Dagblaðið - 28.04.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 28.04.1981, Blaðsíða 28
Mjög mikill innbrotafaraldur í Ólafsvík og Hellissandi: Oll riffilskot kaup- féiagsins á Hellis- sandi hurfu um helgina Mjög mikill innbrotafaraldur hefur gengið yfir Ólafsvik og Hellis- sand siðustu daga. Nýjasta dæmið er þegar brotizt var inn í kaupfélagið á Hellissandi eftir dansleik sl. laugar- dagskvöld og þaðan stolið um 7000 riffilskotum. Eftir því sem bezt er vitað hafa þjófarnir aðeins haft skotin i huga þvi aðrir hlutir hafa ekki verið snertir. Lögreglan hefur einnig átt annríkt í Ólafsvík en þar hefur varla liðið sú nótt að ekki hafi verið brotizt inn í eitthvert fyrirtækið í bænum. Þjóf- amir hafa leitað eftir peningum á þeim stöðum sem þeir háfa brotizt inn en lítið haft upp úr krafsinu. Ekki er vitað hverjir eru hér að verki en lögreglan telur að sömu mennirnir séu viðriðnir öll inn- brotin. Rannsóknarlögregla rikisins —varia liðiö einnótt án innbrota. RLR rannsakar nú málið sendi tvo menn vestur i gær. Tóku þeir sýni og ljósmynduðu vettvang. Er nú unnið að rannsókn þess hluta málsins í Kópavogi. Mjög sjaldgæft er að innbrot séu framin á þessum stöðum og er lögreglan mjög áhyggjufull vegna þessa. -ELA. að pota útsæðinu niður..” ....þetta að pota útsœðinu niður... ” sagði í islenzkum texta við lagið Cotton Fields sem vinsœlt varð hérfyrir nokkrum úrum. Og nú eru menn hér ú suðvesturhorninu einmitt að húa sig undir að pota útsœðinu niður. Siðdegis ú degi h verjum mú sjú mikla örtröð við kartöflugeymslur Reykvikinga i Ártúnshöfða. Menn koma þar ú bllum sínum að nú / útsœðið igarðana. Tilhlökkunin aðfú nýjar kartöflur í haust er þegarfarin að bœrast I brjóstunum. „Og þegar kartaflan er sprottin, upp hún skal og beint ofan I pottinn, ’ ’ segir l sama söngtexta. ■DS/DB myndir Sigurður Þorri. Helgi með pálmann í höndunum á Skákþingi íslands: Ásgeir Þór haf naði jafnteflisboði Helga —en Helgi tryggði sér vinningsstöðu í staðinn og verður að öllum líkindum skákmeistari íslands 1981 Helgi Ólafsson verður að öllum líkindum skákmeistari fslands árið 1981. Hann á biðskák við Ásgeir Þ. Árnason og er Helgi talinn með unna skák þar. Þar sem Elvar Guðmunds- son varð að sætta sig við jafntefli i gærkvöldi er ljóst að Helgi verður einn í efsta sætinu ef hann vinnur Ás- geir eins og öruggt er talið. Athygli vakti! gærkvöldi að Helgi bauð Ás- geiri jafntefli snemma i skákinni en Ásgeir hafnaði þvi boði þrátt fyrir að vandséð væri að hann hefði betri stöðu. Úrslit í öðrum skákum urðu þau að Jóhann Hjartarson vann Bjöm Þor- steinsson, Jóhannes Gísli vann Jóhann Þóri og Karl Þorsteins vann Inga R. Jóhannsson. Skák Jóns L. Árnasonar og Guðmundar Sigurjóns- sonar lauk meö jafntefli. Sérstaka athygli á mótinu hefur vakið góð frammistaða Karls Þors- teins sem er aðeins 16 ára gamall. Staðan á mótinu er þessi þegar aðeins er eftir að tefla biðskák Helga og Ás- geirs Þórs. 1. Elvar Guðmundsson 7,5 vinn- inga, 2. Helgi Ólafsson 7 vinninga og biðskák, 3. Jóhann Hjartarson 7 v., 4.-5. Guðmundur Sigurjónsson og Karl Þorsteins 6,5 v., 6.-8. Björn Þorsteinsson, Ingi R. Jóhannsson og Jón L. Ámason 6 v., 9. Jóhannes Gísli Jónsson 5,5 v., 10. Bragi Krist- jánsson 4,5 v., 11. Ásgeir Þór Árna- son 1,5 v. og biðskák, 12. Jóhann Þórir Jónsson 1 v. Biðskák Helga og Ásgeir Þórs verður tefld að Hótel Esju kl. 7 í kvöld. -GAJ. m-----------► Helgi Ólafsson athugar blflstöðuna gegn Ásgelri Þór Árnasyni. DB-mynd: Einar Ólason. frjálst, nháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1981. tafla b«mah»lmlUðá SaKJamamasi varflur opnafl (alðasta lagl I oktflbar og gatur anitafl alrl aWr- apum og rflmlaga þafl. DB-mynd Slg. Þorrl. Nýja barnaheimilið á Nesinu: Nógpláss fyriröll börn á Sel- tjarnarnesi — ogrúmlegaþað „Þetta barnaheimili er miðað við 70 til 75 böm allt frá sex mánaða aldri,” sagði Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, er DB spuröist fyrir um rými á hinu nýja barnaheimili sem risið hefur upp á fimm dögum. Á Seltjarnarnesi em fyrir tveir leikskólar, Fagrabrekka og Litlabrekka sem taka samanlagt um 80 böm. „Við vonumst til að öll börn sem sótt er um fyrir geti fengið rými og jafnvel rúmlega það,” sagði Sigurgeir er hann var spurður hvort barnaheimilið væri ekki fullstórt fyrir Seltjarnarnesiö. „Ef það kemur í ljós að nægt rúm verður getur vel komið til greina að böm sem búa fyrir utan Nesið fái pláss.” — Er þetta þá ekki orðin eini staður- inn á landinu sem hefur nægt bama- heimilispláss? „Ekki vil ég nú hæla mér um of af þvi. Þetta losar okkur við leiðindabiðlista sem em alls staðar og eru stjórnvöldum að kenna. Bæjar- félög veigra sér við því að opna ný barnaheimili vegna þess hve mikið þarf að greiða með hverju barni,” sagði Sigurgeir. Á nýja barnaheimilinu, sem opnað verður i síðasta lagi i október, verður ein deild dagheimili og tvær deildir leikskóli. -ELA. Efnahagsmála- frumvarpið í neðri deild Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra mun mæla fyrir nýja stjómar- frumvarpinu um „verðlagsaðhald, lækkun vömgjalds og bindiskyldu inn- lánsstofnana,” i neðri deild Alþingis síðdegis i dag. DB skýrði frá efni fmm- varpsins i meginatriðum í gær. Frum- varpið var fyrst lagt fram á Alþingi í gær. Rikisstjórnin hefur óskað eftir því við stjórnarandstöðuna aö hún hjálpi til við að afgreiða fmmvarpið fyrir mánaðamótin og er helzt búizt við, að það verði að lögum á fímmtudaginn, 30. apríl, þegar efnahagsráðstafanirnar frá gamiársdegi falla úr gildi. -BS. diet pepsi MINNA EN EIN KALÓRÍA í FLÖSKU Sanilas

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.