Dagblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ1981. 12 ð íþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Kristjftn Harðarson frá Stykkishólmi, sem keppir með UBK i frjálsum iþróttum, hefur vakið gifurlega athygli fyrir langstökksafrek sin að undanförnu. Á Þjóðhátiðarmótinu setti hann nýtt drengjamet, 7.04 m, og þessi kornungi piltur er líklegur til mikilla af- reka i framtíðinni. A myndinni að ofan er Kristján i metstökki sínu 17. júni. DB-mynd S. Östertapaðistigi íNorrköping Sænska meistaraliðið Öster tapaði sínu fyrsta stigi i keppninni i ár á sunnudag. Það var i útileiknum við iiðið sem er í öðru sæti, Norrköping. Jafntefli varð 2—2 að viðstöddum 12.462 áhorfendum i Norrköp- ing. Öster fékk óskabyrjun i leiknum. Eftir aðeins níu minútur stóð 0—2. Tommy Evesson skoraði á fjórðu mín. og siðan Jan Mattsson. Kent Lundquist skoraði fyrir Norrköping á 22. mín. og Leif Anders- son jafnaði í 2—2 úr vitaspyrnu á 31. min. Fleiri urðu mörkin ekki i leiknum. Þetta var fyrsti leikur Öster án Teits Þórðarsonar, sem nú er á leið tii Lens í Frakkiandi með viðkomu, sumarfríi, á íslandi. Örgryte sigraði Brage 1—0 og þar fær Örn Ósk- arsson, sem leikur með örgryte, mjög góða dóma i sænska stórblaðinu Dagens Nyheter. Bezti maður liðsins ásamt Björn Nordquist og markvörðurinn Yngve Kallquist fær mjög góða dóma. Malmö FF sigraði Stokkhólms-liðið AIK 3—0 en með AIK leikur Hörður Hilmarsson. í 2. deild norður er Gautaborgarliðið Hácken efst með 15 stig eftir 10 umferðir. Jönköping, sem Sveinsbræðurnir frá Vestmannaeyjum leika með, hcfur 10 stig og er i 6.—8. sæti. Grimsas, sem Eiríkur Þorsteinsson leikur með, er í næsta sæti með 5 stig eftir 10 leiki. Staðan i Allsvenskan eftir umferðina á sunnudag: Öster 11 10 1 0 28—6 21 Norrköping 11 6 4 1 16—10 16 Örgryte 11 6 1 4 21—17 13 Brage 11 5 2 4 11—9 12 Átvidaberg 11 4 3 4 9—12 11 Sundsvall 11 4 3 4 13—17 11 Göteborg 11 4 2 5 17—13 10 Malmö FF 11 3 4 4 19—16 10 Hammarby 11 4 2 5 21—23 10 Kalmar 11 4 2 5 18—21 10 Elfsborg 11 4 1 6 12—16 9 Halmstad 11 4 1 6 14—21 9 AIK 11 3 3 5 11—18 9 Djurgárden 11 1 1 9 7—18 3 Cruijff á ný til Washington — og fær 100 þúsund dollara fyrir 14 leiki Hollenzki knattspyrnumaðurinn frægi, Johan Cruijff, mun ieika á ný með Washington Diplomats, liði Henry Kissinger, fyrrum utanríkisráðherra USA. Cruijff, sem er 34 ára, lék f vor með spánska liðinu Levante í 2. deild en mun leika sinn fyrsta leik með Washington 1. júii næstkomandi gegn San Diego Sockers, að sögn stjóra Washington, Duncan Hill. Cruijff lék með Washington-Iiðinu í fyrrasum- ar og hann fær nú 100 þúsund dollara fyrir að leika 14 leiki með liðinu i sumar. r Olafur Unnsteinsson: Evrópukeppnin í Luxemborg ÍSLAND Á ALLA MÖGU- LEIKA Á ÞRtÐJA SÆTI —Spáin er Danmörk, írland, ísland, Luxemborg og Tyrkland Evrópubikarkeppni karla i frjálsum iþróttum verður háð f Luxemborg um heigina. Þar keppa auk