Dagblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. JONÍ 1981. 27 (i í) Útvarp Sjónvarp Þórshafnarbúar eru meðal þeirra er njóta góös af byggöastefnunni. BYGGÐASTEFNA? - sjónvarp kl. 21,45: HEFUR BYGGÐASTEFNAN GENGIÐ OF LANGT OG DÆIMH) SNÚIZT VIÐ? — hef ur dreif býlið f organg? f kvöld verður umræðuþáttur I beinni útsendingu um byggðastefnuna, kosti hennar og annmarka. Stjómandi verður Sæmundur Guð- vinsson fréttastjóri og mun hann ræða við þá Davíð Oddsson borgarfulltrúa, Stefán Valgeirsson alþingismann, Benedikt Gröndal alþingismann og Loga Kristjánsson, bæjarstjóra f Nes- kaupstað. Sæmundur Guóvinsson fréttastjóri stjórnar umiæðuþætti um byggöastefn- ^ Sjónvarp i Þriöjudagur 16. júnf 19.45 Fréttaágrip á táknnSS*. 20.00 Fréttlr og veður. 20.25 Auglýalngar og dagskrá. 20.35 Sögur úr slrkus. Teiknimynd. Þýðandi Guöni Kolbeinsson. Sögumaður Július Brjánsson. 20.45 Um loftln blá. Heimildamynd um þjálfun flugmanna. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 21.20 Óvænt cndalok. Opnl glugg- Inn. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 21.45 Byggöastefna? Umræðuþátt- ur I beinni útsendingu um byggða- stefnuna, kosti hennar og ann- marka. Stjórnandi Sæmundur Guðvinsson blaðamaður. 22.35 Dagskrárlok. Miðvikudagur 17. júní 19.45 Fréttaágrlp á táknmáll. 20.00 Fréttlr og veður. 20.20 Auglýslngar og dagskrá. 20.30 Þjóðhátfðarávarp forsætls- ráöherra, dr. Gunnars Thorodd- sen. 20.40 ÞJóöllf. í þættinum verður þess minnst, að 75 ár eru liðin, sið- an fyrsta kvikmyndahúsið tók til starfa hér á landi, og sýndar nokkrar stuttar myndir frá þeim tíma. Einnig kemur Þingvalla- svæðið mjög við sögu, og er m.a. mynduð þjóðsagan um Jóru I Jórukleif. Rætt verður við dr. Sig- urð Þórarinsson jarðfræðing um jarðsögu Þingvalla og fleira. Loks kemur stór jasshljómsveit í sjón- varpssal. Umsjónarmaður Sigrún Stefánsdóttir. Stjóm upptöku Valdimar Leifsson. 21.45 Rod Stewart. Poppþáttur, gerður á tónleikum 1 Los Angeles. 22.50 Dagskrárlok. Stutt spjall verður við Eggert Hauk- dal, alþingismann og stjórnarformann FRANZISCA GUNNARSDOTTIR Framkvæmdastofnunar, og ef til vill verður rætt við fleiri. Með byggðastefnunni hefur tekizt að stöðva fólksflótta utan af landi til Reykjavíkur og nágrennis með þvi að stuðla að eflingu atvinnulffs lands- byggðarinnar. Að sumra áliti hefur þetta samt gengið of langt og dæmið snúizt við, þannig að dreifbýlið hafi forgang, m.a. að ódýru lánsfé Byggðasjóðs. Reykvfk- ingar benda á að nú hafi meðalaldur hækkaö 1 höfuðborginni, meðaltekjur séu lægri og fólki hafi fækkað. Þeir benda ennfremur á að Byggðasjóður láni með svo hagstæöum kjörum að lfkja megi lánum til dreifbýlisins við styrki eðagjafir. Búast má við lfflegum umræðum þvf sjónarmiðin eru ólfk og hagsmunirnir ekki sfður. -FG KAMMERTÓNLEIKAR — útvarp annað kvöld kl. 20: 0KTETT EFTIR FELIX MENDELSS0HN —félagar í Sinfóníuhljómsveit Berlínar leika Annað kvöld leika félagar í Sin- fóniuhljómsveit Berlinar Oktett f Es- dúr op. 20 eftir Felix Mendelssohn. Þýzka tónskáldið Mendelssohn (1809—47) hét fullu jafni Jacob Lud- wig Felix Mendelssohn-Bartholdy og fæddist í Hamborg. Foreldrar hans voru efnafólk og afi hans var hinn frægi heimspekingur Moses Mendels- sohn. Drengurinn komst snemma i htikið uppáhald hjá landa sfnum Goethe, hinu mikla skáldi, vegna afburöa- greindar sinnar, áhugasemi og ætt- jarðarástar. Mendelssohn