Dagblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐID. ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ1981. 5 ÓVÍST HVER AFDRIF GERVASONIS VERDA —gæti lent í fangelsi þrátt fyrir valdatöku Mitterrands Frá Sigriði M. Vlgfúsdóttur, fréttarilara DB i Paris: PatrickGervasonidvelst um þessar mundir i Paris. Til Frakklands kom hann frá Kaupmannahöfn þegar hann frétti um sigur Mitterrands í frönsku forsetakosningunum. Hann hafði, sem kunnugt er, ekkert vega- bréf til að komast inn i landið en fékk í stað þess sérstakt leyfisbréf hjá franska konsúlatinu i Kaupmanna- höfn til að komast inn i Frakkland. Gervasoni var stöðvaður við frönsku landamærin og haldið þar í fjórar klukkustundir. Að þvi búnu var honum sleppt með því skilyrði að hann gæft sig fram við herdómstól i Marseilles i Suður-Frakklandi. Enginn ákveðinn dagur var hins vegar nefndur í þvi sambandi. Hver framvinda máls Gervasonis veröur er nokkuð á huldu. Valdataka Mitterrands er talin munu breyta ein- hverju um stöðu mála, en hve miklu er óljóst. Þannig eru aðallega nefndir þrir möguleikar um afdrif Gervasonis: Að honum verði gefnar upp sakir og verði þar með frjáls maður á ný; að hann fari í herfang- elsi í tvö ár eins og aðrir þeir sem hingað til hafa neitað að gegna her- þjónustu; og í þriðja lagi er hugsan- legt að hann fái strangari dóm og lengri fangavist fyrir að yfirgefa Frakkland. Stuðningsmenn Gervasonis i Frakklandi segja að á hverju ári neiti tiu þúsund ungir menn að gegna her- þjónustu. í dag verður blaðamannafundur með Gervasoni og fleiri aðilum sem svipað er ástatt um. Er hugsanlegt að efnt verði til einhvers konar mót- mæla, e.t.v. farið i kröfugöngu að honum loknum. -KMU. Fjölgar hiá áHftamömmu —ogfleirifugjum Það þykir tiðindum sœta þegarýjölgar ó tjörninni og þó ekki sízt hjá áiftamömmu. Undanfarin ár hefur hún nefnilga alveg slepptþví. Sveinn Ijósmyndari DB rak þó augun í að eitthvað vteri að gerast í tjarnarhólmanum og varfljóturað skella linsu i vélina. Það var greinilegt að von var á nýjum .jarnarungum og álftamamma gœtti vel hreiðursins. Álftapabbi var á nœstu grösum, henni til halds og trausts. Minnisvarði um drukknaða sjómenn á Eskifirði — Einstaklingar og fyrirtæki gáfu tæpar 20 milljónir gkr. til minnisvarðans Á sjómannadaginn var afhjúpaður á Eskifirði minnisvarði um drukknaða sjómenn frá Eskiftrði. Við athöfnina stóðu félagar úr björgunarsveitinni Brimkló heiðursvörð. 13 ára gömul stúlka, Anna Herdís Eiriksdóttir, af- hjúpaði minnisvarðann og i lok at- hafnar lögðu tvær sjómánriakonur blómsveig aö minnisvarðanum. Var athöfnin afar hátiöleg og fór fram i sól- skini og góðu veðri. Minnisvarðann gerði danskur lista- maður, búsettur i Reykjavik, Aage Nielsen-Edwin. Sýnir hann sjómann, krjúpandi meö húfu sina milli hand- anna, biðja sjóferðarbæn. Listamaður- inn verður 83 ára i sumar. Hann var viðstaddur athöfnina. Minnisvarðinn er reistur af frjálsum framlögum einstaklinga og fyrirtækja. Gáfu margir rausnarlega. Heildar- kostnaður við gerð og uppsetningu verksins er nálægt 20 miiljón gkr. Við athöfnina flutti sr. Davíð Baldursson sóknarprestur ritningarorð og Helgi Hróbjartsson, sjómannafull- trúi þjóðkirkjunnar, flutti bæn. Aðal- steinn Valdimarsson, form. minnis- varðanefndar, flutti ávarp og afhenti Eskifjarðarbæ: listaverkið til varð- veizlu. Áskell Jónsson bæjarstjórí tók viö gjöfinni og þakkaði öllum sem þar hefðu vel að unnið. Að öðru leyti fór sjómannadagurínn á Eskifirði fram með hefðbundnum hætti, m.a. meö kappróðri og stakka- sundi. Nýlunda var að Markús B. Þor- geirsson sýndi björgunarnet sitt. Fékk hann lof og þakkir fyrír, enda ferðast hann á eigin kostnað til að kynna sitt öryggis- og björgunarnet. -Emll HAFPy^FEET Nýtt og nytsamt. Þú setur HAPPY FEET sólana í skóna og þeir gefa þér þægilegt iljanudd (Zoneterapi), sem örvar líffær- in og dregur úr vöðvaþreytu. Tugþúsundir Dana hafa framúrskarandi góða reynslu afHAPPY FEET. HAPPY FEET eru framleiddir í Kína og byggja á aldagamalli reynslu Kinverja af akupunktur. Prófaðu HAPPY FEET og þú munt sannfærast. Kynningarverð kr. 69,10 auk burðargjalds. 14 daga skilaréttur: Ef þú ert ekki á ánægðurfur) með árang- urinn, endursendir þú sólana og færð peningana til baka. SÓLINN ZONETERAPI Verð aðeins 78 kr. auk burð- argjalds. PÖNTUNARSÍMI75253 Siálfvirkur simsvari tekur vió pöntun pmni utan skrrfstofutima. Póstverzlunin AKRAR Pósthólf 9140129 Rvk. Sólteppið Notaðu sólteppið I sólbaðið. Þú getur legið á teppinu eða hengt það upp og það endurkastar sólargeislunum á lík- amann, alveg eins og sjórinn eða snjór- inn. Þú verður ótrúlega 'fljótt sólbrún(n) með sólteppinu. Dvergsaumavélin sfvinsæla. Tilvalin i ferðalagið, sjálfsögð á sjóinn. Krakkarnir sauma dúkkufötin auðvcld- lega með dvergsaumavélinni. Verð aðeins 79 kr. auk burðargjalds. FUNDARBOÐ Stjórn Átaks boðar til fundar að Hótel Sögu, Súlnasal, fimmtudaginn 18. júní nk. Fundurinn hefst kl. 20.30. Dagskrá fundarins verður á þessa leið: 1. Lögð fram drög að samstarfssamningi við Útvegsbanka íslands. 2. Lagabreytingar. 3. Stjórnarkjör. 4. Önnurmál. Átaksfólk fjölmennið og takið með ykkur gesti. Albert Guðmundsson Hilrnar Helgason Guðmundur J. Guðmundsson Guðmundur G. Þórarinsson Edvald Berndsen Jóhanna Siguröardóttir. víðð 7 he«lsu! Til hamingju ef svo er. En getur ekki hugsazt aö þú og þínir þurfi einhvern tímann á áöstoð Ataks aö halda. Vertu félagi. Tryggðu framtíöina. Hringduj síma 29599 og fáöu nánari upplýsingar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.