Dagblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 6
Skrrfstofuhúsnæði 120 m2 skíifstofuhúsnæði á 5. hæð í lyftuhúsi í Múlahverfi til leigu. Húsnæðið er tilbúið undir tréverk, sameign og bílastæði frágengin. Til greina kemur að leigja húsnæðið í núverandi ástandi eða fullfrágengið, eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 82112. Hvergerðingar — ferðamenn Komið og bragðið á fjölbreytilegum matseðli okkar. Nýr seðill. Rauði salurinn opinn um helg- ar. Veitingahúsið HVER-iNN. VANTAR ÞIG STUÐ? Þá skaltu tala við okkur. Nú um þetta leyti erum við að halda upp á eins árs afmæli okkar með ein- staklega hljómfögrum og kraftmiklum hljóm- tækjum og sex mismunandi gerðum af ljósaút- búnaði. Frískir, ferskir en samt reyndir diskótekarar. Ath. Öll tónlist er frá Karnabæ í Glæsibæ. Diskótekið Rokkrós c/o Gisli Þór Reynisson, Simi frá kl. 9 ti! 786010 og 7 til 11.30 43291. Auglýsing um skoðun léttra bifhjóla í lögsagnar- umdæmi Reykjavíkur Mánudagur ÞriöjudaRur Fimmtudaí>ur Föstudattur 15. júní 16. júni 18. júní 16. júni R-1 til R-250 R-251 til R-500 R-501 til R-750 R 751 til R-1025 Skoðunin verður framkvæmd fyrrnefnda daga við bifreiðaeftirlitið að Bíldshöfða 8, kl. 08:00 til 16:00. Sýna ber við skoðun, að lögboðin vátrygging sé í gildi. Tryggingargjald ökumanns og skoðunar- gjald ber að greiða við skoðun. Skoðun hjóla, sem eru í notkun í borginni, er skrásett eru í öðrum umdæmum, fer fram fyrr- nefnda daga. Vanræki einhver að koma hjóli sínu til skoðunar umrædda daga, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og hjólið tekið úr umferð hvar sem til þess næst. Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga að máli. 11. júní 1981. Lögreglustjórinn í Reykjavík. d DAGBLAÐID. ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ1981. Erlent Erlent I Þúsundir fyrrverandi fanga nasisfa komnir til ísrael: ff Helförín má ekki gteymasf' —Gyðingar taka sérhverja ógnun við tilveru sína alvariega eftir reynsluna af Hitler, sagði Yitzhak Navon, forseti ísraels Þúsundir gyöinga sem sluppu lif- andi úr útrýmingarbúðum nasista komu saman i ísrael 1 gær i fyrsta og ef til vUl jafnframt slöasta sinn. Meira en sex þúsund manns frá 23 löndum komu saman i þeim tUgangi aö fagna þvi að hafa sloppið lifandi úr „helför” gyðinga í siðari heims- styrjöldinni. Meö föngunum fyrrver- andi var talsverður hópur barna þeirra. Yitzhak Navon, forseti ísraels, sagði við komu fanganna fyrrverandi tU Jerúsalem: „Ef eitthvert svar er tU við helförinni þá get ég aðeins ímyndað mér eitt, þ.e. gyðingarikið. Navon sagði að gyðingum heföi lærzt að taka alvarlega hótanir „brjálaðra” leiðtoga eða samtaka. „Þetta er minningarhátið. Við erum aö fagna þvi aö við skulum vera lifandi,” sagði Ernst Michel, for- maður bandarisku samtakanna, i samtali við blaöamann við upphaf hinnar fjögurra daga löngu samkomu fanganna fyrrverandi. Michel sýndi litinn stein, sem hann hafði í fórum sínum. Á steininn voru rituð nöfn þeirra ættingja hans sem drepnir voru af nasistum. Margir þeirra gyðinga sem komu saman til þessa fundar voru saman I vinnubúðum eða útrýmingarbúðum nasista allt tU stríðsloka. „Við erum að verða gömul og hel- förin má ekki gleymast,” sagði Stephan Greik, formaður hóps sem kallar sig Alþjóðleg samtök fyrrum félaga i útrýmingarbúðum nasista. Navon, forseti ísraels, sagði að gyðingar tækju alvarlega sérhverja ógnun við tilveru slna eftir reynsluna af Hitler. Hápunktur samkomunnar verður hópganga gyðinganna að grát- múmum þar sem kveikt verður á kertum tU minningar um þær sex miUjónir gyðinga sem létu lífið i hel- förinni. Willy Brandt, fyrrum kanslari V-Þýzkalands, skoðar minningarsafn um „helför” gyðinga í Israel. Pierre Trudeau. Varar Sovét- menn við að beita valdi Pierra Trudeau, forsætisráðherra Kanada, varaði Sovétmenn í gær við að beita -'aldi í Póllandi. Jafnframt lýsti Trudeau yfir áhyggjum sinum vegna fjármálastefnu Bandaríkjanna gagn- vart öðrum þjóðum. „Sovétrikin ættu að vita að valdbeiting með vopnum er tapaöur leikur fyrir þá og aUan heim- inn,” sagði Trudeau í itarlegri ræðu um utanrikismál sem hann flutti 1 kanadiska þinginu i gær. Keegan vill gefa hjartað Kevin Keegan, fyrirliði enska knatt- spyrnulandsUðsins, er reiðubúinn að gefa hjarta sitt. Hann er í hópi 15 þús- und Englendinga sem geta bjargað lífi 18 ára gamaUar stúlku, Lotta Wang- ström, sem bíður þess nú að fá nýtt hjarta. Keegan er i hópi fjölmargra Breta sem bera á sér sérstakt kort þar sem segir að ef viðkomandi lendir i dauða- slysi þá sé hann fús til að láta hjarta sitt af hendi við einhvem þann sem þarf á nýju hjarta að halda. Fyrstu kortin voru gefm út fyrir einu ári og Keegan er sem sé i hópi þeirra sem ganga með slikt kort. I REUTER i Bandaríkin fordæma Israelsmenn Búizt er við að Bandaríkja- menn muni taka undir fordæm- ingu í garð Israelsmanna fyrir árásina á kjamorkuverið i írak er Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna fjallar um máUð. Hins vegar er taUð fuUvíst að Bandaríkja- menn muni standa gegn sérhverri tUlögu um refsiaðgerðir gagnvart fsrael. Kevin Keegan. Hótaðiað myrðaReagan Maður sem sagður er hafa hótað að myrða Reagan, forseta Bandarlkjanna, mun i dag sæta geðrannsókn. Bandariska leyniþjónustan segir aö 37 ára gamaU maður að nafni O.D. Simpson hafi verið handtekinn siðast- Uðinn laugardag. Hann er sakaður um að hafa hringt á simstöð og hótað að myrða forsetann. Slmstöðin lét lögregl- una vita og samtaUð var rakið til heim- Uis 1 Norður-Miami þar sem Simpson var síðan handtekinn. Það er ekki skylda að þú færir öll þín bankaviðskipti til okkar. En gefðu okkur Átaksfólki tækifæri til að sanna okkur með því að hefja reynsluviðskipti.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.