Dagblaðið - 28.04.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1981.
Verkamannabústaðir við Flúðasel i Reykjavfk.
ingar allra stjórnmálaflokka að
styðja berí alla til þess að eignast
eigin íbúðir þá verður það ekki gert
með öðrum hætti. Nærri eignalaust
fólk getur með engu móti eignast
sinar íbúðir nema það eigi kost á
hærri lánum og til lengri tíma en
ennþá er fjármagn til að veita öllum
húsbyggjendum.
Á meðan nauðsynlegt er að tak-
marka hagstæð íbúðalán við eigna-
lftið lágtekjufólk eru ákveðin eigna-
og tekjumörk sett þeim sem lánveit-
ingar fá til verkamannabústaða, auk
þess sem forsenda er að lántakandi
eigi ekki ibúð fyrir. Á þessu ári verða
tekjumörkin fyrir fjögurra manna
fjölskyldu 7 milljónir g.kr. til
jafnaðar síðastliðin þrjú ár.
Ótviræð skylda er nú að skipa
stjórnir verkamannabústaða í öllum
sveitarfélögum í þéttbýli. Verkefni
þeirra er að kanna ástand hús-
næðismála í sveitarfélaginu og standa
13
\
JÉ „... ef einhver alvara er á bak við vilja-
yfirlýsingar allra stjórnmálaflokka að
styðja beri alla til þess að eignast eigin íbúðir
verður það ekki gert með öðrum hætti. Nærri
eignalaust fólk getur með engu móti eignast
sínar íbúðir nema það eigi kost á hærri lánum
og til lengri tíma ...”
fyrir byggingum verkamannabústaða
og leiguíbúða ef þeirra er þörf.
Ákvörðunarvaldið er þó hjá sveitar-
stjómum enda verða þær að tryggja
fjármagn dl framkvæmdanna sem
nemur 9% af byggingarkostnaði. Er
þar um verulega lækkun að ræða frá
fyrri lögum en þá þurftu sveitar-
félögin að greiða sem nam 30 til 35%
af byggingarkostnaði. Er því óverj-
andi fyrir sveitarstjórnir að láta nú
sinn hlut eftír liggja við að fjármagna
íbúðabyggingar fyrir þá sem verst eru
settir í húsnæðismálum í sveitarfélag-
inu. Mikilvægt ákvæði í hinum nýju
lögum um félagslegar ibúðabygg-
ingar er heimild tíl húsnæðismála-
stjómar að lána tíl endurkaupa á
eldri ibúðum í verkamannabú-
stöðum. Geta Ibúar f verkamannabú-
stöðum nú greiðlega selt sína íbúð og
fengið eignarhluta sinn greiddan út
samkvæmt ákvæðum f upphaflegum
kaupsamningi. Stjómir verkamanna
bústaða endurselja síðan ibúðina og
bæta þannig úr brýnni þörf fyrir
söluíbúðir með góðum greiðslu-
kjörum. Sveitarfélögin hafa nú ótvi-
ræða kaupskyldu á öllum íbúðum í
verkamannabústöðum sem koma til
endursölu f 30 ár frá upphaflegum
kaupsamningi. Um verðlagningu
þeirra fer eftir ákvæðum i iögum og
reglugerðum og matsmenn sem
skipaðir hafa verið af félagsmála-
ráðuneytinu meta endurbætur og
viðhald á íbúðunum. Með þvi fyrir-
komulagi á að fást gott samræmi i
verðlagningu ibúðanna um allt land.
Æskilegt er að sem fyrst verði hægt
að fá fjármagn til þess að auka veru-
lega lánveitíngar til allra sem byggja
íbúðir og minnka með þeim hætti
mismun þann sem nú er á lánveiting-
um byggingasjóðs húsnæðismála-
stjórnar en þó verður ætið nauðsyn-
legt að byggja verulegan hluta af
ibúðarhúsnæði þjóðarinnar á félags
legum grundvelli. Það hafa ekki allir
sömu aðstöðu til þess að eignast eigin
ibúð. Nú er það ekki lengur eina
leiðin tíl þess að verðtryggja fjár-
magn að byggja eða kaupa íbúð.
Þeim fer því stöðugt fækkandj
ibúðunum sem eru til leigu á hinum
svonefnda frjálsa markaði.
Það er því brýn nauðsyn að sveitar-
félögin byggi nokkurt magn leigu-
íbúða, til lausnar á tímabundnum
vanda fólks. Lán húsnæðismála-
stjórnar úr Byggingasjóöi verka-
manna, 80% af byggingarkostnaði,
ættu að létta sveitarfélögunum þæt
framkvæmdir.
Ólafur Jónsson
form. Húsnæðlsmálastjórnar.
Stofa f verkamannabústöðum við Flúðasel.
hafi lagt fram umræðupunkta í öllum
helstu málaflokkum. Punktar eru
réttnefni á þeirri ómynd. Sem dæmi
um þessa umræðupunkta læt ég
fylgja tvö sýnishorn:
„1.0.6. Lækkun matarverðs —
leiðir til lækkunar.
1.0.7. Málefni bóksölu — heildar-
úttektárekstri.”
Ég vona að umbótasinnar fyrirgefi
mér trúnaðarbrotíð en öll plögg
þeirra voru kirfilega merkt sem trún-
aöarmál. Við vinstri menn erum því
miður ekki vanir slíkum tilfæringum
og teljum ekki ástæðu tU að fela
nokkurn hlut fyrir stúdentum.
Vinstri menn sáu fljótlega að þetta
umræðupunktaræksni var minna
virði en pappirinn sem það var ritað
á. Við lögðum því fram umræðu-
grundvöU sem Kjartan kaUar hráan.
