Dagblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ1981. 3 YMSUM HEFUR ORÐIÐ HÁLT Á MÖLINNI — Erla Ingvarsdóttir svarar reykvískum bflstjóra Erla Ingvarsdóttir hringdi: Reykviskur bílstjóri kýs að hafa nafnleynd er hann svarar mér í DB 10. júní sl. og skil ég það vel. Það gladdi mig bara að einhver viðbrögð skyldu verða við þessum orðum mínum. Þegar hægri umferð var innleidd voru bílstjórar hvattir til að aka með bros á vör en ég hugsa að þau séu fá brosin sem utanbæjarbílstjórar fá í umferðinni í Reykjavík, þó að vissu- lega séu til gleðilegar undantekning- ar. Mér skilst á svari bílstjóra að ég hefði alveg getað sleppt að tala um það sem ég er ekki dómbær á en hann segir m.a.: — Jafnvel þeir sem eru vanir umferðinni og fæddir og upp- aldir í Reykjavík eiga fullt í fangi með aksturinn. Nú vill svo til að ég er fædd og uppalin i Reykjavík og flutti ekki út á land fyrr en fyrir nokkrum árum þannig að ég tel mig dómbæra í þessu sambandi. Ég legg til að bilstjóri reyni það sjálfur að fá bíl með utan- bæjarnúmeri og aka honum í um- ferðinni í Reykjavík í einn dag eða svo. Bílstjóri hefði getað sleppt því að minnast á tryggingar. Landinu er skipt í þrjú áhættusvæði, sem öll miðast við tíðni slysa, og Stór- Reykjavíkursvæðið er með alhæstu slysatíðnina á iandinu. Mismunurinn á iðgjaldi er 30—40% en ekki allt að helmingieins og bílstjóri segir. Full- Kærleikur Guðs og pólítíkin ÁttavUltur i póiitlklnni skrifar: Ég tel mig vita hvað felst í hugtak- inu kristinn maður. Það er sá sem trúir ekki einungis á Jesúm Krist sem Guðs eingetinn son, heldur er einnig reiðubúinn að taka upp krossinn og feta í fótspor meistara sins. Maður sem hræðist hvorki menn né málleys- ingja og er reiðubúinn til þess að fórna lífinu fyrir vini sína og mann- réttindi þeirra, eins og Robert Sands gerði á dögunum í ensku fangelsi. En getur einhver sagt mér hvað kommúnisti eða sósialisti er, eða sá maður sem hvorki er kommúnisti eða sósíalisti? Af hverju ásaka þessir menn stöðugt hver annan fyrir að vera „rauður”, „grænn” eða „gulur”? Hvar er kærleikur Guðs i öllum þessum umræðum? yrðingar bílstjóra um að utanbæjar- fólk sé verri ökumenn eru fáránlegar því að þegar fólk á malbikinu hefur komið út á land hefur því oft orðið hálft á mölinni enda oft ekið eins og um malbik væri að ræða. Ég er sammála þeim sem vilja að Ómari Ragnarssyni sé falið að gera smáþætti fyrir sjónvarp um umferð- armál, um það hvernig eigi að keyra og hvernig eigi ekki að haga sér i umferðinni. Þá gætu allir landsmenn hafa gott af, sama af hvaða þjóð- flokki þeir eru. Ég vil að lokum taka fram að ég ek um á bíl með X-númeri en ekki F- númeri eins og misritazt hefur í DB. Hver er mun- urinná fimmtudegi og föstudegi? Steinka á Lóni skrifar: Elskulega fólk. Hvað er 18 ára takmarkið eiginlega? Það á víst að heita að maður sé nógu þroskaður til að gifta sig þegar 18 ára afmælisdag- urinn er liðinn en samt ekki nógu þroskaður til að fara inn á skemmti- staði á laugardagskvöldi. Af hverju ættu þeir sem eru á milli 18 og 20 ára aldurs ekki að fá að drekka vín á