Dagblaðið - 28.04.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 28.04.1981, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. APRlL 1981. Lánardrottnar Pólverja ákveða: Ola UUsten utanriklsráðherra, Thorbjörn Fttlldin forsætlsráðherra og Gösta Bohman fjármálaráðherra, sem var ótviræöur slgurvegari síðustu kosnlnga. Allt útlit er nú fyrir að flokkur hans gangt úr rikisstjórninni. Ófriðlegt er nú 1 Miðausturlöndum og hefur verið barizt af mikilli hörku I Sýrlandi undanfarna daga. ísraelsmenn hafa komið talsvert við sögu þar og er jafnvel óttazt að skærurnar að undanförnu eigi eftir að leiða af sér alvarleg átök. Utanrikisráðherrar Sýrlands og Lihanon hafa þó látið I Ijós vonir um að takast megi að koma á friöi á nxstunni. A myndinni er gamla striðskempan og fyrrum utanrikis- og varnarmálaráð- herra ísraels, Moshe Dayan. Svo kann að fara að sjálfstætt framboð hans við þing- kosningarnar i ísrael í júnímánuði næstkomandi fái honum lykilaðstöðu i israelskum stjórnmálum eftir kosningar. Blikksmiðir Óskum eftir að ráða vana blikksmiði nú þegar. Uppl. í síma 99-2040 eða á staðnum. Blikksmiðja Selfoss s/f. Hrísmýri 2A, Selfossi. Tidsskrrft for rettsvidenskap frá 1922—1931 (innb.) er til sölu. Ennfremur sama (óinnb.) frá ’33, ’34 og ’35 og 1., 2. og 4. hefti frá '31, 1., 2., 3. og 5. hefti frá ’38 og 2., 4. og 5. hefti frá ’39. Tilboð óskast send auglýsingadeild Dagblaðsins fyrir 1. maí nk. merkt „678”. Erlent Erlent Erlent Erlent Líf sænsku stjómarinnar hangir á bláþræði: Ganga hægrímenn úr stjóminni? — Framtíð stjórnarinnar ræðst í dag Líf sænsku borgaraflokkastjérgar- innar hangir nú á bláþræði og flest bendir til þess að upp úr stjórnar- bandalagi borgaraflokkanna þriggja slitni í dag þegar þingið kemur saman til að fjalla um skattamál. Tveir stjórnarflokkanna, Miðflokkurinn og Þjóðarflokkurinn, hafa komizt að samkomulagi við stjórnarandstöðuna um tillögur í skattamálum en þriðji stjórnarflokkurinn, Hægri flokkur- inn, undir forystu Gösta Bohmans fjármálaráðherra, segist ekki geta fallizt á þessar tillögur og sakar sam- starfsflokkana um að hafa rofið stjórnarsamkomulagið. Borgaraflokkarnir þrír hafa aðeins eins þingsætis meirihluta á sænska þinginu. Hægri flokkurinn fjallaði um helgina um samkomulag Mið- flokksins og Þjóðarflokksins við jafnaðarmenn og eftir þann fund virðist sem flokkurinn sé staðráðinn í að gefa ekki sinn hlut og yfirgefa stjórnina frekar. Formaður Miðflokksins Thor- björn Fálldin forsætisráðherra, og formaður Þjóðarflokksins Ola Ull- sten utanríkisráðherra, hafa nefnt samkomulagið „sögulegar sættir” og hvatt Bohman til að fallast á það. Samkomulag þetta felur það í sér, að fallizt er á þá kröfu jafnaðarmanna að fresta skattalækkunum i eitt ár, frá 1982 tU 1983. Frá Æfínga- og tilraunaskóla Kennaraháskólans Innritun 5 ára barna fer fram í skólanum í dag, 28. apríl. Á sama tíma verða 6 ára börn innrituð eins og í öðr- um grunnskólum Reykjavikur. Skó/astfórí. ToUvömgeymslan h/f Aðalfundur Tollvörugeymslunnar h/f verður haldinn fimmtudaginn 30. apríl 1981 kl. 17 á Hótel Heklu Rauðarárstíg 18, 105 R. Dagskrá samkvæmt samþykkt félagsins. Stjórnin Polska stjómin fær aukinn gialdfrest Fimmtán helztu lánardrottnar Pól- verja á Vesturlöndum hafa fallizt á að veita Pólverjum aukinn gjaldfrest á erf- N-írland: Lögreglanvið- búinþvíversta öll leyfi lögreglumanna á Noiður-lrlandi hafa verið aftur- kölluð af ótta við að óeirðir muni brjótast út 1 kjölfar dauða IRA- mannsins og þingmannsins Bobby Sands sem fastað hefur 1 59 sólarhringa. Fullvíst er taliö að Sands eigi mjög skammt eftir ólifað og er búizt við auknum óeirðum á næstunni. 1 gær lét einn lögreglumaður lífið á Norður-ír- landi og tveir særðust mjög alvar- lega er sprengja sprakk í vörubil í kaþólska hverfinu Andersontown í Belfast. Fjölskylda Sands, sem heim- sótti hann í sjúkrahús Maze-fang- elsisins í gær, segir að hann geti tæpast talað lengur og hefur fjöl- skyldan vérið beðin að halda sig við simann þar sem búizt er við dauða Sands á hverri stundu. Brezka stjórnin hefur ítrekaö neitað að ganga að kröfum hans að hann verði meðhöndlaður sem pólitískur flóttamaður. iðustu lánum þeirra til þess að létta á hinni erfiðustu fjárhagsstöðu pólsku þjóðarinnar um stundarsakir. í tilkynningu sem gefin var út eftir fund lánardrottna fimmtán þjóða, sem haldinn var i Paris, sagði að fulltrúarn- ir hefðu orðið ásáttir um að veita póisku stjórninni aukinn gjaldfrest á 90 prósent þeirra lána sem hún átti að greiða upp frá maí til desember á þessu ári. Talið er að hér sé um að ræða 2,6 milljarða dollara og að Pólverjar hafi átt að greiða alls 4,4 milljarða dollara vegna erlendra lána á þessu ári. Marian Krzak, fjármálaráðherra Póllands, fagnaöi þessari niðurstöðu lánardrottnanna sem þýðingarmiklu skrefi er ætti sér ekkert fordæmi í þró- un samstarfs Póllands og Vesturlanda. Heimildir greina, að ákvörðun lánar- drottnanna i gær muni fara langleiðina i að fleyta Pólverjum yfir hina gífur- legu skuldabyrði erlendis, sem talin er nema alls 26 milljörðum dollara. Pólskir verkamenn við Lenin-skipasmiðastöðina i Gdansk þar sem verkföllin hófust á siðasta ári. Verkföllin hafa orðið pólska þjóðarbúinu dýr og skuldir erlendis hafa hlaðizt upp.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.