fargjöldin til Glasgow eru 1.892 kr. og nú hefur LUXEMBURG bæst við fyrir aðeins 2.055 kr. FLUGLEIDIR Traust fólk hjá góóu felagi

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.