Dagblaðið - 28.04.1981, Blaðsíða 5
DAGBLADID. ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1981.
5
Matthías Bjamason á Alþingi:
Stjómin stefnir að eyði-
leggingu Verðjöfnunarsjóðs
Frumvarpið um breytingar
áútflutningsgjaldi
af sjávarafurðum fær
mikinn mötbyr
„Staða Verðjöfnunarsjóðs sjávarút-
vegsins er hörmuleg og fer versnandi.
Það er hreint óráð, sem rikisstjómin
ætlar nú að grípa til, að flytja inni-
stæður milli deilda sjóðsins, eins og nú
á að gera frá skreiðardeild til frysti-
deildar. Þetta er einungis liður i því að
eyðileggja verðjöfnunarsjóðinn.”
Þessi orð mælti Matthías Bjarnason
(S) á þingi f gær en þá kom til 2.
umræðu f neðri deild frv. um útflutn-
ingsgjald af sjávarafurðum. Málið er
afgreitt frá efri deild, en þar mætti það
harðri mótspyrnu af hálfu stjórnarand-
stöðunnar.
Matthias Bjarnason sagði að heildar-
innistæður í sjóðnum næmu 81,03
milljónum króna. Liggja stærstu inni-
stæðurnar í frystideild 30,6 milljónir
króna, 16 milljónir í deild óverkaðs
saltfisks, 18,7 milljónir í skreiðardeild
og rúmar 11 milljónir í síldar- og fiski-
mjölsdeild sjóðsins.
Afkoma sjóðsins myndi enn versna á
því sjálfstæða verðjöfnunartímabili
sem staðið hefði frá 1. janúar sl. til 31.
maí nk. Áætlað væri að greiðslur úr
sjóðnum yrðu 36 milljónir króna en
tekjur hans væm á sáma tímabili
áætlaður 20,5 miUjónir i allar deildir.
Matthías kvað útgreiðslur í frysti-
deild vera áætlaðar á ofangreindu
timabili 30,7 milljónir í frystideUdinni
einni og spurði ráðherra hvernig fjár-
magna ætti þá deUd sjóðsins i framtið-
inni. Tekjur rækjudeUdar sjóðsins
kvað Matthías einnig verða minni af
hðrpudisk, sem einn gæfl tekjur,
heldur en sem greitt yrði úr þeirri deild
sjóðsins vegna rækjuveiða.
Hagur vænkast í atviimumálum
áDjúpavogi:
STOFNSETTU QGIN
FISKVERKUNAR-
STÖD 0G ÚTGERD
„Það hefur verið nóg að gera hjá
okkur, við fiskum vel og ég er mjög
bjartsýnn á framtíðina,” sagði Einar
Ásgeirsson, annar eigandi nýs fyrir-
tækis á Djúpavogi er nefnist Vogur.
„Við höfum verið með útgerð siðan
1975 og vorum núna að setja upp
fiskverkunarstöð sem við opnuðum
fyrir mánuði. Ég er með 20 manns i
vinnu núna, aðaUega karlmenn, en
nokkrar konur,” sagði Einar.
Vogur gerir út einn bát, tæplega
300 tonna, með þrettán manna áhöfn.
Báturinn hefur aðallega stundað
loðnuveiðar en er nú kominn á þorsk-
veiðar. „Það hefur verið mikU veiði
hjá okkur í net en við vinnum fiskinn
eingöngu í skreið. Ég veit ekki
hvernig þetta verður í sumar, ætli við
söltum ekki eitthvað.”
Eins og kunnugt er af fréttum
hefur verið mikið atvinnuleysi á
Djúpavogi i vetur. Hefur það aðal-
lega stafað af bátaleysi. Frystihúsið,
sem getur tekið við 4500—5000
lestum af fiski, hefur verið verkefna-
laust, fjöldi manna atvinnulaus og
bátamálið ennþá óleyst.
„Það hefur verið töluvert að gera í
frystihúsinu núna undanfarið þar
sem togarar af öðrum fjörðum hafa
landað hér,” sagði Einar. „Þó er sú
vinna engan veginn trygg. Það rætist
ekki úr atvinnumálum fyrr en frysti-
húsið hefur fengið togara. Þar eru nú
70 manns í vinnu þegar mest er.
