Dagblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1981. 11 öll spjót standa nú á íslenzkum stjómmálamönnum: Er beitarærgildið óbætan- legt hvað sem í boði er? ,,Um fátt er eins mikið deilt hér á landi um þessar mundir og röð og stað- setningu vatnsaflsvirkjana. Er það raunar að vonum, svo mikilvægar sem þær eru f margvislegu tilliti. Á þessu sviði er augljóslega mikil þörf á stefnu- mörkun, mun itarlegri en að virkjað skuli utan eldvirkra svæða eins og stendur í stjórnarsáttmála núverandi rikisstjórnar”. Þannig fórust Jakobi Björnssyni, orkumálastjóra, m.a. orð á nýafstöðnu Orkuþingi. „Til þess að móta slika virkjunar- stefnu i viðasta skilningi þess orðs, þar sem það er látið ná yfir bæði vatnsorku og jarðhita, þarf áð minum dómi að gera þetta fyrst: 1. Móta síefnu í byggðamálum að því er tekur til staðsetningar stórra orkunotenda, t.d. ákveða hvaða vægi slik sjónarmið eigi að hafa i hlutfalli við kostnað orkunnar. 2. Stjómvöld verða að ákveða inn- byrðis vægi orkukostnaðar annars vegar og hins vegar þátta eins og náttúrufarslegra áhrifa af virkjunum, áhrifa þeirra á aðra efnahagsstarfsemi, á búsetu og á samfélag manna i ná- grenni virkjunarstaða. Hvemig ber t.d. að meta beitarær- gildi sem glatast undir miðlunarlón? Eftir þeim arði sem það skilar þjóðar- búinu? Eftir þvi hvaö það kostar að bæta það með ræktun og uppgræðslu? Eða er kannske beitarærgildi; gróið land, óendanlega mikils virði, þannig að alls ekki megi fórna því hvað sem i boði er í staðinn. 3. Ákveða verður hvaða öryggis- kröfu beri að gera til orkuiðnaðarins. Ákvarðanir i þessum efnum em hápóli- tiskar. Að búa rafmagnsnotanda i af- skekktri sveit sama öryggi gagnvart raf- magnsleysi og notanda í Reykjavik er svo dýrt að varla er sá stjómmála- maður til sem reiðubúinn er að láta þjóðarbúiö axla þann kostnað. Jakob benti á nauðsyn stefnumörk- unar um nýtingu jarðhitasvæða í eigu rikisins, einkum um það hvort rikið sjálft ætlar aðstandafyrir vinnslu hita- orkunnar og seíja i heiidsölu eða leyfa öðrum að vinna hana. Afstöðu þarf að taka til þess_á hvers vegum oliuhreinsun á íslandi verði, ef til hennar kemur á íslandi. Loks þarf að skipuleggja oliuleit á landgrunninu. Ákveða þarf hvaða hlut rikið ætlar sér i sjálfri leitinni og hvort útlendingum skuli heimiluð slik leit og þá með hvaöa skilyrðum og undir hvers konar eftirliti. Leiði leitin til vinnslu þarf ekki siður að skipuleggja þau mál. Þar er timi til stefnu. Leitar- málið þarf að afgreiða fyrst. „Sldpulag allra þessara þátta ætti að marka um leiö og orkulög verða endur- skoðuð,” sagði Jakob Bjömsson. Jakob benti á stefnumótum Svia i kjarnorkumálum og taldi hana til fyrir- Hvaráað virkja? — Hveráaðvinna jarðhitann? Hveráað standaað olíuhreinsun hér? — Hveráaðfáleyfir til olíuleitar við ísland? myndar. Þar endaði almenn umræða með leiðbeinandi þjóðaratkvæða- greiðslu. Stjórnvöld urðu að taka loka- ákvörðunina. Ég tel að við hér á íslandi getum margt lært af því dæmi og not- fært okkur 1 þvi verki sem framundan er við að móta alhliða heilsteypta islenzka orkumálastefnu,” sagði Jakob orkumálastjóri. •A.St. Orkumálastjóri harðorður á Orkuþingi: „LETTLYNDIR EF EKKI KÆRULAUSIR í OUUMÁLUM” — ísland eina land Evrópu sem enga viðlagaáætlun hefur íolíumálum „Við Islendingar erum furðu létt- lyndir — að ég segi ekki kærulausir — í olíumálum,” sagði Jakob Björnsson orkumálastjóri er hann ræddi annan meginþátt eldsneytismálastefnunnar, þ.e. kaup á eldsneyti, aðflutning og birgðahald. „Fram til þessa hefur naumast verið litið á þann þátt sem orkumál heldur viðskiptamál, enda hefur hann heyrt undir viðskiptaráðuneytið einvörð- ungu, en ekki iðnaðarráðuneytið sem fer með orkumál að öðru leyti. Vita- skuld eru kaup á oliu mikilsverður þáttur í utanríkisviðskiptum