Dagblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1981. I Menning Menning Menning Menning ÞRIR FRA PARIS Árni Ingólfsson, Helgi Þ. Fríðjónsson og Níels Hafstein íNýlistasafninu Eitt af því sem lengi hefur staðið i vegi fyrir að íslenzk myndlist hlyti þá viðurkenningu á erlendri grundu sem hún verðskuldar og þarf kannski á að halda er það skipulagsleysi sem ævinlega hefur rikt í sýningarmálum okkar. Nú líður vart svo vika að ekki berist til landsins fyrirspurnir um islenzka myndlist eða boð um sýn- ingar eða þátttöku i erlendum sýningum. Þessi boð eru oft send til menntamála- eða utanríkisráðu- neytisins sem ekki háfa sérfróða menn á sínum snærum til að afgreiða þau né heldur upplýsingarit. Boðin verða þar innlyksa eða lenda um siðir hjá öðrum aðilum sem ekki vita hvað þeir eiga við þau að gera, kannski of seint til að aðhafast nokkuð. Beiönir um nýlistarsýninfear hafa t.d. lent hjá Listasafni íslands eða FÍM, boð til grafíklistamanna hafa lent hjá Mynd- höggvarafélaginu o.s.frv. Ófremdarástand Síðan koma boð stíluð á hin og þessi samtök myndlistarmanna, sum byggð á misskilningi og er þá ekki svarað, önnur svo umfangsmikil að samtökin hafa ekki bolmagn fjár- hagslega til aö senda sýningar utan.Eða þá að einstakir listamenn eru tengiliðir við útlöndin og senda sín eigin verk og verk vina sinna vitt og breitt um heiminn sem hina einu sönnu íslenzku myndlist. Allt þetta og fleira skrýtið hefur gerzt í listsýningarmálum lands- manna undanfarin ár og því löngu tímabært að ræða þetta ófremdar- ástand sem var gert á nýafstöðnu Myndlistarþingi. Þar komust menn m.a. að þeirri niðurstöðu að bráð- nauðsynlegt væri að setja á fót eina dreifingarmiðstöð íslenzkra mynd- lista sem sæi um að taka á móti erlendum sýningum og koma islenzkri list á framfæri erlendis. íslendingar sitja heima Væntanlega mundi koma til kasta slíkrar miðstöðvar að ákvarða hverjir skyldu sendir á Biennalana í Fen- eyjum og París og Dokumenta sýninguna I Kassel sem eru stærstu alþjóðlegu listsýningar sem haldnar eru í Evrópu. Eins og áður hefur verið skrifað um hér I blaðinu hefur áhugaleysi ríkisvaldsins á dreifingu íslenzkrar myndlistar erlendis, svo og ofangreint skipulagsleysi, orðið til þess að íslenzkir listamenn hafa oft og tfðum mátt sitja heima. Nema þá aö þeir hafi sjálfir kostað sig til utan- farar. Það er til marks um það góða orð, sem fer af islenzkri myndlist, að aðrar þjóðir kappkosta að fá íslenzka myndlistarmenn til þátttöku á sýningum og hafa gjarnan tekið að sér að greiða allan kostnað viö þátt- töku þeirra, —- sem íslenzka ríkið ætti með réttu að gera. Fyrir opnum tjöidum Nú þýðir ekki að senda hvað sem er á þessar sýningar. Það ætti að vera öllu listáhugafólki ljóst að Bienna- larnir 1 Feneyjum og i París eru sér- stakur vettvangur fyrir nýrri viðhorf í myndlistum og mundum við verða okkur til athlægis ef við sendum þangað landslagsmálverk. Eins og málin hafa gengið fyrir sig hingað til hafa aðstandendur þessara sýninga haft samband við nokkra hérlenda myndlistarmenn sem kenndir eru við nýrri listir, þ.