Dagblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1981. LAUSAR STÖÐUR Staöa fulltrúa og staða ritara á skrifstofu Tækniskóla íslands eru lausar til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðúneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík. fyrir 12. júlí nk. Menntamálaráðuneytið, 12. júni 1981. Offsetljósmyndun Óskum að ráða mann í offsetljósmyndun og filmuumbrot. — Uppl. gefur yfirverkstjóri. Hilmir h.f., Síðumúla 12. Útboð Hitáveita Akraness og Borgarfjarðar óskar eftir tilboðum í virkjun við Deildartungu — safnæðardaélustöð. Útboðsgögn verða afherit á Verkfræðistofu Sigurðar Thor- oddsen Ármúla 4, Reykjavik og Berugötu 12, Borgarnesi og Verkfræði- og teiknistofunni Heiðarbraut 40, Akranesi gegn 1000 króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hitaveitunnar Heiðar- braut 40, Akranesi, þriðjudaginn 30. júní kl. 11.30. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN HF. ÁRMÚLA 4 REYKJAVÍK - SÍMI84499 SKÓLASTJÓRI - YFIRKENNARI - KENNARAR Lausar eru stöður skólastjóra og yfirkennara við grunn- skóla Akraness (Grunnskólann við Vesturgötu), umsókn- arfresturer til 30. júní. Ennfremur eru lausar nokkrar almennar kennarastöður við grunnskóla Akraness. Æskilegar kennslugreinar: stærð- fræði 7., 8. og 9. bekkur, enska og danska, sérkennsla og kennsla yngri barna. Umsóknarfrestur er til 30. júní. Upplýsingar gefa Hörður Ó. Helgason formaður skóla- nefndar sími 93-2326 (í hádegi og á kvöldin), Guðbjartur Hannesson skólastjóri sími 2723 á kvöldin, og Ingi Steinar Gunnlaugsson skólastjóri í síma 1193 á kvöldin. Skólanefnd. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur vekur athygli félagsmanna sinna á námskeiði sem haldið verður samkvæmt ákvæðum í kjara- samningi og veitir rétt til kauphækkunar. Námskeiðið er ætlað afgreiðslufólki, sem hefur náð efsta þrepi í 9., 11. og 13. launaflokki. Þó getur vinnuveitandi heimilað námsfólki að sækja námskeiðið eftir styttri starfstíma. Námskeiðið verður haldið 22. júní til 10. júlí í Verzlunarskóla íslands. Þátttökugjald er greitt af vinnuveitendum og ber þeim að skrá afgreiðslufólk á námskeiðið hjá Kaupmannasamtökum íslands fyrir 18. júní nk. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. tm ~ ------ Tregða kerfísins Einar Ólason hringdi: Mig langar til að vekja athygli á því hvað kerfið getur verið þungt i vöfum. Þannig er mál með vexti að ég á inni 103 krónur hjá veðdeild Landsbankans en þessar krónur eru vextir af sparimerkjum. Sparimerk- in fékk ég að taka út fyrir nokkrum árum vegna íbúðarkaupa og fékk ég til þess sérstaka undanþágu. Ég hélt því að mér væri heimilt að taka þessa vexti út Hka en svo mun þó ekki vera. Ég hringdi í veðdeildina vegna þessa máls en þar var mér sagt að tala við Húsnæðismálastjórn. Starfsfólk þar sagði mér að ég gæti ekki náð þessum peningum út vegna þess að ég væri ekki að kaupa ibúð en mér var bent á að tala við skattstjóra og biðja um undanþágu. Hjá skattstjóraembætt- inu var mér svo tjáð að engin undan- þága fengist þar sem ég væri ekki i sambúð og hefði ekki fyrir fjölskyldu að sjá. Það lítur því út fyrir að ég fái ekki þessa peninga fyrr en eftir nokkur ár en ekki á ég von á að verð- gildi þeirra verði neitt sérstaklega hátt þá. 103 krónur eru e.t.v. ekkl há upphæð en ekkl vex verðgildi þeirra á næstu árum. Ósanngjamt far- gjald með Akraborg Óskar Þór Óskarsson, Borgarnesi, slcrifar: Ég hef farið nokkrum sinnum