hóf tón- smíðar 12 ára gamall og innan tveggja ára tímabils hafði hann samið tvær einþættar óperur, orgelverk, strengjakvartetta, sónötur og kant- ötu. Mendelssohn var ætíð önnum kaf- inn enda allt i senn tónskáld, kennari, pfanóleikari og stjórnandi. Hann ferðaðist mikiö um þvera og endilanga Evrópu og gætir áhrifa þeirra ferða- laga vfða I verkum hans. Sérstakt dá- læti haföi hann þó á Englandi, sem Þýzka tónskáldið, pianóleikarinn, tónlistarkennarinn og stjórnandinn Feli\ Mendelssohn (1809—47). hann heimsótti einum tíu sinnum, að ógleymdum ferðum hans til Skot- lands. Árið 1829 stóð Mendelssohn fyrir uppfærslu á Mattheusarpassfu landa sfns, Bach, og stjórnaði verkinu. Þá hafði verið tiltölulega hljótt um hið mikla tónskáld f ein áttatfu ár frá dauða þess en þetta varö svipstundis til að endurvekja áhuga á verkum Bach og til þess aö Bach-félagið var stofnað. Tilgangur þess var aö standa að heildarútgáfu á verkum snillings- ins. Mendelssohn varö snemma frægur stjórnandi og var mjög framtaks- samur um að stofna til tónlistar- hátíða, meðal annars, og þær hljóm-' sveitir sem hann tók að sér að stjórna gerði hann að afburðahljómsveitum. 1842 tók hann að sér skipulagningu tónlistarskólans f Leipzig og geröi hann brátt að þeim bezta i Þýzka- landi. Þrátt fyrir aðrar annir sínar var hann mjög afkastamikiö tónskáld, ágætlega drátthagur aö auki og tókst einhvern veginn einnig að sjá af tölu- veröum tima til þess að leika sér við bömin sin fjögur. Dauði systur hans, Fanny, varð honum mikiö áfall. Hún var efnilegt tónskáld og pfanóleikari en lézt langt fyrir aldur fram. Mendelssohn hafði ætið átt við viðkvæmt heilsufar að strfða. Fráfall systurinnar varð honum um megn og hann andaöist fáeinum mánuöum sföar, 38 ára að aldri. -FG IF ÁÐURFYRRÁ ÁRUNUM” —útvarp kl. 20,30: Gilið mitt \ kletta- þröngum — frásöguþáttur eftir Frímann Jónasson Ágústa Björnsdóttir, um- sjónarmaður Áður fyrr á árun- um, hafði þetta aö segja: „Höfundur frásagnarinnar, sem flutt verður í þættinum f dag, er Frímann Jónasson fyrrverandi skólastjóri. Hann er Skagfirðing- ur að uppruna, fæddur árið 1901. Frimann var um skeið skólastjóri við barnaskólann á Strönd á Rangárvöllum, barnaskólann á Akranesi og síðast við Kópavogs- skóla. Hann hefur samiö nokkrar bækur fyrir börn og unglinga og f einni jreirra, Þegar sól vermir jörð, er sú bernskuminning sem segir frá f þessum þætti. Kafli bókarinnar heitir Gilið mitt f klettaþröngum og rifjar Frimann þar upp þegar unglingar á heima- slóðum hans hugðust fegra um- hverfið við bæinn sinn með þvi að setja þar niður reyniviöarhríslu. Hrlslan óx f klettagili þarna spöl- korn frá. Ekki tókst þetta að vonum, enda aðstæður allar heldurerfiðar.” Knútur R. Magnússon les frá- sögnina og einnig kvæðið Reyni- viðarhríslan eftir Ármann Dal- mannsson, sem var landskunnur skógræktarmaður. (Endurt. frá morgni). -FG Ágústa Björnsdóttlr, stjórnandl Áður fyrr á árunum. S VERÐLAUNAGRIPIR OG FÉLAGSMERKI ^ -é*- J£ 'j!' < Magnús E. Baldvinsson Laugavagi Q — Raykjavlk — Slml 22804 ^^/////IIHWWWW^S^ Önnumst kaup og sölu allra almennra veðskuldabréfa og ennfremur vöruvíxla. Getum ávallt bœtt við kaupendum á við- skiptaskrá okkar. Góð þjónusta. — Reynið viðskiptin. Vcnll»réfsi- A\;irluifliiriiin Opið til klukkan 22.00 þriðjudaga ogfóstudaga. Nýja húsinu v/Lækjartorg.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.