Dagblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 13
.’» » > /.1 • r í • I > * '• ) í I t » r * i .l n ) ) DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ1981. 13 Við Eskfirðingar eigum dugmikla atvinnurekendur og er Aðalsteinn Jónsson þeirra elztur og jafnframt stærsti atvinnurekandinn. Á hann bæði hraðfrystihúsið og loðnu- bræðsluna, sem skapar þjóðinni mik- inn gjaldeyri og fólkinu sem vinnur á vöktum í bræðslunni góð laun. En sú mikla mengun sem kemur frá loðnu- bræðslunni er alla að drepa. Þrem til fjórum sólarhringum eftir að verk- smiðjan tekur til starfa byrjar mátt- leysi í fólki, nefrennsli, lystarleysi, höfuðverkur, hálsbólga og ógleði. Og æluspýjur sjást víða á götum Eski- fjarðar. Börn sem fæddust sl. haust og sváfu úti á daginn allan þennan harða vetur varð að taka inn tveimur dögum eftir að byrjað var að bræða kolmunnann, þegar sól og sumar er komið, vegna grútarfýlu og uppkasta barnanna og annars lasleika sem fylg- ir i kjölfar þessarar miklu mengunar. Þess má geta að fullorðinn maður féll í dá vegna kolsýrings í lest í skipi er veríð var að landa kolmunna á Eski- firði. Þurfti sá maður að fá súrefnis- gjöf til að ná sér. Annar fuUorðinn maður féll í dá vegna fnyks frá kol- munna er verið var að landa, og þó stóð hann uppi á dekki. Þurfti að nota blástursaðferð til að hressa hann við. Svo megn er fýlan, jafnvel áður en vinnsla er hafin á hráefninu. Hreinsitæki Ég heyrði í þingfréttum í vor um lög sem voru samþykkt á Alþingi um hreinlæti í sambandi við meðferð Kapp er bezt með forsjá MEGN MENGUN Á ESKIF1RÐI Kjallarinn sjávarafurða og að forðast skyldi alla mengunarhættu við matvæli. Ég vil bara spyrja: ,,Hvað þýðir að sam- þykkja lög og framfylgja þeim ekki?” Bara láta safnast upp háa stafla, og þeir eru hærri en smjör- fjaUið, og er þá mikið sagt. Á sömu lóð og fiskimjölsverk- smiðjan er á eru fjögur stór og glæsi- leg fiskverkunarhús og óttast saltfisk- framleiðendur um fisk sinn vegna þessarar miklu dragýldu frá verk- smiðjunni, og lyktin fer jafnt í hrað- frystihúsið þar sem fyUsta hreinlætis er gætt á öUum sviðum. Reykurinn frá fiskimjölsverk- smiðjunni smýgur um allt og er búinn að eyðileggja mikið fyrir okkur Esk- firðingum. Við Eskfirðingar búum á miUi hárra fjalla og lítið er undirlend- ið. Við búum eins og í loftlausu húsi, og mikU er veðursæld oftast á Eski- firði, rjómalogn sólarhring eftir sól- arhring. Ef þessu ófremdarástandi á að halda áfram, að dæla eitruðu lofti yfir okkur þá er ekki langt að biða að Eskfirðingar gangi með súrefnis- kút og beisli á andliti til að fá súrefni úr kútnum. Og verða auk þess að fara þrisvar tU fjórum sinnum á sól- arhring I öndunarvélar ásamt mörgum öðrum tækjum og meðulum sem hægt er að nota til lækninga i smátima en sjaldnar tU fuUnustu. Ég hef aUtaf verið hrifin af at- hafnamönnum og litið upp til þeirra, en þeir heiðursmenn verða að byrja á byrjuninni og setja hreinsitæki við þessar verksmiðjur sinar. Mér er sagt að bæði í Færeyjum og Danmörku séu fiskimjölsbræðslur, en þar má ekki setja verksmiðjuna í gang fyrr en komin eru fuUkomin hreinsitæki. Einnig er mér sagt að í