Dagblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ1981. FRKHUK NYTUR STUÐNINGS Ákvörðun Friðriks Ólafssonar, forseta Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, um að fresta heimsmeistara- einviginu á milli Karpovs og Kort- snojs um einn mánuð hefur að vonum vakið mikla athygli. Friðrik hefur með ákvörðun sinni gefið sovézkum yfirvöldum frest til 30. september til aö ákveða hvort fjöl- skyldu Kortsnojs verður leyft að yfir- gefa Sovétríkin. Friðrik hefur lýst þvi yfir að hann byggi ákvörðun sina á lögum FIDE sem segi að báðir keppendur i heims- meistaraeinviginu skuli standa jafnir,, en svo sé ekki á meðan fjölskylda Kortsnojs sé haldið i Sovétrikjunum. Dagblaðiö leitaði álits nokkurra þekktra manna úr skáklffi hérlendis á ákvörðun Friðriks Ólafssonar og fara svör þeirra hér á eftir. -KMU. RETT AÐ VINNA AÐ ÞESSU AF FESTU EN MEÐ GÁT eins og Friðrík hefur gert, segir dr. Ingimar Jónsson, forseti Skáksambands íslands ,,Ég er sammála Friðriki i því sem hann er að gera. Ég held að þetta sé það rétta. Hann vill leysa þetta mál áður en einvígið hefst. Með þessari frestun gefur hann Sovétmönnum ákveðinn tima og taskifæri,” sagði dr. Ingimar Jónsson, forseti Skák-* sambands íslands, um ákvörðun Friðriks Ólafssonar, forseta Alþjóða- skáksambandsins, að fresta einvigi Karpovs og Kortsnojs um einij mánuð. Óttast þú að ákvörðun Friðriks geti leitt til klofnings Alþjóðaskák- sambandsins? „Þetta er eflaust viðkvæmt mál en það er af og frá að þessi frestun Ieiði til klofnings. Ef deilan harðnar má búast við einhverjum erfiðleikum. Ég held þó að ekki sé mikil hætta á ferðum.” Finnst þér að Friðrik eigi að setja kröfuna um að fjölskylda Kortsnojs fái að flytjast frá Sovétríkjunum sem algjört skilyrði fyrir að einvigið fari fram? „Það er rétt að vinna að þessu eins og Friðrik hefur gert; af festu en með gát. Friðrik þekkir þetta manna bezt og veit hvað hann má ganga langt en þetta er erfitt mál,” sagði dr. Ingimar. -KMU. Dr. Ingimar Jónsson: „Friðrik veit hvað hann má ganga langt.” DB-mynd: HV. Ég fagna þessari ákvörðun Friðriks — segir Einar S. Einarsson, forseti Skáksambands Norðuríanda KÆMIEKKIILLA ÚT AÐ SVIPTA Jón L. Ámason: „Trúl ekkl öðru en að Sovétmenn reyni að leysa þetta mál.” Slæmt ef einvígið færi ekki KARPOV TITLINUM fram segir Guðmundur Sigurjónsson stórmeistarí „Ég fagna þessari ákvörðun Friðriks og hinni skorinorðu stefnu sem hann hefur tekið í þessu við- kvæma mannréttindamáli,” sagði Einar S. Einarsson, forseti Skáksam- bands Norðurlanda. ,,Ég vil geta þess að i stjórn Skák- sambands Norðurlanda er til umfjöll- unar ályktunartillaga sem bæði Skák- samband íslands og Noregs hafa skrifað undir. Sá texti gengur mjög í sömu átt og beinlfnis sagt að þessi sambönd líti svo á að staða keppenda sé ekki jöfn þegar fjölskyldu annars sé haldið i gislingu. Með þessu er verið að veita stefnu Friðriks stuðn- ning.” Hefur Friðrik verið of linur gagnvart Sovétmönnum? ,,Ég tel að þetta mál hafi gengið tiltölulega hægt en það er ekki gott að dæma um það. Ég held að þetta hafi tekið núna góða og rétta stefnu. En allt tekur sinn tíma. Það er ekki þrautalaust að ná einhverju sam- bandi við Sovétmenn um þetta mál.” „Óttast þú klofning Alþjóðaskák- sambandsins? „Ég imynda mér nú að það komi ekki til þess þó að einhver ágrein- ingur verði um þessa ákvörðun. En það mun hrikta í stoðum sam- bandsins.” Telur þú rétt að krafan um fjöl- skyldu