Dagblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1981. ' 14 Brian Oldfleld, USA. Iþróttir Oldfield sigraði Stahlberglétt — Varpaði kúlunni 21,19 m. Helsinkileikamir hóf ust í gær Bandaríski kúluvarparinn frægi, Brian Oldfíeld, sem á dög- unum setti nýtt bandarískt met, 22,02 metra, og hefur sem at- vinnumaður varpað lengst allra, eða 22,86 metra, sigraöi fínnska Evrópumeistarann innanhúss, Reijo Stahlberg, með miklum yfírburðum i kúluvarpinu á Helsinki-leikunum i frjálsum iþróttum i gærkvöld. Oldfield varpaði 21,19 metra en Stahlberg varð að láta sér nægja 20,26 metra. í þriðja sæti var Kanadamaðurinn Bruno Pauletto með 19,53 metra. Helsinki-leikarnir hófust í gær og halda áfrani í dag. Oft hafa þeir verið ein merkasta frjálsíþróttakeppni ár hvert, en heldur fátt var um fína drætti þar í gær. Óvenjulitið um heimsfræga íþróttamenn. Mest spenna var meðal áhorfenda í sambandi við spjót- kastið en spjótkast hefur oft verið kallað þjóðaríþrótt Finna. Og finnsku keppendurnir máttu vel við sinn hlut una. Seppo Hovinen sigraði. Kastaði 87,70 m. Gennadi Kolosov, Sovét- rikjunum, varð annar með 86,98 m. í þriðja sæti varð Finn- inn Antero Puranen með 85,60 m og fjórði varð Woldfram Reambke, Vestur-Þýzkalandi, með 83,00 m. í hástökki sigraði Bandaríkjamaðurinn Nat Page. Stökk 2,22 m. Finninn Juha Porkka varð annar með 2,18 metra. 1 400 m grindahlaupi varð Spánverjinn Jose Alonso fyrstur á 51,18 sek. Dedy Cooper, USA, varð annar á 51,41 sek. Mikil keppni var í 800 m hlaupinu. Andreas Paroczai sigraði á 1:47,29 mín. Finninn Jorma Haerkoenen varðannar á 1:47,92 mín. og Peter Lemashon, Kenýa, þriðji á 1:48,07 min. i þrístökki sigraði Willie Banks, USA, — stökk 17,09 metra. Bela Bakosi, Ungverjalandi, varð annar með 16,43 metra. 1 3000 m hindrunarhlaupi sigraði Bandaríkjamaðurinn Henry Marsh á 8:30,59 min. Sigraði Patric Ilg, V-Þýzkalandi. á endasprettinum. Ilg fékk 8:30,96 mín. James Munyala. Kenya, varð þriðji á 8:33,0 min. Golfmót á Nesvellinum Hið árlega Picrra Robert golfmót verður haldið á Nesvellin- um dagana 17. til 20. júní. Íslenzk-ameríska verzlunarfélagið mun að vanda veita sigurvegurunum glæsileg verölaun. Að þessu sinni mun mótið hefjast þann 17. júní með keppni i meistaraflokki karla. Þeir munu leika 36 holur á einum degi. og verður án efa hart barizt þvi mótið gefur stig til landsliðs. Þann 18. júní verður keppt í unglinga- og kvennaflokki. og verða i þeim flokkum leiknar 18 holur. Hinn 20. júní lýkur síðan mótinu með keppni i karlaflokki. forgjöf 7 til 23, og er það einnig 18 holu höggleikur. Áríðandi er að þeir kylfingar sem hug hafa á þátttöku skrái sig sem fyrst þar sem búast má við að takmarka þurfi fjölda keppenda, ef miðað er við aðsókn í mótið undanfarin ár. Skráninger í sima 17930. m m m m Iþróttir_____________________Iþróttír_______________iþróttir___________íþróttir Sigurlás skoraði sigur- markið á afmælisdeginuni —Vestmannaeyingar