Dagblaðið - 15.04.1981, Page 16

Dagblaðið - 15.04.1981, Page 16
Ipswich sigraði Aston Villa í Birmingham 1-2 AIK opið á toppnum á ný „Þetta var ftkaflega opinn leikur og sigurinn gat fallið hvoru liðinu sem var i skaut. Ipswich hafði hins vegar þi heppni til að bera, sem með þurfti — nokkuð sem ekki hefur fylgt Uðinu í siðustu leikjunum — og stóð uppi í loldn, sem sigurvegari,” sagði Dennis Law eftir að Ipswich hafði sigrað Aston Villa i Villa Park i gœrkvöld 1—2 i 1. deildinni ensku. Leiknum var lýst beint f brezka útvarpinu og lokaminútumar voru æsispennandi, þegar leikmenn Villa reyndu allt tll að jafna. Það tókst þeim hins vegar ekki og allt er nú galoplð i ný i delldinni. Villa hefur 55 stig eftir 38 leiki, Ipswich 54 stig eftir 37 leiki og miklu betri markamun. Gifuriegur fögnuður brauzt út meðal leik- manna Ipswich, þegar dómarinn flautaði leikslok. Möguleikar þeirra i að hljóta enska meistaratitillnn eru nú allgóðir. Það var hvasst á Villa Park, þegar leikurinn hófst. Á 5. mín. var knettinum {ípymt inn á vallarhelming Villa og vindurinn hreif knöttinn með sér. Ken McNaught, mið- vörður ViUa, hafði möguleika á að hreinsa en áttaði sig ekki á að Paul Mariner var rétt fyrir aftan hann. Mariner náði knettinum og gaf á Alan BrazU, sem skoraði. Eftir markið sýndu leikmenn Ipswich mjög góða knatt- spymu og Hollendingamir Milhren og Thiissen réðu gangi mála á miðjunni. Ipswich tókst þó ekki að auka forskot sitt í f.h. Peter Withe fékk bezta tækifæri ViUa en skaUaði yfir. í s.h. varði Paul Cooper, markvörður Ipswich, mjög vel frá þeim Withe og Gary Shaw áður en Eric Gates skoraði annað mark Ipswich á 80. mín. Mariner náði knettinum af Des Bremner og gaf á Gates, sem lék á WUUams áður en hann sendi knöttinn í markið. Fjórum min. síðar skoraði Shaw fyrir VUla og allt var á suðupunkti loka- mínútur leiksins en Ipswich hélt fengnum hlut. Reyndar sótti VUla miklu meira allan síðari hálfleikinn. Liverpool og Man. Utd. léku á Anfield og þar vom áhorfendur aðeins 31 þúsund. United sigraði 0—1. Gordon McQueen skoraði á 6. min. og þar við sat. Eftir að hafa leikið 85 leiki án taps á Anfield hefur Liver- pool nú tapað tvívegis í siðustu niu leikjunum. í 2. deild sigraði Preston Sheff. Wed. 2—1 og hefur nú góða möguleika að bjarga sér frá faUi. Möguleikar Sheffield- liðsins að komast i 1. deUd eru hins vegar nánast úr sögunni. Tottenham og Úlfamir leika á ný í undan- úrsUtum enska bikarsins í kvöld. Seldir hafa verið 55 þús. miðar. Tottenham verður með óbreytt Uð frá laugardagsleik liðanna. Mel Eves hjá Úlfunum er nú heUl og leikur í stað Emlyn Hughes á vinstra kanti. Ekki er þó víst að Hughes leiki ekki. Andy Gray á við meiðsU að stríða. í bikarkeppni Wales gerðu Swansea og Wrexham jafntefli i gær 1—1 i undanúrsUtum. Jafntefli áður 2— 2 í Wrexham. Swansea leikur því tU úrsUta við Hereford en hefur þegar tryggt sér sæti í Evrópukeppni bikarhafa næsta leiktimabil því Hereford er enskt lið. -hsim. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1981 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1981 Íslenzka sundlandsliðiö hefur æft af miklum krafti að undanförnu fyrir Kalott-keppnina sem fram fer i Sundhöllinni um næstu helgi. DB var á ferðinni i Sundhöllinni í gærkvöld og smellti þá þessari mynd af hópnum. DB-mynd S. Albert Guðmundsson, til vinstri, i úrslitalcik Chicago Stings og Edmonton Driiles, sem 16.257 áhorfendur fylgdust með i iþróttahöllinni í Chicago. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Albert Guðmundsson öðru nafni „Speedy-Gonzales” íamerísku knattspymunni: Byggir upp sóknimar og stjómar spili Edmonton —Valsmaminum Albert Guðmundssyni hefur vegnað mjög vel íamerísku knattspymunni Frá Hafþórí Guðmundssyni, Edmon- ton, Kanada. Albert Guðmundssyni hefur vegnað mjög vel með Edmonton-liðinu og átt marga stórgóða leiki. Mjög dugandi og fljótur leikmaður, stundum nefndur af áhangendum liðsins „Speedy- Gonzales” vegna þess hve snöggur hann er upp völlinn með knöttinn. Hann leikur stöðu framherja en er mest á miðjunni og stjórnar spilinu, byggir sóknirnar upp. Sendingar hans, ná- kvæmar og fallegar, hafa vakið mikla athygli — nákvæmar sendingar á samherjana, sem ekki ósjaldan hafa geflð mörk. Albert er einnig sá eini i Edmonton-Iiðinu, sem ætlazt er til að skjóti á mark mótherjanna utan vita- teigs og það eru oft svaðalegir þrumufleygar, sem oftast þenja út net- möskvana. Sem dæmi um skothðrku hans má nefna, að það skeði í úrslitaleiknum við Chicago Stings i innanhússmeistara- mótinu hér i Edmonton, að Albert Guðmundsson spyrnti á mark Chicago- iiðsins utan vitateigs. Einn úr mótherjaliðinu þvældist með hausinn fyrir boltann svona þrjá metra frá Álbert. Það skipti engum togum að sá hentist aftur á bak á hausinn. Lá þar vankaður eða rotaður nokkra stund á eftir. Hann fer eflaust ekki oftar fyrir Albert i skotum hans. Stjörnuleikmaður Eftir hvern leik á innanhússmeist- aramótinu voru valdar þrjár stjömur ieiksins. Það er gert af sjónvarps- stöðinni ITV, sem síðan verðlaunar stigahæstu mennina. Albert hefur þrívegis verið „fyrsta stjaman” svo ég viti og oftar „önnur og þriðja stjaman”. Edmonton Drillers hefur spilað innanhússknattspyrnu í allan vetur eins og flest liðin hér í Norður-Ameríku gera. Edmonton var i riðii með Kanadafélögunum fjórum, Calgary, Vancouver og Toronto. Á íshokkey-vöHum Knattspyrnan er spiluð á íshokkey- völlum, sem sett er gras á og stærri mörk. Hliðarveggir eru notaðir allan hringinn. Þetta er mjög hröð knatt- spyma hjá þeim — stærri leikvellir og fleiri leikmenn inni á í einu en við þekkjum frá innanhússknattspyrnunni á Isiandi. Skipt er um leikmenn inn á á tveggja minútna millibili eins og er i hokkey. Sömu menn skipta alltaf. Þá eru markverðir hjá liðunum Edmonton Drillers tapaði kiaufalega kanadíska meistaratitlinum til Vancouver í úrslitaleik þessara liða en komst 1 úrslit amerisku meistara- keppninnar á mjög góðu markahlut- falli. Sextán af þeim 29 liðum, er léku í