Dagblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ1981. 17 BÆKUR OGTÍMARIT GANGLERI SLOKKVILIÐSMAÐURINN BLAO LANOSSAMBANDS SLÖKKVIUDSMANNA HAKON BJARNASON RÆKTAÐU GARÐINN ÞINN LEIDBEININGAR UM TRJARÆKT „Resktaðu garðinn þinn" f nýrri útgáfu Ut er komin á vegum Iðunnar ný út- gáfa, endurskoðuð, á bókinni Rækt- aðu garðlnn þinn, leiðbeiningar um trjárækt eftir Hákon Bjarnason fyrrum skógræktarstjóra. Bók þessi kom út fyrir tveimur árum og sýndi sig að þörfin fyrir slíka bók var mikil því að upplag fyrstu útgáfu er nú þrotið. Nýja útgáfan er lagfærð eftir því sem þurfa þótti. — f bókinni er gerð nokkur grein fyrir sögu trjáræktar á íslandi, og skal þá tekið fram að bókin fjallar um trjá- rækt í görðum en ekki ræktun skóga. Höfundur fjallar um gerð trjánna og næringu, segir frá uppeldi trjáplantna, gróðursetningu, hirðingu og grisjun. Þá er skýrt frá skaða á trjám og sjúk- dómum. Ennfremur eru í bókinni stutt- ar lýsingar á 28 tegundum lauftrjáa, 24 runnategundum og 17 barrviðum sem rækta má í görðum hér á landi. Fylgja umsagnir um lífsskilyrði hverrar teg- undar hérlendis, eftir þvi sem reynslan hefur leitt í ljós. Aftast eru skýringar á trjáanöfnum og skrá um heimildarrit. Ræktaðu garðinn þinn er 128 blað- síður. Oddi prentaði. 2. tbl. Húsfreyjunnar 1981 er komið út April-júní hefti Húsfreyjunnar kom nýlega út, útgefandi er Kvenfélagasam- band íslands. í blaðinu eru ýmsar greinar og frásagnir, m.a. er fjallað um öryggi á heimilum, hannyrðaþáttur er í blaðinu að vanda, Jenný Sigurðardóttir fjallar um pakkamat, birt er framhald af bréfum Bríetar Bjarnhéðinsdóttur sem hún skrifar frænda sínum. Einnig er fjallaö um breytingaskeiðið svo- kallaða hvort það sé goðsögn eða ekki. Mormónsbók er komin út á íslenzku Mormónsbók hefur nú verið gefin út á íslenzku og er útgefandi hennar Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu (Mormónakirkjan). Bók þessi kom fyrst út á enska tungu áriö 1829 eftir að Jósep Smith hafði þýtt hana af frummáli, sem var endur- bætt egypzka, en hún var letruð á gull- töflur. Kom bókin þá út í 5000 ein- tökum en i dag er Biblían eina bókin sem seld er i fleiri eintökum í heimin- um. Útkoma bókarinnar þá vakti mikiö umtal og óróa og þá sérstaklega vegna fullyrðingar Jóseps Smith um uppruna hennar. Bókin hefur verið gefin út á fjölda tungumála um allan heim. Bókin segir frá uppruna og sögu frumbyggja Ameríku, Indíánanna, og annarra sem lifðu þar i álfu og styðja hinar miklu rústir og fornminjar, sem fundizt hafa þar á síðustu árum, þá sögu svo ekki er um villzt. Segir bókin frá trú þessa fólks og trúarlífi, siðum þess, erjum og styrjöldum. í henni eru margar trúarkenningar en fyrst og fremst er bókln annað vitni um Jesú Krist, frelsara okkar, og er megintil- gangur hennar aö varðveita trúarlega lífsspeki, fullvissa lesanda sinn um raunveruleika Guðs og staðfesta að Jesús er Kristur, frelsarinn. Sá lesandi, sem leitar slíkra hluta, mun finna þá þar í ríkum mæli. Bókin er 559 bls. að stærð og skiptist hún í fimmtán meginhluta eða kafla sem allir, að einum undanteknum, nefnast bækur en síðan skiptast í kapí- tula og vers. Fjöldi tilvísana er í bók- inni ásamt góðum efnislykli. Bókin er prentuð hjá Prentsmiðjunni Odda hf. Hún verður ekki til sölu í bókabúðum en hægt er að fá hana hjá Kirkju Jesú Krists hinna síöari daga heilögu aö Skólavörðustíg 46. 