áðurgreindum verksmiðjum finnist varla bræðslulykt, enda mega verk- smiðjumar á þeim stöðum ekki taka við hráefni nema fyrir einn sólarhring í einu. En á Eskifirði er keppst við að byggja sem stærstar þrærnar og tank- ana og yfirbjóða hráefnið svo hægt sé að bræða sem lengst eldgamalt hráefni, löngu eftir að skipin eru búin að landa. Ég las I blaði 6. júni sl. að fiski- mjölsverksmiðjan á Eskifirði hefði ekki starfsleyfi frá áramótum 1978— 79. Ég spyr enn: „Til hvers er verið að setja heilbrigðisnefndir á hverjum stað?” Og svo er heilbrigðiseftirlit Regína Thorarensen rikisins sem ég vonast tU að taki þetta fastari tökum en verið hefur hingað til. Og láti verkin tala og sýni hvað heilbrigðiseftirlit ríkisins hefur mikil völd. Ég hef það fyrir satt að um 600 milljónum sé veitt tU að setja upp hreinsitæki við fiskimjölsverksmiðj- urnar úti um landið, en fáir virðast hafa nýtt sér þessa fjármuni og aUs ekki á Éskifirði. Regina Thorarensen. Esldflrði. r Orkunýtingin: „ VIRK YFIRRAD OKKAR í ORKUFREKUMIÐNAEN öllum ber saman um nauðsyn þess að virkja orkuUndir landsins til hags- bóta fyrir þjóðina. Ljóst er að næstu áratugi verða hér gifurlegar fram- kvæmdir við virkjanir og orkufrek iðjuver. öllu skiptir hversu á þessum málum verður haldið. Það mun skipta sköpum um hvers konar þjóð- félag fslendingar búa við um alda- mót. Verða íslendingar i höfuðdráttum orkuseljendur til nokkurra fjölþjóða- fyrirtækja, sem nokkrir fslendingar hafa sæmilega iaunaða vinnu hjá, eða munu íslendingar hafa virk yflr- ráð yfir orkufrekum iðnaði f landinu sjálfir, sem fullgildir þátttakendur i markaðsmálum, tæknimálum og fjármálum sllkra fyrirtækja? Hér er slíkt stórmál á ferðinni að menn verða að staldra aðeins við og hugsa. Baráttan framundan snýst um virk yfirráð íslendinga sjálfra á þessu sviði og er nánast ný landhelgisbar- átta. Takist ekki vel til verður fsland hálfnýlenda erlendra fjölþjóðafyrir- tækja. Stefna Fram- sóknarflokksins Á flokksþingi sínu 1974 mótuðu framsóknarmenn þá stefnu, að fslendingar skyldu eiga meirihluta í fyrirtækjum sem störfuðu hér á landi i orkufrekum iðnaði. Framsóknar- menn telja hins vegar samvinnu við útlendinga eðlilega og nauðsynlega á sviði markaðsmála og tæknimála. Meirihlutaeign fslendinga i slíku fyrirtæki getur hæglega myndazt á fáeinum árum. í flokksþingssamþykkt Fram- sóknarflokksins 1978 er stefnan færð nokkru nánar út og þar tekið fram, að slík fyrirtæki skuli lúta islenzkum lögum, íslenzkum dóm- stólum og ekki njóta betri lögkjara en sambærileg íslenzk fyrirtæki. Framsóknarmönnum hefur lengi verið ljóst, að til lítils er fyrir íslend- inga að eiga meirihluta í verksmiðj- um, þar sem erlendir aðilar ráða öllu um kaup aðfanga og sölu afurða. Þekking fslendinga á þessu sviði og full þátttaka er auðvitað forsenda þess, að fslendingar séu fúllgildir aðilar f slfkri samvinnu. Það er oft nokkur vandi hjá stjórn- málaflokki að orða stefnu sina á einfaldan hátt, þannig að allir skilji hvað við er átt. Vinnuhópur i Framsóknarflokkn- um fann eftir langar umræður um þessi mál hugtakið „vlrk yflrráð’*, sem helzt gæti i einföldu máli skýrt afstöðu