Dagblaðið - 28.04.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. APRlL 1981.
17
Þór Hagalín sveitarstjórí Eyrbekkinga telur Húsnæðismála-
stofnun hafa hleypt af stokkum lánaf lokki „íhreinu
auglýsingaskyni”:
„SKRAUTLEGUR UM-
BÚNAÐUR, INNIHALD
í RÝRARA LAGI”
líkt og geríst með félagsmálapakkana
„Sú spurning hlýtur að vakna
hvort Húsnæöismálastofnun hafí
hleypt af stokkum lánaflokki vegna
viðgerða á húsnæði i orkuspamaðar-
skyni, i hreinu auglýsingaskyni.
Fréttir, sem birtust um þessi lán,
vöktu vonir sem ekki rættust. Það er
með lánin eins og félagsmálapakk-
ana: umbúöimar em skrautlegar og
glæsiiegar en innihaldið er rýrt.”
Þór Hagalin sveitarstjóri Eyrbekk-
inga hafði þetta aö segja i samtali viö
Dagblaðið i gær. Tilefnið er það aö
nokkrir húseigendur hafa lagt út i
fjárfrekar framkvæmdir til að ein-
angra hfbýli sin og nýta betur dýr-
mæta orku til upphitunar. Má nefna
sem dæmi einangrun útveggja og
isetningu tvöfalds glers i glugga.
Eyrbekkingar segja að Húsnæðis-
málastofnun hafi lofað lánum tii
orkusparandi framkvæmda og meira
að segja sent menn til Eyrarbakka
fyrir fáeinum mánuðum til að „taka
út” slfkar framkvæmdir.
„Margir byrjuðu að vinna viö
breytingar með lánin f huga og fjöl-
margir höfðu I hyggju aö gera slikt
hið sama. En svo berast allt i einu
fréttir af þvi að fólk á Eyrarbakka fái
engin lán af þvf aö hér komi bráðlega
hitaveita. Og þess ber að geta að láns-
umsóknir voru jafnvel byrjaðar að
berast til Húsnæðismálastofnunar
þegar sú ákvörðun var tekin,” sagöi
Þór Hagalin.
Þór benti á aö húseigendur myndu
þó lítiö eða ekkert spara sér i kynd-
ingarkostnaöi fyrstu árin. Á meöan
verið væri að greiða niður stofn-
kostnað viö hitaveituna yrði hitunar-
kostnaðurinn svipaður og ef notuð
væri olfa.
Fyrstu húsin á Eyrarbakka komast
f samband viö hitaveitu siðar á árinu.
Eyrbekkingar segja að Húsnæðismálastofnun hafi lofað lánum til orkusparandi framkvæmda og meira að segja sent menn til
Eyrarbakka fyrir fáeinum mánuðum til þess að „taka út” slfkar framkvæmdir. Framkvæmdastjóri Húsnæðismálastofnunar
segir hins vegar að Eyrbekkingar uppfylli ekki skilyrðin til lántöku.
Sigurður L Guðmundsson f ramkvæmdastjóri
Húsnæðismálastof nunar ríkisins:
„SKILYRÐIFYRIR
LÁNUM ÓUPPFYLLT”
—þar sem hitaveita er væntanleg á Eyrarbakka
„Umsækjendur frá Eyrarbakka
uppfylla ekki skilyröi til lántöku sem
felast f nýrri starfsreglu stjómar Hús-
næðismálastofnunar. Þar segir aö
aðeins skuli veita lánin til viðgerða á
húsum, hituöum upp með olfu og raf-
magni, á svæðum þar sem ekki er von
á hitaveitu næstu 3 árin,” sagði
Sigurður E. Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri Húsnæðismálastofn-
unar rfkisins.
„Hugmyndir um að veita ibúðaeig-
endum lánafyrirgreiðslu vegna orku-
sparandi breytinga á húsnæði komu
fyrst fram i frumvarpi að nýrri hús-
næðislöggjöf sem Magnús H.
Magnússon fyrrum félagsmálaráð-
herra flutti á Alþingi haustið 1979.