riölakeppninni, komust í úrslitin. Þar var um útsláttarkeppni að ræða. í þeirri keppni urðu að fást hrein úrslit. Leikið heima og að heiman. Ef liðin vom jöfn að stigum eftir ieikina tvo var strax spilaður nýr leikur að loknum síðari leiknum. Nokkurs konar „mini- leikur” 2x15 minútur á mark. Ef markatala var þá jöfn var leikið þar til annað hvort liðið skoraði. Þá höfðu úrslit fengizt. Drillers-leikmenn í stuði Þegar komið var í úrslitakeppnina komust leikmenn Edmonton Drillers heldur betur í stuð. Sigruðu fyrst Los Angeles Aztecs og siðan Vancouver Whitecaps. Ekki þurfti þriðja leikinn til í þessum viðureignum en með þessum sigrum var Edmonton Drillers komið í úrslitin um ameríska meistara- titilinn gegn Chicago Stings. Fyrri leikur liðanna var hér í Edmonton og sigraði heimaliðið með 9—6 í þeim leik. í síðari leiknum í Chicago sigraði Drillers einnig 5—4 eftir æsispennandi leik. Chicago-liðið hafði yfir í hálfleik 3—1 en í þeim síðari náði Edmonton-liðið sér heldur betur á strik og sigraði eins og áður segir. Spilaðir eru í raun fjórir hálf- leikir með tveimur stuttum hléum og einu iöngu. Albert Guðmundsson skoraði i raun ött mark í úislitaleiknum 1 Chicago. Átti þá hörkuskot á markið en á leiðinni i markið hrökk knötturinn í annan leikmann og í netið. Albert fékk því markið ekki skráð á sitt nafn, heldur sem aðstoð við skorun. Leikmenn fá nefnilega punkta fyrir skoruð mörk og aðstoð við siíkt. 16.257 áhorfendurll Hreint ótrúlegur áhorfendafjöldi horfði á leik Chicago Stings og Edmonton Drillers i Chicago — eða 16.257 í iþróttahöllinni. Mikil spenna og Chicago hafði aðeins tapað þar einum leik af 14 fyrir þennan síðari úr- slitaleik liðanna. Chicago-liðið skoraði tvö fyrstu mörk leiksins, Karl-Heinz Granitza og Amo Steffenhagen. Mike Sweeney minnkaði muninn í 2—1, þegar Billy Mishalow, markvörður, missti knöttinn úr höndum sér í markið. Bret Hall kom Chicago í 3—1 og þannig var staðan í hálfleik. John Baratta, mark- vörður Drillers, var hetja liðs síns í hálfleiknum. Varði 20 skot. I síðari hálfleiknum skoraði Hayden Hjónasigur! Skfðalandsmótið hófst á Siglufirði i gær með keppni i skiðagöngu. Það bar tli tiðinda að siglflrzku hjónin Guðrún Óiöf Pálsdóttir og Magnús Eiriksson sigruðu í sinum flokkum og það er f fyrsta skipti, sem siíkt skeður hér á landi. Magnús Eiríksson sigraði í 15 km skíðagöngu karla á 50.07 min. Annar varð Ingólfur Jónsson, Reykjavik, á 50.58 mín. og þriðji örn Jónsson, Reykjavík, á 52.10 mín. í 5 km göngu kvenna varð Guðrún Ólöf sigurvegari en í öðru sæti varð Guðbjörg Haralds- dóttir. I 10 km göngu pilta sigraði Einar Ólafsson, ísafirði á 35.10 min. og Finnur Gunnarsson, ísafirði, varð annar á 35.31 mín. í stúlknaflokki 18 ára og yngri sigraði Brynja Ólafsdóttir, Siglufirði og Mundína Bjarnadóttir, Siglufirði, varð í öðru sæti. Mótið heldur áfram i dag. Keppendur eru 91. Veður var mjög gott til keppni i gær. Naumur sigur á Alsír í gær en sigurvon lítil —Portúgalar uimu Sviss óvænt, 91-80, og