Dagblaðið - 27.05.1981, Side 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. MAl 1981.
5
Ráðizt með loftborum
að heimili sjúklings
— vimupallar reistir innan
um húsgögn á stofugólfínu
— íbúiim að heiman í
endurhæfingu
Verkamenn voru í óða önn í fyrra-
dag að brjóta niður með loftborum,
vegg á litlu húsi sem stendur á baklóð
skammt frá Hafnarbíói. Ekki þætti
slíkur atburður fréttnæmur ef ekki
væri fyrir það að hér var verið að
brjóta niður heimili manns.
Maðurinn sem býr í húsinu á við
áfengisvandamál að etja og dvelst um
þessar mundir af þeim sökum í Hlað-
gerðarkoti en það er endurhæfingar-
stofnun sem Hvítasunnusöfnuðurinn
rekur fyrir drykkjusjúklinga.
í húsinu voru flestar eigur mannsins,
svo sem sjónvarp, húsgögn og föt enda
hefur hann greitt leigu af því fram til
1. júni og, að þvi er Dagblaðið kemst
næst, ekki enn verið sagt upp leigu-
samningi.
Er ljósmyndari Dagblaðsins mætti á
staðinn var lögreglan komin á vettvang
og búin að stöðva frekara niðurbrot.
Ættingi drykkjumannsins sem hugðist
sækja föt hans hafði kallað á lögregl-
una er hann sá hvað um var að vera.
Lögreglumönnunum ofbauð að sjá
þá lítilsvirðingu sem friðhelgi heimilis-
ins var þarna sýnd. Hafði einn þeirra á
orði að hann hefði aldrei séð annað
eins.
Á stofugólfinu var búið að reisa
vinnupail til að hægara yrði að brjóta
niður vegginn. Haft hafði verið fyrir
því að breiða yfir húsgögnin sem
annars hefðu farið illa því mikið ryk og
brot úr veggnum voru um allt.
Til stendur að hefja framkvæmdir á
grunni húss sem reisa á við hliðina og
virðist sem gamla húsið hafi veriðfyrir.
-KMU.
Norræn trimmlandskeppni fatlaðra:
KEPPNIN NAUÐ-
SYNLEG TIL AÐ ÝTA
OKKUR ÚT í GÖNGU
Lögreglumönnunum, sem komu að, ofbauð sú litilsvirðing sem friðhelgi heimilisins var þarna sýnd.
Þeir þurftu ekki að kvarta undan
veðrinu íbúar Blindraheimilisins við
Hamrahlíð er þeir héldu í sína daglegu
göngu í hádeginu í gær. Hópurinn fer á
hverjum degi eftir hádegisverð í göngu
um nágrennið. Er það gert til að safna
stigum i norrænu trimmkeppni fatlaðra
sem senn er á enda.
„Við leggjum yfirleitt af stað eftir
hádegismat og þegar við komum til
baka bíður okkar kaffið,” sagði Elísa-
bet Kristinsdóttir einn íbúanna í spjalli
við blaðamann DB.,,Það er ósköp gott
að þessi keppni skuli vera, hún ýtir á
eftir okkur út. Það er nauðsynlegt að fá
þessa hreyfingu,” sagði Elísabet.
Venjulega eru um lOmannsí göng-
unni og tveir sem hjóla. Einnig hafa
þau farið í sund og þá í Árbæjarlaug-
ina. Ólafur Þór Jónsson er hvað dug-
legastur að drifa íbúana út en hann
hefur verið í stjórn íþróttasambands
Ólafur Þór Jónsson á reiðhjólinu ásamt
aðstoðarmanni sinum i þetta skiptið,
Ásdfsi Þórðardóttur. Blindraheimilið
hefur tvö sUk reiðhjól til umráða og á
von á tveimur til þremur i viðbót.
DB-myndir Sig. Þorrí.
fatlaðra í tvö ár. Ólafur vinnur alltaf í
hádeginu þannig að hann safnar stigum
á kvöldin.
, ,Það var aUtaf farið í göngu eftir há-
degi hér áður fyrr.
Gangan lagðist niður en núna
fengum við tækifæri til að endurvekja
hana,” sagði Olafur. BlindraheimUið
hefur nú til umráða tvö tveggja manna
reiðhjól og tvö til þrjú í viðbót eru í
pöntun. Ólafur er mikill þjólreiða-
maður og hefur hann fengið systurson
sinn til að stýra hjólinu. Á næstunni
verður efnt til Norðurlandakeppni i
hjólreiðum og verður Ólafur einn þátt-
takandi af fjórum frá BlindraheimU-
inu. Til að undirbúa sig fyrir þá keppni
hjólaði hann um alla höfuðborgina á
hjólreiðadaginn, m.a. út áGranda.
„Við þurfum að hjóla 25 km i
keppninni og þurfum þvi að æfa
okkur. öll íþróttaiðkun er tU góða og
svona keppnir hafa örvað áhuga hjá
föduðum fyrir íþróttum,” sagði Ólafur
um það leyti sem hann hélt af stað. í
þetta skipti ætlaði hópurinn upp f
öskjuhlið.
-ELA.
Ásgerður Ólafsdóttir blindraráðgjafi (til hægrí) ásamt Elisabetu Kristinsdóttur (I
miðið) og Rósu Guðmundsdóttur, spjalla um keppnina áður en haldið er af stað.
—segja íbúar Blindraheimilisins
\uimm
Lagt af stað I göngu frá Blindraheimilinu I góða veðrínu I gær. Hálftima ganga á dag gefur stig I keppnina en henni lyaur nú
um'helgina.
Auglýsing frá
vióskiptabönkunum
Athygli er vakin á því, að umsóknarfrestur um skuldbreytingu
lausaskulda húsbyggjenda rennur út um þessi mánaðamót.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í bönkunum og verður tekið
á móti umsóknum fram á mánudag 1. júní n.k.
ALÞÝÐUBANKINN H/F SAMVINNUBANKI ÍSLANDS H/F
BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS ÚTVEGSBANKIÍSLANDS
IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H/F VERZLUNARBANKI ÍSLANDS H/F
LÁNDSBANKI ÍSLANDS
QJ
t