Dagblaðið - 28.04.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 28.04.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1981. I ErSenf Erlent Erlent Erlent .y l|jai11 Möguleikar Mhterands munu ráðast afákvörö- un KommúnistaHokksms Reagan kemur heim af sjúkrahúslnu f fylgd með Nancy konu sinnl. Reagan ávarpar þingið í kvöld Reagan Bandaríkjaforseti mun í kvöld ávarpa Bandarfkjaþing og er það í fyrsta sinn sem hann kemur fram á opinberum vettvangi frá því að hann varð fyrir skotárásinni fyrir tæpum mánuði. Hann mun flytja fimmtán mínútna langa ræðu um skatta- og efnahagsmál. Þetta er í fyrsta skipti sem hann fer í bíl gegnum Washington frá því hann sneri heim af sjúkrahúsinu 11. apríl síðast- liðinn. Talið er að ræðu Reagans sé fyrst og fremst ætlað að sannfæra bandarísku þjóðina um að hann hafi náð sér eftir skotárásina og sé fær um að gegna forsetaembættinu fremur en að fjárlagafrumvarp stjórnar hans sé i hættu. — „Mitterand reynir omögulegt bandalag elds og vatns,” segir d’Estaingforseti umkeppinautsii Miðstjóm franska Kommúnista- flokksins mun í dag ákveða hvaða kröfur flokkurinn mun gera til for- setaframbjóðenda sósíahsta, Fran- cois Mitterrand, sem laun fyrir stuðn- ing við hann í sfðari umferð frönsku forsetakosninganna sem fram fara 10. maí næstkomandi. Búizt er við að flokkurinn muni gera kröfu til að fá sæti i sérhverri þeirri vinstri stjórn sem kann að verða mynduð undir stjórn Mitter- rands sem forseta þ.e.a.s. ef hann vinnur sigur á Valery Giscard d’Estaing forseta. Meginröksemd andstæðinga Mitterrands næstu tvær vikur er þvi talin verða sú að stjóm sósíalista yrði bandingi kommúnista. Kommúnistar þóttu fara illa út úr fyrri umferð frönsku forsetakosning- anna og fékk frambjóðandi þeirra, Georges Marchais, aðeins 15,5 prósent atkvæða. Vandi Mitterrands er sá að hann á enga möguleika á sigri án atkvæða kommúnista i síðari umferð kosning- anna en dýrkeyptur stuðningur þeirra kann að fæla frá miðjumenn en á þeirra stuðningi þarf hann einnig að halda. Giscard forseti er þegar tekinn að hamra á þessum veikleika Mitter- rands. f gær sagði forsetinn: „Hvers vegna svarar Mitterrand ekki heiðar- lega hvað honum finnst um kröfur Marchais? . . . Ástæðan er sú, að Mitterrand vill bæði atkvæöi komm- únista og andkommúnista. Hann reynir að koma á ómögulegu banda- lagi vatns og elds.” Mitterrand þarfnast stuðnlngs kommúnlsta. Glscard d’Estalng notfærir sér velkleika Mitterrands. REUTER Ekkert lát á morðunum í Atlanta: 26 UK HAFA NÚ FUNDIZT Lik ungs blökkumanns fannst í Chattahoochee ánni í Atlanta í Banda- rikjunum i gær og er það 26. likið sem fundizt hefur þar í borg á síðastliðnum 21 mánuði. Þrátt fyrir fréttir í siðustu viku um að Atlanta-morðinginn svo- nefndi væri hugsanlega fundinn, virðist ekkert benda til þess að lögreglan sé bú- in að leysa hin óhugnanlegu morðmál sem varpað hafa skugga á allt líf í At- lanta á undanförnum mánuðum. Auk þeirra 26 líka sem fundizt hafa er tveggja ungra blökkumanna saknað og er óttazt að þeir hafi orðið fórnar- lömb Atlanta-morðingjans eða morð- ingjanna því lögreglunni er ekki ljóst hvort sami maðurinn hefur verið að verki við öll morðin þó ljóst sé, að mörg þeirra hafa verið framin af sama manninum. Ekki tókst að bera kennsl á likið sem fannst 1 gær. Lögreglan telur að ástæða Friðarvið- ræður íLíbanon Abdel-Halim Khaddam, utanrikis- ráðherra Sýrlands, heldur til Líbanon i dag tii viðræðna við ráðamenn þar um hvernig unnt verði að binda enda á bar- dagana þar siðustu dága. Bardagarnir hafa leitt til dauða yfir 400 manna. þess hve mörg lik hafi fundizt í ám að undanfömu kunni að vera sú, að morð- inginn eða morðingjarnir óttist að lög- regian hafi fundið einhver sönnunar- gögn á þeim líkum sem áður hafa fund- ElSalvador: Bandarískur presturhverfur sporlaust 42 ára gamall rómversk-ka- þólskur prestur fró Bandarikjun- um hefur horflð sporiaust I El Saivador þar sem hann var kom- inn tll að vlnna fyrir sjónvarps- stöðina WBBM. Presturlnn, séra Roy Bour- geols, fór út af hóteli i San Salva- dor i gærmorgun og sagðl þá við starfsmann hótelsins að hann kæml aftur eftir hálftima. Óttazt er um Iff prestslns þar sem fjðlmargir Bandarfkjamenn hafa verið myrtlr i E1 Salvador á siðustu sextán mánuðum f borgarastyrjöldinnl sem geisar þar i landi. Nægir þar að mlnna á morðið á bandarfsku nunnunum fjórum siðastliðlð haust sem fuli- vfst er taUð að dauðasveltir hægri manna i El Saivador beri ábyrgð á. SUPER-SUGAN SVAR VIÐ DYRTIÐINNI SOGAR NÁNAST HVAÐ SEM ER MEÐAL ANNARS: VATN, MÖL 0G SAND - HENTUG FYRIR ALLAR GERÐIR AF TEPPUM. BIÐJIÐ UM MYNDALISTA POSTSEN DU M ASTRA SÍÐUMÚLA 32. - SÍMI86544. Fyrír: fyrírtœki, hót- el, byggingar- verktaka, stofn- anir, verk- stœði og heimili. Forðist gengishrap! VERÐ: Frá kr. 2089.00 Fæst í kaupfálögum um allt land. CERIÐ VERÐSAMANBURÐ Árs ábyrgð

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.