íslands, Luxemborg, Danmörk, triand og Tyrk- land. íslenzka landsliðið hélt til Luxemborgar f gær. Þrjú efstu löndin i keppninni i Luxemborg keppa i undan- úrslitum Evrópukeppninnar sitt i hverri borginni. Efsta liðið keppir i riðli i Lille i Frakklandi. Liðlð sem verður i öðru sæti i Helsinki og það þriðja f Varsjá i Póllandi. Ég spái íslandi þriðja sæti i Luxemborg en i Varsjár-riðlinum eru eftirtalin lönd, auk þriðja liðsins frá Luxemborg, — Austurrfki, Austur- Þýzkaland, Ungverjaland, Pólland, Rúmenia, Spánn og Sviss. Það væri fjárhagslega hagkvæmt fyrír FRl ef fs- lenzka landsliðið kæmist áfram úr Luxemborgarriðiinum, auk þeirrar virðingar sem það hefur i för með sér fyrír frjálsar iþróttir tslendinga. Danir og Irar sigruðu íslendinga naumlega í Evrópukeppninni 1977 og 1979. fsland vann Luxemborg í keppn- inni í Kaupmannahöfn 1977 en tapaði fyrir því landi í Luxemborg 1979. Landskeppni hefur aldrei farið fram milli íslands og Tyrklands áður. Nú hefur íslenzka landsliðið tækifæri til að hefna fyrir Tyrkjaránið með því að sigra Tyrki í Luxemborg. ísland á mikla möguleika á aö komast í undan- úrslitin. Heimsstjörnumar Hreinn Halldórs- Ragnhelður Ólafsdóttir, Ifkleg til afreka i Barcelona. Myndin birtist ný- lega i Leicht Athletik, virtasta blaði um frjálsar fþróttir i heiminum. son og Oskar Jakobsson munu láta að sér kveða-mqð því að sigra í sfnum greinum, kúluvarpi og kringlukasti. Leynivopn íslands að þessu sinni eru öðrum fremur þeir Oddur Sigurðsson og Sigurður T. Sigurðsson, báðir stjörnur á uppleið. Oddur Sigurðsson er ekki skráður í 100 m hlaup. Vonandi tekur fararstjórn FRÍ þá ákvörðun að láta Odd hlaupa 100 m, þó svo að hann þurfi að hlaupa 400 m sama dag, auk boðhlaups. Siðan 200 m seinni daginn. Vilmundur Vilhjálmsson, KR, íslands- methafinn í spretthlaupi, sló í gegn í. Kaupmannahöfn 1977 er hann varð annar í 100 m hlaupi á 10,3 sek. og 400 m 47,1 sek. á sama degi og hljóp síðan i metsveit í 4x 100 m boðhlaupi, 41.6 sek. Þetta á Oddur Sigurðsson að geta leikið eftir. Boðhlaupssveitir eru á pappírnum reiknaðar í síðasta sæti. Ég hef trú á því að strákarnir komir á óvart og setji jafnvel íslandsmet. Gunnar Páll Jóakimsson, ÍR, er á framfaraleið og verður væntanlega verðlaunamaður i 800 m. Sama er að segja um Jón Diðriksson í 1500 m hlaupi. Islandsmethafinn í 3000 m hindrhl., Ágúst Ásgeirsson.er trúlega í sinu bezta formi frá þvi í Montreal 1976 og stefnir að því að ná verðlaun- um. Sigurður P. Sigmundsson, FH, er í stöðugri framför en hann dvelst í Edin- borg í Skotlandi. Hann hljóp 5000 m á 14:38.9 sek. 30.5. í Edinborg. Sigurður hefur fullan hug á því að setja íslmet í Luxemborg og slá met Sigfúsar Jóns- sonar, ÍR, sett i Edinborg 1975, 14.26.2 mín. Því miður tognaði hinn stórefnilegi grindahlaupari Þorvaldur Þórsson, ÍR, á Rvíkurmótinu 12. júní. Hann hljóp þá undir íslandsmeti Pétur Rögnvalds- sonar, 14.6 sek. frá 1957. Þorvaldur dvaldi við