Dagblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 8
Norðmaður f jármagnaði hass fyrir 24 milljónir: REIKNAÐ MEÐ HASSSKORTI í KRISTJANÍU Á NÆSTUNNI ! r f- — Danska lögreglan hafði upp á fá f íknief nahring sem flutt hafði 600 kíló af hassi milli Hollands og Danmerkur 28 ára gamall Norðmaður hefur i marga mánuði fjármagnað stærsta hlutann af öllu því hassi sem er i um- ferð á stærsta og frjálsasta hassmark- aði i Norður-Evrópu, hinu svokall- aða friríki Kristjaníu i Kaupmanna- höfn. Norðmaðurinn situr nú i fangeisi í Danmörku ásamt unnustu sinni og þremur félögum, 28 ára gamalli finnskri konu, manni hennar og 56 ára gömlum Hollendingi. Þau voru öll handtekin i lok apríl um leið og lögreglan iagði hald á 70 kiló af hassi og 1,7 milljónir danskra króna í reiðufé. Það var þó ekki fyrr en nú fyrir nokkrum dögum að fíkniefna- lögreglan í Kaupmannahöfn skýrði frámálinu. „Rannsókn málsins er i fullum gangi og þess vegna getum við ekki greint frá nöfnum hinna hand- teknu,” sagði Ejlertskov Petersen, lögregluforingi í fíkniefnalögregl- unni, i samtali við norska Dagblaðið. „Ég get þó sagt að við erum nokkuð vissir um að hafa fundið mikilvæg- ustu flutningsleið hassins til Krist- janíu. Það verður örugglega skortur á hassi í Kristjaníu ánæstunni,” segir lögregluforinginn. Lögreglan telur að sá flokkur sem nú hefur verið afhjúpaður hafi á fjórtán daga fresti flutt 60—70 kíló af hassi milli Amsterdam i Hollandi og Kristjaniu í Kaupmannahöfn. Talið er að hópurinn hafi alls flutt um 600 kíló af hassi að andvirði um 30 milljónir íslenzkra nýkróna. Ekki er ljóst nákvæmlega hversu stór hluti þess hefurhafnaðíKristjaníu. „Afhjúpun fíkniefnahringsins er árangur óvenjulegs samstarfs hinna ýmsu deilda Kaupmannahafnarlög- regiunnar,” segir lögregluforinginn. Það var lögreglustjórinn i Kaup- mannahöfn sem stofnaði vinnuhóp, sem skipaður var fulltrúum úr hinum ýmsu deildum lögreglunnar, með það fyrir augum að kanna alla þá glæpa- starfsemi sem á sér stað i og um- hverfis Kristjaniu. Á timabili hafði lögreglan grun um nýja hasssendingu. Hollenzka og vestur-þýzka lögreglan fylgdust með bifreið sem keyrði frá Amsterdam til Danmerkur og á sama tíma fygldist lögreglan með bifreiðinni sem hin 28 ára gamla fínnska kona keyrði. Hún keyrði frá Kaupmannahöfn suður á bóginn en nálægt Ringsted á Sjáiandi varð hún taugaóstyrk og sneri við. Á sama tíma hafði bifreið sú er lagði á stað frá Hollandi komið til Ringsted. Lögreglan ákvað að láta til skarar skríða. Báðir bilarnir voru stöðvaðir. í bifreið þeirri er kom frá Hollandi fundust 70 kg af hassi. Hjá finnsku konunni fundust 1,7 millj. danskra króna i reiðufé, sem er nokkurn veginn kaupverð þessa magns af hassi. Eftir nokkrar yfirheyrslur viður- kenndi konan að hún hefði ætlað að nota peningana til að greiða hassið og að 28 ára gamall Norðmaður hefði látið hana fá peningana. Þegar lög- reglan handtók Norðmanninn og unnustu hans fundust 30.000 kr. í viðbót. Lögreglan teiur að það athyglis- verða í máli þessu sé það að Norð- maðurinn bjó ekki sjálfur í Krist- janíu. Fíkniefnalögreglan hefur oft gert húsleit í Kristjaniu til þess að leita að hassi en aldrei hefur fundizt neitt mikið magn hjá neinum einum aðila heldur hafa það bara verið smá- skammtar. En nú hefur það verið upplýst að magnið var geymt hjá Norðmanninum, sem bjó ekki sjálfur í Kristjaniu, og flutt inn í Kristjaníu 1 smáskömmtum. Þar með er gátan um stærstu og frjálsustu nýlendu Norður-Evrópu i hassmálum leyst. Lögreglan telur að Norðmaðurinn hafi fjármagnað stærsta hluta send- ingarinnar. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar hefur Norðmaðurinn búið i Danmörku í mörg ár. Fikni- efnahringurinn hefur haft umsvif um alla Skandinavíu. Frá bæki- stöðvunum i Holiandi hafa sendingar farið til Þýzkalands. í Amsterdam hefur lögreglan handtekið þrjá menn er taldir eru viðriðnir þetta máh 'Hjá einum þeirra fundust 156 kg af hassi. Lögreglan telur að þessi fikniefna- hringur sé einn sá stærsti sem hefur verið afhjúpaður. En jafnframt telur lögreglan að fíkniefnadreifingin verði komin á stað aftur eftir skamma stund. Fíkniefnadreifing er geysilega vel skipulögð. Erlendir peningamenn hafa á sínum snærum fullt af fólki sem ekki þekkir hvert annað sem ann- ast þessa dreifingu og ef einhver er handtekinn fer dreifingin yfir á aðra aðila hringsins. í febrúar siðastliðnum afhjúpaði lögreglan í Noregi, Danmörku og Hollandi fíkniefnahring frá Amster- dam til Noregs, sem fór gegnum Jótland. í litlum bæ á Jótlandi gerði lögreglan upptæk 85 kg af hassi, sem trúlega átti að fara til Osló. Lögreglan er enn að rannsaka það mál og ekki er talið að þessi tvö mál tengist hvort öðru. Ibúar Kristjaniu kunna að verða að búa við hassskort á næstunni. I Kristjaniu hefur lögreglan fram að þessu aðeins fundið litió magn af hassi i einu. Nú telur hún sig hins vegar hafa haft upp á aðaldreifingaraðilanum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.