Dagblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 28
Læknadeilan enn óleyst: „Deilan viröist harðna án samtaka" „Ef ríkisstjórnin teflir á tæpara vað i þessu máli, þá er hún í alvar- legri hættu,” sagði virtur yftrlæknir í viðtali við DB. Hann sagði: „Neyð- arþjónusta er orðið raunhæfara orð en menn gera sér grein fyrir á flest- um sviðum. Sérstaklega á þetta við um svæfmgar, gjörgæzlu alla og skurðlækningar. ” ,,Það tekur alla vikuna að komast niður á einhvern fastan grundvöll til iausnar deilunni,” sagði einn æðsti maður heilbrigðisþjónustunnar í við- tali við DB. „Það tekur langan tima að ná upp þeim töfum sem hrannast upp á hverjum degi við samdrátt i eðUIegum afköstum, sem heilbrigðis- þjónustan verður nú að þola,” sagði þessi embættismaður. „Deilan virðist harðna án sam- taka. Staðan i viðræðum lækna við fjármálaráðuneytið er, að minnsta kosti út á við, þögn,” sagði einn yfir- lækna stærsta sjúkrahúss landsins í viðtaU við DB. Hann sagði: „Læknar hringja til okkar, sjúklingar hafa sjálfir samband. Okkur er gersam- lega um megn að leysa máUn að nokkru eðUlegu marki við þessar að- stæður. Ríkisstjórnin er vonandi að gera sér grein fyrir þessu ástandi. ” „Menn verða að gera það upp við þekkingu sina og samvizku hvar hjálpar er mest þörf. Fóstureyðingar, sem ákveðnar voru, eru sumar hverj- ar orðnar ótimabærar og naumast framkvæmanlegar,” sagði yfirlæknir á kvensjúkdómadeild i viðtali við DB. „f þessu virðist fuU harka af hálfu fjármálaráðuneytisins gagnvart þeim sem lagt hafa áherzlu á Læknaþjón- ustuna sem verktakafyrirtæki,” sagði einn áheyrnarfulltrúi í samn- ingaviðræðunum. Hann sagði það og ljóst að hópar háskólamenntaðra manna hjá ríkinu, sem hefðu enga möguleika til að auka tekjur sinar á annan hátt en meö grunnkaupshækk- unum, myndu segja upp samningum og starfi á stundinni ef sérstaklega yrði samið við lækna og gengið að kröfum þeirra. -BS. Veðurspáin fyrir 17-júní: Ljómandi fyrir höfuð- borgina Þjóðhátíðarveðrið 17. júni verður mjög þolanlegt fyrir íbúa Suður- og Vesturlands, aö sögn Veðurstofunn- ar. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hægri norðaustanátt fyrripart dagsins, sem þýðir að léttskýjað verðui og sólskin sunnan- og vestan- lands og ':aisaveður fyrir norðan og austan. En upp úr hádegi þjóð- hátlðardagsins fer að þykkna upp sunnanlands fyrir tiistilli lægðar sem nálgast landið úr vestri. Mun vindur þá snúast í sunnanátt, létta til norðanlands en undir miðnætti fer að rigna á sunnanveröu landinu. -KMU MMBIAÐIÐ: Afgreiösla Dagblaösins verður opin til kl. 22 í kvöld. Lokað verður á morgun, þjóöhátiðardaginn 17. júní. Blaðið kemur aftur út á fimmtu- daginn, 18. júnf. Dagblaöið óskar öllum lesendum sinum ánægjulegrar þjóðhátiðar. Fáklœddi göngumaóurinn ungi kominn ifang lögregluþjóns — og búinn að tína tvoflfla handa mömmu. DB-mynd: S. Léttklæddur á morgungöngu Vorið hljóp í beran bossann á litl- unni, hafði rétt ekið niður ljósastaur hann ætti heima — þangað sem um vesturbæingi í gær svo hanni við að sjá snáða en jafnaði sig síðan honum var komið. Móðir hans varð stökk að heiman, klæddur aðeins og tókst að lokka þann stutta inn i' aö sjálfsögðu hvumsa við — hún vissi ofan mittis. Ljósmyndari