sigruðu Valsmenn 1-0 í 1. deild í Eyjum í gærkvöld Vestmannaeyingar gerflu sér litið fyrir og slgruðu íslandsmelstara Vals i leik llðanna i 1. deild íslandsmótsins í Vestmannaeyjum i gærkvöld. Úrslit 1—0 og elna mark lelksins skoraði Slgurlás Þorlelfsson með skalla. Vals- menn voru mun meira i sókn i leiknum en tókst sárasjaldan að skapa sér hættuleg marktæklfæri. Liðið vantaði algjörlega mann til að reka endahnút- inn á upphlaupin að þessu sinni. Nett spil útl á velllnum nægði þvi skammt. Ahorfendur voru á áttunda hundrað og mikil stemmning. Valsmenn efndu til hópferðar til Vestmannaeyja og létu stuðningsmennirnir vel i sér heyra. Það hvatti bara heimamenn enn betur og i lokin var gifurlegur fögnuður á vell- inum, þegar sigur heimamanna var i höfn. Við sigurinn komst tBV i annað sætið á töflunni. Hefur átta stlg eins og Breiðablik — stigi á eftir efsta liðinu, Viking. Markið lét ekki lengi á sér standa. A 16. min. fengu Vestmannaeyingar hornspyrnu, sem Ómar Jóhannsson tók. Spyrnti vel fyrir Valsmarkið beint á kollinn á Sigurlási, sem skallaði í mark. Óverjandi fyrir Sigurð Haralds- son, Valsmarkvörð. Þegar 30 mín. voru af leik munaði sáralitlu að Sigur- lás skoraði annað mark. Viðar Eliasson gaf vel fyrir Valsmarkið en Grími fyrir- liða Sæmundsen tókst á siðustu stundu að komast að knettinum á undan Lása og spyrna honum yfir eigið mark. Valsmenn spiluðu oft vel í fyrri hálf- leiknum. Gáfu sér góðan tíma til að byggja upp sóknarloturnar en það var eins og endahnútinn vantaði algjörlega. Eyjamenn byggðu meira á skyndisókn- um og voru oft hættulegir. Mun meiri broddur í sóknarlotum þeirra í fyrri hálfleiknum en Valsmanna. Valsmenn sóttu og sóttu Valsmenn komu tviefldir til leiks I siðari hálfleik og pressuðu mjög stift. Leikurinn fór að mestu fram á vallar- helmingi Vestmannaeyinga, að undan- teknum örfáum skyndisóknum heima- manna. En sóknir þeirra voru alveg bit- lausar I síðari hálfleiknum. Eftir þvi sem á leikinn leið urðu Valsmenn óþolinmóðir að skora ekki, sem þeir áttu þó svo sannarlega skilið vegna yfír- buröa i spili. En marktækifærin létu á sér standa og leiktíminn rann út án þess Valsmenn skoruðu. Greinilegt að Vest- mannaeyingar lögðu áherzlu á varnar- leikinn eftir því sem styttist 1 leiktim- ann. Drógu sig aftur til aö halda fengnum hlut. Talsverð spenna varð Sigurlás Þorleifsson ákveðinn á svip og meö augun á knettinum I leiknum i Eyjum i gærkvöldi. Síðan lá knötturinn i neti Valsmanna. DB-mynd Ragnar Sigurjónsson. Henson-bikar ígolfinu Nýtt golfmót, Henson-bikarinn, fer fram á fimmtudag á golfvellinum i Grafarholtl. Ræst út mllli 16 og 19. Henson-fyrirtældð gefur verðlaun i keppnlna en þátttaka er bundin við 75 keppendur. Fimmta Video-mótiö f golfi verður 17. júni á Grafarholtsvelli. Ræst út mili 9og 13. eitt sinn I vitateig Vestmannaeyinga. Mikil þvaga og leikmenn börðust um knöttinn, eins og allir væru að sparka i alla. Páll