á m. Sigurð Guðmundsson og Magnús Pálsson, og beðið þá um tillögur um íslenzka sýnendur. Þær tillögur hafa síðan verið lagðar fyrir erlendar sýningar- nefndir sem vinza úr það sem þeim ekki fellur i geð. Því er tómt mál að tala um að fslenzkir nýlistarmenn velji sjálfa sig á þessar sýningar, eins og heyrzt hefur. Hins vegar gæti myndlistarmiðstöð staðið að þessu vali með lýðræðis- legri hætti, fyrir opnum tjöldum, og i leiðinni kynnt almenningi eðli og gildi þessara alþjóðlegu myndlistar- sýninga. - '• • Út f aflra sálma En meðan opinberir aðilar sjá ekki um þá kynningarstarfsemi er vel til fundið af Nýlistarsafninu að vekja athygli á Parísarbiennalinum með sýningu á verkum þeirra þriggja íslendinga sem tóku þátt i honum i fyrra, þeirra Árna Ingólfssonar, Helga Þorgils Friðjónssonar og Níelsar Hafstein. Sýningunni er fylgt úr hlaði með afar smekklegri skrá sem ætti að vera öðrum og stærri söfnum til eftirbreytni. Tvö ár eru nú liðin síðan lista- mennirnir gerðu þau verk, sem sýnd voru í Parls, og eðlilega eru þeir nú komnir út i aðra sálma. Aðeins Niels Hafstein sýnir verk af biennalinum, félagar hans sýna nýrri verk. Þessi verk Níelsar, myndraðirnar Fyrirgefðu litli vinur og Teiknaðu fyrir mig lamb, hafa áður verið til sýnis hér i frumstæðara formi. Nú Myndlist r ” IíSSs *»»< AÐALSTEINN INGÓLFSSON L Níels Hafstein ásamt verki sínu á sýninuunni. Hluti af verki Arna Ingólfssonar. hefur höfundur fágað verkin og gengið haganlegar frá þeim þannig að fyrirætlan hans liggur ljósar fyrir. Eins og i mörgum eldri verkum hans togast þarna á sterkt tilfmningalegt inntak og rökræn úrvinnsla og þrátt fyrir það sem höfundur segir í sýningarskrá um „meðferðina á sak- lausu dýrinu” þá hefur áhorfandinn sterklega á tilfinningunni að rökrænt samhengi myndraðanna og frágangur þeirra sé listamanninum meira virði en skírskotunin til hins „grimmdar- lega verknaðar”. Afl brenna brýr Helgi Þorgils sýnir nýleg verk og nýrri í svipuðum dúr og við sáum i Norræna húsinu ekki alls fyrir löngu. í sinum frásagnarlega húmor og myndrænum grikkjum er listamaður- inn samur við sig. Mestar breytingar hafa orðið á verkum Áma Ingólfssonar frá því biennalinn leið. Árni hefur ætið verið leitandi í myndlist sinni og óhræddur við að brenna brýr að baki sér. Ég minnist hans sem glimrandi teiknara í Myndlista- og handíðaskólanum, sá siðan ljósmyndir eftir hann þar sem hann virtist af ásettu ráði reyna á við- horf skoðandans varðandi „bana- lftet” í myndverki. í París sýndi hann griðarstórar ljósmyndir af sjálfum sér i ýmiss konar gervum, andspænis óvæntum fyrirbrigðum, ívitnunum í hluti. Áhorfandinn átti sjálfur að sjá um að tengja þetta tvennt, Árna og annaö það sem var að gerast kringum hann. Nú virðist Ámi á krossgötum í myndlist sinni. í Nýlistarsafninu er eitt stórt verk i tveim pörtum þar sem tvenns konar aðferðafræði togast á. Fyrir endavegg er fyrri hluti verksins, í mörgum pörtum sem samanstanda af máluðum seglbát, pálmatré, (DB-myndir Gunnar Örn) ókennilegu tákni, kaninu, kven- mannsleggjum. Partar þessir eru annaðhvort málaðir beint á vegginn, á strigabúta eða mótaðir i leir eins og leggimir. Afl uppsrepttu listgáfunnar Hér stendur áhorfandinn sem sagt andspænis ýmsum likingum, eins og í óræðu ljóði, og á sjálfur að spá i merkinguna eða alltént finna þá merkingu sem hann sættir sig við. Sjálfur viU Ámi ekki láta neitt uppi um inntakið til að hafa ekki áhrif á áhorfandann. Sá sem hér pikkar á ritvél þóttist sjá i þessu alls kyns ljóðræna mögu- leika en viU þó ekki, fremur en