kraftaverk þarf nú til að Island geti unnið riðilinn „Þetta var æsispennandi ieikur allan timann en okkur tókst að sigra að lokum, 72—70,” sagði Agnar Friðriks- son er við ræddum við hann i Sion f gærkvöid. „En möguleikar okkar á slgrí i keppninni eru hverfandi litlir eftir að Portúgalarnir sigruðu Sviss 91—80 næsta örugglega hérna i kvöld,” bætti Agnar við. „Okkar eina von er að sigra Sviss á morgun og treysta svo á að Portúgalarnir tapi báðum sínum ieikjum, gegn Skotlandi og Alsfr. Það virðist anzi fjarlægur möguleiki að svo komnu máli,” bætti hann við. Reglurnar eru þannig að verði lið jöfn sker innbyrðisviðureign þeirra úr um hvort liðið sigrar. Stigamismunur ræður engu þar um. En víkjum að leiknum. Alsírbúamir fóru mjög vel af stað i gærkvöld og komust strax í 6—0 og síðan i 19—10, en þegar 5 min. voru eftir af fyrri háifleiknum tókst íslandi að komast yfir í fyrsta skipti í leiknum, 30—29, og í hálfleik var munurinn orðinn 5 stig, 42—37. Síðari hálfleikurinn hófst mjög vel fyrir ísianó , sem komst fljótlega í 50— 41. Alsírbúarir vom ekki á því að gefast upp og tókst að jafna, 56—56 og það, sem eftir lifði skiptust liðin á um að hafa forystuna í leiknum. Sigur- körfuna skoraði Pétur Guðmundsson svo er aðeins 16 sek. voru til leiksloka. Alsírbúar hófu leikinn en misstu bolt- ann fljótt en Islandi tókst ekki að bæta við körfu, en það kom ekki að sök. Sigurinn í höfn. Stigahæstur i gær var Torfi Magnússon með 16, Pétur Guðmunds- son skoraðil5,Símon Ólafsson 12, Jón Sigurðsson 9, Jónas Jóhannesson, sem lék meiddur með og stóð sig frábær- lega, skoraði 6 stig og þeir Kristinn Jörundsson og Ríkharður Hrafnkels- son skoruðu 4 stig hvor. Staðan i C- keppninni er þá þannig: Portúgal 2 2 0 1 85—171 4 ísland 3 2- 1 245—233 4 Sviss 2 1 1 181—165 2 Alsír 3 1 2 224—252 2 Skotland 2 0 2 148—162 0 Lokaleikur Islands er í kvöld gegn Sviss. -SSv. Tap fyrir Sómalíu Heimsmeistarakeppni i borðtennis hófst 1 Novi Sad í Júgóslaviu í'gær. ísland lék við Sómalfu i kvennaflokki og tapaði 3—0. Mest kom á óvart i gær i kariaflokki að England vann Suður- Kóreu 5—2 og Pólland vann N-Kóreu 5—1. Knight og Andre Ooström jafnaði í 3— 3. Drillers náði forustu, 4—3, þegar Albert spymti á markið. Knötturinn fór í bak Mishalow markvarðar og í netið. Ooström skoraði svo fimmta mark Edmonton-liðsins. Albert Guðmundsson var þriðji stigahæsti leikmaður Edmonton Drillers i innanhúskeppninni. Hlaut 56 stig. Einnig þriðji í röðinni marka- skorara liðsins með 15 mörk. Finninn Kai Haaskivi, 24 ára, sem áður lék með Texas-liðunum Houston Hurricans og Dallas Tomado var stigahæstur leik- mann Drillers með 11 stig og skoraði 34 mörk. I öðm sæti var Drew Ferguson, 23ja ára Kanadamaður. Hann hlaut 63 Top Trio KAI HAASKIVI DREW FERGUSON MUNDSSON Úr Soccer Express, Kanada. stig og skoraði 19 mörk. Skýrsla um árangur leikmanna Edmonton Drillers i innanhússknattspyrnunni fylgir með. Hafþór/hsfm. . Hafþór Guðmundsson, sund- maðurinn kunni úr KR, stundar nú