markvörður ÍBV Pálmason gerði sér litið fyrir og greip inn i. Náði knettinum'en fékk slæmt spark í lærið. Átti i erfiðleikum að sparka frá marki eftir það. Vörnin var sterkari hluti Vestmanna- eyjaliðsins og helzt glöddu augað vel hugsaðar sendingar Ómars Jóhanns- sonar. Páll var traustur I marki. Sigur- lás var frískur i fyrri hálfleiknum og Göð þrenna hjá Lása! Það var óvenjuleg þrenna hjá Sigur- lásl Þorleifssynl, landsllðsmanni Vest- mannaeyinga, i gær. Hann varð 24ra ára i gær og eignaöist sitt fyrsta barn meðan á leik ÍBV og Vals stóð i gær- kvöid. Eiglnkona hans, Karen Tryggvadóttir, ól honum þá myndar- legt stúlkubarn, fyrsta barn þeirra hjóna. í leiknum við Vaismenn skoraðl Sigurlás elna mark leiksins i fyrri hálfleik. t hálfleik var tUkynnt á vellinum að hann væri orðinn faðir og var þvi fagnað InnUega. SkemmtUeg þrenna hjá Lása, þessum viðkunnan- lega knattspymumanni. -GV/hsim. einnig Kári bróðir hans en þeir náðu sér I Vörnin var betri hluti Uðsins með Dýra ekki á strik í siðari hálfleiknum. Lið Guðmundssonsembeztamann. Vals varvelspilandienskoraravantaði. | -GV Mannabreytingar í stjömuliöinu Nokkrar breytingar hafa orðið á sfjörauliði Ásgeirs Sigurvinssonar, sem lelkur i dag við íslandsmeistara Vals á Laugardalsvelli. James Bett, sem leikur nú með Rangers og þar áður með Lokeren og Val, verður i liði Ásgeirs og þá valdi Ásgeir bróður sinn, Ólaf, einnig i liðið. Sterkar likur eru einnig á þvf að sjálfur fyrirliðl belgfska lands- liðsins, Gerets, sem lelldð hefur með Standard Llege, komi í slaglnn, en þau mál munu skýrast i dag. Ralf Edström getur hlns vegar ekki leikið með stjörnuliðinu. Loks var ekki öll nótt úti um að Jóhannes Eðvaldsson kæmist frá Bandarikjunum. Gerets er bakvörður en hann hefur mikinn hug á að koamst frá Standard Liege. Leeds í Englandi hafði mikinn áhuga á kappanum en óvist er hvort af félagaskiptum Gerets verði. í stjörnuliðinu eru margir úrvalsleik- menn. íslendingarnir Atli Eðvaldsson, Magnús Bergs, Arnór Guðjohnsen, Teitur Þórðarson, Janus Guðlaugsson, Albert Guðmundsson, Karl Þórðarson og e.t.v. Pétur Pétursson. Og erlendu leikmennirnir eru ekki af verri endan- um. Tahamata er þar í broddi fylk- ingar, en aðrir leikmenn eru Dardenne, félagi hans Wagner frá Dortmund, Vel- bruggen frá Lokeren og Nielsen og Pauli frá Fortuna Köln. Guðmundur Þorbjörnsson mun leika sinn fyrsta leik með Val á keppnistima- bilinu og munar um minna fyrir Val. Leikurinn hefst klukkan 18.15 en Start og Laddi munu skemmta frá 17.30. Miðaverð er kr. 60 í stúku, 40 krónur í stæði og 20 krónur fyrir börn. ForsalaverðurídagiAusturstræti. SA Staðan íl.deild Úrslit í leikjunum i 1. deild i gær- kvöid urðu þessi: Fram—KR 2—0 ÍBV—Valur Staðan er nú þannig: 1—0 Vildngur 6 4 11 10—4 9 ÍBV 6 3 2 1 9—6 8 Breiðablik 6 2 4 0 6-3 8 Valur 6 3 12 12—6 7 Akranes 6 2 3 1 4—4 7 Fram 6 14 1 4—3 6 KA 5 2 12 7—4 5 Þór 5 12 2 3—8 4 KR 6 114 4—10 3 FH 