Dagblaðið - 28.04.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 28.04.1981, Blaðsíða 12
'MMAm Útgefandi: Dagblaðiö hf. Framkvaamdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aöstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hollur Simonarson. Menning: Aöalsteinn Ingólfsson. Aðstoöarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Asgrfmur Páissnn. Hönnun: Hilmar Kartsson. Blaöamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnor Halldórsson, Atli Steinarsson, Asgeir Tómosson, Brogi Sig- urösson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gtoli Svon Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ingo Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, SigurÖur Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnloifur Bjarnleifsson, Einar ólason, Rognor Th. Sigurösson, Siguröur Þorri Sigurösson og Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Holldórs- son. Dreifingarstjóri: Valgeröur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siöumúla 12. AfgreiÖsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aðalstai blaösins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot: Dagblaöið hf., SíÖumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hilmir hf., Síöumúla 12. Prentun: Árvokur hf., Skeifunni 10. Askríf tarverö á mánuði kr. 70,00. Verð (lausasölu kr. 4,00. Einn mesti sigurinn Það, sem ekki náði fram að ganga undir heitinu „raunvaxtastefna”, hefur nú sigrað undir merkinu , .verðtrygging sparifjár”. Ekki er sama, hvernig hlut- irnir eru orðaðir, svo sem stuðnings- menn „auðlindaskatts” fengu að kenna á, áður en þeir breyttu nafninu í ,,sölu veiðileyfa”. Tilfinningalega voru margir andvígir raunvöxtum, af því að þeir vissu, að þetta var eins konar nýyrði um háa vexti, sem þeir treystu hvorki sjálfum sér né öðrum til að greiða. Enginn getur hins vegar haft á móti því, að sparifé sé verðtryggt! Ekki eru þetta þó eingöngu orðaleikir og sjónhverf- ingar. Að baki orðsins raunvaxta lá sú hugmynd, að vextir yrðu svo háir, að lántakendur greiddu smám saman til baka sem svaraði upprunalegu verðgildi höfuðstólsins. Verðtryggingarstefnan skilur aftur á móti milli vaxta annars vegar og verðbóta á höfuðstól hins vegar. Þannig var hægt að koma vöxtum að nafninu til niður í næstum ekki neitt, til dæmis 1%, og tryggja þó hag sparifjáreigenda. Enginn vafi er á, að í þessu formi hefur verðtrygg- ingin sigrað í hugum almennings. í þessu formi viður- kenna menn þá samlíkingu Gunnars J. Friðrikssonar, að aldrei hafi þótt heiðarlegt að fá að láni pund af smjöri og skila aftur hálfu. Svo er nú komið, að eigendur sparifjár geta verð- tryggt fé sitt algerlega, ef þeir setja það á sex mánaða reikninga í bönkunum. Jafnframt eru bankarnir byrjaðir að lána þetta fé út á verðtryggðan hátt. Lífeyrissjóðirnir hafa flestir annað hvort tekið upp verðtryggingu eða eru í þann veginn að gera það. Sama stefna hefur verið tekin upp hjá Húsnæðismálastofn- un. Einmitt á þessu sviði þurfa verðtryggingamenn að gæta sínbezt.svo að ekki slái í baksegl. Húsbyggjendur þuría nefnilega bæði hærri og lengri lán til að mæta verðtryggingunni. Annars hætta íslendingar að geta byggt þak yfir höfuð sér. Lofað hefur verið endurbótum á þessu sviði. Þær eru hins vegar erfiðar í framkvæmd, því að lánastofn- anir eru að eðlisfari tregar til að binda fé í lengri tíma en venja