framsóknarmanna. Með því er átt við, að fslendingar þurfi ekki að eiga verksmiðjurnar alfarið einir, en hins vegar verði þátt- taka þeirra að leiða til virkra yflrráða í öllum sviðum starfseminnar. Hug- takið felur í sér samvinnu við erlenda aðila, en færir fslendingum sjálfum þá ábyrgð, að afla sér þekkingar á sviði markaðsmála og tækni, sofna ekki á verðinum, heldur fara með sín mál sjálfir. Virk yfirráð Virk yfirráð fela i sér mikilsverða stefnu. Hugtakið flytur boðskap um hvemig uppbyggingu atvinnulífs framsóknarmenn vilja stefna að og- þar með þjóðlifs. Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- flokkur fluttu á slðasta þingi tillögur um að sett yrði á fót „orkusölu- nefnd”. Nafnið eitt segir mikið. Framsóknarmenn vilja ekki að fsland verði 1 framtiðinni fyrst og fremst orkusöluland. Litum til Kanada. Kanada er lik- lega hæsti orkunotandi í heimi pr. íbúa. Landið býr yfir miklum orku- lindum og hráefnanámum. Þessar auðlindir eru t miklum mæli í nýtingu. Eigi að siður em þjóðartekj- ur Kanadamanna lágar miðað við þær þjóðir, sem við viljum helzt bera okkur saman við, vegna þess að orka og hráefni eru i miklum mæli nýtt af erlendum fjölþjóðafyrirtækjum. Kanadamenn selja orku og fá sæmi- lega vel launaða vinnu, en arður fyrirtækjanna rennur í miklum mæli út úr landinu. Þetta fyrirkomulag vilja framsóknarmenn ekki á fslandi. Framsóknarmenn vilja ekki að fsland verði hálfnýlenda erlendra fjölþjóðafyrirtækja. Framsóknar- menn leggja þvi áherzlu á vlrk yflr- ráð fslendinga sjálfra yfir fyrirtækj- um, sem nýta innlenda orku. Þetta þýðir að við verðum sjálfir að axla ábyrgð. Verðum sjálfir að fást við tæknimálin og afla okkur þar þekkingar með markvissum skrefum. Auðvitað er samvinna við erlenda aðila eðlileg og sjálfsögð. Hér er mikið verkefni framundan. Hér er um nýja sjálfstæðisbaráttu að ræða. Sjálfstæðisbaráttu smáþjóðar lýkur aldrei. Hvað er nœst? Við nýtingu orkunnar eru tveir kostir, ef horft er til allra næstu ára, en auðvitað fleiri og fjölbreyttari ef lengra er litið. 1. Stækkun þeirra iðjuvera sem nú eru 1 landinu, álvers og málm- blendiverksmiðju. 2. Nýjar verksmiðjur, þ.e. kísil- málmverksmiðja og álverksmiöja. Lengra fram í framtiðinni er siðan möguleiki á magnesiumframleiðslu, framleiðslu innlends eldsneytis, natriumklórat o.s.frv. Framsóknarmenn setja skilyrði fyrir stækkun núverandi iðjuvera. Margir telja stækkun þessara iðju- vera hagkvæma vegna þeirra aðstæðna, sem þar eru þegar fyrir hendi, svo sem höfn, vegir o.s.frv. Ef stækka á álverið þarf hins vegar að breyta ýmsum grundvallar- atriðum. Þar leggja framsóknarmenn áherzlu á eftirfarandi: 1. Endurskoðun og hækkun orku- verðs og ýmissa ákvæða samnings í ljósi fenginnar reynslu. 2. tslendingar fái eignaraðild að álverinu og virka stjómar- aðstöðu. Meirihlutaeign gæti komið á ákveðnum árafjölda. 3. tslendingar fái þegar vinnu við markaðsmál verksmiðjunnar til þess að byggja upp þekkingu' og reynslu hérlendis á þvi sviði. 