Dagblaðs- verzlun þar hjá. Þangaðkom lögregl- ekki betur en hann væri inni i her- ins, sem ók fram á hann á Vesturgöt- an og gat veitt upp úr stráksa hvar bergi að leika sér. -0V. „Það þjóð- legaer toppurinn ídag” „Það sem er þjóðlegt, það er toppurinn i dag”, eru einkunnarorð Finna friks frá Hrakhólum 1 öldudal. Fmni frfk, öðru nafni Ómar Þor- finnur Ragnarsson, mun i sumar ferðast um með Sumargleðinni undir stjórn Ragnars Bjarnasonar. Þetta verður i 11. sinn sem Sumargleði- menn leggja land undir fót og aö þessu sinni betur undirbúnir en nokkru sinni áður. Ný plata, Sumar- gleðin syngur, kemur I verzlanir um þessar mundir og það er því ekki nema von að létt sé yfir Finna frík á meðfylgjandi mynd. - ESE / DB-mynd Gunnar Öm. Islendingur myrturí Gautaborg: Tildrög hnífs- stungunnar óljós Fjörutiu og tveggja ára gamall fslendingur, Ingvar Þorgeirsson, var stunginn til bana í Gautaborg aö kvöldi 9. júní sl. Norsk kona situr í gæzluvarðhaldi, grunuð um morðið. Hjálmar W. Hannesson, sendi- ráðunautur í islenzka sendiráðinu í Sviþjóð, sagði i morgun, að sendi- ráðið hefði ekkert heyrt af málinu fyrr en I gær. Ingvar hafði búið lengi 1 Gautaborg, a.m.k. 9 ár. Lögreglan tilkynnti því nánasta ættingja um at- burðinn en það er bróðir Ingvars sem einnig býr í Gautaborg. Þorsteinn Ingólfsson, sendifulitrúi 1 utanrikisráðuneytinu, sagði i morgun, að enn hefði ekki borizt skýrsla frá lögreglui* i i Gautaborg, en von væri á h^fu i dag. Þvi væru upplýsingar um tildrög hnífstung- unnar óljós. Lögregluyfirvöld hefðu hvorki tilkynnt ræðismanni né sendi- ráði um atburðinn þar sem talið var að Ingvar hefði fasta búsetu i Sviþjóð. Eftir því sem DB kemst næst var hinn látni i heimsókn með norsku konunni hjá sænskum hjónum w deilur komu upp, með þeim af- leiöingum aö norska konan stakk Ingvar. - JH frjálst, nháð dagblað ÞRIDJUDAGUR 16. JÚNt 1981. Spáð 42,5% verðhólgu Vinnuveitendasambandið spáir þvi að verðbólgan i ár verði 42,5 prósent, frá ársbyrjun til ársloka. Meðaltals- hækkun milli áranna 1980 og 1981 verði49,l prósent. Gengi dollars verði í lok ágúst 7,60 krónur, 8,15 krónur í lok október og 8,70 krónur í janúar á næsta ári. í spánni er reiknað með að verðlags- hækkun á timabilinu 1. mai til 1. ágúst verði 9,3%. Frá 1. ágúst til 1. nóvemb- er verði hækkunin 9,8% og 10,4% frá 1. nóv. til 1. febrúar næstkomandi. í greinargerð, sem fylgir spánni, segir Vinnuveitendasambandið þó: „Án frekari aðgerða, sem miða að niðurskurði kostnaðarþátta fyrirtækja, verður einungis um skammvinnan árangur i viðureigninni við verðbólg- una að ræða.” Bent er á, að verðbólgu- hraðinn fer vaxandi undir lok ársins. -HH. Vinningur vikunnar: er Útsýnarferð til Mallorka Vinningur i þessari viku er (Jtsýnarferð til Mullorka með Ferðaskrifstofunni Útsýn, Austur- strœti 17 Reykjavík. í vikunni verður birt, a þessum stað í hlaðinu, spurning tengd smáaug■ lýsingum Dagblaósins. Nafn hepp■ ins áskrifanda verður siðan birt daginn eftir i smáauglýsingunum og gefst honum tœkifœri á að svara spurningunni. Fylgizt vel með, áskrifendur. Fyrir nœstu helgi verður einn ykkar glœsilegri utan- landsferð ríkari. c ískalt beven up. hressir betur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.