laugardagskvöldi eins og á fimmtudagskvöldi. Eru kannski fimmtudagskvöldin ætluð fólki sem er á þessum aldri og á það bara að vera heima þess á miili og horfa á sjónvarpið. Ég gæti tekið Klúbbinn sem dæmi. Þar mega þeir sem eru 18 ára og eldri fara inn á fimmtudags- kvöldum og drekka vín eins og þeir geta í sig látið og það er auðvitað sjálfsagt. En svo kemur föstudagur og á eftir honum laugardagur og hvað þá? Jú, þá verður þú að gjöra svo vel að vera með skírteini upp á að þú sért orðin(n) 20 ára. Gæti einhver frætt mig á því hvað er svona ólikt með fimmtudegi og t.d. föstudegi? Nei, það getur enginn af þvi að þeir eru alveg eins. Þeir hafa bara sitt hvort nafnið. Ég veit að þeir eru margir sem eru á sama máli og ég en hvað skyldu vera margir á móti og hvaða skýringar ætli þeir geti gefið? Það væri gaman aö vita. Furðuleg vinnu- brögð í Svínahrauni — Ekki svo dýrt, segir Rögnvaldur Jónsson hjá Vegagerðinni 7878—0126 hringdi: Ég var að koma að austan, yfir Svínahraunið og veitti því athygli að þar stóðu vegaframkvæmdir yfir. Mér fundust vinnubrögðin þó fremur skritin, því að þarna lögðu menn slit- lag yfir veginn á löngum kafla þar sem málaðar höfðu verið akreina- linur fyrir aðeins einni viku. Nú þykist ég vita að það kosti eitthvað að mála þessar línur á slitlagið og því spyr ég: Eru þetta forsvaranieg vinnubrögð? Rögnvaldur Jónsson hjá Vegagerð ríkisins sagði að þessar framkvæmdir ættu sér sína eðlilegu skýringar. Það væri stefna Vegagerðarinnar að mála eins mikið af akreinalínum á vorin og tök væru á. Þegar línurnar á veginum í Svínahrauni voru málaðar var ekki vitað hvenær malbikunarvélar fengj- ust frá Reykjavíkurborg. Vélarnar fengust svo nú fyrir skömmu og þvi var lagt slitlag yfir línumar. Rögnvaldur sagði að hér hefðu ekki farið miklir fjármunir til spillis, því að tiltölulega ódýrt væri að mála miðlfnu á vegi. Við teljum að notaðir VOL VO bílar séu betri en nýir bílar af ódýrari gerðum. VOLVO 245 GL ÁRG. '80 EKINN 33 ÞÚS.,SJÁLFSKIPTUR KR. 155.000 VOLVO 245 GL ÁRG. '80 EKINN 30 ÞÚS., BEINSKIPTUR KR. 150.000 VOLVO 245 GL ÁRG. '79 EKINN 22 ÞÚS., BEINSKIPTUR KR. 126.000 VOLVO 244 GL ÁRG. '79 EKINN 47 ÞÚS., BEINSKIPTUR KR. 120.000 VOLVO 244 DL ÁRG. '79 EKINN 32 ÞÚS., BEINSKIPTUR KR. 115.000 VOLVO 244 GL ÁRG. '79 EKINN 19 ÞÚS., SJÁLFSKIPTUR KR. 128.000 VOLVO 244GLÁRG. '78 EKINN 60 ÞÚS., SJÁLFSKIPTUR KR. 100.000 VOLVO 343 DL ÁRG. '77 EKINN 60 ÞÚS., SJÁLFSKIPTUR KR. 60.000 Okkur vantar nýlega bíla í umboðssölu VOLVO frá VELTIRHF Suðurlandsbraut 16, R. Sími 35200. Spurning dagsins (SpurtáEakMMO Hvernig líður þórídag? Þorieifw M. SigurÖMon sjómaflur: Ágætlega. Fjármálin eru 1 lagi, i bili. Ólafur Hreggvlðsson sjómaflur: — Mér hefur aldrei iiðið eins vel. Guflnl Krlstlnsson sjómaður: — Vel, enda er ég að fara á ball eftir langa úti- vist. Kristinn Aðalsteinsson framkvæmda- stjóri: — Bara vel. Það er að koma helgi og þá er fri hjá öllum nema mér. * Astrid Elllngsen: — Mér líður afskap- lega vel. Mig vantar bara fleiri klukku- stundir i sólarhringinn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.