Dagblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1981. DB á ne ytendamarkaði BREMSUHANDTAK kappakstursstýri FRAMGAFFALL NEF AFTURHLUTI GlRSKIPTINGAR \ FÚTSTIG KEÐJUDRIF MED HRINGLAGA KEDJUKASSA Gírahjól eru mikið í tízku um þess- ar mundir, bæði hérlendis og erlendis. Þykir enginn maður með mönnum nema hann eigi slíkt hjól, jafnvel bráðung börn vilja gírahjól. En hvað er það sem gerir gírahjólin sérstök framyfir þau „gömlu góðu” og gíralausu. Norska neytendablaðið Forbruker-Rapporten geröi nýlega kðnnun þará. Helztu niðurstöður hennar eru þær að gírahjól séu betri fyrir þá sem vilja komast virkilega hratt á milli staða sem langt er á milli. Fyrir þá sem aðeins ætla að hjóla bæjarleið og liggur ekkert voðalega á eru gíralaus hjól eða hjól með aðeins 3 girum hins vegar fullt eins góð og 10 og 12 gira hjól. Lítum aðeins nánar á þetta. Hugs- unin með girahjólum er sú að sama átak þurfi til að koma því áfram hvort heldur hjólað er á brattann eða undan honum og hvort heldur með vindi eða á móti honum. Því fleiri gíra sem hjóUð hefur þeim mun meiri líkur eru taldar á að ná þessu stigi. Gallinn viö gírahjól er hins vegar sá að þau þarf að smyrja, hreinsa og halda við meira en gíralausum hjólum. Sérlega á þetta við þau hjól sem ekki eru búin neinni keðjuhlíf. Hvers kyns óhreinindi eiga þá greiða leið aö girakeðjunni. Keðjukassar virðast ekki vera mjög algengir á gírahjólum þó án þeirra sé mikil hætta á því að buxnaskálmar festist í keöjunni og/eða olía fari i buxurnar. Fyrir þá sem hjóla vilja áhyggjulaust án þess að hugsa sífellt um fötin sín og viðhald á hjólinu eru þvi gíralaus hjól eða þriggja gíra hjól með gír- skiptingu innbyggðri í stýri bezt. Þriggja gíra hjól hafa þann galla aö hafa aðeins þrjá gíra. Einn er ætlaður til aksturs á fiatiendi, annar i brekkum og sá þriðji i brattari brekkum og í miklum meðvindi. Þetta hjól er hannað fyrir þá sem hjóla einungis til aö komast á milli staða innanbæjar en ekki fyrir langar vegalengdir þó vitaskuld sé hægt að nota þau á löngum túrum. Mesti kosturinn við þau er eins og áöur sagði að gírskiptingin er innbyggð í stýrið. Annar kostur er aö hægt er að skipta um gír í kyrrstöðu. Á hjólum með fleiri gira verður hins vegar hjólið aö vera á ferð svo hægt sé að skipta. Á að kaupa gírahjól eða gíralaust? Gírahjólin bezt í löngum ferðum Bezt á langkeyrslum Hjól með 4 og upp í 12 gíra eru hins vegar þau sem bezt henta i löngum túrum. Fyrir íþróttamenn og þá sem vilja hreyfa sig mikið henta þau einnig vel. Séu hjólin af passlegri stærð fyrir eigandann og með mjóum dekkjum er hægt að ná miklum hraða á þeim þegar lengi hefur verið stigið. Hægt er að velja á milli hjóla fyrir konur og karla. Karla- hjólin eru með þverstöng en kven- hjólin með tveim samliggjandi stöngum mun neðar en þverstöngin er. Þegar hjól er keypt á aö mæla réttu stæröina meö því að prófa karlahjól. Minnst þrír sentimetrar eiga að vera frá stönginni og upp í klof. Sætið á að vera í 5—10 senti- metra hæð yfir stönginni og þá á að vera passlegt fyrir hjólreiðamanninn að ná vel með hælnum niður á fót- stigið þegar það er í lægstu stöðu. Karlahjólin eru yfirleitt sterkari en kvenhjólin, það gerir þverstöngin. Hún myndar stóran lokaðan þrfhyrn- ing við fram- og