Dagblaðið - 28.04.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 28.04.1981, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1981. 16 Laddi œtlar að lœra leiklist í Ameríku: Gamall draumur hans að rœtast í ágúst og hef hugsað mér að verða í tvö ár, að minnsta kosti til að byrja með. Að visu er ég ekki búinn að fá svar frá skólanum en ég á mjög góða möguleika. Svarið fæ ég núna 1 mai. Ég ætla nefnilega að taka 3. og 4.ár í skólanum,” sagði Laddi. — Hefurðu hugsað þér að verða frægur I Hollywood? ,,Ja, þegar maður er kominn á staðinn þá er aldrei að vita hvað verður. Ef hægt verður að komast í skemmtanabransann hef ég ekkert á móti að reyna það. Ég mun að minnsta kosti nota tímann til að kíkja i kringum mig. — Hvernlg stendur á þvi að Laddl, Eiríkur Fjalar og Blnni ætla i leiklistarnám? „Ég hef gengiö með þessa hug- mynd i mörg ár en einhvern veginn aldrei getað látið verða af henni. Það hefur verið mikið að gera hjá mér. Hins vegar verð ég að fara núna eða gera það aldrei. Kaliforníu valdi ég helzt vegna þess að þar er alltaf sumar,” sagði Laddi. Þrátt fyrir að hann sé á förum er hann ekki enn búinn að kveðja land- ann. „Það geri ég í hringferð með Þórskabarett i sumar. Við förum í júní og verðum fram yfir verzlunar- mannahelgina á ferð um landið. Þórskabarett hefur fengið mjög góðar viðtökur, alltaf uppselt frá áramótum, enda er hann skemmti- legur, fjölbreyttur og léttur.” í næsta mánuði er væntanleg ný sóló-plata með Ladda þar sem eru 10 lög. Sjö af lögum plötunnar eru eftir Ladda sjálfan, tvö eftir Gunnar Þórðarson og eitt erlent. Þetta er fyrsta ,,sóló”-plata Ladda og eru það Steinar hf. sem gefa hana út. „Það verður mikið að gera hjá mér við útkomu plötunnar. Ég mun reyna að fylgja henni eitthvað eftir. Þessi plata er ólík fyrri plötum mínum með Halla þótt finna megi grín á henni,” segir Laddi. Vafalaust eiga jafnt ungir sem aldnir eftir að sakna Ladda næsta vetur. — En heldurðu að þú komir heim aftur? „Jú, það mun ég gera en vonandi ekki strax,” sagði Þórhallur Sigu'rðs- son. -ELA. föstudaginn 8. mai nk. ásamt Bakt- vini Jónssyni, oinum af dómurum. „Erfitt starf fyrir höndum," sagði Baktvin og fíeiri taka sannilega undirþað. Hver verður ungfrú Útsýn ’81? 15 fegurðardísir keppa til úrslita Eskifjöröur: Þar metur kvenmaður saltfiskinn Þrátt fyrir að Laddi só é förum á hann ann aftir að kveðja landann en þaO gerir hann með Þórskabarett i ferðalagi um landið i sumar. DB-mynd Ragnar Th. „Ég er á leið til Kaliforniu í skóla að læra leiklist,” sagði Þórhallur Sigurðsson, Laddi, er við spurðum hvað hann hygðist gera í Ameríku. Eins og fram kom i Stundinni okkar á sunnudag kvaddi Binni, öðru nafni Laddi, fyrir fuilt og allt. ,,Ég fer utan nefnd eru fyrir utan Ingólf Guö- brandsson Baldvin Jónsson auglýs- ingastjóri, Unnur Arngrímsdóttir og Þorgeir Ástvaldsson. Eins og Baldvin komst að orði á Útsýnarkvöldinu var afar erfitt að velja úr öllum þessum failega stúlknahópi. Ennþá erfiðara starf er þó fyrir höndum hjá dómnefndinni þar sem velja þarf eina stúlku úr þessum hópi. Úrslitin verða kynnt á Útsýnarkvöldi föstudaginn 8. maí nk. Fleira var sér til gamans gert á Útsýnarkvöldinu og var sannkölluð skemmtistemmning í salnum. Hefð er orðin að fá fimm manns upp á svið í örlitla spurningakeppni. Þeir fimm heppnu sem lenda í leiknum fá að spreyta sig á margvíslegum spurning- um og vinningurinn er ferð með Útsýn. f þetta skipti sigraði Fríða Magnúsdóttir en hún fór í leikinn fyrir son sinn. Það vildi svo skemmti- lega til að seinna um kvöldið er spilað var bingó vann Fríða aftur og fór því heim með tvær utanlandsferðir. En sagan er ekki öll, Ragnar Bjarnason sagðist hafa stjórnað bingói í Sigtúni á fimmtudagskvöldið og þar hafi sama Fríða fengið vinn- ing. Að vísu ekki ferðavinning en höggborvél sem vissulega getur komið sér vel. Okkur hér er sagt að þetta séu ekki einu skiptin sem Fríða vinni bingó því hún fái minnst tvær utanlandsferðir á ári. Já, sumir eru heppnir, aðrir ekki, en við seljum söguna ekki dýrara en við keyptum hana. -ELA. Jafnréttið er víða fótum troðið. Einnig er það svo í saltfiskmatinu á íslandi. Það hefur ætíð verið föst venja að karlmenn meti saltfiskinn og allan fisk sem fluttur er út. Árið 1975 fór frú Sigriður Gunn- arsdóttir (52 ára) frá Reyðarfirði til Reykjavíkur á hálfsmánaðar nám- skeið hjá Fiskmati ríkisins að læra að meta saltfisk. Þegar Sigriður fór á námskeiöið voru þar þrjátiu nemend- ur, þar af fjórar stúlkur. Talar það sinu máli um hve konur eru þar í litl- um hluta. Sigríður Gunnarsdóttir saitfisk- matsmaðurá Eskifirði við störfsin. Sigriður Gunnarsdóttir hefur mikið unnið við saltfisk því faðir hennar var útgerðarmaður á Reyðar- firði. Hún heyrði oft að tregiega gengi að fá matsmenn fyrir vissan tíma. Svo hún fór að tala um það við matsmennina á Reyðarfirði að hún ætiaði á saltfisknámskeið. En þeir hlógu að henni og sögðu að kvenfólk hefði ekkert að gera með svo erfitt og ábyrgðarmikið starf. Ferðaskrifstofan Útsýn hélt sina næstsiðustu hátið á Hótel Sögu sl. föstudagskvöld. Þar voru kynntar hvorki meira né minna en 15 fegurðardísir sem taka munu þátt í keppninni ungfrú Útsýn 1981. Stúlk- urnar hafa verið valdar á skemmti- kvöldum Útsýnar í vetur og voru þær 28 alls. Siðar valdi dómnefnd úr 15 stúlkur til úrslitakeppninnar. í dóm- Friða Magnúsdóttir fékk tvær utanlandsferðir á Sögu á föstu- dagskvöldið og höggborvéi / bingói i Sigtúni á fimmtudags- kvöldið. Já, ekki eru allir jafn heppnir.___ DB-myndir Sig. Þorri. FÓLK Sigríður fór á námskeiðið og stóð sig með miklum dugnaði. Hún hefur unnið við að meta fisk i Neskaupstað og alltaf siðastliðið ár hjá Friðþjófi hf. á Eskifirði. Kristinn Karlsson, einn eigenda Friðþjófs, sagði mér að Sigríður væri afar fær og dugleg i sínu starfi. Regina Thorarensen Esldfirði.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.