Kortsnojs verði sett sem skil- yrðifyrir einvíginu? ,,Ég held að það verði að meta þaö. Mér finnst sjálfum að þetta sé undirstaða þess aö einvigið geti farið fram við jafnar og réttar aðstæöur. Þetta mál kemur væntanlega mjög til umræöu á FIDE-þinginu sem hefst i Bandaríkjunum 19. júlí næstkom- andi. Þaö verður kannski frekar þingsins að ákveða um nánari aðgerðir,” sagði Einar S. Einarsson. -KMU. „Ég er alveg sammála Friðriki að gera þetta,” sagði Guðmundur Sigur- jónsson stórmeistari í samtali við blm. Dagblaðsins. „Ég óttast ekki klofning FIDE. Flestir skákmenn, sem ég hef rætt við erlendis, telja að ekki muni koma til klofnings. Skákmenn í Austur- Evrópu álíta jafnvel að þetta sé þeim sjálfum fyrir beztu. Rússar hafa miklu meiru aö tapa ef FIDE klofnar. Það er auðvelt að vera án þeirra. Þeir munu þvi hugsa sig um tvisvar áður en til klofnings kemur. Þeim hafa verið sett álíka skilyrði i öðrum iþróttum. Ég hef heyrt um svipað í sambandi við tennis. Rússar hafa frekar gefið eftir. Erlend sam- skipti eru miklu mikilvægari fyrir þá.” Telur þú að þeir muni þá iáta undan? ,,Enn er of fljótt að segja til um það. Það er spurning um hvað FIDE ætlar að ganga langt. Hvort til dæmis Karpov verði sviptur titlin- um.” Telur þú að svipta eigi Karpov heimsmeistaratitlinum láti Sovét- . menn ekki undan? „Ég held aö það kæmi ekki illa út fyrir skákmenn almennt ef slikt yrði gert,” sagði Guðmundur Sigurjóns- son. -KMU. Guðmundur Slgurjónsson: „Kússar hafa melru að tapa ef FIDE klofnar.” DB-mynd: Einar Ólason. — segir Jón L Ámason skákmeistari „Þetta er spor í rétta átt, sýnir að FIDE er aivara í hug, að samtökin ætla að gera eitthvað í máli Korts- nojs. Þetta setur þrýsting á Rúss- ana,” sagði Jón L. Árnason skák- meistari. „Fide hefur talið nauösynlegt að fá einhvem botn í þetta mál til að jafn- ræði sé með keppendunum.” Á að gera mál Kortsnojs að skil- yrði fyrir því að einvigið fari fram? „Það er spuming hve langt eigi að ganga. Það er kannski of djúpt i ár- inni tekið að gera þetta að skilyröi. Það gæti farið svo að einvígið færi ekki fram og báðir litu á sig sem heimsmeistara. Það yrði slæmt því útlit er fyrir skemmtilegt og spenn- andi einvígi. Ég trúi ekki öðm en að Sovétmenn reyni að leysa þetta mál því annars gæti svo farið aö samúðin yrði öll Kortsnojs megin og það á Karpov ekki skilið,” sagði Jón L. Árnason. -KMU. Friðrík hefur leikið biðleik á Rússa — segir Jón Þorsteinsson lögfræöingur Elnar S. Einarsson: stoðum FIDE.” ,Hrikta mun f „Mér lizt ekki illa á ákvörðun Friðriks. Hann hefur leikið biðleik á Rússana. Annars þekki ég ekki stöö- una. Maður treystir því að Friðrik geri það og leiki rétt,” sagði Jón Þor- steinsson lögfræðingur, fyrrverandi alþingismaöur og gamalreyndur skákmaður. Hann var spurður hvort hann óttaðist klofning Alþjóöaskák- sambandsins: „Framtiðin verður að skera úr um það.” Ef Sovétmenn þrjózkast við telur þú þá að til gréina komi að svipta Karpov heimsmeistaratitlinum? „Maður veit ekki hvaða aöstæður kynnu að koma upp. Annars ætti maður að hafa það að einkunnar- orðum sem Abba Eban, fyrrum utan- ríkisráöherra ísraels, sagði: Ég svara ekki spurningum sem byrja á EF.” -KMU. Jón Þorsteinsson: „Treysti þvf að Friðrlk þekki stöðuna og leiki rétt.” Þátttaka þín í Á TAK/ er einfö/d ákvörðun um að sparrfé þínu skufí varið tfí að skapa fegurra og betra mannfíf.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.