Dagblaðið - 28.04.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 28.04.1981, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1981. i Menning Menning Menning Menning D Við tslendingar vitum næsta lítið um afriskar bókmenntir og ef Suður- afríkumaðurinn Alan Paton er undanskilinn þá er ekki til nema ein bók eftir afriskan höfund á islensku en það er lftil barnasaga eftir Buchi Emecheta. En nú hefur rekið á fjörur okkar afrískan rithöfund, bæði i eigin persónu og i islenska hljóðvarpinu. Þetta er Sómalíubúinn Nuruddin Farah sem hér hefur dvalið á Sel- tjarnarnesinu hjá vini sinum, Nirði Njarðvfk, og heldur hann fyrirlestur um afriskar bókmenntir í Norræna húsinu f kvöld. í dag hefst sömuleiðis lestur útvarpssögu eftir hann, Eitt rif úr mannsins siðu, og einnig hefur leiklistardeild útvarps tekið leikrit eftir Farah til yfirlestrar. í longu fril Farah er kvikur og brosmildur en þegar rætt er um hans hjartans mál, frelsi afriskra rikja, vikur bros hans fyrir harðri lógik. Sjálfur segist hann vera í „löngu frii” frá heimalandi sinu þar sem harðstjórinn Barre ræður rikjum enda yrði honum sjálf- sagt ekki vært þar nú eftir útkomu bókar hans, Sæt mjólk og súr, sem er harðorð ádrepa á stjórnarfar þar í landi en um leið spennandi skáld- saga. Hann býr þvi á ítaliu, kennir við háskóla i Vestur-Þýskalandi og skrifar jöfnum höndum á sómölsku, ensku og itölsku. Skáldsögur hans eru nú orðnar fjórar og hefur þeim verið afar vel tekið á Vesturlöndum. 1 fyrra voru oft nefndar í sömu andrá skáldsaga hans, Sæt mjólk og súr, The Coup eftir John Updike og A Bend in the River eftir V. S. Naipaul (sem Farah hefur megnasta ímigust á, segir hann vera hatursmann afriskrar menningar). Geta hvitir höfundar ekki skrifað af skilningi um Afríku? Af rlka er málstaður „Sjáðu til,” segir Farah og baðar út höndunum. „Afrika er fyrst og fremst málstaður, ekki heimsálfa. Skrifir þú á móti einræði, kúgun og niðurlægingu i Afriku ert þú góður afrlskur höfundur. Það er t.d. Doris Lessing, a.m.k. i fyrri bókum sfnum. enda er hún fædd þar i álfu. Höfundur eins og Nadine Gordimer gerir sjálfsagt eitthvert gagn en hún er þó af forréttindastétt og skilur ekki afriska alþýðu. Hvers eðlis er það einræði sem Sómalir búa nú við? ,,Viö vorum lengi undir stjórn Breta, Frakka og AÐALSTEINN INGÓLFSSON ítala — enn erum við tilfinningalega tengdir ítölum,” segir Farah. ,,Þeir eru Danir þeirra Sómaliumanna,” skýtur Njörður Njarðvík inn i sam- talið. „Siðan afhenti nýlendu- stjórnin yfirstéttum völdin — sem Afríkaerfyrstog fremst málstaður segirsómalíski rithöfundurinn Nuruddin Farah semhérheldur fyrirlestra íkvöld Nuruddin Farah — „Ætli Senghor sé ekki Afrikumönnum eins og Laxness ís- lendingum. En nú eru ungir afrfskir höfundar farnir að afneita Senghor fyrir ihaldssemi. Er ekki sama að gerast hér varðandi Laxness? „Ég segi alltaf aö ég sé I „löngu friii . Mundir þú fara aftur til Sómalíu, hefðir þú skrifað bók eins og Sæt mjólk og súr?” (DB-myndir Einar Ól). síðan tapaði þeim í hendur harð- stjóra. Alþýðan hefur aldrei fengið að hafa áhrif á stjórnarfar í land- inu.” Margt er Ifkt Sjálfur er Farah yfirlýstur heims- borgari i bókmenntum, menntaður í