Dagblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ1981. Kristín Bjamadóttir leikur í kvikmynd um erfidismenn þá sem lögðu jámbrautir um Jótland á stríösárunum fyrri: Óður til farandverka- manna fortíðarinnar — sem unnu hörðum höndum til þess að seinni kynslóðir gœtu brunað þœgilega um landið Kristín Bjarnadóttir leikkona er nýfarin til Jótlands að leika í kvik- mynd um danska farandverkamenn á stríðsárunum fyrri, nánar tiltekið þá sem unnu við aö leggja járnbraut yfir Jótland. Ekki fannst öllum það þarflegt uppátæki, fremur en bændum hér á landi siminn. Margir sögðu að það væri út i hött að bæta samgöngur á Jótlandi, þar sem varla byggi nokkur maður! Og verkamennirnir, sem við þetta strituðu, þóttu ekki par finir. Þetta voru harðjaxlar, oftast af fátæku bergi brotnir og sjaldnast fjölskyldumenn, þvi járnbrautar- byggingin tók langan tíma. Þeir fluttu sig með henni og áttu ekki fast aðsetur. Stritið var mikið og kaupið lágt, en þeir hugguðu sig við brenni- viniö og drukku mikið af því. í dag- legu tali voru þeir kallaðir „Börsterne” (Ribbaldarnir) og svo heitir myndin. Efni hennar snýst um samfélag þessara manna og vináttuböndin sem skapast milli þeirra. Inn i það bland- ast ástamál. í þorpi þar sem þeir hafa viðdvöl búa þrjár systur og ein þeirra verður ástfangin af ungum „brautar- ribbalda”. Það er ekki einfalt mál, því hún er nefnilega gift malaranum i þorpinu, en það er nokkur virðingarstaða. Eldri systir hennar, Ingeborg, er leikin af Kristinu. Hún reynir að afstýra ógæfunni og tala um fyrir yngri systur sinni. En við vitum að velmeintar fortölur stoða lítið, þegar hjartað er alelda. Leikstjórar verða hjónin Svend og Line Grönlykke og hafa þau áður gert kunnar myndir, m.a. „Balladen om Carl-Henning.” Þau segja: „Þessi mynd Börsterneá að verða eins konar óður til járnbrautarverka- manna fortíðarinnar, sem með striti sinu gerðu okkur nútímamönnum kleift að bruna fyrirhafnarlaust til vinafunda meðan við njótum þess í makindum að skoða fagrar sveitir Jótlands og kannske dreypa á svo sem einu brennivínsstaupi á meðan. ” Þvi farandverkamennirnir drukku sinn lifselexír ekki í staupum heldur flöskum, enda var brennivínið þeirra eina vopn gegn vinnuþreytu og einstæðingsskap. Þetta vopn snerist i höndunum á þeim, þegar verð á brennivíni tífaldaðist í lok fyrri heimsstyrjaldar. Þeir höfðu þá ekki efni á aö drekka nema brennsluspritt og eyðilögðu þannig líf sitt og heilsu. Kunnir leikarar, eins og Jesper Klein, Erik Paaske og Hans Jörgen Lembourn, taka að sér hlutverk ribbaldanna í myndinni. Ásthrifna malarakonan verður leikin af Stine Ekblad, sem er finnsk-sænsk. Hún hefur undanfarin tvö ár samfleytt flutt „Ástarsögu aldarinnar” eftir Mörtu Tikkanen í ýmsum leikhúsum í Finnlandi og Sviþjóð. En Þjóðleik- húsið hefur einmitt ráðið Kristínu til að flytja þessi ljóö í eigin þýðingu á Litla sviðinu í haust undir stjórn „Eg leik Ingeborg og reyni árengurslaust að vara yngri systur mina við afleiðingunum af ástamálum hennar, þvi malarafrú á að sjálfsögðu ekki að vera að dandalast með brautarribbalda," segir Kristin. Mynd: Valdis Óskarsdóttir. Kristbjargar Kjeld, svo þær tvær mun ekki skorta umræðuefni. Framleiðandi ASA-film. myndarinnar er -IHH. Steinar Berg eftir hljómleikana með Any Trouble Togast á í mér hvort ég á að halda fleiri hljómleika „Það er að togast á í mér hvort ég á að halda áfram á þessari braut eða ekki,” sagöi Steinar Berg ísleifsson hljómplötuútgefandi þegar blaða- maður DB spurði hann að því hvort léleg aösókn á hljómleika ensku hljómsveitarinnar Any Trouble yrði til þess að hann hætti við frekari hljómleikaáform. , ,Ég er frekar hissa á þeim dræmu móttökum sem hljómsveitin fékk. Aftur á móti er ég mjög ánægður með hversu góð hún var. Þeir sem komu á hljómleikana kunnu vel að meta það sem þeir heyrðu,” sagöi Steinar. Any Trouble lék á fimm hljómleik- um hér á landi. Tvennir voru haldnir á Hótel Borg, einir í Laugardalshöll og tvennir úti á landi. Einstaklega lítill spenningur virtist vera hjá fólki að sjá hljómsveitina og heyra. Til dæmis var Laugardalshöllin hálf- tóm þrátt fyrir að þar kæmu fram þrjár hljómsveitir með þeirri ensku. —- Steinar Berg var inntur eftir því hvort það væri ef til vill röng stefna að flytja til landsins lítt — eða óþekktar hljómsveitir. „Nei, ég tel svo ekki vera,” svaraði hann. „Ég hygg að það sé mun skynsamlegra að fá hingað óþekktar hljómsveitir sem þó