Dagblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ1981. " 1 ™'"N MiMBIABW Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoðarritstjórí: Haukur Helgason. Fróttastjórí: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjórí ritstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoöarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karísson. Blaðamonn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stofánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Krístján Már Unnarsson, Siguröur Sverrisson. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamloifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorri Sigurðsson og Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjórí: Már E.M. Hall- dórsson. Droifingarstjóri: Valgerður H. Svoinsdóttir. Ritstjórn: Slðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadoild, auglýsingar og skrífstofur: Þverholti 11. Aðalsími blaðsins er 27022 (10 linur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugorð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskríftarverð á mánuði kr. 70,00. Verð i lausasölu kr. 4,00. Margt hefur tekizt vel Flest er það ánægjulegt, sem kemur í ljós, er staða afmælisbarnsins er metin á 37 ára afmæli íslenzka lýðveldisins. Þessi unga stofnun hefur sannað gildi sitt og fetar hægt, en örugglega inn í óvissa framtíð margra möguleika. Við tökum af krafti þátt í tækni og verkfræði, listum og bókmenntum. Það er með ólík- indum, hversu víða sköpunargáfa og -gleði fá útrás hjá aðeins um 220 þúsund manna þjóð. Þetta réttlætir bezt tilverulýðveldisins. Sama orkan og athafnasemin kemur fram í daglegu lífi þjóðarinnar. Menn vinna langan vinnudag við gnægð verkefna, meðan 10% íbúa nágrannalandanna ganga um með hendur í vösum, af því að störf eru ekki til handa öllum. Um leið hefur lýðveldinu tekizt að koma hér á meiri jöfnuði en annars staðar er raunin á. Bilið milli hins hæsta og lægsta er styttra en spurnir fara af í ná- grannalöndunum. Þetta hefur verið og er aðalsmerki Islendinga. Þennan árangur þurfum við að varðveita. Við verðum með öllum ráðum að hindra, að atvinnuleysi rækti hér stétt utangarðsmanna og þiggjenda. Um leið verðum við að hafna hagfræðikenningum, sem byggja á atvinnuleysi. Árangurinn þurfum við líka að auka. Ein stétt hefur týnzt í jafnréttinu. Það er roskið fólk, öryrkjar, ein- stæðar mæður og aðrir, sem ekki geta tekið þátt í hinni almennu velmegun, af því að enginn stiginn er þeim fær. Til þess að taka þátt í jafnrétti velmegunarinnar þurfa menn einhvern stiga, aðstöðu til dæmis eða ábyrgð, menntun, aflahlut, ákvæðisvinnu, yfírvinnu eða annað, sem lyftir þeim upp úr láglaunatöxtum vinnumarkaðarins. Við þurfum að lyfta hinni týndu stétt upp í jafnrétti og velmegun meirihlutans. Til þess eru ýmsar leiðir, til dæmis öfugur tekjuskattur. Þetta er dýrt verkefni, sem krefst traustrar undirstöðu í atvinnulífinu. Þar hefur okkur ekki gengið eins vel og efni standa til. Bjartasta hliðin felst í þeim tökum, sem náðst hafa á verndun fiskistofna og eiga að tryggja góð aflabrögð um ókomin ár. Á öðrum sviðum hefur okkur gengið miður. Enn erum við með á herðunum óeðlilega þrútinn landbúnað í hinum hefðbundnu greinum kindakjöts og mjólkurvöru. Þetta kostar okkur meira en herinn í öðrum löndum og hindrar fólk og fé í að streyma til arðbærra athafna. Enn höldum við iðnaðinum niðri og einbeitum okkur þar um of að láglaunagreinum eins og prjóna- skap. Á meðan eyðum við tímanum í óæskileg bræðra- víg með og móti orkufrekum iðnaði með þátttöku er- lends áhættufjármagns. Við gætum lagað vandamál atvinnulífsins með auknu viðskiptafrelsi, gjaldeyrisfrelsi og vaxtafrelsi, er komi í stað miðstýringar, sem lýsir sér í margvíslegri forgangsflokkun og risaeðlum á borð við Fram- kvæmdastofnun ríkisins. Þingmenn eiga að setja lög og ráðherrar að fram- kvæma þau. Þessir aðilar eiga ekki að reyna að ráða öllu öðru lika. Þeir eiga að dreifa valdinu. Þeir eiga ekki að stjórna fjölmiðlum, bönkum, sjóðum og opin- berum fyrirtækjum. Verkc ’nin eru nóg í