3. hefti Samvinnunnar er komið út 3. hefti Samvinnunnar kom nýiega út. Ritstjóri blaðsins er Gylfi Gröndal. Margt efnis er í blaðinu, t.d. er farið i heimsókn til Gunnars Sveinssonar kaupfélagsstjóra hjá Kaupféiagi Suður- nesja. Fram koma sjónarmið átta manna um stefnuskrá samvinnuhreyf- ingarinnar. Herbergi með útsýni nefn- ist létt smásaga eftir Hal Dresner, þýð- andi er Þorleifur Þór Jónsson. Einnig birtist þýdd grein í blaöinu um tölvu- tæknina og hvaða áhrif hún getur haft hjá fyrirtækjum. Ýmislegt annaö efni er í blaðinu svo sem fastir þættir eins og Vísnaspjall, Verðlaunakrossgáta o.fl. Áfangar — Tímarit um ísland, útiveru og ferða- lög Nýlega kom út annað tbl. 2. árg. tíma- ritsins Áfanga. Útgefendur eru útgáfu- fyrirtækið Um allt land. Ritstjóri er Sigurður Sigurðarson. Ýmsar greinar eru i ritinu sem tengjast ferðalögum og w nrnnnnr 5E— mmm mmmumm Tftnaritið Gangleri Tímaritið Gangleri, fyrra hefti 55. ár- gangs, er komið út. Meðal efnis má nefna greinar um Pascal og Tagore. Grein er eftir Guðmund Finnbogason um bjartsýni og svartsýni. Aldous Hux- ley skrifar um manninn og trúarbrögð og sagt er frá leyndardómi Bermúda- þríhyrningsins. Gangleri er 96 bls. íþróttablaöid ÍÞRÓTTM ft úmif S kr <»JN> —r ....ni.rusfe Slökkviliðsmaðurinn er kominn út Nýlega kom út 1. tbl. blaðs Landssam- bands slökkviliðsmanna og er þetta 8. árgangur. í blaðinu eru ýmsar greinar, sem tengjast störfum slökkviliðs- manna, svo sem grein um_ slysatíðni imeðal slökkviliðsmanna, birtur er kafli úr bók um reykköfun, fjallaö er um brunann i Brautarholti 4, einnig er fjallað um börn og brunahættu á heim- ilum. Sagt er frá brunavörnum í Stykk- ishólmi og rakin er saga eldvarna þar. Ýmsar fleiri greinar eru í blaðinu. útivist. Má þar nefna frásögn Jóns Gauta Jónssonar um vörðuleit i Ódáðahrauni. Tómas Einarsson kynnir gönguleiðir á Vesturlandi. Lýst er helztu ökuslóðum á hálendi íslands í grein sem nefnist Hálendiö heillar. Guðmundur Gunnarsson segir frá leið- um og stöðum i Ódáðahrauni. Auk þess má nefna viðtal við hinn góðkunna Úlfar Jacobsen og segir hann frá ferðum sinum um hálendi ís- lands. í blaðinu er mikill fjöldi mynda og þó nokkrar i lit. <€ íþróttablaðið er komið út 5. tbl. hins sívinsæla íþróttablaðs kom nýlega út. í blaðinu er ýmislegt efni. M.a. er fjallað um íþróttalíf á Selfossi. Einnig er viðtali við Hannes Eyvinds- son Ísiandsmeistara í golfi, Gunnar Bender skrifar um útilíf. Leikmenn fyrstu deildar liöa í knattspyrnu eru teknir tali og spáð um deildina í sumar. Loks má nefna grein er fjallar um ruddaskap í knattspyrnu. I fyrsta sinn á íslandi - Hinir heimsfrægu „AMERICAN Miðaverð Kr 40.00 tyrir fullorðna kr. 20.00 fyrir born 12 ára og yngri. Umboðsmenn GM, VauxhaH á íslandi. — Stærstí bilaframleiðandi i heimi — Véladeild Sambandsins.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.