afturstöng. Þríhyrn- ingurinn verður hins vegar minni á kvenhjólunum. Þetta hefur verið reynt að laga á sumum hjólum með því að hafa efri stöngina ekki alveg samsíða þeirri neðri heldur láta hana koma á afturstöngina um miðja vegu á leiðinni frá fótstigi til sætis. Þungt eða lótt Venjuleg gíralaus hjól eru yfirleitt úr stálblöndu og því fremur þung. Gírahjól eru hins vegar oftast úr létt- málmi einhvers konar. Þau eru líka oftast með mjórri brettum sem gerir þau enn léttari. Þau vega venjulega f kringum 10 kíló á meöan venjuleg gíralaus hjól eru þetta 13 og upp í 17 kíló. Vissir hlutar gírahjóla eru þó yfirleitt úr stáli og verða eiginlega að vera það, styrksins vegna. Fótstigið sjálft er fest á hjólið með þrennum hætti. í fyrsta lagi er um heilsoðið stál að ræða. Það myndar eina jafna órjúfanlega heild sem ekki er hætta á að neitt festist í. En hefur jafnframt þann galla að þegar þarf aðskiptaum „pedala” þarf aðskipta jafnframt um allt heila klabbið. Ann- ars vegar eru „pedalarnir” á festing- um sem koma saman í bolta. Þá er auðvelt að skipta um annan pedalann í einu en jafnframt eykst hættan á því að eitthvað festist i boltanum, t.d. buxnaskálmar. í þriöja lagi eru svo boltafestingar sem ekki koma út i gegn um pedalafestinguna sem þá er úr léttmálmi. Þetta þykir einna bezta festingin en er um leið dýrust. Hvers konar stýri? Hægt er að fá hjól með stýrum sem skiptast í höfuðdráttum í tvo flokka. Annars vegar eru fiöt stýri og hins vegar svokölluð kappakstursstýri sem eru mikið bogin. Kappakstursstýri hefur þann kost að hægt er að halda um það á þrjá mismunandi vegu. Það er ekki rétt sem margir halda að alltaf þurfi að sitja mikið boginn og halda um neðsta hluta stýrisins. Sú staða er fremur óþægileg nema þegar virki- lega á að spretta úr spori. En þegar það á að gera er staöan tilvalin þvi loftmótstaðan minnkar að mun. Þegar ekki á að fara svo hratt er hins vegar betra að halda höndunum uppi á stýrisstönginni. Fótstigin á gírahjólum eru oft með þeim hætti að sérstök klemma heldur fætinum á stiginu. Þessi klemma samanstendur af stálbolta og leður- reim. Þessu fylgir sá mikli kostur að fóturinn rennur ekki til á fótstiginu, jafnvel þó að það sé blautt. Sjálft gírakerfið í hjólum sem hafa fleiri en þrjá gíra er byggt upp af armi sem misstór tannhjól eru þrædd upp á. Keðjan rennur til eftir armin- um og upp á þessi tannhjól eftir því sem skipt er. Tíu og tólf gíra hjól eru auk þess búin litlu tannhjóli framan við hin hjólin öll. Þetta litla hjól margfaldar átakið á hverju tannhjóli. Til þess að skipta um glr verður hjólreiöamaöurinn að halla sér fram, taka höndina af stýrinu eða í það minnsta að færa hana til og halda um leið jöfnum hraða út skiptinguna. Á sumum hjólum verður að hjóla einn hring aftur á bak til að geta skipt en á öðrum nægir að stíga ekki á fótstig rétt á meðan. Oftast eru skiptin stig- laus þannig að hjólreiöamaöurinn verður að þreifa sig áfram með það hversu langt hann þarf að ýta á hand- fangið til að skipta yfir í næsta gir. Fyrir óvana getur þetta verið vanda- samt verk sem ekki skyldi æfa á götum úti því mikillar einbeitni þarf við og bilaumferðin má sízt við því að hjólreiðamaðurinn hugsi um eitthvað annað en hana. Áfram nú Gírahjólin freista margra til þess að nota