Var hann þeirri náttúru gæddur að i
honum var öllu meira samhengi en
umbótasinnar áttu að venjast. Ekki
var að sjá að hráinn í stefnu okkar
vinstri manna ylU flökurieUca þegar
hún var lögð fyrir umbótasinna. En
einhverjar breytíngar urðu þeir að
glenna framan i kjósendur sina. Varð
þá fyrir þeim Stúdentablaðið. Það
sem helst bar í miUi var áherslumun-
ur um auglýsingamagn og krafa um-
bótasinna um að Stúdentablaðinu
yrði skipt i 2 óháða hluta, annars veg-
ar frá Stúdentaráði og hins vegar frá
hinum útgefandanum, SÍNE. Vinstri
mönnum mistókst að koma auga á
hagræðinguna í þessari tUhögun
enda er hún örugglegá einsdæmi í
blaöaútgáfu og vernduð með einka-
leyfi. Umbótasinnar voru einnig með
hugmyndir um að poppa efni blaös-
ins upp og gera það hressilegra. Þeir
gátu þó ekki sett fram útfærðar hug-
myndir um leið að því marki.
Stöðuprang
umbótasinna
Kjartan segir að umbótasinnar hafi
lagt fram málamiðlunartíUögu um
Stúdentablaðið. Nú er Kjartan ís-
lenskumaður og gerir sér væntanlega
grein fyrir þvi að málamiðlun er það
kallað þegar tveir aðUar eða fleiri
mætast á miðri leið. í málamiðlun
umbótasinna var þess enn krafist að
aðskUið yrði efni frá Stúdentaráði og
SÍNE og auglýsingastefnan var
en umbótasinnar strunsuðu út. Þessu
var hafnað.
Hver er tilgangur
Kjartans?
Ég mun ekki öllu lengur elta ólar
við Kjartan Ottósson. Af lestri sínum
í fornritum hefur hann numiö fræði
þeirra manna sem skilja þyt fugla og
lesa úr flugi þeirra. Þessum visindum
beitír hann tU að skýra fjarveru Stef-
áns Jóhanns Stefánssonar á siðasta
viðræðufundi vinstri manna og um-
bótasinna. GreinUegt er að hann
hefur með kynngi fræða sinna lesið
út úr atburði þessum þau válegu tið-
indi að kreddumarxistarnir hafi end-
anlega stungið Stefáni undir stól. Ég
verð að hryggja Kjartan með því að
segja honum að óskáldlegri ástæður
lágu að baki. Stefán var á þessum
tima á launum hjá Stúdentaráði sem
framkvæmdastjóri. Starfsmaður
skrifstofu Stúdentaráðs var fjarver-
andi og þurftí Stefán að sinna störf-
um á skrifstofunni.
Það er ekki úr vegi 1 lokin að velta
vöngum yfir ástæðum Kjartans tU
upphlaups gegn vinstri mönnum. Ég
tel að ástæðan liggi ljós fyrir eftír að
hann hefur ritað i Alþýöublaðið um
þessi mál. Það blað lesa ekki aðrir en
rikisstarfsmenn og kratar en engir
stúdentar. Hann er að slá sig tU ridd-
ara (augum íhaldskratanna í Alþýðu-
flokknum, þeirra ihalds- og Nató-
krata sem enu ógæfa islenskrar
vinstrihreyfingar. Félagslega hugs-
andi umbótasinnar í Háskóla íslands
verða að átta sig á því að stúdenta-
pólitíkin snýst ekki um vonsku
kreddumarxista í Félagi vinstri
manna. Hún snýst um það hvort reka
eigi stefnu stúdenta í félagslegum
málum eins og lánamálum og málefn-
um Félagsstofnunar stúdenta, í
menntamálum og i utanrikismálum á
grundvelU vinstri stefnu eða hægri
stefnu háskóladeildar Sjálfstæðis-
flokksins, Vöku. Umbótasinnar hafa
valið. Þeir kusu ihaldsfaðm Vöku.
Þeir eru úr sögunni sem þriðji val-
kosturinn í málefnum stúdenta.
Guðmundur I. Þorbergsson,
fulltrúi Félags vinstri manna
I Stúdentaráði.
hvorki fugl né fiskur. Þó er ótahn sú
ósvifni umbótasinna að krefjast þess
að þeir fengju að ráða hver yrði næsti
ritstjóri Stúdentablaösins áður en
starfið væri auglýst laust tU umsókn-
ar. Við vinstri menn vildum ekki
faUast á sUkt heldur sögðum að um-
sóknir um starfið réðu þvi hver yrði
ráðinn. Ritstjórastaða er i okkar
augum starf en ekki bitlingur. Komið
hefur i Ijós i fjölmiðlum að umbóta-
sinnar og Vaka hafa samið um að
Vaka ,,fái” ritstjórastöðuna. En af
góðmennsku sinni ætla höfðingjarnir
að láta svo lítið að auglýsa starfið.
Svona opinber hrossakaup og siðleysi
eru án efa einsdæmi. Hver ætU sæki
um starfiö þegar opinberlega er búið
að lýsa yfir að frá ráðningunni hafi
veriö gengið bak við tjöldin? Heldur
kusum við vinstri menn minnihluta-
starf en slíkt stöðuprang.
Þegar hér var komið sögu kvöddu
umbótasinnar og héldu i fang Vöku-
ihaldsins. Farið hefur fé betra. Kjart-
an segir að ekki hafi unnist timi til að
fjalla um framlag vinstri manna i
utanrikismálum og menntamálum.
Þetta eru ósannindi. Vinstri menn
buðu að rætt yrði um þau mál áður
Efstu menn á lista umbótasinna fagna sigri i siðustu kosningum.