með traktorsgröfu með Akraborginni og hefur mér fundizt fargjaldið nokkuð hátt. Ég spurði því hvað það kostaði að flytja vörubil með skipinu og kom þá í ljós að það er talsvert ódýrara. Ég spurði hvort hægt væri að fá vél- ina flutta á sama taxta og vörubflarn- ir, enda ekki ósanngjarnt að minum dómi, þar sem grafan er a.m.k. einum til tveim metrum styttri en venjulegur vörubill og tekur því minna gólfpláss. Stýrimaðurinn á Akraborginni taldi það af og frá að það væri hægt og ætlaði ég því að fara frá borði með gröfuna og keyra hana fyrir Hval- fjörð til Reykjavfkur. í þeim svifum ber þar að mann, líklega fram- kvæmdastjórann, og segir hann mér að ég geti fengið gröfuna flutta á vörubílataxta. 27. mai sl. fór ég svo aftur með gröfuna frá Akranesi til Reykjavíkur og var þá auðsótt mál að fá gröfuna flutta á vörubílataxta, sem er 215 krónur. Kannski hefur stýrimaðurinn munað eftir mér en hann sagði að gjaldskráin hefði hækkað þennan dag. Raddir lesenda 4. júní sl. fer ég svo enn til Reykjavíkur en þá var annar stýri- maður á vakt. Yngri maður sem vissi vel hver hafði völdin um borð. ’Eg mælist sem fyrr til þess að fá gröfuna flutta á vörubílataxtanum en svarið var þvert nei. Mér þótti þetta ósann- gjarnt og sagði að ég borgaði ekki nema samkvæmt vörubílataxtanum. Hann sagði þá að ég færi ekki með skipinu og fór svo að rukka aðra sem þama voru. Ég beið þarna nokkra stund og þegar hann kom svo aftur þá spurði hann hvort ég vildi greiða uppsett gjald. Ég sagðist neyð- ast til þess og borgaði 350 kr. fyrir og var ég mjög ósáttur við þessi mála- lok. Á nótunni hér á myndinni sést hvað Oskar varð að greiða samkvæmt hærri taxt- anum en miöarnir sem liggja ofan á nótunni eru kvittun fyrir fyrri ferð, að upphæð samtals 215 kr. s Hallbjörn er frábær —segir fýlupoki sem hreifst m jög af söngvaranum í Óðali Fýlupokl skrifar: Við Reykvíkingar urðum þeirrar ánægju aðnjótandi fyrir stuttu að fá að sjá og hlýða á hinn frábæra „kántrý-söngvara” Hallbjörn Hjart- arson kynna plötu sína „Kántrý” í Óðali. Það er óhætt að segja að hann hafi komið Reykvíkingum á óvart, því að hér er tvímælalaust á ferðinni einn fjörugasti og skemmtilegasti skemmtikraftur sem fram hefur komiö lengi. öll framkoma Hallbjarnar var með þeim hætti að hann hreif alla með sér. Framkoma hans var blátt áfram og mikill hressileiki yfir allri hans sviðsframkomu, þannig að allir, jafnvel fýlupokar, hrifust með. Hljómplata Hallbjarnar er auöheyr- anlega unnin með þvi hugarfari að láta gæðin ganga fyrir og víst er aö við gerð hennar hefur ekkert veriö sparað. Söngur Hallbjarnar er frá- bær og raddbeiting hans og tilfinning i túlkun texta er eftir efni og innihaldi hvert sinn. Þá er textaframburður hans einstaklega skýr og einhver sá bezti sem ég hef heyrt á íslenzkri hljómplötu. Það er hverjum manni ljóst sem hlustar á þessa plötu aö Hallbjörn er frábær lagahöfundur og söngvari og raddsviö hans breitt og röddin tær. Ég vil mælast til þess við útvarpið að það geri meira að því að kynna plötu Hallbjarnar í stað þess að íeika endalaust ýmis innihaldslaus lög og þvælur, s.s. Eirík Fjalar. Það má heita svo að maður opni ekki fyrir út- varpið án þess að heyra þessa vitleysu í tima og ótima. Ég vonást svo til þess að Óðal eða eitthvert annað veit- ingahús sjái sér fært að leyfa okkur að sjá Hallbjörn sem fyrst og veit ég að ég mæli fyrir munn margra.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.