sem hæstan gir. En það er þungt að hjóla lengi og hægt 1 háum gír, mun betra að hjóla hratt i lágum gír. Sem reglu er gott að miða við að ekki er gott að hjóla i hærri gír en það að stignir séu 60 hringir á mínútu. Hjóli fólk i of háum gír á það auk þess á hættu að skaða á sér hnén. Sé hjólað hratt í lággír er átakið á læri og hné minna en á sama hraða i háum gir. (DS þýddi nær beint úr Forbruker-Rapporten) Próf ið hjólið áður en þið kaupið það Aukahlutirfyrir hjólreiðamenn: Bflafælan kostar um30 krónur Eins og kom fram í greininni henn- ar Elínar hér á síðunni i gær eru sum reiðhjól aðeins það sem kalla má fok- held þegar þau eru keypt. Á þau vantar ýmsan útbúnað sem kveðið er á i lögum að þurfi að vera, svo og ýmislegt það sem ekki er lögboðið en menn telja eigi að síður nauðsynlegt. En hvað kosta þessir aukahlutir? Lás á hjól kostar á milli 60 og hundrað króna eftir því hversu vand- aður hann er. Lugt með rafli kostar um 100 krónur og glitmerki frá 3 krónum og 50 og upp í 25 krónur. Ætli menn að fá sér á hjólið svo- nefnda bílafælu kostar hún 30—35 krónur sé hún til. Slikar fælur standa hins vegar stutt við í búðum. Sérstakar reiðhjólatöskur fást einnig og kosta þær 80—90 krónur. Þessar töskur eru lagðar yfir böggla- berann. Handlagnir menn geta ugg- laust saumað sér svipaðar töskur sjálfir en þá þarf að athuga nokkra hluti. Taskan má ekki geta festst í teinunum. Hún veröur að mjókka niður að framan svo ekki skapist af henni óþægindi fyrir hjólreiðamann- inn. Og siöast en ekki sízt á hún að vera þannig í laginu aö þungi þess sem í hana er sett komi niður með hjólinu en ekki ofan á það. Ef mikill þungi er settur ofan á hjólið, t.d. ef hjólreiða- maðurinn er með þungan bakpoka á bakinu, spillist jafnvægi hjólsins og það verður óstöðugra. Sérstakir vind- og vatnsþéttir og um leið léttir gallar eru i rauninni nauðsynlegir fyrir hjólreiðafólk á Is- landi. Slíkir gallar fást í búðum eins og Hagkaupi og Dómus og kosta þeir 249 krónur á fyrrnefnda staðnum. Er um að ræða buxur og jakka með hettu. Þessu fylgir lítill poki sem hægt er að troða gallanum í þegar hann er ekki i notkun. Eingöngu voru til fullorðinsstærðir. Þegar slikir gall- ar eru keyptir er ágætt að kaupa þá i feikna skærum lit, þá sést hjólreiða- maðurinn bezt. .j)s. Ráðlegt er að fá að reyna hjól áður en það er keypt. Að minnsta kosti sumar verzlanir bjóða upp á slika prófun þó aðrar geri það ekki. Hjólið nokkra hringi í kringum búðina. Er létt að stiga hjólið? Er þægilegt að sitja á því? Er gírskipt- ingin þægileg? Reynið bremsurnar. Eru þær nógu góðar? Hversu löng er hemlunar- vegalengdin? Kveikið á ljósinu. Er birtan nægi- leg? Hvað sést hún langt að? Er stýrið lipurt og gott aö halda um það? Prófið það með þvi að sleppa því með hinni. Ef verzlunar- maðurinn leyfir prófið þá að sleppa báðum höndum til að vita hvernig þið ráðið við hjóliö þannig. DS. Hljólaæðl mlldfl stendur nú yfir. Stofnanlr og fyrlrtækl hafa jafnvel teldð sig saman og keypt upp heilu sendlngarnar af hjólum. Nýlega tók starfsmannafélag Landsbankans I Reykjavik og á Selfossl sig saman um að kaupa hundrað hjól af Erninum. Myndin var tekln þegar menn byrj- uðu að vitja hjóla sinna. DB-mynd BJ.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.