Evrópu, Afriku og Asíu. Hvaða höf- unda meðal Evrópumanna les hann helst? „írska höfunda: Yeats, Joyce, Beckett, siðan höfunda eins og Virginíu Woolf og Joseph Conrad, ” sagði Farah. Við ræddum siðan veru hans hér á landi. „Við Njörður vorum að bera saman ýmis einkenni íslenskra bók- mennta annars vegar og sómalskra hins vegar,” sagði hann, „og við komumst að þvi að margt er likt með okkur. Skáldskapur er okkur báðum gríðarlega mikilvægur og skáldin njóta mikillar virðingar. Við beitum meira að segja rími, endarimi, innrími o.s.frv. Og innst inni erum við miklir lýðræðissinnar.” Það er þá eins og Tómas sagði: hjörtum manna svipar saman i Súdan og Grímsnesinu. Eða í þessu tilfelli, Sómaliu og Seltjamarnesinu. Tónlist fyrir myndlist Tónlalkar í Hátelgaklrkju á f öatudaginn langa. Flytjandur: OrthuK Prunnar organlatl, Kór Há- telgsklrkju áaamt hljóðfasralaikurunum Manu- aki Wiesler, Svarrl QuðmundssynJ, Slgnínu Eðvaldsdóttur, Slguriaugu Eðvaldsdóttur, Agústu Jónsdóttur og Bryndfsl BJÖrgvinsdótt- ur. Efnlsskrá: J.8. Bach: Praaludla og Fuga f h-moll BWV 544 og Sálmforiaikur BWV 727; Ecola Bamabal: Hau ma Mlseram at Infsllcsm; J.8. Bach: Triosonata f d-moU fyrir orgal; Halnrich SchUtz: Allar Augan wartan auf dlch Harra; W.A. Mozart: Ava Vsrum Corpua; J.8. Bach: Kantata nr. 56, lch armar SUndanknachL Löngum hefur það þótt loða við kirkjur á fslandi að vera lengi í bygg- ingu. Svipað og almenningur flytur inn í hálfkláraðar ibúðir og innréttar svo eftir efnum og ástæðum flytja söfnuðir inn í kirkjur sinar án þess að hafa alla þá hluti, sem nauðsynlegir mega teljast, frágengna. Þannig starfa gjarnan góðir organistar og gera einatt góða hluti við fremur bág- bomar aðstæður og klerkar standa um árabil fyrir framan auðan vegg þar sem fagurri altaristöflu er ætl- aður staður. Útundanrödd Til að reyna að bæta úr altaris- töfluleysi Háteigskirkju efndu kór hennar og organisti til umgetinna tónleika á föstudaginn langa. Megin- þunga tónleikanna bar Orthulf Prunner. Leikur hans i preludiu og fúgu Bachs og sálmforleiknum var þróttmikill og hendingamótun afar skýr. Annar burðarás tónleikanna var Hubert Seelow kontratenór. Þessi raddgerð, sem varð útundan þegar kvenfólk fékk aðgang að söng- listinni, er skemmtileg og Hubert Seelow kann vel með hana að fara. Framsetning hans er ljós og einföld og textameðferð prýðileg. Ef list yrði brey tt í fó Hljóðfæraleikaraliðið með Manu- elu í broddi fylkingar lék vel. Mér er það einnig sérstök ánægja að heyra í ungum strengjaleikumm, sem hafa fallegan tón. Hlutverk kórsins hefði að skaðlausu mátt vera stærra. Hann virðist vel saman settur — hæfileg blanda ungra og fullorðinna radda — til alls almenns kirkjusöngs. Mér fannst það hins vegar ekki alveg rétt að farið hjá Orthulf Prunner að vera svo þungur á sér i Ave Verum Corpus. Ég á þvi alla vega ekki að venjast úr hans heimalandi. t heild vom tónleikarnir ákaflega viðkunn- J.S. Bach þrjátfu og fimm ára. anlegir og ef tónlistarflutningi kórs og organista yrði breytt í fé sam- kvæmt gæðastaðli mættu forráða- menn Háteigssafnaðar sannarlega fara að hugsa fyrir altaristöflu af dýr- ari gerðinni. em.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.