háskóianám f fþróttafræðum f Edmonton f Kanada með keppnisf- þróttir sem sérgrein. Hann mun verða f námi þar næstu þrjú árin. Knattspymulið Edmontonborgar, Edmonton Drillers, er taisvert þekkt hér á landi. Guðgeir Leifsson, iands- liðsmaður úr Vfking, lék með liðinu við góðan orðstfr um tfma, þar til meiðsli bundu endi á ferii hans með félaginu.En Guðgeir kom Albert Guðmundssyni, landsliðsmanni úr Val, í samband við féfagið og Albert hefur gert það mjög gott hjá félaginu frá þvf hann byrjaði að leika með þvf sl. haust. Edmonton var f vetur amerfskur meistari f innanhússknatt- spymu og þar var Albert einn af aðal- mönnum iiðsins. Hafþór hefur sent Dagblaðinu grein þá sem hér birtist um Albert og Edmontonliðið. Þá mun Hafþór fylgjast með gangi mála hjá Edmonton-liðinu f sumar og amerlsku knattspyrnunni almennt og senda okkur fréttir. -hsím. Tafla um árangur leikmanna Edmonton í innanhússkcppninni 1980—1981. Fyrir framan nöfn leikmanna eru númerin á búningum þeirra. Fyrst eru leikir, þá skot á mark. Síðan mörk skoruð — aðstoð við markaskorun og að lokum stig einstakra leikmanna. Úr Soccer Express, Kanada. 2 Joe Raduka 18 15 3 5 11 5 John Webb 14 15 4 7 15 6 Andre Oostrom 13 16 5 8 18 10 Drew Ferguson 17 73 19 25 63 11 Ross Ongaro 10 13 4 5 13 12 Kai Haaskivi 18 112 34 43 111 13 Mike Sweeney 8 8 1 6 8 15 Hayden Knight 18 50 9 13 31 16 Albert Guðmundsson 18 44 15 26 56 17 Jan Goossens 15 73 17 15 49 18 Pasquale Deluca 17 7 2 3 7 20 Bernie James 18 23 7 10 24 23 Paul Roe 11 17 3 9 15 24 John Baretta 18 0 0 11 II 29 Claudio Perusco 2 0 0 0 0 Þyngsti dómur í sögu körf uboltans á íslandi: Ungur leikmaður fékk níu mánaða leikbann! —réðst að dómara, sparkaði í hann og sló í hita leiksins „Hann sparkaði f dómarann og sló hann með krepptum hnefa,” sagði for- maður aganefndar Körfuknattieiks- sambands íslands, Jón Eysteinsson f Keflavfk, um Sturla örlygsson, lelkmann f 2. flokki Njarðvíkur, sem f sfðustu viku fékk þyngsta dóm sem um getur i körfuknattleik hérlendis. Sturla var dæmdur frá keppni til áramóta eða I 9 mánuði. Bannið hefur þó ekki áhrif í nema 3—4 mánuöi þvi Breitner ílandsliðið Þýzld landsliðseinvaldurinn f knatt- spyrnunni, Jupp Derwall, tilkynnti f gær, að Paui Breiter, fyrirliði Bayern Múnchen, mundi leika f HM-leiknum þýðingarmikla gegn Austurriki i Hamborg 29. aprfl. Breitner er 29 ára, varð heimsmeistari 1974, en hefur ekki leikið f vestur-þýzka landsiiðinu sfðustu fimmárin. eins og allir vita er algert fri yfir sumar- tímann í körfunni. „Ég tel þetta vera stefnumarkandi dóm,” sagði Jón enn- fremur, þannig að þeir sem hugsa sér að láta skap sitt bitna á dómurum hugsa sig vafalítið tvisvar um áður en þeir gera svo. Það hefur færzt nokkuð í aukana á því keppnistímabili, sem er að líða að leikmenn hafi beint eða óbeint ógnað dómurum og ég tel að aganefndin hafi ekki gert annað en að dæma sam- kvæmt nýju reglunum sem teknar voru í gildi á síðasta ársþingi KKÍ.” Umrætt atvik átti sér stað í bikarúr- slitaleik 