4. Viðræður um iðnað 1 tengslum við álverið, svo sem úrvinnsluiðnað, rafskautaverksmiðju o.s.frv. Áherzlu ber að leggja á, að endur- skoðun álsamningsins er mikiö hagsmunamál tslendinga. Varðandi stækkun málmblendi- verksmiðjunnar á Grundartanga: 1. Við samninga um 3. og 4. ofn verksmiðjunnar verði ákveðið, að tslendingar komi inn i kaup aðfanga og sölu afurða verk- smiðjunnar, til þess að öðlast þekkingu og reynslu á því sviði. Endurskoðun sölulauna og greiðsla fyrir tækniþekkingu kemur þar með. Um nýja kostl er þetta að segja: Athugun á kísUmálmverksmiðju við Reyðarfjörð er vel á vegi. Ef tU vUl væri unnt að leggja frumvarp um slika verksmiðju fyrir Alþingi fyrir þinglok vorið 1982. KisUmálmverksmiðja gæti tekið tU starfa 1985—86. Enginn vafi er á, að áliðnaðurinn getur skilað tslendingum miklum hagnaði. Við athugun á reikningum Elkem kemur i ljós, að samanlagt síðustu 5 ár skilar áldeUdin 71% af hagnaði fyrirtækisins fyrir skatta. t þessu stóra fyrirtæki eru hins vegar margar deildir. ÁldeUdir hafa aðeins um 18% af veltu fyrirtækisins á þessum tima. Áliö er léttur málmur og lfklegt að notkun hans muni aukast mjög í framtíðinni á timum orkukreppu. Álver í meirihlutaeigu tslendinga hlýtur að vera vænlegur kostur. Vilji noröanmenn ekki slika verksmiðju kæmi vel til greina að staðsetja hana á Suöurlandi, t.d. nálægt Þorláks- höfn. Mengunarvarnir má stórefla og hafa fuUa gát á náttúruverndar- sjónarmiðum og umhverfismálum. ^ „Baráttan framundan snýst um virk yfir- ráð íslendinga sjáifra á þessu sviði og er nánast ný landhelgisbarátta. Takist ekki vel til verður Island hálfnýlenda erlendra fjölþjóða- fyrirtækja.” Kjallarinn GuðmundurG. Þórarmsson Auðvitað mega íslendingar ekki hafa ÖU sin egg í sömu körfu, en álfram- leiösla tslendinga yrði innan við 1% af heUdarframleiðslu og ætti ekki að vera áhætta um sölu. Auðvitað verða tslendingar að taka einhverja áhættu. Hana þarf að meta vandlega hverju sinni. Á þessu stigi er ekki ástæða til aö fjölyrða um kosti, sem liggja lengra fram i framtiðinni. En ekki má slaka á vinnu við athugun slíkra kosta. Þjóðareining MikU nauðsyn er, að tslendingar nái samstöðu i þessu mikla framtiðarmáli, sem skipulag orku- nýtingar er. Margt bendir tU, að aðrir stjórn- málaflokkar séu að nálgast Framsóknarflokkmn um stefnu- markið virk yfirráð. Sjálfstæðismenn og alþýöuflokks- menn hafa oft túlkað andstöðu gegn eignaraðild íslendinga að iðjuverum I orkufrekum iðnaði. Talið áhættuna of mikla.. Á nýafstöðnu Orkuþingi skildi ég fuUtrúa Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks svo að þeir hafi mjög nálgast stefnumið Framsóknarflokksins og „vlrk yflrráO” gætu orðið það sem flokkarnir sameinast um. Framsókn- armenn hafa lagt áherzlu á að virkja svo hratt sem unnt er með skynsam- legum hætti. Á Orkuþingi fannst mér á fuUtrúa Alþýðubandalagsins, að Alþýðu- bandalagið hefði nálgast Fram- sóknarflokkinn mjög varðandi virkjunarhraða og samvinnu viö er- lenda aðila um tæknimál, markaðs- mál og minnihluta eignaraðild. Hér er um nýja landhelgisbaráttu að ræða. Vlrk yflrráO eru markið, sem við eigum að keppa að. Með þvi móti leggjum við grunn að bættum lifskjörum og fögru mannlífi i þessu landi. GuOmundur G. Þórarinsson alþingismaOur. V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.