okkar, en olíumál eru hvarvetna í heiminum einn mikilvægasti þáttur orkumála. Svo er vitaskuld hér einnig þar sem nærri helmingur seldrar orku er í formi olíu- vara. Mér er ekki kunnugt um að hér á landi sé tii nein viðlagaáætlun um við- brögð við truflunum i olíuflutningum til landsins, enda þótt augijóst sé að afleiðingar slikra truflana gætu orðið afskapiega afdrifaríkar. Þær gætu beinlínis lamað mikilvægustu atvinnu- grein okkar, fiskveiðarnar. fsland er eina landið, þar sem ég þekki til, sem enga slíka áætlun hefur. Hér þarf hugarfarsbreytingu. Við erum miklu háðari olíu en svo að við getum látið vera að huga aö örygginu i oliuað- föngum til landsins. Hér þarf stefnu- Óvíst hvort innlent eldsneyti getur nokkru sinni keppt við erlent — segir Jakob Bjömsson orkumálastjóri mótun af hálfu stjórnvalda. Birgða- málin þarf að taka til gaumgæfilegrar skoðunar og athuga hvaða þátt innlend oliuhreinsun getur átt i að auka öryggið. Komast þarf að niðurstöðu um hvort rétt sé að ísland gerist aðili að Alþjóða orkustofnuninni, olíusam- tryggingu Vesturlanda,” sagði Jakob. Hann benti á að einnig þyrfti að móta stefnu hvernig huga beri að tveim ólikum þáttum, ódýru eldsneyti og öruggum aðföngum. Stefnumörkun þarf að taka um hvort sölumöguleikar á fiskafurðum eigi að ráða oliukaupum og hvort taka eigi tillit til pólitísks þrýstings í ákvörðun um oliukaup, t.d. frá Suður-Afríku, sagði orkumála- stjóri. -A.St. fttondingar nýta nú s«m ivmr 1200 mngavatta- orku af jarðhitaorkullndlnnl til húsahitunar. Tl annarra nota, þor með talin raforkuvlnnaia, ar nýtt aam avarar 500 magavöttum. 8amkvaamt nýjaata matí á jarðhltaorkuHnd íalanda namur nýtíngln nú 1,4 prómlll aða 1,6 þúaundaata hlut orkuHndarlnnar. „Sjálfsagt er talið að nýta vatnsorku og jarðhita i staö olíu alls staðar þar sem það er hagkvæmt. Um þetta eru landsmenn sammáia og eftir fá ár má heita að olía verði horfin úr hitun húsa,” sagði Jakob Björnsson i erindi sinu á lokadegi Orkuþings. „Róðurinn verður þyngri í iðnaðin- um, en þó benda athuganir til að hag- kvæmt geti verið að nýta raforku að hluta i stað olfu i fiskimjölsverk- smiðjum. t samgöngum er enn örðugra að nýta innienda orku og ekki fyrirsjáanlegt að það verði unnt svo neinu nemi hérna megin aldamóta vegna þess aö strjál- býli og fámenni útilokar notkun raf- magnsjárnbrauta og hálinuvagna með viðráðanlegum kostnaði. Rafbilar, sem nýtt gætu hið almenna vegakerfi, eru ekki á almennum markaði. í fiskveiðum eru ekki fyrirsjáanlegir tæknilegir möguleikar á nýtingu vatns- orku eða jarðhita,” sagði orkumála- stjórinn. Orkumálastjóri sagði að framleiðsla á innlendu eldsneyti hefði nokkuð verið athuguð að undanförnu. Niðurstaðan væri að það yrði verulega dýrara en innfluttar oifuvörur sem stendur. Hækkað oliuverð gæti breytt hlutföll- um, en innflutt gervieldsneyti kynni lika að verða ódýrara en innlent. Jakob kvað mjög öra þróun eiga sér stað i þessum efnum og stórþjóðimar kostuðu miklu fé til rannsókna á fram- leiðslu gervieldsneytis. Taldi hann rétt að tslendingar fylgdust með þróuninni án þess að kosta umtalsveröu fé til hennar sjálfir, slikt væri alitof áhættu- samt. Kvað Jakob óvfst vera, eins og nú stæði, hvort innlent eldsneyti gæti nokkurn tima orðið samkeppnisfært við erlent. -A.St. l'S O cis . .*> * sss S'S '5 2 ei °g Örfá eintök enn fáanleg. » Bókin er gefin út x rúmlega 200 eintökum. Mjög góS handbók í viðskiptalífinu. Verð kr. 1.490,- & e Nafnnúmeraskrá mun stærri en áður og heimildargildi betra. þar sem hér er um endanlegar tölur að ræða. LETUR H.F. Sími 23857. Grettisgötu 2, Pósthólf 415, Reykjavík. ÁTAK er ÁTAK, sem á sér enga hfíð- stæðu eða fyrirmynd. Verum framsýn. Verum jákvæð. Verum með frá upphafi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.