Dagblaðið - 28.04.1981, Blaðsíða 1
7. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1981 — 95. TBL. RITSTJÓRN SlÐUMÓLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMI 27022.
Skildu eftir sig slóða ímörgum verzlunum ímiðborginni:
Rússneskar sendiráðskon-
urstaðnaraö búðarhnupli
—rannsóknarlögreglan með málið til meðfeiðar og sendir ríkissaksóknara
það til meðferðar
Tvær konur er tilheyra starfsliði
sovézka sendiráðsins í Reykjavík
voru staðnar að búðarhnupli í tizku-
verzlun við Laugaveginn á föstu-
daginn. Kom þá i ljós að þær höfðu
reynzt fullfmgralangar víðar í búðum
borgarinnar. DB var i morgun kunn-
ugt um nokkrar fleiri verzlanir þar
sem lögreglan hefur komið i
heimsókn, í þeim tilgangi að leita
réttra eigenda að vörum sem fundust
í fórum kvennanna.
Hallvarður Einvarðsson rann-
sóknarlögreglustjóri staðfesti i
morgun að málið væri til rannsóknar
hjá embætti hans. Sendiráð Sovét-
rikjanna hefur gert lögreglunni grein
fyrir umræddum konum og fyrir ligg-
ur kæra eigenda tveggja verzlana á
hendur þeim. Konurnar hafa ekki
verið yfirheyrðar, en málið verður
sent ríkissaksóknara til ákvörðunar.
Verzlunareigendur sem rætt var
við í morgun voru sammála um að
umræddar tvær konur úr sendiráðs-
liðinu væru vel þekktar hjá af-
greiðslufólki i borginni. Þær eru
þekktar fyrir tíðar heimsóknir i (aðal-
Iega) tizku- og snyrtivöruverzlanir.
Þar hafa þær skoðað mikið og oft en
keypt sjaldan eða aldrei. Kaupmaður
sagði að fólk hefði vorkennt þeim
vegna tungumálaerfiðleika og lofað
þeim að skoða og spá í varning aö
vild, en nú kæmi i ljós að þær hefðu
illa launað velvildina. Þær eru sagðar
hafa sýnt einstaka kunnáttu við
hnuplið.
LÍtil fjöður varð til þess að upp
komst um konurnar á föstudaginn.
Afgreiðslumaður í tízkuverzlun tók
eftir óskiptum áhuga þeirra á skraut-
fjöðrum sem lágu á búðarborðinu.
Þær afþökkuðu þó þegar hann bauð
þeim liðsinni með afgreiðslu.
Skömmu síðar tók afgreiðslumaður-
inn svo eftir að hreyfing var komin á
fjaðrahrúguna og ein lá á gólfinu.
Hann hljóp til og' varð fyrri til að
taka hana upp, en tók þá eftir að væn
visk af fjöðrum var komin í plast-
poka sem konurnar höfðu meðferðis.
Hann þreif þá af þeim pokann og
skoðaði innihaldið. í pokanum
kenndi margra grasa, þar voru m.a.
snyrtivörur og tizkufatnaður, allt
vörur sem stolið var úr öðrum verzl-
unum. Konurnar tóku þá til við aö
hrópa „no police” (ekki kalla á
lögreglu!) og buðu fram nokkrar
krónur til að sætta afgreiðslumann-
inn. En hann lét ekki segjast og kall-
aði til lögregluna. í millitiðinni gerð-
ist það þó að önnur konan tók á rás
út úr búðinni. Ungur og fótfrár
maður elti hana þá uppi og kom
með hana inn aftur.
Verðmæti varningsins sem rúss-
nesku konurnar stálu úr verziunum
var allt frá nokkrum hundruöum
króna upp i nokkur þúsund. Þannig
hafði blaðið spurnir af gleraugna-
verzlun þar sem saknað var varnings
fyrir allt að 4 þúsund krónum.
-ÁRH/A.St./BS.
Týnda konan sást
sunnan Hafnarfjarðar
„Svo margir sáu Rannveigu Jóns-
dóttur, hina týndu konu úr Breið-
holtinu, þannig að víst er talið að rétt
er, fyrir sunnan Hafnarfjörð, að
höfuðþungi leitar hefur beinzt að þvi
svæði,” sagði Magnús Einarsson að-
stoðaryfirlögregluþjónn i morgun.
Hann stjómar leit að konunni.
„Svæðið hefur verið yfirfarið af
fjölmennum hópum sjálfboðaliða og
með í leitinni hefur og verið björgun-
arsveitin i Hafnarfirði. Svæðið
verður enn leitaö í dag og enn verður
leitað úr þyrlu ef veður leyfir en þoka
hefur hindrað slíka leit.”
Hestafólk sá Rannveigu á Kaidár-
selsvegi á laugardag. Einnig hafa bor-
izt fregnir af henni í borginni en ekki
jafn öruggar og upplýsingar hesta-
fóiksins eru taldar. -A.St.
Norræn trimm-
landskeppni fatlaðra
í maímánuði
f maimánuði fer fram norræn
trimmlandskeppni fatlaðra og mun hún
standa allan mánuðinn. Tilgangurinn
er að auka skilning og áhuga fatlaðra á
íþróttum. Með einfaldleik sinum gefur
keppnin nær öllu fötluðu fólki mögu-
leika á þátttöku.
Dagblaðið mun leggja keppninni lið
með því að flytja fréttir og frásagnir af
gangi hennar þann tíma sem hún
stendur yfir.
— sjá nánar á bls. 11.
Aðbúnaður fanga og útigangsmanna:
„Mér er mikið
kappsmál að leysa
þeirra vanda"
— sagði Vigdís Finnbogadóttir forseti á
ráðstefnu á Hótel
Vigdis grípur í prjónana á ráð-
stefnu Vemdar í súlnasal Sögu í gær-
kvöldi. Aðbúnaður fanga og úti-
gangsmanna var til umræðu og kom
margt fróðlegt fram.
f óundirbúnu ávarpi sagðist Vigdís
hafa verið svo vemduð í æsku að hún
hefði ekki fengið að fara á jóla-
fagnað Verndar með föðursystur
sinni sem þar var sjálfboðaliði.
En þegar hún var komin í Þjóðleik-
húsið leituðu útigangsmenn undan
bárujárninu á Arnarhóli inn í hlýju
Sögu í gærkvöldi
leikhúsbókasafnsins og bar hún þeim
vel söguna.
í starfi sínu sem forseti kynnist
húh brotamönnum sem leita hjáipar.
„Jvlér er mikið kappsmál að leysa
þeirra vanda,” sagði Vigdís og bentí
á hvað sárt væri fyrir unga menn,
sem væru að vinna fyrir konu og
bömum, þegar allt í einu ættí að fara
að senda þá i fangelsi vegna brota
sem þeir hefðu framið fyrir mörgum
árum (barnaskap. -IHH.
DB-mynd: Einar Ólason.