Dagblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. JÚNl 1981.
Gluggað í skattskrá Reykjaness:
Kjartan stæltastur
Reykjanesþingmanna
Kjartan Jóhannsson, alþingismaður Jóhann gengur engu að siöur nœst varla hefur hann hækkað í kaupi viö
Alþýöuflokksins i Reykjaneskjör- Kjartani i skattgreiöslunum þannig aö atvinnuskiptin. - JH
dæmi, ber hæsta skatta þingmanna
Reykjaneskjördæmis. Skatta- og út-
svarsskrá Reykjanesumdæmis 1980 er
nýkomin út og skal á þaö minnt aö hér
erum aðræðatekjuárið 1979.
Kjartan greiðir samtals rúmlega 5,7
milljónir gamalla króna i gjöld. Eöli-
legt er að hann sé hæstur þvi hann er sá
eini i þingmannahópnum sem var ráö-
herra áriö 1979. í þessum hópi eru
kjördæmakosnir þingmenn Reykjaness
og einnig landskjörnir þingmenn sem
voru i framboði á Reykjanesi.
Tveir þingmenn i þessum hópi,
Salóme Þorkelsdóttir og Jóhann Ein-
varðsson, voru kosin á þing í desember-
kosningunum 1979 þannig að meiri-
hluti tekna þeirra er annað en laun fyrir
þingmennskuna. Jóhann var bæjar-
stjóri i Keflavik og Salóme var gjald-
keri og hreppsnefndarmaður Mosfells-
hrepps.
Kjartan Jóhannsson, alþingismaður og
formaður Alþýðuflokksins, var skatt-
hæstur þingmanna sins kjördæmls á
siðasta ári.
Brezkir olíumenn til viðræðna hér um helgina:
Olíusamningurinn við
BNOC endurnýjaður
„Það sem mest gæti munað um er
innlend framleiðsla á fljótandi elds-
neyti,” sagði Ingi R. Helgason i
erindi sem hann flutti á nýlegri orku-
ráöstefnu. Annars fjallaði erindi Inga
um kosti 1 innkaupum á olíu til
íslands. Hann hefur átt sæti i oliuvið-
skiptanefnd og er þaulkunnugur oliu-
viðskiptamálum Isiendinga.
Frá þvi er Bretar þvinguðu
Islendinga með löndunarbanni á
islenzkum fiski til oliuviöskipta við
Sovétríkin árið 1952 höfum við ekki
gert meiriháttar samninga um olíu-
viðskipti við aörar þjóöir.
Arið 1980 var gerður samningur
við rikisfyrirtækið British National
Oil Company um kaup á gasoliu.
Þrátt fyrir álitleg tilboð um hreinsun
á hráoíiu, sem Islendingum bárust,
var þess enginn kostur af hálfu
BNOC að við gætum fengið keytpa
hráoliu hjá fyrirtækinu.
Undanfarna mánuöi hefur hið
fasta samningsverð á gasoliu frá
BNOC verið talsvert hærra en
Rotterdamverð, sem gildir um ollu-
viðskipti okkar við Sovétrfkin. Hefur
verðmunurinn komizt í 270 dollara
tonnið af gasoliu á Rotterdamveröi
þegar verðið hjá BNOC hefur náð
nærri 360 doilurum.
Á sama tima hafa vestrænu oliu-
félögin boðið Rotterdamverð á ein-
stökum förmum. Þrátt fyrir tima-
bundna og óvissa verölagningu á
Rotterdamviðmiðun hefur sú skoðun
átt nokkurt fylgi islenzkra stjórn-
valda að vegna öryggisástæðna sé rétt
aö halda til haga samningum okkar
við BNOC.
Veröi samningar við BNOC ekki
framlengdir fyrir lok júnímánaðar
falla þeir sjálfkrafa úr gildi. Um
þessa samninga, tímalengd, magn og
verð, eru væntanlegir fulltrúar frá
BNOC tii viðræðna við íslenzka við-
skiptaráöuneytið um helgina.
- BS
Vaxandi hliðarbúgrein:
Sveitabæir taka
við ferðamönnum
Nöfn tekjusk. eignarsk. útsvar samtals
Matthias Á. Mathiesen 1.155.324 83.918 1.217.000 2.794.942
Ólafur G. Einarsson 2.409.532 30.821 1.092.000 3.664.773
Salónte Þorkelsdóttir 1.674.024 — 823.000 2.650.969
Kjartan Jóhannsson 3.747.201 32.736 1.631.000 5.709.402
Karl Steinar Guðnason 2.011.911 — 1.093.000 2.971.706
Geir Gunnarsson 2.586.847 — 1.091.000 3.693.412
Jóhann Einvarðsson 3.100.488 — 1.494.000 4.541.598
„Hugmyndin er að gera móttöku
ferðamanna í sveitum að eins konar
hUðarbúgrein llkt og víða er gert i
Vestur-Evrópu og um leið að bæta
einni grein við ferðamannaiðn-
aðinn,” sagði Hákon Sigurgrimsson,
starfsmaður í iandbúnaöarráðuneyt-
inu.