6 0 15 4—14 1 Sjöunda umferöin hefst á laugardag, 20. júni. Þá lelka 1A og Vikingur á Akranesi, FH og Fram i Kaplakrika, KR og Þór á Laugardalsvelll, KA og ÍBV á Akureyri. Leikurinn á Akranesi hefst kl. 15.00 — hinir kl. 14.00. Á sunnudag verður lokaleikur umferðar- innar. Þá leika Valur og Breiðablik f Laugardal. Samkvæmt lelkjaskrá á leikurinn að hefjast kl. 20.00. Næla Dýrlingamir í Ray Clemence? Mestar líkur eru nú taldar á að Southampton næll i enska landsllðs- markvörðlnn Ray Clemence frá Uver- pool. Clemence hefur óskað eftir þvi að .fá að fara frá liðlnu, sem hann hefur leildð með 114 ár. Ekld mun Llverpool standa i vegi þess en vlll ekld sleppa Clemence fyrir neina smápenlnga. Vill fá 300 þúsund sterlingspund fyrir kapp- ann, sem verður 33ja ára i ágúst. Clem- ence á eftir tvö ár af samnlngi sinum hjá Liverpool. Þá gæti farið svo að annar frægur Liverpool-kappi, Jimmy Case, sé á förum frá Liverpool. Newcastle hefur gert tilboð i hann. Case var ekki fasta- maður i liði Liverpool á siðasta leik- tímabili. Köln gekk illa I vestur-þýzku Bundesllgunni á leiktímabilinu, sem lauk á laugardag. Varð aðeins i áttunda sæti og Köln viU nú losna við enska landsliðsmanninn, Tony Woodcock, þó hann eigi ár eftir af samningi sinum hjá Köln. Woodcock stóð sig ekki nógu vel hjá Kðln á leiktimabiUnu. Skoraði örfá mörk fyrir Kölnar-Uðið. Hann var keyptur frá Nottingham Forest fyrir 800 þúsund sterUngspund 1979. Þó Köln vUji losna við Woodcock er leik- maðurinn ekkert á því að fara. Heldur fast við samning sinn en þó gæti orðið á breyting ef Rómar-Uöin Lazio og Roma gera alvöru úr þvl að fá Wood- cock tU Ítalíu. 15 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ1981. Iþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir ... L Fram átti fyrri háltleikinn gegn KR en tókst þó aldrei ao skora. Hér skaiiar Pétur Ormslev tram hjá af markteig. DB-mynd S. hnt/ii natm oiilifnllona imiui gciiu guillallCga sendingu á hann. Loks á 65. minútu kom mark. Marteinn sendi þá knöttinn út á kantinn á Guðmund Steinsson. Guðmundur lyfti knettinum yfir að stönginni fjær og þar var nafni hans Torfason fyrir og skaUaði i netið úr þröngu færi. FaUegt mark. KR lagði nú aUt i sölurnar til að jafna og vantaði lítið upp á tU að gera það á 67. mínútu. Óskar Ingimundar- son var þá kominn inn á markteig Fram, Guðmundur Baldursson varði skot hans og >eir bitust um boltann, sem rúUaði út í teig fyrir fætur Atla Þórs Héðinssonar. En fyrir galopnu marki tókst Atla Þór iUa upp og skot hans geigaði. Sfðara markið kom svo á siöustu minútu leiksins. Guðmundur Torfason lagði þá boltann inn á vitateig. ÁrsæU virtist hafa misst af boltanum en Stefán markvörður skaut knettinum I fáti I fætur Ársæls og þaðan þaut hann I netið. Betra Uðið vann i leiknum, á því er enginn vaft. Endurkoma Marteins hefur styrkt vörn Fram verulega þ6tt fyrirUðinnætti ekkieinn af slnum betri leikjum. Trausti Haraldsson