Usta- maðurinn, kveða upp úr með neinar meiningar. Hægra megin við þetta verk hangir málverk sem á að vera sföari hluti þessa fyrirtækis. Þar er eins og Árni sé vísvitandi að varpa af sér aUri sinni teikni- og málunarþjálfun tU að komast nær uppsprettu sinnar eigin listgáfu. Ekki skal ég spá fyrir um hagnýti þeirra tUrauna fyrir hann, — bendi aðeins á að víða í Evrópu eru ungú myndUstarmenn í svipuðum hugleiðingum og Árni. Þó er ég að velta fyrir mér hvort Ustamanni sé eiginlegra að vinna gróft og frum- stætt, eins og barn, en að tjá sig, eins og hann bezt getur, með aðstoð allrar þeúrar tækni sem hann hefur til- einkað sér og er orðin hluti af honum. AUt um það hefur Parísarbiennal- inn þegar skilað árangri fyrú þá Árna og Helga Þorgils. Verk þess fyrr- nefnda voru valin til úrvalssýningar sem send var til Portúgals en auðugur ftali ætlar að halda verkum Helga á lofti á ftalíu. -AI Musica Nova — Skerpla 1981 Klrkjutónlaikar í KHstskirkju 10. júní. Flytjendur: Ragnar Bjömsson organlalkari; Klrkjukór Akrariess, ásn.ut ;>«ftngvurunum Halldórl Vllhalmssyni, Agúst Agústsdótturog Pétrl ö. Jónssynl, stjórnandi: Haukur Gufliaugsson. Organlelkari: Antonio Corvelras. Svo skUyrtir geta menn orðið á túna, ekki síst á byrjunartíma tón- leika, að þegar tónleikar eins og stofntónleikar Musika Nova eru haldnú á öðrum tima en venjulega verður maður fyrú þvf að koma á kolvitlausum túna i bæinn og missir af þeim. Eigi nötrafli jörflin nú En aörú af fimm tónleikum Skerplu voru í Kristskirkju á mið- vikudagskvöld. Ragnar Björn^son lék tíu sálmforleiki, að mestu leyti hina sömu og hann lék í Skáholts- kúkju í fyrrasumar. Ég frétti það suður við Miðjarðarhaf þá aö Ragnar heföi leikið i Skálholti og valdið Heklugosi. Ekki nötraði jörðúi þegar Ragnar lék l þetta sinn. Má vera að hún sé búin að sætta sig við fítons- kraft organistans sem keppinaut sinn og kunni nú að lifa í sátt við Ragnar Björnsson. mátt islenskrar orgeltónlistar. Allir eru forleikúnir góð múslk, en hefðu notiö sin betur einn og einn innan um aöra kirkjutónlist i prógrammi. Tíu í röð verka þeú óhjákvæmilega keim- líkú þótt alls óllkú séu I sjálfu sér. Betra heföi ég talið að skipta þeún og leika heúning á undan og helming á Antonlo Corvelras. eftir kantötu Leifs Þórarinssonar. Erfitt er að gera upp á milli þessarra tíu vönduðu sáúnforleikja, en sterkast höfðuðu til mín „Lofið Guð” Þorkels Sigurbjörnssonar yfir sálmalag eftir Pétur Guðjohnsen og svo „Kær Jesú Kristi” og „Um sáím sem aldrei var sunginn” eftir Jón Nordal. Leikur Ragnars var mikil- fenglegur. Það er á fárra færi að leika keimlíka forleikjaröð án þess að langdregin verði, en það tókst Ragnari svo sannarlega. Kjarngóð og kraftmikil Kantata Leifs Þórarúissonar, Rís upp ó guð, fyrir kór einsöngvara og orgel var nú flutt í heild sinni. Á tón- leikum sínum í fyrra gaf Kirkjukór Akraness sýnishorn af kantötu Leifs. Mér þótti hún þá, sem nú, kjarngott og kraftmikið verk og kór og ein- söngvarar fluttu hana með prýði. Reyndar finnst mér að Leifur hefði gjaman mátt láta fylgja með hefð- bundna, kirkjulega málmblásarasveit — verkið býður einhvern veginn upp á það að minum dómi. Tónleikar þessir voru gott dæmi þess að ekki vantar líf i kirkjutónlist á íslandi f dag. -EM. '

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.