hefur verið. Þennan múr þarf nauðsynlega að rjúfa. Einnig hefur verið lofað, að fullri verðtryggingu verði náð í lok þessa árs. Það þýðir, að ýmsir sjóðir og stofnanir, þar sem stjórnmálamenn sitja og skammta gjafafé til vildarvina og forréttindahópa, verða að breyta um vinnubrögð. Hin fyrri aðferð, að úthluta gjafafé undir heiti lána, leiddi auðvitað til misnotkunar og var hornsteinn hinnar sérstæðu, pólitísku spillingar á íslandi. Þar á ofan leiddi hún til rangrar fjárfestingar og rýrðs þjóðarhags. Með verðtryggingunni hefur því verið lagður grund- völlur að betra og heiðarlegra þjóðfélagi, að virkara og auðugra þjóðfélagi. Með verðtryggingunni eru meiri líkur en áður á, að sparifé leiti til verkefna, sem eru nógu arðbær til að skila til baka raunverulegu andvirði lána. Stjórnarsinnar og stjórnarandstæðingar virðast sam- mála um, að fullri verðtryggingu fjárskuldbindinga skuli náð á þessu ári. Þessi samstaða er einn merkasti stjórnmálasigur, sem þjóðin hefur unnið. Nú eru aðeins lokaskrefín eftir. Framkvæmdin er að verulegu leyti í höndum ríkisstjórnarinnar, sem ekki má hika og tvístíga. Almenningur styður nefnilega fulla verðtryggingu, — ekki bara verðtryggingu á þeim lánum, sem almenningur sætir. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1981. . .................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................. ' Nýju lögin um verkamanna- bústaði t grein um húsnæðismál sem ég skrífaði 1 Dagblaðið um siðustu mán- aöamót var á það minnst að full þörf væri á þvi að fjalla um nýju lögin um verkamannabústaöi í sérstökum pistli síðar. Vil ég nú leitast við að bæta úr þeirri þörf með þvi að tina til nokkrar upplýsingar um lögin og framkvæmd þeirra, sem nú er að mótast hjá hús- næöismálastjórn. Lögin voru sett eftir margra ára baráttu verkalýðshreyfingarinnar fyrir virkari þátttöku ríkisvaldsins í íbúöabyggingum fyrír láglaunastéttir innan verkalýöshreyfingarinnar. Alþýðusambandið átti beinan þátt i undirbúningi laganna og hafði raunar fyrir nokkrum árum samið um verulegt fjármagn til húsnæðis- mála með þvi að fallast á greiðslu launaskatts af öUum launagreiðslum. Sú leið var valin að endurnýja og styrkja gamla verkamannabústaða- kerfið sem leiö fyrir nærri eignalaust fólk til þess að eignast eigin íbúðir og að láta sambærUeg lánakjör gUda fyrir sveitarfélög sem byggja vilja leiguíbúðir. Markið var sett svo hátt að veita að láni allt að 90% af byggingar- kostnaði ibúöa 1 verkamannabú- stöðum tU 42ja ára og aö því stefnt að fuUnægja 1/3 af íbúðaþörf þjóðar- innar samkvæmt þessum lögum. Til þess að standa fyrir slikum lán- veitingum þarf að efla verulega Bygg- ingasjóð verkamanna. Lögin gera ráð Kjallarinn Olafur Jónsson fyrir því að auk tekna af eigin fjár- magni verði sjóðurínn byggður upp með framlagi ríkissjóðs á fjárlögum sem nemur tekjum hans af 1 % launa- skatti og viðbótarframlagi ef með þarf tU þess að framlag rikissjóðs nemi 30% af fjármagnsþörf sjóðsins ár hvert. Framlag sveitarfélaga skal nema 10% af þvi fjármagni sem sjóðurinn lánar til verkamannabú- staða í viðkomandi sveitarfélag ár hvert. Til viðbótar er svo sjóðnum ætlað að afla lánsfjár tU starfsemi sinnar. Lánakjör sjóðsins tU einstaklinga í verkamannabústöðum eru þau að lánin eru verðtryggð, tU 42 ára og með 0,5% vöxtum. Til sveitarfélaga vegna leiguibúða eru lánin einnig verðtryggð, tU 