Dagblaðið - 28.04.1981, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 28.04.1981, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1981. Utvarp Sjónvarp EITT RIF ÚR MANNSINS SÍÐU - útvarp kl. 15,20: NÝ MIÐDEGISSAGA HEFUR GÖNGU SÍNA — lýsir viðhorfum stúlku úr múhameðsku samfélagi — höf undurinn, Nuruddin Farah, er staddur hérlendis Sigrún Bjömsdóttir leikari byrjar í dag lestur nýrrar miðdegissögu en í gær iauk Guðrún Guðlaugsdóttir lestri á minningum þýzku leikkonunnar Lilli Palmer. Nýja miðdegissagan nefnist Eitt rif úr mannsins síðu og er eftir kunnan sómalskan rithöfund, Nuruddin Farah, en Sigrún þýddi sjálf söguna sl. sumar. Nuruddin Farah er fæddur í Sómaliu 1945 en eftir að hafa starfað í mennta- málaráðuneyti lands síns fór hann í há- skólanám í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Að því loknu stundaði hann framhaldsnám í London en settist síðan að á Ítalíu þar sem hann er nú búsettur. Þess má geta að hann er nú staddur hér á landi og er einmitt rætt við hann ann- ars staðar i blaðinu í dag. Sagan segir frá stúlku, Eblu að nafni, sem upprunnin er úr sómölsku hirðingjasamfélagi, og gerist á árunum upp úr 1960 þegar Sómalía er að öðlast sjálfstæði frá ítah'u. Stúlkan yfirgefur hirðingjasamfélagið og sezt að í Moga- dishu. Sagan lýsir viðhorfum hennar til karlmannaþjóðfélagsins, viðhorfum stúlku sem er í viðjum múhameðsks hugsunarháttar þar sem litið er á konur sem óæðri verur. Kynnt er hverjum augum stúlka sem komin er úr mú- hameðskum jarðvegi lítur karlmenn og kynsystur sínar. Þessi saga er fremur stutt, ekki nema ellefu lestrar. -KMU. KVÖLDVAKA - útvarp kl. 20,20: FRÁSÖGN AF HESTI SEM STÖKK YFIR HÚS — með eigandann á baki Fimm atriði verða á dagskrá kvöld- vöku útvarpsins. Er það efni úr ýmsum áttum, söngur og upplestur. Kirkjukór Hveiagerðis- og Kot- strandarsóknar byrjar vökuna á söng undir stjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar. Síðan kemur Haukur Ragnarsson skóg- arvörður og les í fimmta og síðasta sinn úr árferðislýsingum Jónasar Jónasson- ar frá Hrafnagili. Einnig flytur hann eigin hugleiðingar um efnið. Úlf- ar Þorsteinsson les því næst kvæði efíir Hannes Hafstein en síðasti liðurinn er frásaga um hestinn Molda sem eigand- inn, Óskar Stefánsson frá Kaldbak, nú vistmaður á elliheimilinu Skjaldarvík við Eyjafjörð, skráði. Hesturinn Moldi þótti mjög fimur enda eru til sögur af ýmsum afrekum hans. Meða! þess sem hann afrekaði var að stökkva yfir hús með eigandann á baki og mun Óskar Ingimarsson lesa þá ótrúlegu frásögn. -KMU. Óskar Ingimarsson les frásögnina um hinna fima hest, Molda. MORGUNTÓNLEIKAR — útvarp í fyrramálið kl. 11,25: Gömul, vinsæl lög leikin á fiðlu og píanó Á morguntónleikunum í fyrramálið leika fiðlusnillingurinn Yehudi Menu- hin og píanistinn Stephane Grappelli gömul vinsæl lög sem ættu aö hljóma ágætlega í eyrum flestra. Yehudi Menuhin er án efa einn kunnasti fiðluleikari heims. Hann er fæddur i New York árið 1916. Aðeins 7 ára gamall kom hann fyrst fram opin- berlega sem einleikari, með sinfóníu- hljómsveit San Francisco. Þeim tón- ieikum var fylgt eftir með uppákomum víðs vegar um heim þar sem þetta undrabarn var kynnt. Eftir þá för stundaði Menuhin fiðlunám í átján mánuði en síðan hefur hann lifað á fiðluleik. -KMU. •m—'--------->- Yehudi Menuhin. Sigrún Björnsdóttir leikari ies þýðingu sína VIDEO Video — Tæki — Fiimur Leiga — Sa/a — Skipti Kvikmyndamarkaðurinn — bimi 15480. Skóiavörðustig 19 (Klapparstigsmegin). KVIKMYNDIR MEIRI HÁTTAR BÍLASALA Prentarar Rotaprint-offsettprentvél til sölu, 2ja ára. Prentflötur 34x44 cm. Lppl. i síma 98-1210, heima 98-1214. Guðlaugur Oldsmobile Cutlass Supreme, ’74. Ekinn 49 þús. mílur. 350 ci, Rocket með öllu. 350 turboskipting. Bill I' sérflokki. Skipti möguleg á ódýrari með peningum. Chevrolet Mallbu Sedan ’79. Ljós- blár. Ekinn aðeins 15 þús. km. 6 cyl. með öllu. Upphækkaður. Sem nýr. Verð ca 105 þús. Mercedes Benz 220 D, árg. '77. Sér- staklega fallegur bill. tvöfaldur dekkjagangur, útvarp og segulband. Verðca 105-110 þús. BlLATORG Horni Borgartúns og Nóatúns Símar: 13630 og 19514 BMW 316, '80. Ekinn 6 þús. Nýr bill. Verðca llOþús. Honda Accord, ’79. Ekinn 30 þús., sjálfskiptur, 3ja dyra, mjög vel með farinn. Silfurgrár. Chevrolet Concors, ’77. 2ja dyra, silfurgrár m/rauðum vinyl. 305 vél, sjálfskiptur, rafmagn i rúðum, læs- ingum. Alltaf í einkaeign. Verð ca 85 Mazda 929 L station Legato, '80. Ekinn aðeins 10 þús. Sjáifskiptur. Vökvastýri og fl. Verð 113 þús. Galant 1600, ’79. Gullfallegur og vel með farinn, ekinn aðeins 21 þús. km. Verð 74 þús. Lancer 1600, ’80. Sem nýr bfll, ekinn 12 þús. Silfurgrár. Verð 80 þús.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.