Dagblaðið - 27.05.1981, Page 10

Dagblaðið - 27.05.1981, Page 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ1981. I I Erlent Erlent Erlent Erlent Börn Zoo brautarstöðvarinnar: Kvikmynd um líf ungs eiturlyfjaneytanda vekur gffurlega athygli: FIMMTÍU ÞÚSUND □TURLYFJANEYT- ENDUR ERU NÚ í V-ÞÝZKALANDI — þrettán og fjórtán ára stúlkur selja blíðu sína til að eiga fyrir heróíni Vestur-Þjóöverjar flykkjast á kvik- myndahúsin um þessar mundir til að sjá kvikmynd um skólastúlku sem verður herófni að bráð. Hér er um sannsögulega kvikmynd aö ræöa og hún hefur vakið V-Þjóðverja til um- hugsunar enda er eiturlyfjavanda- máliö óvíða staerra i sniðum en i landi þeirra. f kvikmyndinni er saga „Christiane F.” rakin. Hún byrjar aö reykja hass og taka pillur tólf ára gömul. Þaöan liggur leiöin yfir í heróin þegar hún er þrettán ára gömul. Hún byrjar á því að „sniffa” af þvi en sprautar því siöan í æð. Kvikmyndin sýnir hvernig heimilis- iaust barn leiöist út i vændi til að borga eiturlyfin sem það er orðið að bráð. Myndin lýsir vel hvílíkar kvalir því eru samfara að reyna að venja sig af eiturlyfinu fyrir þann sem á annað borð er orðinn þvi að bráð. I fyrstu eru tiiraunir „Christiane F.” i þá átt enda árangurslausar. Hún gengur i gegnum þá martröð sem eiturlyfja- neytendur kalla „kaldan tyrkja” sem einkennist meöal annars af miklum kuldaskjálfta og uppköstum. Kvikmyndin „Börn Zoo brautar- stöðvarinnar” dregur nafn sitt af óvistiegri járnbrautarstöð í hjarta Vestur-Berlínar þar sem eiturlyfja- neytendur bíða eftir viðskiptavinum og miðlararnir biða eftir eiturlyfja- neytendum. Christiane lifði þaö að geta sagt sögu sína. Hún birtist fyrst sem fram- haldssaga í timaritinu Stern en varð siðan metsölubók sem selzt hefur i meira en milljón eintökum frá þvi hún kom fyrst út í árslok 1978. En margir vina hennar voru ekki eins heppnir og hún. Þar á meðal var fjórtán ára vinkona hennar sem köliuö var Babsi. Hún lenti í hópi þeirra 615 heróinneytenda sem létu lífið á árinu 1979. Sú tala var hærri en tala yfir fórnarlömb heríónneyzl- unnar i Bandaríkjunum þar sem íbúar eru þó fjórum sinnum fleiri en i V-Þýzkalandi. Tala yfir láma eiturlyfjaneytendur lækkaöi á síðasta ári niöur i 494 f V- Þýzkalandi en eiturlyfjaneytendum fjölgaði hins vegar úr 47 þúsund í 50 þúsund. Margir þeirra eru mjög ungir aö árum. Ýmsir þeirra sem koma fram i myndinni sem eiturlyfjaneytendur eru svo ungir að þeir fengju ekki aögang að mynd sem þessari. „Ég verð að fá það fyrir morgun- daginn. Annars kemst ég ekki f skól- Diskótekið „Sound” er nú ekki oröið sfóur forvitnilegt fyrir erlenda feróamenn en sjálfur Berlfnarmúrinn. Atriði úr kvikmyndinni „Börn Zoo brautarstöðvarinnar”. ann,” segir Christiane og nauðar í vini sinum um eitt „skot” af heróini. Christiane er nú nitján ára gömul og vinnur í bókaverzlun i Hamborg. Hún var tekin úr heimi eiturlyfjanna I Vestur-Berlín og flutt til ömmu sinnar uppi i sveit. Slikt er þó engan veginn óbrigðult ráð við eiturlyfjavandanum og for- eldrar úti á landsbyggðinni hafa oft á tiðum verri sögur að segja af fíkni- efna- og eiturlyfjanotkun meðal skólabarna. Christiane er frá uppflosnuðu heimili. Móöirin kemur þó ekki illa fyrir og mörg fórnarlömb eiturlyfj- anna koma frá efnuðum heimilum þar sem foreldrarnir búa saman. Fyrsta skrefiö að eiturlyfjanotkun- inni stigur Christiane á diskóteki sem heitir „Sound”. Þar er leikin tónlist átrúnaðargoðs hennar, Davids Bowie, sem boðar að „við getum aðeins verið hetjur í einn dag”. Hún leiðist út í fikniefnin að hluta til af forvitni og að hluta til að vera i takt við vini sina. Hún er þvinguö út i Natja Brunckhorst fer með hlutverk Christiane F. i kvikmyndinni „Börn Zoo brautarstöðvarinnar”. Diskótekið „Sound” og göturnar þar sem Christiane leitaði viðskipta- vina sinna þykja nú ekki siður for- vitnilegar i augum útlendra feröa- manna en Berlinarmúrinn sjálfur. Fyrrverandi eiturlyfjaneytendur hafa látið þá skoðun i ljós aö myndin hafi engan veginn náö að lýsa öllum þeim hryllingi sem tengist eiturlyfja- neyzlunni þó flestum áhorfenda þyki víst nóg um. Aftur og aftur dreymi „Börn Zoo brautarstöðvarinnar” um hvernig þaö muni verða að vera laus við áhrif heróínsins úr skinhoruðum likömun- um. „Við verðum að hætta,” segir Detlef, vinur Christiane. „Já, en ég vændi vegna þess að vinur hennar þarf á peningum að halda fyrir eitur- lyfjum. í lok myndarinnar er Christiane kinnfiskasoginn einstæðingur sem les ásamt annarri stúlku frétt um að vin- kona hennar, Babsi, hafi orðið yngsta fórnarlamb eiturlyfjanna i Berlín. Ýmsir gagnrýnendur myndarinnar segja aö hún sé ekki nægilega misk- unnariaus. Þeir segja að sú staðreynd að Christiane slapp lifandi út úr vita- hringnum feli í sér hamingju- samlegan endi myndarinnar og gefi eiturlyfjaneytendum til kynna að alltaf sé unnt að losna undan böðuls- hendi eiturlyfjanna. Timaritið Spiegel sagði frá stúlku sem lesið hafði bókina um Christiane og að þvi búnu haldiö til Vestur- Berlinar þar sem hún fannst tveimur dögum siðar. Hún var þá tekin að „sniffa” af heróini og bjóða bliðu sina fala á götum úti. verð að fá eitt skot,” segir Christi- ane. Þeim tókst báðum að losna úr viðjum lyfjanna en fyrir Babsi og marga af hinum unglingunum reynast orðin úr söng Davids Bowie, sannleikur: „Það er of seint” (It’s too late). ‘MB Frá hassinu lá leiðin yfir i heróin. Tfmaritíð birtí fyrst sögu Christíane F. sem sfðan var gefin út i bókarformi og varð hún metsölubók.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.