15 ára og með 2% vöxtum. Þessi lánakjör hafa mjög verið gagnrýnd í vetur, sérstaklega af formælendum Landssambands iðn aðarmanna, vegna þess að með þeim sé húsbyggjendum mismunað gróflega miðað við fyrirgreiðslu Byggingasjóðs rfkisins við aðra hús- byggjendur. Það er þvi til aö svara að ef einhver alvara er á bak við þær vUjayfirlýs- \i Þraskrati kveður sér hljóðs Fimmtudaginn 9. aprU birtist rit- smið eftir Kjartan Ottósson í Dag- blaðinu. í greininni er fjallað um samningaviðræður vinstri manna og umbótasinna um meirihlutasamstarf í Stúdentaráði Háskóla íslands. Svo virðist sem Kjartan sé undir miklum áhrifum frá þingmálaþrösurum stjómmálaflokkanna. Grein hans fjaUar ekki um málefni heldur er inn- antómt þref um hver eigi sök á hinu og þessu. Ef Kjartan hefur hugsað sér að hefja þrætubók við vinstri menn um það hver á sök á þeirri niðurlæg- ingu umbótasinna að hefja Vöku til valda i Stúdentaráði mun hann verða fyrir vonbrigðum. Slíkt raus verður hann að eiga við sjálfan sig. Hitt er annaö mál að þegar rangfærslur eru bornar fyrir lesendur Dagblaösins verður ekki við það unað athuga- semdalaust. Kjartan hefur með harðsnúinni rannsóknarbiaðamennsku komist að því að róttæklingar i Félagi vinstri manna kalli félaga sinn Stefán Jóhann Stefánsson, fráfarandi for- mann Stúdentaráðs, „framsóknar- þverhaus”. Sárt ertu leikinn, Stefán vinur. Verra hefði þér þótt að vera kallaður krati. En hvaða erindi á Kjartan með svona skitmokstur i Dagbiaöiö? Skiijaniegra hefði verið að birta slikt i Mánudagsblaðinu. Kjartan er einn þeirra hugumstóru manna sem ætluöu að lyfta stúdenta- póiitikinni upp úr lágkúrunni. Þetta er líklega einn liðurinn í þeirri við- leitni. Ég læt hér fylgja fleiri dæmi um hinn nýja stæl úr kosningablaði umbótasinna: heilagsandahopparar, sjálfumglaður skýjaborgasósíalismi, pólitfsk naflaskoöun, sandkassa- sósialismi, siölaus öfgaklika. Enn er ótalinn nýjasti þrumufleygurinn í orðaforöa Kjartans Ottóssonar: kreddumarxistar. Kreddumarxistar er hópur manna sem lifir í háskólum og gerir sér til dundurs að hrella krata og aðra miðjumenn. Um frekari hegðunareinkenni visast til greinar sem þingfréttaritari Þjóðviljans reit nýverið í blað sitt. Samkvæmt kenn- ingu Kjartans eru kreddumarxistar þessir það óbermi sem sökina ber á viðræðuslitunum. ólík vinnubrögð Við skuium staldra hér örlitið við. Það má upplýsa Kjartan og aðra um það að lykiistöðuna i viðbrögðum vinstri manna eftir kosningar skip- uðu almennir félagsfundir. Þar voru málin rædd og oft af hörku. Kjartani þykir ástæða til aö taka fram að einn af félagsfundum vinstri manna hafi veriö „átakafundur” og er greinilegt að honum kemur þaö skringilega fyrir sjónir. En þannig ganga mál fyrir sig i lýðræöislegum samtökum. Umbótasinnar þurftu ekki að hafa áhyggjur af þessu. Þeirra frímúrara- fundir voru hvergi auglýstir enda stofnuðu þeir ekki félag sitt fyrr en Kjallarinn Guðmundur I. Þorbergsson gengið hafði verið frá samkomulagi við Vöku. Kjartan ræðir nokkuð um ábyrga framgöngu umbótasinna i viðræðun- um. Hann segir að umbótasinnar ^ „Varð þá fyrir þeim Stúdentablaðið. Það sem helst bar í milli var áherslumunur um auglýsingamagn og krafa umbótasinna um að Stúdentablaðinu yrði skipt í tvo óháða hluta, annars vegar frá Stúdentaráði og hins vegar frá hinum útgefandanum, SÍNE.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.