2. flokks þar sem Haukar og Njarðvík áttust við. Haukar höfðu yfirburðaforystu og skammt var til leiksloka er knötturinn var dæmdur af Njarðvíkingum í einni af sóknarlotum þeirra. Einum leikmanna UMFN, Sturla örlygssyni, líkaði ekki dómurinn og réðst að öðrum dómaranna, Kristjáni Rafnssyni og sparkaði fyrst í hann og sló síðan. Kristján vísaði Sturlu umsvifalaust úr húsinu og kærði framkomu hans síðan. Sturla átti rétt á að mæta við munnleg- an málflutning, en lét ekki sjá sig þrátt fyrir boðun. -SSv. Vikingama unnu Ystad Vikingarna, Helsingborg, sigruðu Ystad 21—15 i fyrri leik liðanna f úr- slitum um sænska meistaratitilinn í handknattleik á iaugardag i Helsing- borg. Hefur þvi mikla möguleika að tryggja sér meistaratitilinn. Fjögur efstu liðin i Allsvenskan kepptu um titilinn. Vikingarna sló LUGI út i und- anúrslitum. Ystad vann Warta. í leiknum á laugardag byrjaði Helsingborgarliðið með miklum krafti. Komst í 7—1 á fyrstu 14 minútunum og úrslit voru ráðin. Áhorfendur voru á fjórða þúsund. ASGEIR VAR FRAM ERFIDUR — tryggði Þrótti sigur gegn sínum gömlu félögum í„bráðabana” Ásgeir Elfasson reyndist fyrrum félögum sinum i Fram erfiður er Þróttur og Fram mættust á Reykja- vfkurmótinu f knattspyrnu i gærkvöld. Eftir venjulegan leiktima hafði hvorugu liðinu tekizt að skora mark en markvörður Þróttar, Guðmundur Sex bræður ísamaliðinu Viða eru fjölskyldutengsl i iþróttum mikil á íslandi en Ifkast til er það eins- dæmi að 6 bræður leiki með einu og sama liðinu. Það er þó raunin með þá Birki, Bjarna, Gylfa, Þorkei, Hrein og Kjartan Þorkelssyni, sem allir ieika körfuknattleik raeð liði Ungmenna- félags Laugdæla og sigruðu glæsiiega i 1. deiidinni, sem fram fór innan HSK í vetur. -SSv. Erlingsson, hafði varið mörgum sinnum af snilld. Það varð því að fara fram bráða- bani og er 5 menn úr hvoru liði höfðu reynt með sér var staðan enn jöfn, 2— 2. Lárus Grétarsson og Halldór Arason skoruðu fyrir Fram en Baldur Hannes- son og Ásgeir Elíasson fyrir Þrótt. Halldór reyndi svo aftur í 6. umferðinni en skot hans fór rétt framhjá. Ásgeir Elíasson innsiglaði svo Borgtapaði Björn Borg tapaði i fyrstu umferð Monte Carlo tennismótsins i gær fyrir Victor Pecci, Uruguay, 6—0, 4—6 og 7—5. Borg var ekki sjálfum sér Ifkur og tapaði fyrstu sjö stigunum f leiknum. Hann er engan veginn góður f baki og á einnig við meiðsli f öxl að strfða. Af þeim sökum hætti hann við þátttöku f stórmótl i Tókió fyrir tiu dögum. sigur Þróttar með laglegu marki. Það er annars eftirtektarvert hversu slök nýting leikmanna er í þessum svokölluðu „bráðabönum”. Aðeins 5 mörk í 12 tilraunum í gær og aðeins 3 í 10 tilraunum í leik KR og Víkings á laugardag. -SSv. Urslit íEnglandi Úrslit i 3. og 4. deild f ensku knatt- spyrnunni i gærkvöld urðu þessi: Burnley-Huddersfield 4—2 Charlton-Portsmouth 1—2 Hull-Swindon 0—0 Piymouth-Sheff. Utd. 1—0 4. deild Northampton-Hereford 0—0 Port Vale-Bradford 2—1 York-Bury 0—1

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.