Dagblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 16
BÍLAR DAOBLAÐIÐ. FÖSTUDAOUR19. JÚNÍ 1981. ALÞÝÐUBÍLAR AUSTAN- HAFS OG VESTAN Sport í Sovét: ZIS 112 ’52 model er þessi sovéski bíll og vélin 6 lítra (væntanlega V 8). Þessi hryllingur var tveggja sæta og hugsaður sem kappakstursbíll. Því er ekki að neita að eftir að hafa hlustað á gang 8 syl. vörubíla við höfn- ina í Arkangelsk þá gæti manni dottið í hug að Rússar geti framleitt góða og skemmtilega 8 syl. mótora. í Arkangelsk vakti það manni furðu hve margir af vörubílunum við höfnina voru með 8 syl. bensínhreyfla, og ekki síður hve gangur þeirra var þýður. Miðað við eyru min i Arkangelsk gæti þessi forljóti rússi hafa verið býsna sprækur spyrnubill. Krístinn Snæland Traktor eða bfll? Standard Vanguard '50. 1047 varð Standardinn fyrstur breskra bíla til að koma með sjálfberandi boddí og seldist hann býsna vel. Vélin i 50 modelinu var tveggja lítra, fjögurra syl. 68 hö. og var m.a. notuð í hinum þekkta og vin- sæla sportbíl Triumph. Standardeigendur á íslandi komust þó einnig fljótt að því að Ferguson trakt- orinn, sem með bensínvél varð gífurlega vinsæll á íslandi, var einmitt með þennan sama mótor. Varahluti í vélina var því auðvelt að fá en auk þess var billinn bæði mjög rúmgóður og nýtískulegur. Hann er þó því miður algerlega horfinn af götum hér nú. Grfurlegar vinsældir: Því verður ekki i móti mælt að fáir eða engir bílar hafa notið slíkra vin- sælda sem Volkswagen „bjallan” svonefnda. Mér og sjálfsagt fleirum áhugamönnum um bila er þetta ekk- ert annað en sönnun þess hve al- menningur yfirleitt hefur lítið vit á bílum. Volkswagen bjallan er einn af ömurlegustu bílum sem framleiddir hafa verið, loftkældur, kaldur og að sumri fullur af ryki. Óöruggur í akstri, laus í lausamöl og leitaði beint í hálku út úr beygjunum, næmur fyrir hliðarvindi og í flesta staði óyndislegur bíll. Þrátt fyrir að tæplega væri til and- styggilegri bíll á sjötta áratugnum tókst Þjóðverjum að vinna honum þær vinsældir að enginn bíll var vin- sælli á Islandi í þá tíð. Ástæðan fyrir vinsældum Volks- wagen var sú að ekkert umboð veitti betri þjónustu en Hekla hf., sem hafði og hefur umboð fyrir Volks- wagen. Endursöluverð, þjónusta og varahlutalager var betri en nokkurrar annarrar gerðar bíla. Út á þetta tókst Volkswagen að ná vinsældum, sem ekkert umboð hefur náð enn þann dag í dag. Því verður svo að bæta við sannleikans vegna að Volkswagen hefur í dag horfið frá því að fram- leiða loftkælda hryllingsbíla og fram- leiðir nú t.d. VW POLO, VW DERBY, VW GOLF, VW JETTA, VW SCIROCCO, allt vatnskælda bíla með þrælvönduðum frágangi og sérlega skemmtilegum aksturseigin- . leikum. Svo einkennilegur er þó al- menningur að þessir góðu bílar ná ekki sömu vinsældum og hryllings- bíllinn (VW bjallan). Myndin sýnir 1500 til 2000 „bjöllur” halda uppá sölu milljón- ustu „bjöllunnar”. Kaiser — Volvo: 1952 voru fluttir hingað tU landsins nokkrir tugir Kaiser-Fraiser bUa en þessir bilar voru bandarískir fólksbilar, 6 manna, settir saman í landi þess trúarflokks sem kallast gyðingar og búa nú í ísrael. Kaiserinn var mjög straumlínulagaður bill og með 6 syl. linumótor og hliðar- ventlum. A.m.k. einn slíkur er til hér í mjög góðu lagi, en því er hans minnst hér að ég hefi rekist á mynd af tilraunabU frá Volvo frá sjötta áratugnum, en sá bUl er óneitanlega afar nákvæm stæUng á Kaiser 1952 model þó grillið sé að vísu stolið frá Hudson. Volvo til heiðurs verður að viðurkenna að þessi þjófn- aðartilraun var aldrei sett í framleiðslu enda ekki sæmandi Volvo. Engu að síður er gaman að sýna lesendum þennan ,, Volvo”. Kommabfll: Vegna þess að Dagblaðið er óneitanlega blað allra landsmanna varð ég að koma með dæmi um bíl alþýðunnar i Sovét. Þessi bíll sem sést hér heitir ZIS og er byggður á sjötta áratugnum í Sovét. Þó að jafnrétti sé aðalsmerki þeirra félaganna í Sovét eru afar litlar líkur á að þessi glæsidreki hafi verið notaður til þess að aka járnbrautarkerlingum heim úr vinnunni. Þessi dreki var notaður til þess að aka framámönnum í hinu stétt- lausa sovéska þjóðfélagi til og frá vinnu og til þess að sýnast gagnvart erlendum sendimönnum. Sýndarmennskan er í lagi í Kommó. Loks má geta þess að bUlinn er ágæt eftirlíking Packard sem framleiddur hefur verið af kapítalistum i USA. Ekki gúmmftókki: Tékkar hafa komið við fslenska bilasögu a.m.k. aUt frá árinu 1946 er fyrstu Skodamir og Tatrarnir komu hingað til landsins. Tékkar höfðu þó framleitt bíla löngu áður og voru raunar með allt frá upp- hafi bUaaldar og komu oft og einatt með merkar nýjungar. Boxermótorinn, sem síðar var notaður m.a. í Volkswagen, varð fyrst tU í Tékkóslóvakíu og þá notaður íTatra. Til heiðurs tékkneskri bílaframleiðslu sýnum við hér „Blöðruskodann” frá 1952 sem fáir munu kalla fallegan bil en reyndist vel þvæUnn bUl og þoldi oft með ágætum iU kjör.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.