hafa sýnt það og sannað að þær hafa eitthvað til sins ágætis. Þess háttar hljómleikahald er þó aðeins bundið við Hótel Borg og svipaða staði að stærð. Vandamálið er aðeins það að fá gestina á staðinn Steinar Berg Isleifsson og B. A. Robertson. — Vandamálið erþað að hann er rosalega dýr, segir Steinar. — Við erum um þessar mundir að velta fyrir okkur möguleikunum á hljómleikum með honum. DB-mynd: Sigurður Þorri. til að hlusta á þessar hljómsveitir. Það verður að finna eitthvert ráð til sliks.” Skozki popparinn B. A. Robertson sem var hér á landi á dögunum haföi góð orð um að koma aftur síðar á árinu og halda hljómleika með slnum mönnum. Steinar var að því spurður hvort einhver skriður væri kominn á það mál. „B.A. Robertson hefur gert okkur tUboð. Vandamálið er bara það að hann er atveg rosalega dýr. Við erum um þessar mundir að velta fyrir okkur möguleikunum á að halda með honum hljómleika en ennþá get ég ekkert sagt um hvort af því verður. Eins og ég sagði áður hygg ég að gáfulegra sé að halda hér hljómleika með óþekktum efnilegum hljóm- sveitum en þeim stóru. Ég er fyrst og fremst útgefandi en ekki hljómleika- haldari. Ef enginn annar sýnir þessu máli áhuga þá býst ég nú frekar við þvi að ég reyni eitthvað frekar í þessum málum.” -ÁT- Einar og Philip í þekktu brezku riti Um siðustu mánaðamót héldu þeir Einar Jóhannesson klarinettleikari (Jóhannesar Arasonar þular) og Philip Jenkins pianóleikari og góðvinur íslands hljómleika i hinni þekktu Wigmore Hall í London en þar lóku þeir m.a. verk eftirJón Þórarinsson, Áskel Másson og Þorkel Sigurbjörnsson. Aðsögn Einars varþessum tónleikum vel tekið af gagnrýnendum. í tilefni þessara hljómleika birti eitt vinsælasta vikurit Breta, Observer Colour Supplement, stutt viðtal við þó fólaga þar sem þeir skýrðu í örstuttu máli frá tónlistarþróun á íslandi. Skýrir pistillinn hér að ofan sig vonandi sjátfur. Al. FOLK Kalli og Tolli halda Þjóð- leikhúss rokk Mikið hljómleikahald er nú fyrir- hugað í Þjóðleikhúsinu 29. og 30. júni. Eiga þar að koma fram fjöl- margir listamenn á hálfrar þriðju stundar hljómleikum, bæði úr hópi popptónlistarmanna og þeirra sem hafa haldið sig við klassiska tónlist. Má þar nefna hljómsveitina Mezzo- forte, Ólöfu K. Harðardóttur, Magnús Eiríksson, Gunnar Þórðar- son, Karl Sighvatsson og fleiri. Það er raunar Karl sem er pottur- inn og pannan i hljómleikahaldinu ásamt með gúanórokkaranum og farandverkamannaforingjanum Þor- táki Morthens (bróður Bubba)! Undirbúningur er sagður vera í fullum gangi fyrir þessa tvenna hljómleika. Þjóðleikhúsið er kjörinn staður fyrir hljómleikahald, það sannaðist eftirminnilega á hljóm- leikum Þursaflokksins fyrir ári siðan. Rafmagnsveita Reykjavíkur 60 ára 27. júní 1981 Rafmaflnsvelta Reykjavfkur efnlr til kynnls- feröar og fréttamannafundar fimmtudaglnn 16. júní 1981 í tilefni 60 ára afmœlis fyrlrtœkislns 27. Júní nk. Kynnisferöin hefst kl. 13.00 aö Ármúla 31 og ekið veröur aö ýmsum mannvlrkjum og vinnustööum Rafmagnjveltunnar, m.a. aö Rafstöölnni vlö Elliöaar. Aö þvf loknu, um kl. 16.30, veröur fréttamannafundur í Félags- heimillnu vlö Elliöaér. •/ Aöalsteinn Quöjohnsen rafmagnsstjóri, Haukur Pélmason framkvœmdastjórl tœkni- méla og Elrlkur Briem fjérmélastjóri munu fara meö fréttamönnum í kynnisferöina og sltja fundinn. Rafmagnsveitan vsntir þess aö þér sjéiö yöur fœrt aö taka þétt í þessart kynningu é starfsemi fyrlrtœkisins. VirÖIngarfyllst, AðalstoJnn Guðjohnsen rafmagnsveitustjórl. Gúrkutíð á gamla Mogga Sumarmánuðirnir eru gjarnan kallaðir gúrkutíð i blaðamennsku og má stundum sjá þess merki í blöðun- um. Líklega hefur þó aldrei sézt gleggra dæmi um þessa gúrkutíð en í 80 siðna helgar-Mogga sem út kom á laugardagskvöldið en dagsettur sunnudag. Þar birtist í heilu lagi orðsending sem ritstjórnum allra blaða, útvarps og sjónvarps, hafði borizt frá rafmagnsstjóranum í Reykjavik. Tilkynningin var um kynnisferð og fréttamannafund í til- efni af 60 ára afmæli Rafmagnsveitu Reykjavikur og eingöngu ætluð rit- stjómum blaðanna. En gamli Moggi lét sig ekki muna um það og og birti klausuna alla. Eitthvað kemur nú gúrkutíðin mis- jafnlega niður á blöðunum! Sigurjón ^ foss-seti Þegar Elliðaámar voru opnaðar með pompi og pragt um daginn þótti mönnum Sigurjón Pétursson, forseti bæjarstjómar, sitja nokkuð frekt að beztu veiðistöðunum. Kalla þeir hann nú foss-seta.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.