Einar sagði að almenn ánægja væri
meðal fólks á Djúpavogi með nýja
fyrirtækið. Húsnæði fiskverkunar-
stöðvarinnar er um 700 fermetrar.
Meðeigandi Einars er Guðmundur
Illugason skipstjóri. -ELA
DUUM OLDRUÐUM
ÁHYGGJUL AUST ÆViKYÖLÐ
Hrafnista
í Hafnarfirði
Framkvæmdir við hjúkrunar-
heimilið við Hrafnistu í Hafn-
arfirði ganga vel og verður
heimilið væntanlega fokhelt
FJÖLGUN OG
STORHÆKKUN
VINNINGA
síðla þessa árs og það tekið í
notkun á árinu 1982.
Fullbúið mun hjúkrunarheim-
ilið rúma 79 vistmenn.
Eins og öllum mun kunnugt
nú, þá eru hjúkrunarmál aldr-
aðra eitt mesta vandamálið
meðal mannúðarmála okkar
þjóðar.
Jafnframt er hver miði mögu-
leiki til stór-vinnings.
Við spurningum sínum til ráðherra
fékk Matthías ekki svar.
Matthías mælti fyrir áliti meirihluta
sjávarútvegsnefndar neðri deildar sem
lagði til að frumvarpið yrði fellt.
Garðar Sigurðsson (Abl.) mælti fyrir
áliti minnihluta nefndarinnar sem lagði
til að frumvarpið yrði samþykkt.
Garðar kvað þeirri hugmynd hafa
verið hreyft að hluti af tekjum allra
deilda verðjöfnunarsjóðs yrði settur 1
sérstaka deild sem væri til ráðstöfunar
þegar verulega bjátaði á hjá einni deild
sjóðsins eins og nú í frystideild.
Þá gat hann þess að Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna hefði í umsögn um
frumvarpið talið réttara að taka gjald
af hráefnisverði en ekki af söluverði
endanlegrar framleiöslu.
Það upplýstist í umræðunum að
frumvarpið um útflutningsbætur
verður ekki afturvirkt, þannig að það
af þessa árs framleiðslu sem farið er úr
landi verður ekki skattlagt samkvæmt
frumvarpinu.
Til marks um mótbyrinn er að 1.
grein frumvarpsins var að umræðunni
lokinni samþykkt með 17 atkv. gegn
14. Gripa varð til nafnakalls til að
koma frumvarpinu til þriðju umræðu.
Var það samþykkt með 19 atkv. gegn 7.
Sjö greiddu ekki atkvæði og sjö voru
fjarstaddir. - A.St.
Láttu
j, f i .. . •
i ao iela neitt mni i
Dara Siast. eldhússkápnum.
StiHtu kaffinu, sykrinum, kakóinu,
teinu eða hverju sem er á áberandi
stað og vertu stolt af því.
‘ft HÚFÐABAKKA9
L0JTOJ GLIT SÍMI85411
ItStartedas
aConcert
Starring
The Bgnd
Rick Danko
Levon Helm
Garth Hudson
Richard Manuei
Robbie Robertson
Featuring
Eric Clapton
Neil Diamond
Bob Dylan
Joni Mifcheli
NeilYoung
Emmylou Harris
Van Morrison
The Staples
DtJohn
MuddyWaters
Paul Butterfield
Ronnie Hawkins
Ringo Starr
Ron Wood
IíBecame
aCelebmtion
SÍÐASTIVALSINN
Scorsese hefur gert Siðasta valsinn að meiru en
einfaldlega allra beztu „rokk”mynd sem gerð hefur
verið.
J.K., Newsweek.
Mynd sem enginn má missa af.
J.G., Newsday.
(THELAST WALTZ)
Dínamit. Hljóð fyrir hljóð er þetta mest spennandi og
hljómlistarlega fullnægjandi mynd hérna megin við
Woodstock. H.H., N.Y. Daily News.
Aðalhlutverk: The Band, Eric Clapton, Neil
Diamond, Bob Dylan, Joni Mitchell, Ringo Starr,
Neil Youngogfleiri.
Myndin er tekin upp í Dolby. Sýnd í 4 rása stereo.
Sýnd kl. 5,7.20 og 9.30.