Dagblaðið - 19.05.1981, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 19&1.
d
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
Tennisstjarm játar kynvillu
— Billie Jean King var í lesbísku sambandi við ritara sinn í 7 ár
FÓLK
Ef einhvern tímann hefur verið lá-
deyða umhverfis tennisstjörnuna Billie
Jean á það alla vega ekki við undan-
farin tæp tuttugu árin. Átján ára
gömul gerði hún sér lítið fyrir og vann
sigurvænlegasta keppandann í kvenna-
flokki á Wimbledonmótinu á fyrsta
degi. Síðan hefur Billie Jean verið í
sviðsljósinu fyrir frammistöðu og
íuæði, jafnt í íþrótt sinni sem á öðrum
sviðum. Hún hefur gert tennisíþrótt-
inni ómetanlegt gagn með skipuiags-
hæfileikum sínum og á drýgstan hlut í
að hafa hafið allar greiðslur til kepp-
enda upp í æðri veldi en áður tíðkaðist.
Hún hefur verið óbangin við að víkja
út af troðnum slóðum; var t.d. meðal
kvenna í sviðsljósinu er viðurkenndu
að hafa gengizt undir fóstureyðingu
þegar umræður um þau mál stóðu sem
hæst.
Nýverið kom hún þó flestum í opna
skjöldu er hún viðurkenndi opinberlega
að hafa verið í lesbisku sambandi við
ritara sinn fyrrverandi, Marilyn Barn-
ett.
Tilefnið var að hin 33 ára gamla
Barnett stefndi Billie Jean King (37 ára)
fyrir rétt og krafðist lífeyris er vera
skyldi í samræmi við tekjur tennis-
stjörnunnar. Barnett kvað samband
þeirra hafa staðið í ein 7 ár og varð æf
þegar King hjónin hugðust selja hús eitt
sem Barnett taldi keypt sérstaklega
handa sér.
Fyrstu tvo dagana eftir stefnuna vís-
aði Billie Jean King ákærum þessum á
bug með öllu; þær væru rakin ósann-
indi. Þá boðaði hún til blaðamanna-
fundar og játaði að hafa staðið í les-
bísku sambandi við Barnett en það til-
heyrði liðinni tíð. Eiginmaður hennar,
lögfræðingurinn Larry King, var við
hlið hennar á fundinum. Billie Jean
kvað samband þeirra hjóna aldrei hafa
verið betra en nú en þau hafa verið gift
f 16 ár. „Hann er mér elskhugi, eigin-
maður og minn bezti vinur,” sagði
hún.
Billié Jean King sagðist ekki hafa
hugmynd um hvernig tennisleikarar al-
mennt myndu bregðast við henni eftir
þetta. Þekkt nafn i íþróttinni, Wendy
Turnbull frá Ástralíu, sagði að fólk
hlyti að dást að kjarki hennar. Önnur
„tenniskona”, Pam Shriver, sagði kyn-
villu ekki algenga í íþróttinni en bætti
við að Billie Jean hefði gert svo mikið
fyrir tennis að hún yrði alltaf dáð sem
tennisleikari og manneskja, hvað sem
öðru liði.
Danny Kaye erindreki Barnahjálparinnar. Þarna er hann í Helsinki.
Danny Kaye fœr
viðurkenningu
— fynr framlag sitt til Barnahjálpar Sameinuðu
þjóðanna
Wateler-friðarverðlaunin,
sem Carnegie-stofnunin út-
hlutar, fóru í ár í fyrsta sinn
til skemmtikrafts, Danny
Kaye.
Stofnunin sagði að Danny
Kaye fengi verðlaunin fyrir
framlag sitt til Barnahjálpar
Sameinuðu þjóðánna. Kaye
hefur í mörg ár starfað að
málefnum þurfandi barna
víðs vegar í heiminum og í
raun virkað sem eins konar
sendiherra Barnahjálparinn-
ar.
Wateler-friðarverðlaunin
voru fyrst veitt árið 1927. Þau
eru kennd við þýzkan millj-
ónamæring, J.G.D. Wateler,
sem vildi að eignir sínar rynnu
til góðs málefnis eftir sinn
dag.
Tennisstjarnan Biilie Jean King ásamt eiginmanni sínunt. I.arry, á hlaðamannalund
inum þegar hún játaði lesbískt samband við fyrrverandi ritara sinn, Marilyn Barnett.
Larry Hagman
gefinn minkapels
— er nú loðinn frá hvirfli til ilja
Larry Hagman, sem leikur J.R. Ew-
ing í Dallas þáttunum, mun hafa verið
„módel” í auglýsingum fyrir minka-
pelsframleiðanda nokkurn. Kappanum
hlýtur að hafa tekizt þokkalega að skila
af sér því verkefni sem og öðrum því
fyrirtækið bauðst til þess að senda frú
Hagman eitt stykki pels, án reiknings
vitaskuld — og þann pels ekki af verri
sortinni.
Larry Hagman sagði hins vegar að
hún ætti nú svoleiðis en sig hefði lengi
langað í einn. Og viti menn, framleið-
andinn sá til þess að draumurinn rætt-
ist; gaf Hagman S30.000 minkapels,
síðan og með hettu, svo ekki ætti
honum að verða kalt á næstunni.
Sumum finnst stórstirnið, íklætt ger-
seminni, minna einna helzt á tunnu en
dæmi nú hver sem betur getur.
Larry Hagman í
$30.000 pelsinum
sinum.