var sömuleiðis daufur. Pétur Ormslev var I miklum ham framan af leiknum, en lagðist siðan I dvala og sömu sögu má segja um Guömund Steinsson. Ársæll vann vel á miðjunni, en meðalmennsk- an var ríkjandi hjá öðrum leikmönnum Fram. Stefán markvörður Jóhannsson var bezti maður KR og jafnframt bezti maður vaUarins. Að visu skrifast siðara markið á hans reikning en margoft varði hann vel og bægði hættu frá Slysamark gulltryggði sigur Framara Fyrsti sigur Fram i deUdinni varð að veruleika á Laugardalsvellinum i gær- kvöldi er liðið bar sigurorð af KR. Úr- siit urðu 2—0 og voru bæði mörldn skoruð i seinni háifleik. Sigur Fram var verðskuldaður. Í fyrri háiflelk var liðlð svo til einrátt á vellinum. Til marks um það má nefna að KR-ingar fengu sitt fyrsta marktældfæri á 40. minútu og þá hefði Guðmundur Steinsson getað verið búinn að skora þrennu fyrir Fram. í sfðari hálfleik jafnaðist leikur- inn miklð en Fram var allan timann sterkari aðilinn. Fyrstu minúturnar var vart heil brú í leik Kr og þótt Fram væri litið skárra skapaði liðið sér þó góð tækifæri. Hið fyrsta kom á 14. minútu. Pétur Orms- lev fékk þá sendingu inn I teiginn, drap boltann laglega niður með bringunni og lagði hann fyrir Guðmund Steinsson. Hörkuskot Guðmundar sleikti hins vegar stöngina utanverða. Tveimur minútum síðar léku þeir félagar sama leikinn aftur, en Stefán bjargaði með góðu úthlaupi. Enn liðu aðeins þrjár minútur og þá var Guðmundur Steins- son aftur kominn í gegnum vörn Vest- urbæjarliðsins eftir að hafa fengið sendingu frá Pétri. Og sem fyrr misnot- aði Guðmundur tækifærið. Á 23. minútu varð Sigurður Péturs- son að fara út af vegna meiðsla og Birgir Guðjónsson tók sæti hans i KR- liðinu. Innáskiptingin breytti litlu um gang leiksins, Framarar sóttu stanzlaust og þótti tíðindum sæta ef KR-ingar komust fram fyrir miðju vallarins. Ágúst Hauksson og Albert Jónsson áttu næstu færi fyrir Fram, Ágúst þrumuskot af 30 metra færi sem sigldi fram hjá markinu. En á 40. minútu færðist heldur betur fjör i leikinn. KR-ingar náðu þá skyndisókn, Vilhelm Fredriksen sendi knöttinn út á Elias Guömundsson sem óð upp á völlinn, og renndi knettinum UEFA í Ásgeirsmálið Ekki náðu þeir Uli Höness, fram- kvæmdastjóri Bayera Múnchen, og Petit, eigandl og framkvæmdastjóri Standard Liege, samkomuiagi I gær um kaupverð á Ásgeiri Sigurvinssyqi til Bayern. Petlt hefur verlð harður i samningum sem áður og viljað fá 4,7 milljónir isienzkra króna fyrlr Ásgeir. Þegar stjórarair náðu ekki sam- komulagi var ákveðið að skjóta málinu til UEFA — knattspymusambands Evrópu — og sennllega ákveður stjóra Evrópusambandsins kaupverð á Ásgeiri i dag. Stjóra UEFA hefur úr- slltavald I slikum málum, þegar félög komast ekki að samkomulagl. —Fram sigraði KR 2-0 í 1. deild á Laugardalsvelli í gærkvöld inn i vítateig á Vilhelm. En Vilhelm var óheppinn með skot sitt, knötturinn lenti í stöng og hrökk þaðan út með hliðarlínunni. Má