háskólanám og æfingar í San Jose í Kaliforníu i vetur. San Jose er af mörgum talin háborg frjálsíþrótta í USA og þar eru t.d. frægustu kastarar heimsins. Óvíst er um frammistöðu hans en hann gæti komið á óvart, sér- lega í 110 m grindahlaupi. Öruggara væri að láta íslandsmethafann, Stefán Hallgrímsson, KR, hlaupa 400 m grindahlaup. Jón Oddsson í langstökki og Friðrik Þór Óskarsson í þrístökki eiga möguleika á verðlaunum í jafnri keppni. Sigurður T. Sigurðsson, KR, er óþekktur utan Íslands í stangarstökki. Hann stökk 5.00 m og á æfingum sást að hann hefur meira i sér. Þó að gamall félagi minn, Danmerkurmethafinn Peter Jensen, sé sterkastur keppinauta Sigurðar, þá spái ég Sigurði sigri. Peter Jensen stökk 5.15 1980. Ég þjálfaði nokkra Danmerkurmeistara á árunum 1973—1975 í Kaupmannahöfn og þekki því vel landslið Dana. Danir eru sterkari en Íslendingar i ár, á því er nær enginn vafi. Unnar Vilhjálmsson, UÍA, náði þriðja bezt afreki íslendings í há- stökki með því að stökkva 2.02 m á úr- tökumóti FRÍ 9. júní. íslandsmet Jóns Þ. Ólafssonar, ÍR, er 2.10 m frá 1965. Unnar er sonur Vilhjálms Einarssonar, ÍR, íslandsmethafa í langstökki 7.46 m og þrístökki 16.70 m. Unnar hefur geysilegan stökkkraft og hefur keppnis- hörku föður síns. Unnar gæti komið á óvart þó að við sterkari andstæðinga sé að eiga. Bróðir Unnars, Einar Vil- hjálmsson, sem setti íslandsmet 76.76 m í Malmö i fyrra, þegar hann varð Norðurlandameistari unglinga, keppir ekki vegna meiðsla. Sigurður Einars- son, Á, sem kastaði 74.76 m í fyrra, er einnig meiddur. Þeir hefðu báðir átt sigurmöguleika væru þeir heUir. Gamli íslandsmethafínn i spjótkasti Óskar Jakobsson, ÍR, 76.32 m, kepp- andi á ól.leikunum í Montreal og sigur- vegari í E M. keppninni I Kaupmanna- höfn, hleypur í skarðið, þó svo að hann hafi nær alveg lagt greinina á hilluna síðustu árin og er til alls líklegur. Óskar keppir einnig í sleggjukasti en þar getur íslandsmethafinn Erlendur Valdimars- son, ÍR, 60.74 m frá 1974, ekki keppt að þessu sinni og er það sæmt. Óskar Jakobsson er einn fjölhæfasti kastari heimsins. FH-ingurinn Einar P. Guðmundsson, sem hljóp á 49.5 sek. í 400 m í Svíþjóð, mundi styrkja boð- hlaupssveiutina í 4 x 400 m. Landsliðið er sterkt en gæti verið sterkara. Vonandi kemur það ekki að sök. Undirbúningur liðsins er mál sem vert væri að ræða sérstaklega. Þar þarf breyttar vinnuaðferðir til þess að árangur verði betri. í landsliði Dana er Norðurlandamethafinn Jens Smede- gárd þekktastur. Hann á 20,5 sek. í 200 m. Þá ekki síður gamli Evrópumeistar- íþróttir SVEIIMN AGNARSSON inn í hástökki 2.25 m Jesper Törring. Einnig Peter Dalby, sem stökk 15.47 m í þrístökki, Danmerkurmet i Árhus ný- lega. í landsliði íra er millivegalengda- hlauparinn heimsfrægi Coghlam þekktastur. f liði Luxemborgar sprett- hlauparinn heimsfrægi Bombardella, sem komst í undanúrslit 1 200 m á ól. Montreal 1976. Það væru gleöitíðindi