Dagblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 1
datrhlað 7. ÁRG. FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ1981 — 134. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AÚGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI 27022. Hljóðnemamálið í Þjóðleikhúsinu: VITNIAÐ SAMTOLUM ÓÞARFT EFTIR UPP- SETNINGU TÆKJANNA „Ég hef enga heimild til þess aO bera neitt út af þessum fundi starfs- fólks,” sagöi ívar Jónsson, skrif- stofustjóri Þjóðleikhússins, i morgun. Starfsfólk Þjóðleikhússins hélt fund i leikhúsinu á þriðjudags- kvöld vegna hljóðnemamálsins. Eins og komið hefur fram i DB, fannst hljóðnemi á skrifstofu þjóðleikhús- stjóra, falinn i gluggakappa, og upptökutæki tengd síma. Skv. upplýsingum DB mun ívar skrifstofustjóri hafa upplýst á þessum fundi starfsfólks, að upp- tökutækjunum hafi verið komið fyrir 15. nóvember sl. Fyrir þann tima hafi hann oft verið kallaður inn á skrif- stofu þjóðleikhússtjóra til að vera vitni að einkasamtölum er þar fóru fram. Eftir uppsetningu tækjanna hafi hann hins vegar verið mun sjaldnar kallaður til. ,,Það er hlálegt að þvæla meira um málið og ég ræði það ekki frekar,” sagði ivar. „Ég tel það afgreitt frá hendi starfsfólks og þjóðleikhúsráðs og að þetta hafi aldrei veríð annað en smámál.” t yfiríýsingu þjóðleikhúsráðs i gær segir að til að eyða tortryggni hafi orðið fullt samkomulag um að fjar- lægja hljóðnemann, sem tengdur var segulbandinu i skrifstofu þjóðleik- hússtjóra. . Sveinn Einarsson hefur lýst því yfir að tækin hafi aldrei veríð notuð. Þjóðleikhúsráði hefur borizt greinargerð Sveins 'um málið og lýsing ljósameistara á kall- og hátal- arakerfi hússins. Þá hafa tveir sér- fræðingar Landssimans kannað teng- ingu segulbandsins við sima skrifstof- unnar. JH. Ef það er satt að bezt veiðist í rigningu þá œttu Sveinn Stefánsson blaðsölustrákur og hans líkar að fá ágœtan afla við Reykjavíkurhöfh / dag. Veðurstofan spáði nefnilega hœgviðri um allt land í dag en súld ogjafnvel rigningu á SV-horninu, þar sem œttiað verða hlýjast Enginn hef ur fengið að heimsækja Gervasoni Frá fréttaritara DB i París, Sigriði M. Vlgfúsdóttur: Þegar fréttist að Gervasoni hefði veríð handtekinn og settur i herfang- elsi fór hópur manna sem berst gegn herskyldu i mótmælaakstur um götur Parisar. Slagorð voru hrópuð úr há- tölurum og blöðrum sleppt. Gervasoni er í haldi f fangabúðum nálægt Marseilles i Suður-Frakk- landi. Enginn hefur fengið að heim- sækja hann, ekki einu sinni lögfræð- ingur hans, en frönsk herlög kveða svo á að heimilt sé að halda mönnum i allt að 60 daga án skýringa. •KMU. á landinu. Enn má fá lítil kolakvikindi og ufsatitti af bátabryggjunum í Reykjavík og marhnúturinn kemur líka gapandi eins og grútar- geymir upp úr sjónum —- tilþess eins að vera hent út í aftur. DB-mynd: Sig. Þorri. Strandaði íFlatey um bjarta blíð við risnótt Vélskipið Sigþór ÞH 100 frá Húsa- vik strandaði austan til á Flatey á Skjálfanda um kl. 1 i nótt. Blíðu- veður var og sakaði engan mann. Áhöfnin var um borð i nótt en nú fyrir hádegið var nýi skuttogarínn Kolbeinsey væntanlegur á strand- stað. Mun hann reyna að ná Sigþóri út á flóðinu eftir hádegið. Sigþór var á leið til veiða frá Húsa- vik er skipið strandaði i blíðskapar- veðri i bjartri sumarnóttinni. Skýr- ingar eru enn engar á þvi hvað strandinu olli, að þvi er Hannes Haf- stein hjá SVFÍ tjáði DB. Sex manna áhöfn mun vera um borð i Sigþóri sem er 168 tonna stál- skip, byggt 1963. -A.St. Stórahelg- ardagbókin fylgirblaðinu ídag: Dagskrá útvarps og sjónvarps — íþróttaviðburðir helgarinnar — Sýning helgarinnar — Tónleikar helgarinnar — Plata vikunnar — Veitingahús sumarsins — og margt margt fleira Þjófaflokkar föruumruplandi ogrænandiog fíkniefnaneyzla blómstraöi — ófögur lýsing fararstjóra ferða- félagsinsLandfara afástandinuí Þórsmörk um hvítasunnuna -sjábls.2 Hettumaðurinn óttalegi reyndist hamingjusamur fjölskyldufaðir — sjá erl. fréttir bls. 8-9 • Dregið íbikamum — sjá íÞróttir bls. 21 Vigdís heim- og Strandir Vigdis Finnbogadóttir, forseti íslands, heimsækir Dalasýslu á morgun og gistir i Búðardal. Á sunnudag verður siðan haldið ál Strandir og gist á Hólmavik. Þar sækir forsetinn m.a. menningar- vöku Strandamanna, farið verður norður i Ámes og siglt til Grims- eyjar i Steingrímsfirði. Vigdis og fylgdarlið heldur til Reykjavikur ámiðvikudag. *JH. ....................*

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.