vel vera að Guð- mundur markvörður Baldursson hafi náð að slæma hendi 1 boltann. En KR- ingar náðu knettinum aftur og á næstu sekúndum einlék Sæbjörn Guðmunds- son í gegnum vörn Fram en skaut rétt framhjá. í síðari hálfleik jafnaðist leikurinn mikið. Þeir röndóttu höfðu betri tök á leiknum framan af og í þrigang opn- aðist vörn Fram illilega fyrstu 10 min- útumar án þess að KR-ingar gætu fært sér það í nyt. Hinum megin á vellinum skaut Ársæll Kristjánsson i stöng á 58. minútu, eftir að Marteinn Geirsson, marki sinu. 1 vörninni var Börkur Ingv- arsson traustur og Sæbjörn Guð- mundsson gerði marga laglega hluti. Arnþór Óskarsson dæmdi og gerði það yfirleitt vet, þótt stundum hagn- aðist brotlegi aðilinn á því að flautað var of snemma. -SA. Mikið um félagaskipti hjá knattspymumönnum Gifurlega mlkiö hefur veriö um félagasklptl i knattspyraunni þaö sem af er árinu. Leikmenn hafa ekkl aðeins sldpt um félög hér innanlands heldur hafa leikmenn einnlg komið frá félögum utan landsteinanna. Meöal annars Samuel Jakub Samuelsson úr Vogsboldfélagi i Færeyjum i Reyni i Sandgeröi. Leikmenn hafa einnig farið til eriendra félaga. í nýjasta fréttabréfi KSÍ, mai-heft- inu, er skýrt frá þvi að eftirtalin félaga- skipti hafi verið samþykkt af stjóm KSÍ. Ragnar Hjaltested úr Val I Viking R. Sverrir Salberg Magnússon úr Fram i Þrótt R. Finnbjörn Agnarsson, UMFK i UMFN. Bjami Harðarson úr Val R I Þrótt R. Bjöm Ingimarsson úr Kötlu i Völsung. Jón örvar Arason úr KFK í Reyni S. Eli Másson úr UMF Selfoss I ÍR. Kristján Halldórsson úr Val IIR. Þóröur Karlsson úr UMFK I UMFN. Eyjólfur Þ. Þórðarson úr Val I Þór Þ. Þorfinnur Pétursson úr Val I Þór Þ. Sigurður H. Illugason úr Magna I Völsung. Samuel Jakup Samuelson úr Vogsboldfélag í Reyni S. (háð 6 mánaða búsetu á íslandi). Ólafur Sigurðsson úr Heklu I Ármann. Magnús Þ. Haraldsson úr Víkingi R. í Ármann. Jóhann Hermannsson úr Vikingi R. i Ármann. Bergþór Kristjánsson úr iR í Reyni Hnífsdal. Jón Oddson úr KR í Vestra. Pétur H. ísleifsson úr Hugin i Einherja. Páll Indriði Pálsson úr KA i UMF Hauka. Jónas Þór Hallgrímsson úr Eilífi í KA. Þorvarður Sævar Pálsson úr Fram í Ármann. Sigurjón Elíasson úr UMF Tindastóli 1 Viking R. Gunnar Gunnarsson frá Svíþjóð I Leiftur. Atli Þór Héðinsson úr Holbæk í KR. Friðrik Steingrimsson úr Eilifi i Létti. Jónas Skúlasón úr Eilífi — opið. Jóhannes T. Sigursveinsson úr Leikni i Þrótt R. Guðjón Sigurðsson úr UMF Súlunni i Fram Skagastr. Ragnar Rögnvaldsson úr Vikingi R. i UBK. Þröstur Jensson úr Val í UBK. Hlynur Óskarsson úr Val i UBK. Guðmundur H. Jónsson úr UMF Svarfdæla i UMF Reyni Ár. Logi Úlfljótsson úr Val í FH. Karl J. Birgisson úr Þór V. i Skallagrim. Andrés Ólafsson úr KA í Skallagrim. Birgir Ágústsson úr Val i Þrótt N. Einar Sveinn Ámason úr UMFN i ÍK. Haukur Andrésson úr UMFG í norskt félag. Björn Stefánsson úr UMFN i norskt félag. Valtýr Sigríksson úr Kára i UMF Hauk. Pétur