fyrir frjáls- iþróttaunnendur kæmist landsliöið í undanúrslit í Evrópubikarkeppninni i ár. Michael Berg til Essen Þýzka handknattleiksiiðið Tusem Essen reynir nú mjög að fá danska landsliðsmanninn Michael Berg til liðs við sig. Að sögn Ekstrablaðsins hefur Essem boðiö Berg 100 þúsund mörk fyrir að leika með liðinu eitt keppnis- tímabil og útvegar honum að auki vel- launað starf. Berg er að kanna málið, segist vera mjög spenntur. Barcelona bikarmeistari Barcelona varð i gær spænskur bikarmeistari i knattspyrnu. Sigraði Sporting Gljon 3—1 í úrsiitaleiknum í Madrid i gærkvöld eftir 1—0 i hálfleik. Quine, sem rænt var i vor, skoraði tvö af mörkum Barcelona. Esteben það þriðja. Maceda skoraði mark Gijon. Áhorfendur voru 65 þúsund. Barcelona leikur þvi i Evrópukeppni bikarhafa næsta keppnistimabii. Golf mót á Akureyri Um helgina var hið árlega Coca cola- mót í golfi á Akureyri haldið i nokkuö góðu veðri. Völlurinn er langt frá sínu bezta. Að sögn manna þarf hann fjóra sólardaga. Þá verður hann mjög góður. Keppt var bæði með og án forgjafar. Án forgjafar: 1. JónÞórGunnarsson 155högg 2. Magnús Birgisson 163 högg 3. Sigurður H. Ringsted 4. Gunnar Þórðarson Með fjorgjöf: 1. Jón G. Aðalsteinsson 2. Jón Þór Gunnarsson 3. Sverrir Þorvaldsson 4. Sigurður H. Ringsted 165 högg 168 högg 142 högg 147 högg 148 högg 151 högg G.Sv. Blökkumaður í fyrsta sætinu Litt þekktur golfleikari Jim Thorpe, einn af örfáum svertingjum sem keppa á bandariska meistaramótinu i golfi, náði forustu á fyrsta degi mótsins í Ardmore í Pennsylvania i gær. Lék fyrstu 18 holurnar á 66 höggum eða fjórum höggum undir pari vallarins. í öðru sæti var einnig nær óþekktur goif- leikari Bob Ackerman, USA, á 68 höggum ásamt David Graham, Ástra- liu, PGA-meistaranum 1979. í fjórða sæti var Johnny Miller, USA, meistarinn 1973; ásamt þeim Lon Hinkle og TommyValentine, á 69 högg- um. Miller byrjaði mjög glæsilega. Lék þrjár fyrstu holurnar á „birdie” en fór svo að gefa eftir. Jack Nicklaus, sem sigraði á bandariska meistaramótinu í fyrra, lék i gær á 69 höggum. Hann hefur fjórum sinnum sigrað á US opna meistaramótinu. Litlir möguleikar í Barcelona —og spáin þar Spánn, Grikkland, Portúgal, ísland Kvennalandsliðið keppir við Spán, Portúgal og Grikkland i hitabylgju um helgina i Barcelona. Árið 1977 komst íslenzka liðið áfram í undanúrslit með því að sigra Grikkiand öllum á óvart. Þrjár stúlkur sköruðu fram úr i Kaup- mannahöfn 1977. Ingunn Einarsdóttir í spretthl., Lilja Guðmundsdóttir í milli- vegaiengdahl. og Þórdis Gísladóttir i hástökki. Landsliðið er veikara nú en þá. Lilja Guðmundsdóttir kcppir að þessu sinni ekki fyrir Island en hún hljóp á 2:09.0 mín. í Malmö um daginn. Hún er samningsbundin sænsku félagi. Auk þess er Rut Ólafsdóttir ekki i formi i ár en hún var bezt í fyrra með 2:07.6 mín. Stjörnur landsliðsins að þessu sinni eru þær Ragnheiður Ólafsdóttir, FH, semsetti íslandsmet 4:15.8 í 