Dagblaðið - 28.04.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1981.
d
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
Lafði Díana lagar kjólinn sem skreið of langt niður.
Kjóllinn skreiö
of langt niöur
— og viöstaddir sáu meira en
œskilegt er af líkama
veröandi drottningar
Diana Spencer, unnusta Karls Breta-
prins, er þegar farin að taka þátt i opin-
beru lffi af krafti. Hennar fyrsta opin-
bera erindi var að fara með Karli á við-
hafnarsýningu í Konunglega óperuhús-
inu í London.
Það má geta þess að við þetta tæki-
færi varð lafði Díana fyrir þvi óhappi
að hinn flegni kjóll hennar skreið
aðeins niður og sáu viðstaddir þá meira
en æskilegt er að sjáist af likama verð-
andi drottningar. Diana bjargaði sér
hins vegar fljótt úr þeim vandræðum
og sendifrá sér bros.
Ný skýringú dauöa Brian Epsteins:
Var umboðsmaður
Bítlanna myrtur?
Siðasta myndin sem tekin er af Brian Epstein með Bftlunum. Frá vinstri: George Harrison, John Lennon, Epstein og Paul
McCartney. Á myndina vantar fjórða Bftilinn, Ringo Starr.
Var Brian Epstein, umboðsmaður
Bitlanna, myrtur? Hann lézt i ágúst
1967 og dánarorsök var talin vera of
stór skammtur eiturlyfja.
í nýrri ævisögu um Bitlana er því
alvarlega haldið fram að Brian hafi
ekki dáið eðlilegum dauðdaga heldur
hafi honum verið hjálpað yflr i eilifð-
ina. Höfundur þessarar bókar er blaða-
maðu, að nafni Philip Norman. Hann
segir aðila i Bandaríkjunum hafa látið
ráða Brian Epstein af dögum i hefndar-
skyni fyrir að áttatíu milljón dollara
samningur varðandi Bítlana rann út i
sandinn og fékkst ekki geröur.
Norman heldur því fram að skömmu
áður en Epstein lézt hafi manni, sem
tengdur var Bitlunum, verið gefið í
skyn að hann kynni að verða fyrir
óvæntu slysi.
Bók Normans á að heita Shout, The
True Story of the Beatles (Óp, Sann-
leikurinn um Bítlana). Þar lætur hann
sér ekki nægja að gera þvi skóna aö
Brian Epstein hafi verið myrtur heldur
staðhæfir hann einnig að ekki hafi
verið allt með felldu þegar lögfræðing-
ur hans, David Jacobs, dó skyndilega
fáum mánuðum seinna. Opinber lík-
skoðun kvað upp þann úrskurð að
hann hefði fyrirfarið sér.
Norman segir að aldrei verði hægt að
sanna þetta mál en við likskoðunina
hafi ekki öll kuri komið til grafar og
ýmis gögn og staðreyndir ekki verið
tekin til nægiiegrar athugunar. Hann
sagði að sumt af þessum gögnum væri
þess eðlis að hann gæti ekki skýrt frá
þeim í bókinni.
Hvort sem þetta er rétt eða úr lausu
lofti gripið þá má liklegt telja að bókin
ýti undir tilgátur af þessu tagi, ekki sizt
núna þegar nýbúið er að myrða John
Lennon. Menn geta velt því fyrir sér
hvort einhver hafi viljað ryðja honum
úr vegi og notað til þess leigumorð-
ingja.
Norman ber Brian vel söguna í bók-
inni og finnst mikið til þess koma að
plötubúðareigandi i Liverpool skyldi
geta orðið skær stjarna á „show-busi-
ness” himninum.
„Það var miklu ólikiegra að maður
eins og hann skyldi koma frá Liverpool
heldur en að Bitlarnir skyldu koma
þaðan,” segir höfundur þessarar nýju
bókar.
Brian Epstein.
Heimsmet
í eldhlaupi
Svissneski glæframaðurinn Ronny
Lee setti nýlega heimsmet i eldhlaupi.
Sú íþrótt er að visu ekki mjög kunn
hérlendis en Lee setti metið er hann
hljóp í gegnum 55 metra löng eld-
göng. Hann var íklæddur búningi
sams 'konar þeim sem kappaksturs-
menn nota en þrátt fyrí það fékk
hann brunasár á hendur og bak.
Ronny Lee hleypur úr logandi ^
göngunum. y
Átti ekki fyrir
giftingarhring:
Stal
honum úr
skartgripa-
búð
Hinn atvinnulausi Terence
Walding hafði ekki efni á að
kaupa giftingarhring handa
konuefninu sinu. Hann greip því
til þess örþrifaráðs, hálfum mán-
uði fyrir brúðkaupið, að stela ein-
um slíkum (að jafnvirði ca 1540
isl. kr.) úr skartgripabúð. Að
sjálfsögðu voru yfirvöldin látin
vita um stuldinn. Walding viður-
kenndi siðan þjófnaðinn og var
dæmdur til 120klst. refsivinnu.
Brúðkaupinu mun hafa verið
frestað. . .