Dagblaðið - 28.04.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 28.04.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1981 Erlent Erlent Erlent Erlent — ' 11 1 ........ 1 1 MidaustuHönd: Skurögröftur ísraelsmanna frá Gazasvæðinu til Dauða- hafsins veldur illdeilum — Staðarvalið á Gazasvæðinu þykir ákaf lega óheppilegt frá pólitísku sjónarmiði þó það sé fjárhagslega hagkvæmast Egyptar hafa innan Sameinuðu þjóöanna mótmælt áætlun ísraels um aö grafa skurö frá Miðjaröarhafi yfir í Dauðahafið. Þeir halda þvi fram að þessi fyrirætlun ísraels- manna sýni að þeir hafi í hyggju að innlima þennan hluta af palestínsku landsvæði og að skurðurinn sé ógnun við umhverfið. Ríkisstjórn Ísraels hefur þegar ákveðið að hefja framkvæmdir við skurðinn i júní. Tilgangurinn er i fyrsta lagi sá að notfæra sér hæðar- muninn milli Miöjarðarhafsins og Dauðahafsins og framleiða raforku. Hann mun einnig í framtiöinni gera kjarnorkuleiðslur mögulegar í Negev- eyðimðrkinni. Egypzki sendifulltrúinn hjá Sam- einuðu þjóðunum, Ahmed Esmat Abdel Meguid, sagði er hann bar fram mótmæii við Kurt Waldheim framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna aö skurðurinn mundi óneitan- lega ákvarða fyrirfram endanlega stöðu Gazasvæðisins. Hann vísaði til þess að Egyptaland ber samkvæmt ákvörðun Sameinuðu þjóðanna „sögulega ábyrgð” á svæöinu sem var undir egypzkri stjóm frá 1949 þar til í stríðinu 1967. Jórdania hefur áður mótmælt fyrir- huguðum skurðgreftri. Samkvæmt jórdönskum heimildum mun Alex- ander Haig utanríkisráðherra hafa heitið Hussein Jórdaniukomungi þvi, er sá fyrmefndi var á ferð um Mið- austurlönd fyrir skömmu, að Banda- rikjamenn myndu ekki fjármagna þessa framkvæmd. Jórdanskar heim- ildir halda þvi einnig fram að Banda- rfkjamönnum séu ljósar hinar land- fræðilegu, fjárhagslegu og jarðfræði- legu áhættur við þessa framkvæmd sem striðir gegn alþjóðlegum Iögum. Saltvatnsskurðurinn milli Miðjarð- arhafsins og Dauðahafsisn er mesta röskun á náttúm Miðausturlanda af mannavöldum frá því að Súezskurð- urinn var gerður um miðja 19. öld. Reiknað er með að skurðgröftur- inn kosti 800 milljónir dollara og framkvæmdir við hann standi í átta ár. Hinn 110 kílómetra langi skuröur mun flytja vatn úr Miðjarðarhafinu til Ein Bokek i Júdaeyðimörkinni. Þar verður því safnað saman og síðan leitt gegnum túrbínur til Dauðahafs- ins, 400 metra undir yfirborði hafs- ins. 600 MW, 15 prósent af raforku- Yitzhak Rabin. Þingnefnd undir forystu hans liefur gagnrýnt ákvörðun rikisstjórnarinnar. Begin og Sadat Egyptalandsforseti. Dauðahafsskurðurinn verður ekki til að bæta sambúð tsraels og Egyptalands. Dauðahafsskurðurinn mun liggja frá Tel Katif á Gazasvæðinu. þörf Israels, verða framleidd þarna á degi hverjum. Sérstakir baðstaðir verða gerðir við skurðinn, sem ferða- málayfirvöld gera sér vonir um að muni gera eyðimörkina þarna paradís ferðamanna. Nefnd sú sem stjórnað hefur undir- búningi að þessum framkvæmdum er undir forystu hins kunna kjarnorku- fræðings, Yuval Netman, og er honum og samstarfsmönnum hans umhugað um að verkinu verði hraðað sem mest þannig að fram- kvæmdir verði hafnar við hann áður Haig utanrikisráðherra Bandaríkj- anna er sagður hafa heitið Hussein Jórdaniukonungi þvi aö Bandaríkja- menn myndu ckki fjármagna fram- kvæmdir við skurðinn. en ný ríkisstjórn sezt að völdum i ísrael eins og almennt er reiknað með að verði eftir kosningarnar i júní. Ríkisstjórn Begins hefur ákveðið að Dauðahafsskurðurinn muni liggja frá Tel Katif á Gazasvæðinu í stað Zikkim fyrir utan Askalon. Þó að það sé fjárhagslega hag- kvæmara að leggja skurðinn frá fyrr- nefnda staðnum þá hafa margir orðið til að vara ríkisstjórnina við að þetta staðarval kunni að reynast ísraels- mönnum ákafiega dýrt á stjórnmála- sviðinu. Sérstök þingnefnd undir forystu Yitzhak Rabin hefur gagnrýnt ákvörðun fíkisstjórnarinnai. Nefnd in hvatti ríkisstjórnina til að vinna þannig að málinu að skurður- inn leiddi til fjárhagslegs samstarfs i Miðausturlöndum i stað þess að hann stuðlaði að auknum deilum á stjórn- málasviðinu, eins og fullvíst er talið að hann muni gera ef ríkisstjórnin heldur fast við fyrrgreint staðarval. Talsmenn ísraelska orkumálaráðu- neytisins hafa visað gagnrýni Egypta á bug og benda á að skurðurinn verði að talsverðum hluta í neðanjarðar- göngum þannig að hann eigi ekki að hafa nein áhrif á líf íbúa svæðisins. (BYGGT A DAGENS NYHETER).

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.