baráttunni fyrir viðgangi og efl- ingu íslenzka lýðveldisins. Margt hefur tekizt vel á liðn- um árum. Það er því ekki óhæfileg bjartsýni, að okkur muni áfram takast margt vel á komandi árum. B.U.R.0G KRATARNIR Áður saraþykktar tillögur t.d. um löndunarmál hafa ekki fengizt ræddar, hvað þá að orðið hafi af framkvæmdum i þessi „glæstu þrjú ár”. Sigurður E. Guðmundsson ritar kjallaragrein i Dagblaðið 12. júní sl., sennilega sér til framdráttar sem „væntanlegum” borgarfulltrúa krat- anna til matloka á næsta ári, ef Björgvin Guðmundssyni skyldi þókn- ast að segja af sér einhverjum trúnaðar- og nefndarstörfum. Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur 4. júnl sl. lét Björgvin hinsvegar endur- kjósa sig í borgarráð, formann B.Ú.R., formann 1 hafnarstjórn og í stjóm lífeyrissjóösins, enda þótt hann hefði þá nýlega verið ráðinn framkvæmdastjóri B.Ú.R. frá 1. október nk. Ekkert fararsnið virðist því á honum. Ég dreg mjög í efa, aö þessi grein Sigurðar sé mikill greiði við Björgvin, enda er slíkt oflof fremur háð en hrós. Hitt þykist ég vita, að Björgvin kynni félaga Sigurði ekki miklar þakkir, ef hann skrifaði næst um aðdraganda þess, að hann varð fram- kvæmdastjóri Bæjarútgerðarinnar, og hvað sú ráðstöfun kostaði B.Ú.R. Grein Sigurðar E. Guðmundssonar ber vott um sama þekkingarskort og grein „hafnsögumannsins” í Dag- blaðinu 21. nóvember sl„ en hann er að eigin sögn aöalráðgjafi Björgvins imálefnum B.Ú.R. Þáttur krata í málefnum BÚR Grein Sigurðar og „hafnsögu- mannsins” eiga það sammerkt, að reyna að koma lesendum til að trúa því, að kratar hafi í stjórn B.Ú.R. unnið „þrekvirki og snúið hnignun i glæsilega sókn”. Því fer fjarri, eins og allir vita sem hafa snefil af þekkingu á málefnum B.Ú.R., en Sigurður E. og ,,hafn- sögumaðurinn” eru svo sannarlega ekki i þeim hópi. Ég skrifaði 25. nóvember sl. grein hér í blaðið, sem bar yfirskriftina: „Hafnsögumaðurinn strandaöi meö Björgvin í togi”. í þeirri grein er rakið, hvernig enduruppbygging B.Ú.R. hófst með tilkomu þriggja stóru skutskipanna á árunum 1972— 74. 1976 hófst uppbygging í landi með tilkomu Bakkaskemmu, flutning löndunar 1 Vesturhöfnina, endur- nýjun á fiskiðjuverinu og þar með til- komu bónuskerfis starfsfólkinu og fyrirtækinu til góða. 1976 var keypt skutskip af minni gerðinni. 1977 var samþykkt að kaupa tvö skip til viðbótar, og eru þau nú komin. Var „Alþýðuflokkurinn” for- maður B.Ú.R. á þessum árum?, svo ég noti sérkennilegt orðalag Sigurðar. Að vísu hélt ég að Alþýðu- flokkurinn væri meira en Björgvin einn.þótt mikillsé. Nei, Sigurður, forysta Alþýðu- flokksins í málefnum B.Ú.R. sl. þrjú ár er hvorki „þrekvirki né að hnign- Um aðdraganda stofnunar B.Ú.R. ætla ég ekki að ræða, svo þekkt sem sú saga er, en um þann þátt hallar Sigurður mjög réttu máli. Hafa verður það hugfast, sem ég hefí ætiö lagt áherzlu á, aö þaö á aö reka B.Ú.R. af myndarskap sem alvöru fyrirtæki. Fyrr stendur það ekki undir nafni. Sigurður nefnir Ú.A. og vil ég aðeins benda honum á, að það hluta- félag var stofnað eftir stríð með for- göngu sjálfstæðismanna á Akureyri, með Helga Pálsson í broddi fylk- ingar. Sigurður! Þú ættir að kynna þér betur málefni B.Ú.R., einkum ef þú telur þig knúinn til þess að skrifa um þau. Ottó N. Þorláksson, nýjasta skip BÚR, í Reykjavíkurhöfn í fyrsta sinn. DB-mvnd S. Það á ef til vill fyrir honum að liggja að stofna privatútgerð við hliðina á B.Ú.R., reka hvort tveggja, og feta þar með í fótspor kratanna, sem stjómað hafa bæjarútgerðum á Ragnar Júliusson skólastjóri og borgarfuiltrúi Ragnar Júliusson un hafi verið snúið í glæsilega sókn”. Þar hefur verið að mestu unnið áfram að áður gerðum samþykktum, og ekkert fmmkvæði verið haft. Jafnvel hefur svo langt verið gengið, að húsnæði B.Ú.R. (Bakkaskemma) hefur verið afhent öðrum til afnota, starfsemi B.Ú.R. til stórskaða. Ýmsar framfaratillögur fást nú ekki rœddar Ykkar kratanna eina afrek, ef svo skyldi kalla, er að gera Björgvin að framkvæmdastjóra B.Ú.R. Kjallarinn

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.