Dagblaðið - 28.04.1981, Page 4
4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1981.
Meira var flutt út af osti á
sl. ári en neytt var innanlands
Lftil skynsemi í að „gefa” útiendingum
ostinn f stað þess að lækka verðið
innanlands
Á sl. ári var ostaútflutningur 425
tonn umfram innanlandssölu. Ekki
fæst nema milli 30 og 40% af innan-
landsverði þegar ostarnir eru fluttir
út. Sýnist því sem hægt hefði verið að
lækka verðið á innanlandsmarkaði
og leyfa landsmönnum sjálfum að
kaupa ostana við vægara verði en nú
er. — íslenzkir ostar eru hins vegar
mjög vinsælir erlendis og eru seldir á
háu verði út úr „sælkerabúðum”
vestanhafs.
Á sl. ári voru framleidd 3849 tonn
af ostum. Landsmenn snæddu sjálfir
1565 tonn en út voru flutt 1990 tonn.
Aukning á innanlandssölu var
9,2%. Gert er ráð fyrir svipaöri
aukningu í ár en fyrstu tvo mánuði
þessaárs var aukningin 12%.
Ostaúrval er nú orðið dágott. Alls
eru framleiddar um fjörutíu ostateg-
undir og bætast nýjar við á hverju
ári. Á sl. ári bættust einar fjórar
nýjar tegundir við þær er fyrir voru.
Má þar nefna kotasælu, sem er al-
gjörlega fitusnauður ostur, drafla-
kenndur og mikið notaður sem
megrunarfæði. Þessi tegund kom á
markaðinn rétt fyrir jól en samt
seldust um 600 tonn af kotasælu á sl.
ári, samkvæmt fréttabréfi
upplýsingaþj ónustu landbú naðarins.
Mest aukning var á sölu mjög
feitra osta og er nú hægt að fá ost
sem er um 68% feitur. Er það búri
frá mjólkursamlaginu á Húsavik.
Því miöur virðist sem ostafram-
leiðslan hér á landi sé ekki komin í
nægilega gott horf, því hún er
nokkuð óstöðug. Neytendur geta
ekki treyst þvi að einhver ákveðin
ostategund sé jafnan með sama
bragði. Stundum er þessi tegundin
ágæt, en stundum alls ekki. — Þaö
verður jafnan að prófa sig áfram
þegar ostur er keyptur og er það vel
að hægt er að fá að bragöa á öllum
tegundum í útsölum Osta- og
smjörsölunnar, bæði á Snorrabraut
og Bitruhálsi.
-A.Bj.
Kotasælan virðist strax hafa náö góðri fótfestu á markaðinum. Hún kom ekki i
verzlanir fyrr en rétt fyrir jólin en samt seldust heil sex hundruð tonn af henni til
áramóta. DB-mynd Gunnar Örn.
Vegna þess að bragð og gæði íslenzku ostanna er svo óstöðugt er langheppilegast að kaupa osta i annarri hvorri ostaútsölu
Osta- og smjörsölunnar. Þar er hægt að fá að smakka á ostunum. Erfitt er að koma þessu við fyrir þá sem búa utan höfuð-
borgarinnar.
K0TASÆLU MÁ N0TA BÆÐI
í SÆTA 0G ÓSÆTA RÉTTI
Kotasæla er vinsæl sem megrunar-
fæða vegna þess að hitaeiningainni-
hald hennar er ekki mikið en
næringargildi aftur á móti mikið. f
100 gr eru 80 hitaeiningar og þar af
eru 71 svokallaöar prótin-hitaein-
ingar sem eru gagnlegar hitaeiningar
(í mótsetningu viö fitu- og sykurhita-
einingar sem gera ekkert gagn en
setjast utan á okkur).
í raun og veru er ósköp litið bragö
að kotasælu. Hún er því alveg tilvalin
til þess að blanda saman við eitt og
annað i matargerðinni. Hún fer vel
með einhverju sætu, ávöxtum og þvf-
liku en einnig passar kotasæla vel
með alls kyns kryddjurtum i venju-
legri matargerð. Hér eru tvær upp-
skriftir, önnur sæt, hin ósæt, þar sem
kotasælaer notuð.
Kotasœluábœtir
4 ábætismakrónur
1 msk. sérri
ca 200 g kotasæla
2 msk. ávaxtasafi
ca 300 g frosin eða ný ber, t.d.
jarðarber
1 msk. sykur
1 tsk. vanillusykur
2 bl. matarlim
Myljið makrónurnar og látið þær í
skál og bleytið með sérríinu. Leggið
matarlímið í bleyti í kalt vatn. Takið
fáein ber frá til þess að skreyta með
en hrærið hinum saman með sykri og
vanillusykri. Bræðið matarlímið í
heitum ávaxtasafanum og hrærið
saman við kotasæluna og bætið berj-.
unum út í. Hellið síðan yfir makrón-
urnar i skálinni og geymið á köldum
stað í nokkra klst. Skreytið með berj-
unum.