Frumvarpið varð að lögum 1. júll
1980 og síöan þá hefur verið unnið
við að búa til reglugerðir á grundvelli
laganna til að starfa eftir. Sumar
reglurnar em enn f mótun og hafa
ekki komizt á blað. Sú starfsregla,
sem setur það skilyrði að ekki megi
koma hitaveita á viðkomandi stað
næstu 3 árin frá þvf umsókn berst,
var birt 1 byrjun aprilmánaðar. Bind-
andi loforö um lán vegna fram-
kvæmda af þessu tagi hefur stofnun-
in engum gefið, hvorki húseigendum
á Eyrarbakka né öðmm.”
Sigurður E. Guðmundsson lét þess
ennfremur getið að þrátt fyrir að
aðalreglan væri sú að aðeins fólk,
sem býr við raf- eða olfuupphitun,
ætti kost á orkuspamaðarlánum,
sæti þó einn hitaveitustaöur við sama
borð. Það er Suðureyri við Súganda-
fjörð. Þar er hitunarkostnaður geig-
vænlegur, mun meiri en annars
staöar á landinu.
Ef hitaveitukostnaður nemur 80%
eða meira af oliukyndingarkostnaði
eiga menn á hitaveitusvæði sömu-
leiðis kost á orkusparnaðarlánum.
Hins vegar er ekki sjálfgefíð að allir,
sem búa viö olfukyndingu, eigi rétt á
lánunum, þ.e.a.s. ekki þeir sem em
svo heppnir að þurfa af einhverjum
orsökum að greiða minni upphit-
unarkostnaö en gengur og gerist þar
sem olian er notuö.
- ARH
Viljum ráða nú þegar
bílamálara eöa aðstoöarmenn
á málningarverkstæði, einnig
bifreiöasmiöi og réttingarmenn.
Mikil vinna.
Bílasmiðjan Kyndill
v/Stórhöfða 9 - Sími 35051.
Jörð ti/sö/u
Jörðin Hafurstaðir í A-Hún. er til sölu.
Hlunnindi: lax- og silungsveiði og malar-
tekja, bústofn og vélar geta fylgt. Uppl. í
síma 95-4737.
Rharí
Félagsmálaráðuneytið óskar eftir að ráða ritara til afleys-
inga í 7—8 mánuði.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri
störf berist félagsmálaráðuneytinu fyrir 9. maí nk.
Félagsmálaréðuneytiö, 27. apríl 1981.
Dodge Omni árg. ’80. Nýlegur bill,
ekinn 7500 km. Mjög fallegur, Ijós-
brúnn. Sjálfskiptur. BUl sem vekur
athygli. Litlll sparneytinn ameriskur
fjölskyldubfil. Kr. 109 þús.
M. Benz 220 D árg. ’77. Einstaldega
vel með farinn. Sóllúga, tvelr dekkja-
gangar, útvarp, segulband, vökva-
stýri, vökvabremsur. Hvitur. t topp-
standi. Sldpti möguleg. Kr. 105 þús.
Toyota Cressida statlon árg. ’78.
Grænn. Sldpti á nýlegum litlum bil.
Góður ferðabfil I sumar. Sjálfskipt-
ur. Kr. 80 þús.
Ford Fairmont árg. ’78. Sparneytinn,
ameriskur lúxusbill. 6 cyl. sjálf-
sklptur með vökvastýri. Útvarp,
segulband. Silfurgrár.
Range Rover árg. ’73. Upptekin vél
og kassl. Ný dekk, útvarp, segul-
band. Ljósgrár. Sldptl möguleg á
R.R. ’76 með staðgrelðslu á mllli. Kr.
65 þús.
Galant GL árg. ’79. Þessl vinsæll
sölubill var að koma I sölu. Gulur.
Bæjarbill frá snyrtilegum elganda.
Eldnn 27 þ.km.
Toyota Cressida árg. '78. MJög vel
með farinn 2ja dyra sjálfsldptur bill
með tveimur dekkjagöngum. Fallega •
blár. Einn bezti endursölublllinn. Kr.
78þús.
Nýr ónotaður sportbátur frá Flug-
fisld. Rauður og hvftur. Nýupptekin
B-18 Volvo vél fylglr. Kr. 55 þús.
SKEIFAN 5 — SÍMAR 86010 09" 86030