Á vegum Landssamtaka feröa-
mannabænda er nú verið að skipu-
leggja ferðamannaþjónustu i sveitum
og vinnur Hákon aö þvi verkefni. 23
sveitabæir í landinu hyggjast í sumar
bjóða upp á gistingu og fæði, ýmist
inni á heimilunum sjálfum, i sér-
ibúðum eða sumarbústöðum. Margt
býðst á bæjunum, svo sem hesta-
leiga, veiðUeyfi og fleira.
Þessi þjónusta býðst bæði íslend-
ingum og útiendingum. Sem dæmi
um verð má nefna að gisting með
dagsfæði i tveggja manna herbergi á
sveitabæ kostar i kringum 300
krónur.
-KMU
BIAÐIB
frjálst, úháð dagblað
Allt á iði í Garðinum
—þar sem um 40 skólanemar fengu vinnu eftir próf in
Sigrún Halldórsdóttir þræðir milli fólksbilanna og nýtur aðstoðar Sævars Guð-
bergssonar verkstjóra.
Maddý verkstjóri á kontór sínum; i mörg horn að líta.
Nemendur á Suðurnesjum hópuð-
ust á vinnumarkaðinn þegar skólun-
um lauk í vor. Misjafnlega gekk þeim
að fá atvinnu og því verr sem þau
voru yngri. Fyrirtæki á Suðurnesjum
réðu eins marga og kostur var á. Eitt
þeirra var ísstöðin i Garði og fyrir-
tæki tengd henni en þar fengu vinnu
39 unglingar undir 16 ára aldri, bæði
úr Garðinum, Keflavik og Njarðvik-
unum. Vinna þeir ýmist í frystihúsinu
eða við skreiðarframleiösluna og
þykja góður vinnukraftur að sögn
Sævars Guðbergssonar verkstjóra.
Auk þess er nokkur hópur nemenda
eldri en 16 ára starfandi hjá fyrir-
tækjunum, en samtals vinna þar 140
manns.
I frystihúsinu er unnið eftir bónus-
kerfi sem gefur aukna tekjumögu-
leika. Yfirleitt lýkur vinnudeginum
hjá öllum þorra starfsfólksins
klukkan 7 aö kvöidi og frí er um helg-
ar.
Enginn skortur hefur verið á hrá-
efni sem kemur úr tveimur togurum,
Erlingi og Ingólfi, auk nokkurra
smábáta, — allt niður í trillur. Tveir
slikir voru einmitt að leggja upp hjá
Ísstöðinni þegar viö vorum að svipast
þar um. Aðspurðir um handfæra-
veiöarnar voru sjómenn ekki bjart-
sýnir, vegna dragnótaveiðileyfisins
,,sem eyðileggur miðin við Garðskag-
ann á stuttum tima eins og áður, en
þau voru farin að jafna sig eftir drag-
nótarányrkjuna sem stunduö var í
Flóanum áður fyrr.”
Allt var á iði i Isstöðinni og fyrir
utan. Grálúöan, sem var þá aðalhrá-
efnið, fór sína vinnsluleið allt frá
móttökusalnum, gegnum margar
hendur og augu og inn i frystitækin
og þaðan inn í 25 gráðu kalda klef-
DB-myndir: emm.
Sævar verkstjóri og Ólafur Torfason leika fyrirsætur.
ana, þar sem hún biður um sinn eftir
fari til Sovétríkjanna.
Utan dyra var vörubifreið að koma
með „kassafisk” hulinn ismolum.
Tiliitslausir fólksbílaeigendur höfðu
næstum iokaö aðkeyrslunni en öku-
maður vörubifreiðarinnar lét þaö
ekkert á sig fá og þræddi á milli
fólksbilanna af miklu ðryggi, aftur á
bak, með aðstoö spegla. Þegar þeir
dugðu ekki rak hann höfuðið út um
hliðarrúðuna og þá kom i ljós að
þetta var ung stúlka, Sigrún Hall-
dórsdóttir, rúmlega tvítug. „Ég sá
auglýsingu um að vörubifreiðastjóra
vantaði hjá Isstöðinni og sótti um
starfið til aö notfæra mér meira-
prófið,” sagði Sigrún á meðan hún
leysti böndin af farminum, „og ég
kann mjög vel við starfið.” Hins veg-
ar var henni myndavélin ekki að
skapi og foröaðist hana með þeim
árangri að öll „skot” misheppn-
uðust. -emm.