Grœn kotasæla
ca 200 g kotasæla
1 litill laukur
salt og hvftur plpar
sltrónusafi
2 msk. Iltill kapers
1 búnt graslaukur
svolitill karsi
8—10 fylltar ólffur
mild, rauð paprika.
Rífið laukinn og hrærið saman viö
kotasæluna, blandið kryddinu út i og
sitrónusafanum að smekk. Látiö
kapersinn út i ásamt söxuðum gras-
lauknum, karsanum og gróft
söxuðum ólifunum. Hellið þessu
síðan í skál og stráiö saxaðri paprik-
unni ofan á.
Þetta er hægt að nota sem ,,fyll-
ingu” í brauðtertu, álegg á brauð eða
sem ídýfu með hráu grænmeti. -A.BJ.
Upplýsingaseóill
til samanburðar á heimiliskostnaði
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlcga scndið okkur þcnnan svarscðil. Þannig cruð þcr orðinn virkur þátttak-
andi í upplýsingamiðlun meðal almcnnings um hvcrt sc mcðaStal hcimiliskostnaðar
fjölskvldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki cigið þcr von um að fá nytsamt heimilis-
tæki.
Nafn áskrifanda
Heimili
Simi
Fjöldi heimilisfólks---
Kostnaður í marzmánuði 19S1
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annaö kr.
Alls kr.
m vikuv í
Vorhreingerningar á fullu:
55 krónur á tímann algengt verð
fyrir hreingerningu
Þegar fer aö birta með vorkom-
unni er oft bæði nauösynlegt og gott
að taka hressilega til hendinni.
Vetrarkámið er þá jafnan tekið
föstum tökum og því hent út á haug.
Vorhreingerningar í einhverri mynd
tfðkast á flestum heimilum og í kring
um fardaga, um mánaðamót mai—
júni, neyðast margir til þess aö gera
hreint þegar þeir flytja. f flestum til-
fellum gerir fólk liklega hreint hjá sér
sjálft. En margir eru þeir sem ekki
eru færir um það vegna mikillar ann-
arrar vinnu, elli eða fötlunar. Þessu
fólki býðst þjónusta manna sem
koma i hús og gera hreint. Nokkrir
slíkir auglýsa í Dagblaðinu og
höfðum við samband við þá til að
kanna verð.
Haukur Guðmundsson og Guð-
mundur sonur hans starfa við hrein-
gerningar i aukastarfi. Haukur sagði
aö samkomulag væri í gildi milli
margra hreingerningarmanna aö taka
55 krónur á klukkutimann og færu
þeir feðgar eftir þvi. Mislangan tíma
tæki að gera Ibúðir hreinar eftir því
hvað inni í þeim væri af húsgögnum
og hvað þær væru stórar.
Þeir feðgar hreinsa einnig gólf-
teppi fyrir fólk og nota til þess öflug
tæki. Það kostar 7 krónur á fermetra
og er sama um hvers konar teppi er
að ræða.
í hreinsun húsgagna taka þeir
svona 30—35 krónur á sæti eftir
aðstæðum.
Gunnar Svavarsson tekur einnig 55
krónur á tímann fyrir að gera hreint.
Hann tekur 8 krónur á fermetra í
teppahreinsun en í hreinsun húsgagna
sagðist hann ekki vera með fast verð
enda lítið inni á þeirri línu.
Erna Sigurðardóttir og Þorsteinn
Helgason eru aftur á móti nær ein-
göngu í því aö hreinsa teppi og hús-
gögn en nær ekkert i hreingerningu á
veggjum. Þau taka 9 krónur á teppis-
fermetra ef húsgögn eru í íbúðinni en
8 krónur sé hún auð. 40 krónur
kostar að láta hreinsa hvert sæti hús-
gagna. Þau Erna og Þorsteinn nota,
eins og Gunnar og feðgarnir Haukur
og Guömundur, öflugri tæki við
þessa hreinsun en almennt eru til á
heimilum. Karl Hólm og bróðir hans
starfa hvor í sinu lagi en auglýsa
saman undir nafninu Hólmbræður.
Karl tekur 8 krónur á fermetra hvort
heldur hann tvær veggi eða hreinsar
teppi. Fyrir hvert sæti i húsgögnum
tekurhannum30krónur. -DS.
Þelr sem eru ungir og hraustlr gera
auðvltað hrelnt hjá sér sjálfir hafi
þelr tima til þess. Hinir verða að
kaupa að þá þjónustu.
DB-mynd Einar.