1500 m ný- lega. Þórdis Gísladóttir sem setti ís- landsmet í hástökki i Memphis i USA 29.3 og stökk 1.85 m. Afrek þeirra eru í fremstu röð á Norðurlöndum. Guðrún Ingólfsdóttir, KR, íslmethafinn í kúlu- varpi, 14,07 m, og kringlukasti, 50,88 m, er einnig til alls likleg. Stúlkurnar i landsliðinu eru kornungar og efnilegar en eiga erfitt uppdráttar að þessu sinni. Sigríður Kjartansdóttir, KA, í 400 m hl. og Helga Halldórsdóttir, KR, eru líklegar til að vekja athygli. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir HALLUR SÍMONARSON Því ekki að taka sér frí frá daglegu amstri og njóta lífsins í fögru umhverfi. Hér er tilboð sem þú getur ekki hcLfnað Mánudaga, þriðjudaga og mið- vikudaga bjóðum við: Gistin&u, fyrir 2 í 2 daga og eina nótt Kvöldverð, súpu, steik og; eftir- rétt fyrir 2 Mortgunverð af hlaðborði fyrir 2 Iláde&isverð, súpu, fisk og kaffi fyrir 2 Allt þetta fyrir aðeins kr. 498 FVRIR TVO Njótið góðra veitinga í fögru umhverfi D0B3@VED.l!,DE Sími 99-4080 Fyrsti leikur Víðis og ÍBK í opinberu móti —þegar Keflvíkingar sigruðu í bikarkeppni KSÍ Garðvöllur, Bikarkeppni KSI, Víöir — ÍBK, 0:2 (0:0) Keflvikingar slógu Viðispiltana út úr Bikarkeppninni á malarvellinum i Garðinum á þriðjudag með tveimur mörkum gegn engu í allfjörugum og spennandi leik. Heimamenn voru öllu aðgangsharðari lengi vel þótt þeim í bráðlæti sinu tækist ekki að skora. Keflvfkingar náðu ekki tökum á leikn- um fyrr en um miöjan seinni hálfleik en eftir það var Ijóst hvert stefndi. Leikurinn var sögulegur að því leyti til að þetta var i fyrsta sinn sem Víðir og ÍBK reyndu með sér í meistaraflokki í opinberu móti og þótti mörgum tími kominn til. Annað athyglisvert var að fyrirliði ÍBK var Garðmaður, Gísli Eyj- ólfsson, en svona til mótvægis var einn Keflvíkingur í Viðisliðinu, Ólafur Róbertsson. Eggert Jóhannesson þjálfari hafði greinilega gefið sínum lærisveinum skipun um að selja sig dýrt gegn Kefl- víkingum, undir leiðsögn landsliðs- þjálfarans, Guðna Kjartanssonar. Þeir spiluðu af fullum krafti sóknarleik, alveg i anda bikarkeppni, en sóknarlot- urnar brotnuðu flestar á ÍBK-vörninni eða Þorsteinn Bjarnason markvörður greip inn í leikinn, stundum á djarfan hátt. Yfirráðasvæði hans náði allt út að hliðarlínum þegar hann skrapp í „skógarferðirnar”. Eina virkilega marktækifærið í fyrri hálfleik átti Guð- mundur Jens Knútsson, en skaut í miklum flýti himinhátt yfir markið af stuttu færi. Hvorki gekk né rak hjá liðunum í byrjun seinni hálfleiks. Keflvískir áhorfendur, sem fjölmenntu á völlinn, — enda metaðsókn, á sjötta hundrað manns — fóru að verða órólegir en þeim létti þegar Óskar Færseth, bak- vörðurinn sókndjarfi, náði knettinum með harðfylgi sínu á endamarkalínu Víðis og sendi hann fyrir markið. Þor- leifur Guðmundsson markvörður kom höndum á knöttinn og sló hann fram á vöUinn, en Hermann Jónasson kom þar að og skoraði með eldsnöggu skoti, 1:0. VíðisUðið missti móðinn við þetta óvænta mark, ásamt þvi að Vilhjálmur Einarsson miðvörður meiddist og yfir- gaf vöUinn. Þann stundarfjórðung sem til loka var bætti Ómar Ingvarsson marki við. Geystist inn fyrir Víðisvörn- ina hægra megin og skoraði allsendis óverjandi fyrir Þorleif markvörð. Dómari var GísU Guðmundsson og dæmdi mjög vel. -emm. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ1981. Unnum Val síðast á heimvelli —segir Jón Runólfsson, ÍA „Mér lizt bara vel á dráttinn, það er mjög gaman að við skulum mæta Val i bikarkeppninni,” sagði Jón Runólfs- son, formaður knattspyrnuráðs ÍA, í samtali við DB i gær er hann var inntur eftir því hvernig Skagamönnum litist á andstæðinga sina i 16 liða úrslitum bik- arkeppni KSÍ. „Oft á tíðum er ekki betra að leika á móti Uðum úr neðri deUdunum í bik- arnum og þótt okkur hafi gengið illa með Val hér uppi á Skaga í deUdinni, unnum við Valsmenn síðast á heima- 'velli í bikarnum. Nú ætlum við að gera það aftur,” sagði Jón Runólfsson. -SA. Landsleikur við Skota — ídrengjaflokki á sunnudag í Kópavogi 16 ára og yngri, fer fram á Kópavogs- velli nk. sunnudag og hefst kl. 16. Anton Bjarnason, þjálfari íslenzka liðsins, hefur valið eftirtalda leikmenn til að taka þátt í leiknum: Friðrik Friðriksson, Fram, Helga Einarsson, Stjörnunni, Guðmund Helgason, KR, Guðna Bergsson, Val, Halldór Áskelsson, Þór, Akureyri, Hlyn Stefánsson, IBV, Ingvar Guð- mundsson, Val, Jón Sveinsson, Fram, Ólaf Þórðarson, ÍA, Sigurð Jónsson, ,ÍA, Sævar Hreinsson, Val, Stefán Pét- ursson, KR, Steindór Elíasson, Fram, Steingrím Birgisson, KA, Sæmund Sig- fússon, KA, og Örn Valdimarsson, Fylki. Dómari í leiknum verður Óli Olsen. kvæmt settum reglum. DB-mynd S. Dregið í bikarkeppni KSI: Fyrri leikur íslands og Skotlands I fyrstu Evrópukeppni drengjaiandsliða, AKRANES-VALUR ST0R- LEIKUR 4. UMFERDAR — litlu liðin óheppin með mótherja Heldur voru 2. og 3. deildarliðin óheppin með andstæöinga er dregið var til 4. umferðar bikarkeppni KSÍ á skrif- stofu knattspyrnusambandsins i gær. Fylkismenn voru heppnastir, þeir lentu á móti Breiðabliki, og Keflvikingar leika við Víking. Stórleikur umferðar- innar verður hins vegar á Akranesi. Þar leika heimamenn við íslandsmeistara Vals. Bikarmeistararnir Fram drógust á móti KR. Guðjón Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar KR, dró fyrsta miðann úr „hattinum” og kom nafn Breiðabliks upp. En þau lög gilda um drátt til 4. umferðar að dragist lið úr 1. deild á móti liði úr lægri deild skuli leikurinn fara fram á leikvelli hins síðarnefnda. 4. umferðin er fyrsta um- ferð bikarkeppninnar sem 1. deildarlið- in taka þátt í. í 4. umferð leika þessi lið: Fylkir — Breiðablik Leiftur — Þór Akranes — Valur Þróttur, R — Þróttur, N KA — Vestmannaeyjar Árroðinn — FH Keflavík — Víkingur KR — Fram Fyrstu leikir í 4. umferð skulu fara fram miðvikudaginn 1. júlí.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.