Dagblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1981. Jl Utvarp Sjónvarp Úr myndinni Veiðivörðurinn. VEIDIVÖRÐURINN - sjónvarp í kvSld kl. 22,25: Starf veiðivarðarins er ekki leikur einn — George sér hálfgert eftir fyrra starfi George vann í stálveri en varð fyrir slysi og neyddist til þess að finna sér annað starf. Hann gerðist veiðivörður á óðalssetri hertoga og fékk meira en nóg við að vera. Þetta er hálfgerð heimildarmynd en leikin samt. Veiðivörðurinn þarf að eiga í höggi við veiðiþjófa, jafnt menn sem refi, og hann þarf að sjá um að hafa hemil á kanínustofninum. Jafn- framt er það í hans verkahring að rækta fasana, svo ekki skorti fugla til hinna hefðbundnu fasanaveiöa hertog- ans. Við þau tækifæri á George að fara um veiöisvæðið, með aðstoðarmönn- um sínum, og fæla upp fuglana, með því að berja í tré og runna. Hann á einnig að sjá um akurhænuveiðarnar, auk annars, en sonur hans, John, hefur þó náð þeim aldri að hann er farinn að létta undir með föður sínum. George sér hálfgert eftir fyrra starfi sínu enda þarf veiðivörðurinn stundum að vinna eina 16 til 18 tíma í senn. Ekki bætir úr skák að hann er ekki ánægður með viðhald á húsinu, sem hann hefur til afnota, og launin virðast heldur ekki vera honum neitt fagnaðarefni. Leikstjóri myndarinnar er Ken Loach. Þýðandi er Óskar Ingimarsson. KVENNAMÁLFYRR OG NÚ - útvarp íkvöld kl. 21,30: STIKLAÐ Á STEINUM YFIR SÖGU KVENRÉTT- INDABARÁTTUNNAR —Vilborg Sigurðardóttir flytur erindi Vilborg Sigurðardóttir er ein þeirra kvenna, sem hafa látið jafnréttisbar- áttu kvenna til sín taka. Víðast hvar í heiminum hafa konur öldum saman átt í vök að verjast hvað varðar einstaklingsréttindi, svo sem menntunar- og starfsmöguleika að ógleymdum sömu launum og karl- menn. Jafnframt hafa þær þurft að berjast við ótal kreddur og fordóma, engu síður en hver annar minnihluta- hópur, eins og oft er komizt að orði, þótt sfzt halli á þær hvað fjðlda við- kemur. Jóhanna Sigurðardóttir alþingis- maður olli miklum úlfaþyt í vetur, þegar hún flutti frumvarp til laga um tímabundin forréttindi kvenna við stöðuveitingar. Ýmsir töldu frum- varpið fela í sér brot á jafnréttis- lögum og var þar fremstur í flokki dr. Gunnar G. Schram, þjóðréttar- fræðingur og lagaprófessor. Aðrir Vilborg Sigurðardóttir. álitu þessi forréttindi nauðsynleg um dóttir flytja erindi um kvennamál tíma og mikið var um máUÖ rætt, en fyrr og nú og stikla á steinum yfir frumvarpið sjálft var jarðað á þingi. sögu þessarar baráttu. í kvöld mun Vilborg Sigurðar- - FG Opið til klukkan 22.00 þriðjudaga ogfbstudaga. Seyðisfjörður Umboðsmaður óskast frá 1. júlí á Seyðis- fjörð. Uppl. í síma 97-2428 eða 91-27022. .; biabib lOffsetljósmyndun Óskum að ráða mann í offsetljósmyndun og filmuumbrot. — Uppl. gefur yfirverkstjóri. Hilmir h.f., Siðuinúla 12. Orðsending frá BSF. Skjól Þeir félagsmenn er hyggjast hefja íbúðarbygg- ingu í fyrsta byggingaflokki vorum í nýjum miðbæ II hafi samband við Óskar Jónsson Álf heimum 44, sími 33387 kl. 16—18 virka daga til 20. júní 1981. Fyrsta kvartmílukeppni sumarsins ferfram laugardaginn 20.júníkL 13. Komið ogfylgizt með spennandi keppni. SKEMMTIATRIÐI Verðlaunaafhending verður í Óðali sunnudagskvöldið 21. júní kl. 21. Hittumst hress í Óðali. SAMÚEL - KVARTMÍLUKLÚBBURINN

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.