Óskarsson úr ÍK i Óðin. Einar G. Hjaltason úr UMF Bolungarvíkur i Reyni Hn. Ólafur öm Harladsson úr KA í FH. Guðjón Ingi Eiriksson úr Austra i Hött. Ármann Einarsson úr Hugin í Hött. Jóhann G. Gunnarsson úr Hróari í Hött. Unnar Vilhjálmsson úr IME i Hött. Ólafur Danivalsson úr Val 1 FH. Óðinn Haraldsson úr Þór Ak. í Völsung. Jóhann Torfason úr IK Heid í Vestra. Guðjón Ólafsson úr Leikni F i Snæfell. Valur B. Jónatansson úr Herði i Reyni Hn. Ómar B. Ólafsson úr Fram i Víking R. Ólafur Jóhannesson úr Haukum í Einherja. Arnór Jónatansson úr Herði í Reyni Hn. Samúel örn Erlingsson úr Snæfeili i Þór Þ. Gunnar Lúðviksson úr Gróttu — opið. Jóhann Ármannsson úr Hugin i UMFG. Magnús Magnússon úr KA i Þrótt N. Svanur Jónsson úr Þrótti R. í Ármann. Ingimar Bjarnason úr ÍK i Létti. Steingrímur Birgisson úr KR i KA. Guðmundur Stefán Maríasson úr Herði i Þór V. Adólf Guðmundsson úr Hugin í Víking R. Þórir K. Flosason úr Súlunni í UMF Bolungarvikur. Kristján J. Guðmundsson úr UMF Bolungarvíkur i Fylki. Sigurður Hannesson úr Óðni i Ármann. Ólafur Ólafsson úr UBK i ÍK. Elís Þórólfsson úr Vikingi Ól. i UMF Grundarfj, Skúli Þórisson úr Fram i ÍK. Jóhann Sigurbergsson úr Haukum i Stjömuna. Dagbjartur Harðarson úr Haukum í Stjörnuna. Helgi Þór Eiriksson úr Hrafnkeli Freysgoða 1 Aftureldingu. Þorvaldur Hreinsson úr Hrafnkeli Freysgoða i Aftureldingu. Guðmundur Svansson úr Árroðanum I Þór Ak. Sigurvin Sigurvinsson úr UMF Bolungarvikur í Reyni Hn. Guðmundur Haildórsson úr UBK i ÍK. Óskar Guðmundsson úr Fylki í ÍK. Þórsarar una ekki ákvörðun mótanefndar: Setti leikinn á með f imm tíma fyrirvara „Samkvæmt lögum KSÍ veröur að boða ieik með mlnnst 48 Idukkustunda fyrirvara. Vlð fengumskeytl klukkan 10 á laugardag um að lelkurinn við NJarð- vik hefði verið settur á Id. 15 þann sama dag og það þótt mótanefnd KSÍ væri fullkunnugt um að við gætum ekki lelldð þennan dag. Leikmenn liðsins voru önnum kafnir við undlr- búning sjómannadagsins,” sagðl ritari knattspyrauráðs Þórs, Stefán Garðars- son. Upphaflega átti leikurinn að fara fram i Njarðvík á laugardag en að ósk, Þórs var honum flýtt fram til föstu- dagskvölds. KSÍ samþykkti það en mótanefnd láðist að boða dómara á leikinn. „Þegar við höfðum beðið í 20 mínútur komu Njarövikingar allt i einu með einhvern dómara, sem var meðal áhorfenda. Þjálfari Þórs og margir leikmenn vildu ekki láta hann dæma, þvi að KSÍ hafði ekki skipað hann. Þá teljum viö einnig að sá siður að draga dómara niður úr áhorfendastæðunum, þegar enginn dómari mætir eigi að leggjast niður. Þetta er virðingarleysi við 3. deildina. Síöan er leikurinn settur á daginn eftir þótt mótanefnd KSÍ sé fullkunnugt um aðstæður hjá leik- mönnum Þórs,” ságði Stefán Garðars- son, ritari knattspymuráðs Þórs. • Þórsarar standa föstum fótum á sinum rétti, svo telja má vist að mál þetta eigi eftir aö draga dilk á eftir sér. -SA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.