Dagblaðið - 19.06.1981, Qupperneq 8

Dagblaðið - 19.06.1981, Qupperneq 8
i DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ1981. Erlent Erlent Erlent Erlent Norður-írland: Kaþólskir biskupar gegn mótmælasvelti Brezka stjórnin fagnaði í gærkvöld i fyrsta sinn sem yfirstjórn rómversk yfirlýsingu rómversk-kaþólskra bisk- kaþólsku kirkjunnar á Norður-ír- upa þar sem mótmælasvelti IRA- landi lætur í sér heyra um málið. manna í Maze-fangelsinu er fordæmt Fjórir IRA-menn hafa þegar látið ogþaðsagtveraafhinuilla. lífið af völdum mótmælasveltis og Yfirlýsing biskupanna var birt að sex félagar þeirra eru nú í hungur- loknum fundi þeirra í gær og var það verkfalli. Wojciech Jaruzelski, forsxtisráðherra Póllands, sést hér á tali við Tadeusz Grabski, sem á sæti i framkvæmdastjórn Kommúnistaflokks Póllands, meðan á fundi mið- stjórnar flokksins stóð á dögunum. Að undanförnu hafa ráðamenn i Kina og á Vestur- löndum á ný látið i Ijós áhyggjur um aö hernaðaríhiutun Sovétmanna í Póllandi sé á næsta leiti. Brunnslysið á Ítalíu: FORELDRAR UTLA ÍTALSKA DRENGSINS HÖFDA NÚ MÁL 29 ára gamall Esbjerg-búi handtekinn: Hettumaðurínn ótta- legi var hamingjusam- ur fjölskyldufaðir „Handtakan er okkúr-anikið áfall. Við höfum ekki tekið eftir neinu óvenjulegu í fari hans og höfum alls ekki grunað hann um neitt mis- jafnt.” Þannig fórust orð vinnu- félögum 29 ára gamals Esbjerg-búa sem nú hefur verið handtekinn. Þar með telur Iögreglan sig loks hafa haft hendur í hári hettumannsins svokall- aða sem valdið hefur mikilli skelfingu í Esbjerg og nágrenni síöastliðið ár. Hinn 29 ára gamli maður, sem er kvæntur og á barn, hefur nú játað að hafa I mörg ár reynt að brjótast inn í íbúðarhús að næturþeli. Það hafi honum heppnazt í þrjú skipti og eitt sinn nauðgað 34 ára gamalli konu. Lögreglan telur hins vegar að maðurinn hafi meira á samvizkunni en hann hefur játað. Hún telur að hann hafi einnig nauðgað 17 og 14 ára stúlkum í Ibúðarhúsum I Esbjerg, í báðum tilfellum hettuklæddur og vopnaöur hnífi. öllum sem þekkja hinn handtekna ber saman um að hann hafi veriö góður og hamingjusamur fjölskyldu- faðir og því hefur játning hans komið mjögáóvart. Foreldrar Alfredo Rampi, drengs- ins unga sem féll niður í opinn brunn í borginni Frascati skammt frá Róm fyrir viku, hafa höfðað einkamál vegna dauða hans. Eigandi landsins þar sem brunnur- inn er á yfir höfði sér að verða ákærður fyrir manndráp af gáleysi og búast má við því að fleiri verði bendl- aðir við málið áður en yfir lýkur. Læknar skýrðu frá því I gær að þeir teldu að drengurinn hefði dáið sl. sunnudag eftir að björgunarmenn höfðu gefið upp alla von um að hægt væri að bjarga honum þar sem hann var á 60 m dýpi í brunninum. í gær var dælt fljótandi köfnunar- efni niður í brunninn til þess að varna því að líkami Alfredos rotni, þar til hægt verður að ná honum upp eftir þrjátil fjóra daga. ítalska innanríkisráðuneytið skýrði frá því i gær að leitað hefði verið til fimm vestrænna ríkja um að- stoð við að bjarga drengnum upp úr brunninum en þau hefðu öll annað- hvort svarað þvi til að þau gætu enga aðstoð veitt eða að aðstoð þeirra gæti ekki borizt nógu snemma. Foreldrar Alfredos litla voru að vonum miður sin þegar fréttist að sonur þeirra væri látinn. Tilraunirnar til aö bjarga honum upp úr brunninum höfðu reynzt árangurslaus- ar. Stríðsglæparéttarhöld íHamborg: „Égman ekkert lengw” — segir Arpad Wigand, fyrrum liðsforíngi úr úrvalssveitum SS Fyrrverandi lögregluforingi nasista í Varsjá í síðari heimsstyrjöldinni sagði fyrir rétti í Hamborg í gær, þar sem hann er ákærður fyrir stríðs- glæpi, að hann myndi ekki eftir því að hafa fengið skipanir um að skjóta alla gyðinga sem reyndu að komast út úr gettóinu I borginni. Arpad Wigand sem var liðsforingi í úrvalssveitum SS er ákærður fyrir morð á 240 gyðingum 1 Varsjá og Treblinka útrýmingarbúðunum í Mið-Póllandiá árunum 1941 og 1942. ,,Ég man ekkert lengur,” svaraði Wigand, sem er 75 ára gamall, þegar lesið var réttarskjal frá 1941 þess efnis að allir gyðingar sem yfirgæfp gettóið í Varsjá skyldu skotnir tafar- laust. Einn af undirmönnum Wigands, Richard von Coelln, 86 ára, sem ákærður er fyrir þátttöku í Varsjár- morðunum, sagðist ekki heldur muna eftir slikri skipun þegar hann var yfir- heyrður. Búizt er við því að réttarhöldin standi fram á næsta haust. Glæpaverk nasista 1 siðari heims- styrjöldinni hafa enn einu sinni komizt í kastljós heimsfréttanna undanfama daga, fyrst vegna þeirra ummæla Begins, forsætisráðherra ísraels, að Schmidt, kanslari V- Þýzkalands, hafi verið trúr Adolf Hitler allt til loka styrjaldarinnar og aö V-Þjóðverjar bæru allir ábyrgð á glæpum nasista. Nú slöustu daga hafa sfðan komið saman I ísrael gyðingar þeir sem komust lífs af úr útrýmingarbúðum nasista til að minnast þeirra atburða og þó einkum til að fagna því að vera á líft.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.